Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. OKTÓRER 1987. Spurrdngaleikur _________ Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig Fleyg orð „Sárt ert þú leikinn, Sámr fóstri, ok búit svá sé til ætl- at, at skammt skuli okkar í meðal," sagði kappinn er hann vaknaði í skálanum og fann hundinn sinn ör- endan með öxarfar í höfð- inu. Banamenn hundsins höfðu í hyggju að ráða húsbónda hans af dögum og sóttu að honum með illvígu liði. Eiginkona kappans var sögð dóttir Höskuldar Dala- Kollssonar og þykir með illskeyttari konum Is- landssögunnarog hefni- girni hennareinstök. Kappinn, sem mælti hin fleygu orð, var drepinn skömmu síðar og átti það víg eftir að draga dilk á eft- irsér. Faðir hans hét Hámundur Gunnarsson en sjálfur bjó hann að Hlíðarenda í Fljóts- hlíð. Staður í veröldinni Helsta miðstöð iðnaðará Bretlandseyjum. ibúar borgarinnar eru um 860 þúsundtalsins. Borgin stendur við fljótið Clyde og er fræg fyrir skipa- smíðaiðnað, auk annars. Þetta er stærsta borg Skot- landsog lítursvona út. íslendingar hafa mjög van- iðkomursínartil borgarinn- ar, dvalið þar í stuttan tíma en komið klyfjaðir heim. Borgin er meðal annars fræg fyrir góð knattspyrnu- lið. Tvö frægustu liðin kenna sig við borgina og bæta síðan við orðunum Rangers og Celtic. Fólk í fréttum Hann varforystusauðurinn í vaskri víkingasveit sem fór til Bretlandseyja til að berja á Skotum. Hann hefur verið kallaður nöfnum eins og „Víkingur- inn" og „Ismaðurinn". Svonaleít Hann neitar að pissa fyrir hvern sem er. Hann hefur verið kallaður sterkasti maður heims. Frægt í sögunni Atburðurinn gerðist á Þing- völlum fyrir margt löngu. Hann varð frægur í verald- arsögunni fyrir að það sem gekk friðsamlega fyrir sig hér á klakanum kostaði fjöldamargar styrjaldir og milljónir mannslífa annars staöar í veröldinni. Aðdragandi málsins var langur en lausnin fólst í því að heiðinn maður lagðist undirfeld. Að því búnu sagði hann meðal annars: „Með lögum skal land vort byggja ok með ólögum eyða." Þetta gerðist árið eitt þús- und og átti eftir að breyta miklu um gang mála í ís- landssögunni. Sjaldgæft orð Orðið getur merkt uppnám eða æsing. Það getur einnig merkt óstýrilátan mann. Þá getur orðið merkt af- káralegan mann eða flón. Fjörhestur er ein merking orðsins. Orðið líkist mjög orðinu „ofsi" og er sjálfsagt dregið af samastofni. Stjórn- málamaður Hann erfæddurá ísafirði 14. maí 1943. Hann er doktor í stjórn- málafræði frá University of Manchester. Hann hefur verið við ýmsa flokka kenndurog hefur getið sér orð á alþjóðavett- vangi fyrir afskipti af friðai málum. Hann héfur af keppinautum sínum stundum verið kall- aður„glókollur". Hann keppir nú að því að hljóta formannssætið í flokkisínum. Rithöfundur Hann er fæddur 24. nóv- ember 1955. Hann var um skeið búsettur í Kaupmannahöfn og þar skrifaði hann fyrstu bækur sínar. l Fyrsta bókin, sem aflaði honum frægðar, hét „Þetta eru asnar, Guðjón!" Kjartan Ragnarsson skrifaði upp úr þremur bóka hans leikrit sem nú er verið að sýna á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Svona líturhann út. Svör á bls. 44 íslensk fyndni Leggið manninum orð í munn. Höfundur. Jópi Msgnússon, Merkið tillöguna: „Islensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík MalaráSÍ 3, 1 1 0 ReykjaVÍk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.