Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. Útlönd Fjórtán manns fórust þegar þyrla hrapaði á olíubortum á Mexíkóflóa í gær. Þyrlan sprakk í loft upp við áreksturinn og aöeins einn af þeim sem um borö í henni voru komst af. Þyrlan var að flytja bormenn á turninn en þeir áttu að leysa áhöfn hans af yfir jólahátfðina. Að sögn talsmanns flugfélagsins, sem átti þyrfuna, voru þrettán far- þegar um borö í henni auk flugmanns ög aöstoöarflugmanns. Ekki var í morgun gefið upp hvort sá sem komst af hafi veriö einn af farþegunum eöa annar hvor flugmarinanna. - Sá sem bjargaöist er mjög illa brenndur, með annars og þriðja stigs bruna á yfir níutíu prósent af líkamanum og talið óvíst hvort hann lifir af. Að sögn sjónarvotta virtist stél þyrlunnar rekast á lendingarpail bor- turnsins áður en þyrlan hrapaði sjálf og sprakk. Rigning var á slysstaðn- um og skyggni um þrjár mílur. BA vann slaginn Breska flugfélagjö British Airways vann í gær endanlegan sigur í baráttunni um félagið British Caledonian. British Airways tilkynnti í gær að það hefði fest kaup á liðlega fimmtíu prósent af hlutabréfum í British Caledonian og þannig náð yfirráðum yfir félaginu og eigum þess. British Airways þurfti meðal annars að keppa viö skandinaviska flugfé- lagiö SAS um kaupin á British Caledonian en SAS bauö tvö hundruö og fimmtíu milljónir sterlingspunda eða um fimmtán milijarða íslenskra króna í BC. Vel heppnað geimskot Sovétmenn skutu í gær á loft þrem geimfórum í geimskipi af Soyuz gerð. Geimfararnir þrír munu, að því er talið er, dvefja langtímum saraan í sovésku geim- stöðinni MIR og verða þeir þriðji hópurinn sem þar er langdvölum. Geimskotið heppnaðist í alla staði vel og var það sýnt í sovéska sjón- varpinu í beinni útsendingu. Hjálparstarf í Frakklandi Þegar fréttist af hjálparstarfi er yfirleitt um aðstoð við hungraða og illa stadda í þriðja heiminum að ræða. Hungraðir og bágstaddir finnast þó einnig á Vesturlöndum, meðal annars í Frakklandi, þar sem sérstakir veitingastaðir hafa nú verið opnaðir, þriöja árið í röð, til þess að fæða þá sem ekki fá neina næringu ella. Búist er við að fyrir þessi jól verði starfandi um sex hundruð slík veit- ingahús í Frakklandi og um sjö þúsund sjálfboðaliðar matreiði í þeim ofan i um tvö hundruð og tuttugu þúsund snauöa og hungr- aða borgara Frakklands. Fjórtan fórust í þyrluslysi Stjómarerindreki skotinn Háttsettur erindreki Araba- bandaiagsins var skotinn og særður illa í Aþenu í gær. Erind- rekinn, íraki að nafni Midhat Nouri Al-Hyali, er yfirmaður sendinefndar Arababandalagsins í Aþenu og var hann á leið heim til sín frá vinnu þegar tilræðismaður skaut sjö skotum að bifreið hans. Al-Hiyali, sem er 46 ára gamall, sagði læknum sem gerðu aö sárum hans að tilræðismaðurinn heföi verið ungur, dökkur, og klæddur hvítri skyrtu. Sagöist hann hafa séð tilræðismanninn draga upp byssu og þá reynt að bakka bílnum en án árangurs. Hafi tilræðismaðurinn verið í uin tfu metra fjarlægö. Al-Hiyali tókst að aka sjálfur til sjúkrahúss eftir skothríðina en hann var meö skotsár á öxl. Arababandalagið fordæmdi í gær tilræöiö við erindreka sinn. Lýsti bandalagiö yfir áhyggjum af því aö tilræði af þessu tagi kynnu að verða endurtekin og fór fram á að erindrekum bandalagsins í Aþenu yrði veitt aukin lögregluvernd framvegis. Símamynd Reuter Ferjan Dona Pas var í feröum milli eyja Filippseyja. Ottast að 2000 hafi farist Nú er óttast að um eöa yfir tvö þús- und manns hafi farist með ferjunni Dona Paz sem sökk við strönd Filippseyja í fyrrinótt eftir árekstur við annað skip. Aðeins tuttugu og sex manns hefur verið bjargað á slysstað en óttast er að um tvö þúsund og fimm hundruð manns hafi verið með skipinu, þar af um eða yfir eitt þúsund börn. Að sögn yfirvalda voru skráðir fimmtán hundruð farþegar með ferj- unni, sem var á leið til Manila, höfuðborgar Filippseyja. Aðeins full- orðnir greiddu þó fargjald þar sem börn eru flutt án endurgjalds' og því ekki skráð sem farþegar. Þeir sem bjargað hefur verið segja að mikill fjöldi barna hafi verið á feijunni enda mikið af fjölskyldum meðal farþega sem flestir voru á leið í jólaleyfi. Dona Paz var ein af ferjum þeim Ættingjar og aðrir aðstandendur bíða nú fregna af farþegum. Simamynd Reuter Þeir sem bjargað hefur verið eru allir meira eða minna brenndir. Símamynd Reuter sem eru á ferðum milli eyja Filipps- eyja, sem munu vera um sjö þúsund talsins. Ferjur þessar eru ódýr ferða- máti sem hinir fátækari af íbúum eyjanna nýta sér öðrum fremur. Skipið sem Dona Paz rakst á var lítið tankskip, Viktor, sem einnig sökk eftir áreksturinn. Þeir sem bjargað hefur verið eru allir meira eða minna brenndir, enda sprakk tankskipið í loft upp við áreksturinn og mikill eldur gaus upp í báðum skipunum. Ekkert hefur fundist af skipunum tveim. . í gær rak nokkur lík á land á ströndinni þar sem slysið varð. íbúar þorpa við ströndina unnu við að safna þeim saman og búa til greftr- unar, Búist er við að á næstu dögum reki töluveröan fjölda af líkum upp á ströndina á þessu svæði og hafa íbúar þess þegar fariö fram á aðstoð við greftrunarstörf. Talið er að aldrei verði vitað með vissu hversu margir fórust með Dona Paz þar sem endanlegar tölur um farþegafjölda muni ekki verða fyrir hendi. Ljóst er þó að þetta er versta sjóslys sem orðið hefur á friðartím- um frá því að farþegaskipið Titanic sökk. Allsherjawerkfall í Bangladesh Um leið og fjórar milljónir manna hófu tólf stunda allsherjar- verkfall í Dacca í Bangladesh í morgun mátti heyra sprengjur springa víðs vegar um höfuðborg- ina. Að sögn lögreglunnar létust tveir stjómarandstæðingar í gær- kvöldi þegar sprengja sprakk í höndunum á þeim. Ekki virðast önnur óhöpp hafa orðið vegna sprenginganna sem efnt var til til þess aö fæla fáeina verkfallsbijóta frá götunum, að því er lögreglan telur. Efnt var til verkfallsins í mót- mælaskyni við stjómina og vom meðal annars nokkrir blaðamenn krafnir um skírteini af verkfalls- mönnum. Sú skýring var gefin að nokkrir reyndu að komast til vinnu í leigubílum merktum pressunni og ætluðu verkfallsmenn að koma í veg fyrir slík brot. Á morgun mun einnig verða tólf stunda verkfall sem tuttugu og einn stjórnarandstöðuflokkur hef- ur boðað til sem hð í aðgerðum til þess að þvinga forseta landsins, Mohammad Ershad, til þess að láta af embætti. Forsetinn kveðst ekki munu fara frá vegna þvingana og biöur and- stæöinga sína að bíða þar til almennar kosningar fari væntan- lega fram að þremur mánuðum liðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.