Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. Sérstæð sakamál Ástsj úka kennslu- konan Denise Potts. Eleanor Chaucer með nemendum sínum. Eleanor Chaucer var þrjátíu og flögurra ára gömul kennslu- kona. Hún varð ástfangin af einum nemenda sinna, Chris Bell, sem var aðeins fimmtán ára. Með þeim tókust náin kynni en þar kom að hann vildi binda enda á samband sitt við hana. Eleanor gerði á síðustu stundu tilraun til þess að koma í veg fyrir að Chris sneri við henni bakinu en það átti eftir að hafa óvæntar afleiðingar fyr- irhann. Duldar tilfinningar opin- beraðar Eleanor Chaucer þurfti að þola mikið hugarangur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var orðin ástfangin af ein- um nemenda sinna. Pilturinn, sem vakti svo sterkar tilfrnn- ingar hjá henni að hún gat vart um annað hugsað en hann, var aðeins fimmtán ára. Eftir nokk- urn tíma þóttist hún fullviss um að hún gæti ekki lengur barist á móti þeim og þá ákvað hún að láta allar venjur og siði lönd og leið. Það var í janúar á síð- astaári. Eleanor beiö nú eftir tækifæri til þess að ræða við unga mann- inn. Dag einn, er hann var á leið út úr skólagarðinum ásamt vini sínum, Tim Pollins, gafst henni svo tækifærið til þess. Er Chris og Tim höfðu ræðst við um stund kvöddust þeir og Chris stóð einn á gangstéttinni fyrir framan Burtonframhalds- skólann á Englandi en þar gerðust þessir atburðir. Er Chris gekk fyrir næsta hom beið Eleanor hans þar. Það fyrsta, sem honum kom til hugar þegar kennslukonan veifaði til hans, var að hann hefði gert eitthvað af sér. Hann var hins vegar hlýðinn nem- andi og þess vegna settist hann strax upp í bíl hennar. Sér tii mikillar undrunar fékk Chris nú að heyra hve vel Elea- nor félli við hann og hve mikið hún dáðist að honum. Þá var Chris enn ekki ljóst hvað fyrir henni vakti og því sat hann bara þögull og starði á hana. En þegar hún hafði ekið hon- um nær alla leið heim til hans rann skyndilega upp fyrir hon- um hvað um var að vera. Eleanor Chaucer var ástfangin afhonum. Leynilegirfundir í fyrstu vissi Chris ekki hvemig hann átti að taka þessu. Er hann hafði jafnað sig dálítið varð hann hins vegar gripinn af mikilli eftirvæntingu. Elea- nor var ekki aðeins fullþroska kona heldur var hún einnig kennslukonan hans. Enginn veit hve hrifm Elea- nor var af Chris í upphafi eða hvort þá vakti fyrir henni að stofna til kynferðislegs sam- bands við hann. Þau fóru aftur á móti að hittast á laun og eftir allmarga fundi fór svo að þau fóru saman upp í rúm. Ástar- fundir þeirra urðu svo eins tíðir og tækifæri leyfðu og alltaf hitt- ust þau heima hjá Eleanor. Það sem Eleanor vissi ekki... Þau héldu áfram að hittast á meðan skólinn var lokaður um sumarið og stöku sinnum kom það fyrir að Eleanor tók Chris með sér í dagsferðir. Þá fóru þau á baðströnd sem var í rúm- lega fimmtán kílómetra fjar- lægð en þó fannst þeim þau aldrei geta veriö örugg með sig. Sú hætta var alltaf fy rir hendi að þau hittu einhvern nemend- anna frá skólanum og það gæti að minnsta kosti haft þær af- leiðingar að Elenaor lenti í vandræðum. Sem betur fór fyrir þau bæði sá þó enginn til þeirra. Eleanor Chaucer hafði þó rangt fyrir sér er hún hélt að enginn vissi um samband hennar við Chris. Besti vinur hans, Tim Pollins, fékk nefnilega alltaf nákvæmar frásagnir af því sem gerðist á ástarfundunum. Og stundum fannst honum eftirvæntingin ná næstum jafnsterkum tökum á sér og væri hann í sporum Chris. Eleanor hélt áfram að sýna Chris ást og umhyggju. Og þar kom að hún fór að líta svo á að þau væru sköpuð hvort fyrir annað. Nokkru síðar hafði hún svo orð á þvi við Chris að þau ættu að flytjast á brott frá bæn- um sem þau bjuggu í, Dorchest- er, þegar hann yrði eldri. Þá var Eleanor orðin viss um að hún hefði unnið ástir Chris og að hann elskaöi hana eins mikið og hún hann. En þar hafði hún rangt fyrir sér. Áhyggjur Þau héldu áfram að hittast eftir að skólinn byrjaði í fyrra- haust. Á ytra borðinu var ekki annað að sjá en þau væru bæði ánægð en Chris var þó kominn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.