Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. 39 Kjartani Guðjónssyni listmálara erallajafna mikið niðri fyrir. Hann ritaði fyrstu (og einu) stefnuyfirlýs- ingu íslenskra mynd- listarmanna, manífest Septemberhópsins, árið 1947, ogallar götursíðanhefur hann verið ósmeykur viðað hefja uppraust sína, láta í Ijós skoð- anirog deilatæpi- tungulaustá þaðsem honum hefurþótt miðurfara í íslensku menningarlífi. Ég minnisttil dæmiseld- heitra „eldhúsdags- umræðna” með þátttöku hansíkenn- arastofu Myndlista- og handíðaskólans fyrirröskumáratug. Öll hálfvelgjaersem eitur í hans beinum. Fyriráratug, þegar Kjartanfóraðefast umgildiþessað halda áfram Sept- em-sýningunum svokölluðu,dró hann sig einfaldlega út úr þeim. Og nú síðast mótmælti hann með- höndlunsjónvarps- stöðvanna, bæði Ríkissjónvarpsinsog Stöðvar2, á mynd- listarefni með því að banna þeim aðgang aðsýningusinnií Gallerí Borg (sem lýkur 25. október). Þess á milli hefur Kjartanbeint skeyt- umsínumaðvank- öntum á myndlistar- kennslu, úthlutun listamannalauna, list- fræðingum og ýmsu fleiru. Erég baðþennan reiða, roskna lista- mannumviðtalfór hannfyrstundan í flæmingi,sagðist vera of kjaftfor fyrir DV.Áendanumlét hannþótilleiðast. Listamenn í skúffum Ég byrjaði á að spyija Kjartan um hugljómun hans, er hann snerist aft- ur til hlutlægrar listar um miðjan siðasta áratug, og aðdraganda þess að hann sagði skilið við Septem- hópinn. „Ég hef eiginlega aldrei skilið við afstraktið eða hafnað því. Þessi breyting á mínum myndum, sem þú talar um, er bara á yfirborðinu, ég er að velta fyrir mér sömu hlutum og forðum. En fyrst þú ert að spyrja um þetta er eitt sem ég vil gjaman koma að strax í upphafi. Sko, það er í sambandi við þessa afstraktkyn- slóð, Septembermenn, eða hvað sem þú vilt nefna hana. Þið listfræðingar eruð dáldið gjarn- ir á að flokka hlutina niður og setja í skúffur sem þið getið opnað og lok- að að vild. Og þessi skúffa, sem afstraktkynslóðin hefur lent í, hefur orðið einhvem veginn útundan. Ég man að þú skrifaðir einhvem tímann gagnrýni um sýningu Jóhannesar Jóhannessonar og sagðist ekkert hafa um hann að segja, því hann hefði ekkert breyst frá þvi þú skrifað- ir fyrst um hann. Ég held að þið takið bara ekki eftir þvi sem er að gerast hjá þessum mönnum. Á gamalsaldri eru þeir all- ir á hápunkti síns málaraferils, Karl Kvaran, Jóhannes, já og Kristján Davíðsson, sem er eins og blóm á vordegi, sjötugur maðurinn. Þið áttið ykkur ekki á því að það tekur ævina alla að verða listamað- ur, fyrst að finna sér farveg og síðan aö brjótast eftir honum. Kannski sést ekki fyrr en á yfirlits- sýningum hvernig menn hafa þró- ast.“ Blaður um September-hópinn Hvað varð til þess að þú hættir að sýna með þinum gömlu baráttufélög- um í Septem? „Mér fannst þessar Septemsýning- ar ganga mestmegnis út á liðna tíð og fáfengilegt að halda áfram sam- starfi á slíkum grundvelli. Ég sagði einhvem tímann við Valtý Pétursson og einhveija aðra í hópnum að það eina sem tengdi þá saman væri ellin. í stað þess að vera stöðugt sýnandi saman vildi ég sjá verk okkar í nýju samhengi. Það þarf að bijóta upp svona grúppur. Reglulegar samsýningar geta verið mjög lifandi og skemmtilegar en maður þarf að sjá myndir í nýju ljósi öðru hvoru. Ég held að Septem-menn hafi fengið á sig stöðnunarstimpil einmitt með því að spyrða sig svona saman, bera sig aldrei saman við aðra.“ Eru þetta ekki mistök hjá þessum listamönnum að halda áfram að kenna sig við Septembersýningarnar 1947-1951 þegar nær engin tengsl eru milli Septemberhópsins og Septem- manna, hvað þá milli Septem-manna innbyrðis? „Tengslin eru akkúrat engin. Raunar er ég orðinn dauðleiður á öllu þessu blaðri um September- hópinn. Þetta var afskaplega ósam- stæður hópur. Þarna sýndu saman skussar eins og ég, Valtýr og kannski fleiri og þroskaðir málara eins og Scheving. Þátttaka Schevings var meira eins og stuðningsyfirlýsing við málefnið fremur en að hann teldi sig eiga beina samleið með okkur. Þessi hópur var ekki í neinum bylt- ingarhugleiðingum. Menn vildu bara bijóta upp á einhverju nýju. Ég held að menn hafi gert of mikið úr bram- bolti okkar. Ætli þeir hafi ekki verið mest hissa á því sjálfir, sumir Septembermenn- irnir, hve mikið þið listfræðingamir hafið gert úr afrekum þeirra? Ég gæti best trúað því. Þessar sýningar heyra sögunni til og ég hef ekkert frekar um þær að segja." Kjartan Guðjónsson: „Septem-sýningarnar eru tímaskekkja." finnst mér ofur eðlOegt. Sjálfur hef ég ekki áhuga á öUum málurum. En skeyti mín til listfræðinga, eins og greinin sem ég skrifaði í Morgun- blaðiö fyrir nokkmm misseram, hafa byggst á allt öðrum forsendum. Ég hefði kosið að þeim hefði verið svarað. í staöinn hef ég Halldór Bjöm granaðan um að reyna að klekkja á mér með öðrum hætti, gegnum Svart á hvitu útgáfuna sem hann vinnur hjá. Svart á hvítu ætlaði að nota mynd eftir mig á bókarkápu en hætti skyndilega við. Sama útgáfa er stór hluthafi í tímaritinu Þjóölífi sem vildi fyrir alla muni birta um mig grein í tilefni þessarar sýningar í Gallerí Borg. Ritiö lét taka fjöldann allan af ágætum myndum, en viti menn, þeg- ar næsta tölublaö kemur út er enga grein að finna. í tölublaðinu á undan er svo heil opna um þá menn sem era að fara að sýna hjá Gallerí Svart á hvítu. Þetta er ekki bara ranglæti gagn- vart mér heldur einnig gagnvart Gallerí Borg og öðram sýningarstöð- um. Málverk og myndskreytingar Þú hefur bæði málað og myndskreytt bækur. Því hefur verið haldið fram að málverk þín beri um of keim af myndskreytingunum. Finnst þér þetta vera réttmæt athugasemd? „Það fmnst mér ekki. Ég held þessu aðskildu, tek períódur þar sem ég annaðhvort mála, teikna eða vinn grafíkmyndir. Mér finnst bæði hvíld og tilbreytni í að vinna þannig." Finnst þér þú vera fijálsari en þú varst á abstrakttímabilinu? „Ég hef eiginlega lítið hugsað út í þetta, ég bara mála. En að einu leyti er ég þó frjáls. Ég sagði mig úr FIM og stofnaði nýtt félag þar sem ég er eini félaginn. Það heitir Málbindind- isfélag myndhstarmanna. Ég er nefnilega alveg gáttaður á þessari róttæku kynslóð myndlistar- manna sem hæst galar um tjáningar- frelsið, að um leið og þeir eru komnir af stað eftir listabrautinni er eins og þeir falli allir i sama farið. Þeir fara allir að tala eins, bulla eitthvað um mannlega þjáningu, trúfræði, goða- fræði - þetta er allt sama romsan. Það væri hægt að taka viðtal frá einum og færa upp á annan, án þess að nokkur yrði þess var. Halda sér saman og mála... Myndlistarmenn hafa ekki vinnu- frið fyrir sýningaræði og málæöi, jafnvel þeir sem ekki era sloppnir úr myndlistarskóla. Ég vildi óska þess að þeir héldu sér saman og færu að mála.“ Hvernig er hægt að snúa þessari þró- un í myndlistarmálum þjóðarinnar til betri vegar? „Með þvi að stofna nýjan myndlist- arskóla - hann gæti þess vegna verið á Akurevri - þar $em nemendur geta fengið akademiska menntun ef þeir vilja hana. Akademísk menntun er eins og tungumálið, þú skrifar ekkert af viti fyrr en þú kannt málið. Ég legg áherslu á það við mína nemendur að ég sé ekki að kenna þeim list heldur nokkurs konar mál- fræðistrúktúr. Síðan ráði þeir hvað þeir gera við þá þekkingu. En umfram allt er þetta spurning um malerí, ekki orðagjálfur." -ai Magnús Kjartansson, Sigurð Örlygs- son, Jón Axel og Georg Guðna. Þetta era allt saman hörkumálarar. En allur sá mýgrútur sem fram- leiddur er af máluram, tíminn skolar þeim náttúrlega út í hafsauga. Mér finnst einfaldlega ábyrgðar- hluti að ala óharðnaða unglinga upp í því að það sé nóg að fá einhveijar hugmyndir til að vera listamaður. Þið eigið svo töluverða sök á þessu ástandi, þið þessir menningarlegu uppar, þið styðjið hver annan í því að hossa sérhveijum unglingi sem kann að halda utan um pensil. ...komin nálykt af okkur Við sem komnir era yfir fimmtugt, við eigum engan séns í fjölmiðlum. Það er komin nálykt af okkur. í gamla daga komst enginn undir fimmtugt áö í fjölmiðlum nema með djöfuls offorsi, nú er þessu öfugt var- ið. Við gamlingjarnir höfum verið algjörlega afskrifaðir, fáum aldrei sæmilega pressu. Það myndast óhjákvæmilega alls konar klíkur, eftir reglunni Megas talar við Bubba og Bubbi við Megas, svona gengur þetta eins og tennis- bolti. Þetta gerir sosum ekkert til. En mér finnst þetta þó heldur hvimleitt, svona eins og mývargur. Mér sýnist Halldór Bjöm greyið orðinn nokkurs konar andlegur leið- togi í svona klíku og hún er helvíti ýtin. Hann stjórnar galleríi þar sem alltaf er verið að setja goð á stall. Það er bara ákveðið að þessi og þessi skuli á stallinn. Ég hef heyrt á unga myndlistar- menn sem ekki eru „inni“, þeir era mjög sárir yfir að fá ekki að vera með í sandkassanum. Fjandinn þekkir sína...“ Þú hefur meinað sjónvarpsstöðvun- um aðgang að sýningu þinni í Gallerí Borg. „Já, helvítis sjónvarpið. Það er engu lagi líkt að ekkert skuli vera gert fyrir myndlistina í sjónvarpinu. Það er meira fjaliað um myndlist í útvarpi en sjónvarpi. Ekki er fyrr bryddað upp á mynd- listarþáttum í sjónvarpi en hætt er við þá aftur. Fyrst var það Vaka, sem átti aðallega að fjalla um myndlist, en endaði í hókmenntum. Svo voru það þættirnir hans Bjöms Th. Björnssonar um einstök listaverk, mjög fræðandi fyrir almenning. Þeim var hætt og ekkert hefur komið í staðinn. Það segir sig sjálft að þetta er miðillinn sem getur kennt fólki að horfa á myndlist. Stjörnuglópar og listfræðingar En nú hefur Stöð 2 tekið upp þráðinn í ameriskum glamörstíl. Þar hefur Halldór Björn tekið að sér að vera stjörnuglópur. Sem er verst fyrir hann sjálfan. Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur að menntaður listfræðingur skuli láta hafa sig í svona skítverk. Hvað er gangverðið á æru manna nútildags?" Á undanförnum misserum hefur andað heldur köldu til íslenskra list- fræðinga frá listamönnum, ég nefni greinar Braga Ásgeirssonar í Morg- unblaðinu, undirskriftir til stuðnings Einari Hákonarsyni, er hann sótti um Listasafn íslands, og fleiri van- traustsyfirlýsingar í þessa veru. Hefur orðið þarna trúnaðarbrest- ur, og ef svo er, hvers vegna? „Ég hef ekkert á móti listfræöum, þvert á móti. Ég held aö menntaðir listfræðingar eigi að geta unnið gott starf, til dæmis í sjónvarpi. En ég er á móti því að listfræðingar misnoti aðstöðu sína í gróðaskyni, eins og þeir Kvaran-bræður hafa stundað, og ég er á móti því að list- fræðingar gefi sig út fyrir að vera andlega leiðtoga, safni um sig hirð og ákveði hveijir séu „inni“ og „úti“, eins og Halldór Björn hefur gert. Þetta getur hann i krafti aðstöðu sinnar sem galleríeigandi og áhrifa- maður í útgáfufyrirtæki. Og nú síðast gegnum Stöð 2“ Klekkt á mér.. Nú hefur þú sjálfur fengið heldur óblíðar viðtökur hjá gagnrýnendum/ listfræðingum hin síðari ár. Heldurðu að þeir sem lesa þetta muni ekki túlka ummæli þin i ljósi þessa? „Ég er svo afskaplega sáttur við það að einhver maður eða menn hafi ekki áhuga á mínum verkum. Það Kunna ekki að strekkja striga Það var þá málefnalegur ágreining- ur, ekki persónulegur, sem olli því að þú hættir með Septem? „Þessi ákvörðun mín hafði engin vinsht í fór með sér. Og eftir á aö hyggja finnst mér ég hafa gert rétt í að vera ekki að halda til streitu því sem er löngu liðið.“ Víkjum nú að öðru. Þú hefur ekki farið leynt með skoðanir þínar á list- kennslu á Íslandi. „Kennsla, já. Ég er nú búinn að vera við myndlistarkennslu í 24 ár, jafnvel lengur. Og hætti að kenna eftir þennan vetur. Nú skal ég segja þér hvernig máhn standa í dag. Uppi í Myndlista- og handíðaskóla erum við nokkrir gamhr íhaldsamir kahar að kenna fyrsta árs nemendum. Við höldum þeim stift að undirbún- ingsnámi í einn vetur. Næsta vetur er þeim ætlað að fara að vinna eins og listamenn. Þá daga þeir uppi í hugmyndafræðilegri þvælu, án þess að læra nokkuð tíl verka. Það eru meira að segja starfandi ungir hsta- menn sem ekki kunna einu sinni að strekkja striga, hvað þá að þeir viti nokkuð um efnafræði þeirra efna sem þeir eru að vinna með. Allt er þetta arfleifð frá hippa- tímanum sem var í mínum augum ekki annað en uppreisn amerískra smáborgarabama gegn ofáti. Áhangendur hippahreyfingarinn- ar, sem trúðu því að maður þyrfti ekki að læra neitt, nóg væri að láta tilfinningamar ráða, nú eru þeir komnir í embætti og þeirra rugl er ríkjandi' skólaspeki. Þótt það sé orðið miðaldra lifir þetta fólk áfram í sinni bamatrú og er jafnvel húið aö koma henni inn í reglugerðir. Afstraktmálverk á svipstundu En nú hef ég spumir af því, raunar að utan, að tíðarandinn sé að breyt- ast, að nemendur vilji læra, vilji fá kennslu. Þetta hefur hka færst í vöxt í Myndhsta- og handíðaskólanum hin síðari ár.“ Var stofnun Nýlistadeildar skólans árið 1975 þá hluti af þessari „hug- myndafræðilegu þvælu“ sem þú nefnir svo? „Nei, ekki út af fyrir sig. En nýlista- hugmyndirnar, konseptið, það er orðið akademía í dag. Það er alltaf verið að fá svokahaða „fræga hsta- menn“ að utan til að ítreka þessar hugmyndir og á endanum fara nem- endur náttúrlega að trúa því að þær séu þær einu réttu. Svo tekur hvert þraglið við af ööru, nýja málverkið og hvaðeina, það er ahtaf verið að gefa þessu ný nöfn. Og nú, meðan menn eru að bíða eftir einhveiju spánnýju era þeir meira að segja farnir að mála afstrakt. Það er sosum allt í lagi. En það sem hefur tekið eldri afstraktmálara alla ævi að þróa halda ungir listamenn að þeir geti gert á svipstundu. Auö- vitað kemur ekkert af viti út úr svona löguðu. Menn bjarga sér ekki á hugmynda- fræðilegu rövh. Þetta er eins og á tímum Víetnamstríösins. AJlir voru á móti því og gátu þar af leiðandi skotið sér á bak við vondar myndir um vonsku Amríkana. Mýgrútur af málurum Síðan hafa menn ahtaf verið aö hengja hatt sinn á alls kyns hug- myndir. Era ekki alhr famir að rövla um goöafræði núna, jafnvel trú- fræði, undir leiösögn Hahdórs Björns? Það skilst mér. Rétt eins og þeir viti eitthvað um þau mál. En þetta er ahtaf spuming um hæfileika. Hafi fólk hæfileika skila þeir sér, hvað sem öllu rövh um hug- myndafræði líður. Ég get nefnt nokkur dæmi. Það er engin ástæða aö örvænta meðan viö eigum hæfileikamenn á borð við „Þeir ættu að halda sér saman og fara að mála“...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.