Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. Fjölmiðlar Roy Marsden sem yfirkennarinn hr. Chips ásamt eiginkonunni, sem leikin er af fyrrverandi vinkonu James Bond, nemendum og skólastjóra í Brookfield. Myndin er úr nýjum mynda- flokki sem sjónvarpiö sýnir á sunnudagskvöldum. Roy Marsden reynir fyrir sér á nýjrnn vettvangi: Verið þér sælir, hr. Chips, nefnist sjónvarpsmyndailokkur í þremur hlutum sem sjónvarpið hóf sýning- ar á um siðustu helgi. Myndaflokk- urinn er breskur og er handritið byggt á samnefndri bók eftir met- söluhöfundinn James Hilton sem út kom árið 1934. Þess má geta að islensk þýðing bókarinnar kom út hér á landi árið 1940. Áhorfendur hafa nú þegar séð fyrsta þáttinn. Þar segir frá kenn- ara nokkrum, hr. Chipping, ungum og taugaóstyrkum, sem tekur að sér kennslu í Brookfield skólanum. Það byriaði ekki farsællega hjá aumingja Chips, en það er mður- nefni sem Chipping fær, og reynd- ust nemendur hans vera óstýrilátir og ekki beint á því að auðvelda þessum nýja kennara starfið. Chips gefst þó ekki auðveldlega upp. Sög- una er hann reyndar að segja sem gamall maður. Kvænist á miðjum aldri Chips nær aga í skólanum og kennslan gengur vel. Hann er gerð- ur að yfirkennara í skólanum en það sem flestir hafa út á hann að setja er að hann er ókvæntur. Árin líöa og þegar Chips er á ferðalagi nokkrum árum síöar kynnist hann ungri blómarós, Katherine, og ekki líður á löngu uns þau ganga í hjónaband, ölium til undrunar. Hún er aðeins 23ja ára en hann að verða fimmtugur. Ekki gengur allt samkvæmt óskum í einkalífinu og Chips veit ekki oröið sitt ijúkandi ráð. Sérstaklega virðist sambúð ráðskonunnar frú Wickett og eigin- konu yfirkennarans ganga stirð- lega. En Ciiips elskar bæði konu sína og starfið en það tvennt veldur honum einmitt áhyggjum. Ógæfan bankar á dyr hjá kennar- anum með hörmulegum afleiðing- um. Chips þarf þar fyrir utan að berjast við ýmis öfl innan skólans. Hann hefur þó unnið sér t-yggð nemenda og er oröinn einn ástsæl- asti kennari skólans. Þessi myndaflokkur er hinn dæ- migeröi breski myndaflokkur sem gerist fyrir og eftir aldamótin. Fyrri heimsstyrjöldin blandast inn í söguþráðinn en sagan gerist á árunum 1880-1915. Sögupersónan er því komin á efri ár í síöasta hluta myndaflokksins. En það má segja að eftir margt erfitt starfið í skólan- um, í fyrstu vegna nemenda en síöar vegna starfsmanna í skólan- um, þá standi Chips eftir í lokin sem sigurvegarinn. Góðir leikarar Með hlutverk Chips i þáttum þessum fer vel þekktur leikari hér á landi. Sjálfur Roy Marsden sem þekktastur er fyrir aö vera hinn snjalli lögreglumaður Dalgliesh í sakamálamyndaflokknum eftir P.D. James. Roy Marsden er þekkt- astur fyrir sjónvarpsleik en hann hefur einnig tekið að sér viðameiri hlutverk á sviði. í einkalífinu er hann þó allt önnur persóna en í sjónvarpi. Hann er sagður mikill húmoristi sem hefur engan áhuga á sakamálasögum, sem hann hefur þó tengst mikið. Roy Marsden er tvígiftur. Seinni kona hans, Polly, er einnig leikari og eiga þau saman tvo syni. Það má segja að leiklist sé í ættinni því Roy byrjaði mjög ungur aö leika og bróðir hans er einnig leikari. Engum kæmi því á óvart að synir hans fetuðu sömu braut. Þessi breski leikari svíkur Hr. Chips er orðinn gamall maður er myndaflokkurinn byrjar en i honum segir hann ævisögu sina. ekki áhorfendur sína frekar en fyrri daginn. Frú Wickett er ráðskonan á skólaheimilinu og kemur mikið við sögu í myndaflokknum. Með hlut- verk hennar fer leikkonan Anne Kristen. Hún er vel þekkt bresk leikkona sem hefur leikið mörg hlutverk í sjónvarpsmyndum. Eiginkona Clúps í þáttunum er leikin af Jill Meager. Hún hefur einnig leikið í mörgum sjónvarps- myndum og þáttum. Jill Meager lék í James Bond myndinni Never Say Never Again. Metsöiuhöfundur Höfundur bókarinnar, James Hilton, fæddist árið 1900 í Leigh í Lancaster en flutti síðar til London. Fyrsta bók hans, Catherine Hers- elf, kom út.árið 1917 og vakti hún mikla athygli. Ein frægasta saga hans, Goodbye Mr. Chips, kom út árið 1934 og sagt er að James Hilton hafi aöeins verið fjóra daga að skrifa þá bók. Bókin varð feikivin- sæl og skrifaði Hilton framhald sem út kom árið 1938 og hét hún To You, Mr. Chips. Önnur fræg bók eftir James Hil- ton er Lost Horizon sem út kom árið 1933. Hún vann til verðlauna og hefur margsinnis verið kvik- mynduð. Lost Horizon kom út í íslenskri þýðingú árið 1945. James Hilton hefur skrifað tylft bóka og hafa fimm þeirra komiö út í ís- lenskri þýðingu, sú síðasta árið 1978, í leit að liðinni ævi. Síðustu æviárin bjó James Hilton í Holly- wood en hann skrifaði íjöldann allan af handritum fyrir kvik- myndir. Hann lést úr krabbameini árið 1954. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.