Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. Handbolti unglinga Geysispenn- andi keppni í 3. flokki kvenna Mjög hörð keppni var víðast hvar í 3. flokk kvenna um sæti í deildum og réð markamismunur oft úrslitum. Víkingar unnu alla leiki sína í A- riðli en stærsti sigur þeirra var þó aðeins tvö mörk. Innbyrðis viðureign Hafnarfjarðarliðanna, FH og Hauka, tryggði Haukastúlkum sæti í annarri deild með naumum sigri, 8-7. í B-riöli kom lið Þróttar mjög á óvart og sigraði alla leiki sína nokk- uð örugglega. í innbyrðis viðureign HK og Stjörnunnar sigraði HK stórt og spilar í 2. deild en Stjarnan í þeirri þriðju. KR vann stóra sigra í C-riðli og virðist þar vera á ferðinni eitt af sterkustu liðum í 3. flokki kvenna. Reykjanesmeistarar Njarðvíkur virðast koma mjög sterkir til leiks og unnu þeir alla andstæðinga sína án teljandi erfiðleika í D-riðli. Fram sigraði í E-riðli með fullu húsi stiga en Grótta og ÍA hlutu bæði eitt stig en vegna hagstæðari marka- tölu fer Grótta í 2. deild. í Vestmannaeyjum fór fram keppni í F-riðli, var hún mjög jöfn og spenn- andi og hlaut hvert lið tvö stig. Vegna hagstæðari markatölu spilar Grinda- vík í 1. deild, ÍBV í 2. deild en UMFA rekur lestina. Deildimar eru því skipaðar eftir- töldum hðum: 1. deild UMFN Víkingur Þróttur KR DV • Hart barist í leik Stjörnunnar og HK í 3. flokki kvenna. UMFG ÍBV UMFA Fram Grótta ÍA 2. deild 3. deild 4. deild Selfoss Fylkir ÍR Haukar FH UFHÖ HK Stjarnan UBK ÍBK Reynir Leikgleðin í fyrirrúmi hjá 5. fl. karla Keppni í 5. flokk karla fór fram á ýmsum stöðum á landinu um sl. helgi. Keppt var um sæti í deildum og var oft um mjög harða keppni að ræða enda lið oft áþekk að styrk- leika. Að Varmá áttust við lið í A- og F-riðli og var keppni jöfn og spenn- andi milli Stjömunar og Fylkis í F-riðli. Unnu þau bæöi lið Hvera- gerðis og réðust úrslit ekki fyrr en í innbyrðis leik þessara liða. Stjarnan byrjaði mjög vel og komst í 4-1 en Fylki tókst að jafna með mörkum frá fyrirliðanum, Kjartani Sturlusyni, en þar er á ferðinni mjög öflugur miðjumaður sem dríf- ur sína leikmenn áfram er illa gengur. í seinni hálfleik náði Stjarnan forystu á nýjan leik með glæsilegum mörkum Sigurðar Við- arssonar en hann skoraði þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik. Er 5 mínútur vom til leiksloka hafði Stjarnan forystu, 11-8, en með góð- um endaspretti náðu Fylkisstrák- arnir að laga stöðuna og endaði leikurinn með sigri Stjömunnar, 13-12. Markahæstir í Úði Stjöm- unnar vom Sigurður Viðarsson, sem skoraði 4 mörk, og Viðar Erl- ingsson með 3 mörk. Fyrir Fylki skoruðu þeir Kjartan Sturluson 6 mörk og Jón Þór Grímsson 5 mörk. í A-riðli unnu Reykjanesmeistar- ar HK ömggan sigur á öllum andstæðingum sínum og verða þeir illsigranlegir í vetur en lið þeirra er mjög heilsteypt með Gunnleif Gur.nleifsson og Hafþór Hafliðason sem bestu menn. KR-ingar sigmðu í B-riðli sem keppt var í á Akranesi og var að- eins lið ÍA sem veitti þeim keppni. KR sigraði innbyrðis leik þéssara liða meö einu marki, 11-10, og var mikil harka í þeim leik. Tveir leik- menn Akraness fengu réttilega að sjá rauða spjaldið í seinni hálfleik en hann einkenndist af mikilli hörku. ÍR sigraði alla andstæðinga sína í C-riðli er fór fram í Reykjavík og virtust þeir hafa yfirburði yfir hin liðin í riðlinum og eiga fullt erindi í 1. deild. í D-riðli, er fór fram á sama stað, háðu Víkingar og UBK harða keppni og endaði innbyrðis leikur þeirra með jafhtefli, 10-10. Þar sem um- sjónaraðili týndi einni skýrslu er ekki hægt að segja til um hvort liðið spilar í 1. deild er þetta er skrifað. í Vestmannaeyjum fylgdi 5. flokkur Þórs góðu fordæmi 3. flokks og vann alla andstæðinga sína og spila þvi í 1. deild. Deildarskipting er því þessi: l.deild Stjaman KR IR Þór, Vestmannaeyjum Lið úr D-riðli 2. deild Fram Fylkir IAUMFN FH Lið úr D-riðli 3. deiid Reynir, Sandgerði UFHÖ Selfoss Týr, Vestmannaeyjum Haukar Lið úr D-riðli 4. deild IBK Grótta Þróttur Ármann UMFA • Reykjanesmeistarar HK1987 og sigurvegarar í A-riðli 5. flokks karla. • Hafþór Hafliðason, fyrirliði HK i 5. flokki karla. „Einar er frá- bær þjátfari“ -segir Hafþór Hafliöason „HK varö íslandsmeistari í 6. flokki fyrir tveimur árum og ætlum við að vinna hann núna aftur í 5. flokki, allavega að vera í 1. deild. Einar Þor- varðarson þjálfar okkur og er hann mjög góður þjálfari. Viö æfum tvisv- ar í viku og svo spilum vlð æfinga- leiki líka. Við erum búnir að taka þátt í Reykjanesmóti og þar unnum við alla andstæðinga okkar. í úrslitum spiluðum við á móti FH og unnum þá, 10-8. Uppáhaldsleikmennimir mínir eru Einar Þorvarðarson, Siggi Gunn., Kristján Ara og Atli Hilmarsson." Þetta sagði markvörðurinn snjalli og fyrirliði 5. flokks HK. » Bergur Þór Eggertsson, fyrirliði Reynis frá Sandgerði í 5. flokki karla. „ÆUum að gera okkarbestaívetur“ - segir Bergur Þór „Ég byijaöi æfa handbolta í 6. flokki og er núna á seinna ári í 5. flokki. Við erum flestir á seinna ári í vetur. Ég er mjög ánægður með þjálfarana, þá Willum Þórsson og Stefán Arnaldsson. Við spiluðum ekki nógu vel á móti HK og töpuðum 15-9 en ég held að HK sé með besta hðið í 5. flokki. Við stefnum að því að komast í 1. dehd og gera okkar besta þar. Ég fylgist ekki mjög mikið með fyrstu deildinni í handbolta en uppáhaldsleikmennirnir mínir eru Héðinn Gilsson og Alfreð Gíslason.“ Þetta sagði fyrirhði Reynis frá Sand- gerði þegar unglingasíðan spjahaði við hann í Garðabænum um síðustu helgi. Meiriháttarjassvakning íAmsterdam Frábœrar hljómsveitir á þrjátfu stöðum á svœði sem er eins og frá Lœkjartorgi að Tjarnarbrúnni. m 29. október til 1. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.