Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. 43 Hinhliðin • Kristján Sigmundsson, marfcvðrður islandameistara Vfkings, heldur mest upp á lambalæri og kalda mjólk. „Mig langar einna mest tn ao nrtta Tobba Aðalsteins“ „Viö erum að ná okkur verulega á strik eftir áfailið sem við urðum fyrir þegar brann hjá okkur hér í Dugguvoginum og stöndum í bygg- ingaframkvæmdum sem stendur. Allar áætianir miöa að því að geta flutt alla okkar starfsemi í nýbygg- ingu okkar i Skútuvoginum næsta haust,“ segir Kristján Sigmunds- son, markvörður Islandsmeistara Víkings og islenska landsliðsins í handknattleik, en hann er fram- kvæmdastióri hjá Halldóri Jóns- syni og Vogafelli hf. Sem kunnugt er brann stór hiuti húsnæðis fyrir- tækisins í sumar og hefur Kristján haft í nógu að snúast. Þaö miklu repdar að handboltinn varð að sitja á hakanum fyrri part sumars en nú er Kristján kominn á fulla ferð og í spjalli við DV sagðist hann vonast eftir þvi að vera kominn í toppform eftir skamman tíma. Og þá mega skyttumar í hinum liðun- um fara að vanda sig meira en þær hafa gert til þessa. Svör Kristjáns fara hér á eftir: Fullt nafh: Kristján Sigmundsson. Aldur: 30 ára. Fæöingarstaöur: Reykjavík. Maki: Guðrún H. Guðlaugsdóttir. Böm: Sigmundur, 4 ára. mnnwiip BifVeið: Toyota Corolla árgerö 1987. Starf: Framkværadastjóri hjá Halldóri Jónssyni og Vogafelli hf. Laun: Ágæt. Heisti veikleiki: Erfitt meö að segja nel Umsjón: Stefán Kristjánsson Helsti kostur: Sveigjaniegur. Hefur þú einhvern tímann unnið í happdrætti eða þvílíku? Aldrei eina einustu krónu. Uppáhaldsmatur: Lambalæri. Uppáhaldsdrykkur: Köld mjólk. Uppáhaldsveitingastaöur: Hótei Holt. Uppáhaldstegund tónlistar Alæta á tónlisL Hlusta mest á létta dægur- tónlist. Uppáhaldshijómsveit: Dire Straits Uppáhaldssöngvari: Phil Collins. Uppáhaldsblaö: DV,. Uppáhaldstímarit: Heimsmynd. Uppáhaldsíþróttamaður: Daley Thompson. Uppáhaldsstjómmálamaður: Þor- steiun Pálsson. Uppáhaldsleikari: Gísli Halldórs- maricvörður son. UppáhaldsrithöfUndur: Þórbergur Þórðarson. Besta bók sem þú hefur lesið: Móta- bók HSÍ og Ég liíl eftir Martin Gray. Hvort er i raeira uppáhaldi hjá þér Sjónvarpið eða Stöö 2? Stöö 2. Uppáhaldssjónvarpsmaöur: Haiiur Hailsson. Hver útvarpsrásanna flnnst þér best? Stjaman. Uppáhaldsútvarpsmaður: Helgi Rúnar Óskarsson. Hvar kynntist þú eiginkonunni? í Verslunarskólanum. Helstu áhugamál: Handbolti og úti- vera. Fallegasti kvenmaður sem þú hef- ur séð: Konan mín. Hvaöa persónu langar þig mest til aö hitta? Það er langt síðan ég hef hitt Þorberg Aðalsteinsson. Fallegasti staöur á íslandi: Þing- vellir. Hvaö gerðir þú í sumarfríinu? Fór til Spánar og slappaði vel af þar. Gera sem best og meðal annars að vinna íslandsmeistaratitlinn í handboltanum með Víkingi. -SK GOH TÆKIFÆRI! FYRIR einstakling eða samhent hjón. Til sölu lítil kjörbúð í Kópavogi. Hagstæð kjör ef samið er strax. Upplýsingar gefnar á Fasteignasölunni Eignaborg. LOTTÚSPILASTOKKU Rl NN 32 númeruð spil þar sem þú getur dregið happa- töluna þína. Fæst á flestum útsölu- stöðum lottósins. Dreifing Príma, heildverslun, simi 651414. Lottóspilastokkurinn á hvert heimili. 2 manna svefnsófinn með sængurfatageymslu Raðsett klætt með áklæði eða nýja undraefninu LEÐURLUX. Ótal uppröðunarmöguleikar. BÓLSTRUN Sveins Halldórssonar, Laufbrekku 26 (Dalbrekku megin) sími 641622, heima 656495.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.