Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. 33 ___________Menning Jákvæð og uppbyggjandi Jólln blótuð á refilstigum stórborgar steíán Júiiusson: . laga sinna eftir ár og dag og birti barnsránssögunni. Saga franska Jóiairf i New York. . þær nú - ásamt sinni eigin - því námsmannsins veröur eins konar Fimm tengdar sögur. ekki verður annað skilið en hann fjölskylduuppgjör um jarðeignir í Bókaútgátan Björk 1987. hafi verið_ einn í hópnum þó að Frakklandi og hann missir af flest- Smásögumar og tengingar þeirra hann gefi íslendingnum þar annað um ævintýrum New York borgar. í þessari bók eru með töluvert ein- nafn. Er best aö láta svo heita að Saga heimaraannsins, Kanans í kennilegum og óvenjulegum hætti. svona sé í pott búið þótt þetta gæti hópnura, veröur allvafningasöm og í því kemur fram hugkvæmni sem allt saman veriö höfundarverk tvíbent kvennafarssaga meö leyni- gæðir þær spennu og eftirvæntingu hans sjálfs. makki og bragðarefsívafi. En saga út fyrir þrengstu mörk sín. . Islendingsins er róraantiskari og 'Bókmhefstáinngangisemsegir Arefilstigum segir frá því hvemig ástheitur frá fimm bókmenntanemum í stórborgarinnar embættismaður að heiman fómar bandarískum háskóla og eru sinn Þetta era allt saraan sögur úr landi og þjóð fyrir eina nótt í Para- af hverju þjóðerni. Þeir ákveöa að stórborginni, töluvert haglega dís þar vestra þegar hann rekst á verja jólaleyfi sínu í New York. Þá garala og góða ástkonu frá námsár- stingur prófessorinn upp á því að ............................. um sínum áður fyrr. Heldur ólík- þeir skrifi sína smásöguna hver. í RokTnÁTITI'Hv indaleg en laglega skrifuð og innganginuraerunokkurdeilisögð wjaudui,uj. jafnvel launkímin smásaga. á þessu fólki eins og til þess að . . . Kriciiánccnn Þessar sögur hafa allar yfir sér greiða tyrir skilningi lesanda á því Mnares ivnstjansson nokkuraraunveruleikablæogbera sem í vændum er. Með þessum ~ yfirbragð skýrslu um atburði sem hættiverðurþettasögufóik(ogper- samdar, en sverja sig nokkuð í ætt gerst hafi í þessu jólafríi en era sónur) hálfkunningjar lesanda erienda refilstigasagna að eíhi. samt hlaðnar spennu í atburöarás. áður en til kastanna í smásögunum Danska stúlkan í hópnum lendir í Þetta eru sögur sem halda lesanda kemur og þaö eykur enn á samúð höndum svarts bamsræningja og við efiiið, eru læsilegar og dálítið lesanda. öðlast þar töluvert ítæka reynslu áleitnar viö athyglina. Þær eiga að Inngangurinn ber þess öll merki við að hjálpa honum við að heyja vera, og eru vafalaust, hversdags- að stuðst sé við heimildarminni og sér lausnarfé og gæta bamsins sem legar myndir úr myrkvið stórborg- Stefán segir að sögumar hafi að- rænt var. Nokkuö haglega brugð- arinnar en búast að nokkru kápu eins verið stílæfing þeirra fimm- inn reyfari með góðkunnum efnis- reyfarans. En þær eru óneitanlega menninga en það liggur milli hluta þáttum. drjúgvel skrifaöar og bókin öll hvort söguefnin eru hugarburður Suöurríkjamaðurinn i hópnum saman sett af hugkvæmni til þess einber eöa eigin reynsla í jólafrúnu varð frámtmalegur hrakfallabálk- að laða að athgyli lesanda. að einhvetju leyti. Hann segist síð- ur og segir þá jólasögu snoturlega A.K. an hafa þýtt þessar sögur skólafé- sem framhald og afleiðingu af Endurskoðun á einokun Gísli Gunnarsson: Upp er boðiö ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. 280 bls. Örn og Örlyur 1987. Það er ævinlega viðburður þegar út koma sagnfræðiverk þar sem bylt er eldri hugmyndum á grundvelli ít- arlegra rannsókna. Einn slíkur viðburður er ný bók Gísla Gunnars- sonar: „Upp er boðið ísaland." Bókin fjallar um eitt svartasta skeið íslandssögunnar, frá 16-1800. Meðan hagur Norður-Evrópuþjóða fór smátt og smátt batnandi á þessum tíma ríkti hér fátækt og eymd, stöðn- un og jafnvel afturför í atvinnuhátt- um og verkþekkingu. Sú söguskoðun var lengi vel ríkj- andi að orsakir þessa hefðu verið eldgos og illt árferði, en fyrst og fremst hefðu þó Danir og kaupahéðn- ar þeirra sameinast um að mergsjúga land og þjóð. Eðlilega var þessu mjög haldið á loft meðan Island var að slítá tengslin viö Danmörku og gerast full- valda ríki. Einokun ekki óvelkomin Með stórauknum sagnfræðirann- sóknum á síðustu áratugum fór að læðast að mönnum sá grunur að ís- lendingar hefðu sjálfir átt einhvern Bókmenntir Inga Huld Hákonardóttir þátt í hörmungarástandinu. Að minnsta kosti hefðu Danir ekki kom- ið hér að stéttlausu þjóðfélagi bænda af konungakyni. Okkar ágæti Björn Þorsteinsson var einn þeirra sem vildu endurskoða málin. Og með bók sinni „Upp er boðið ísaland“ leggur Gísli Gunnarsson árangur meira en tuttugu ára rannsókna á borðið og kemst að þeirri niðurstöðu að einok- unarverslun (1603-1787) hafi alls ekki verið íslenskum betri bændum eins óvelkomin og látið hefur verið í veðri vaka. Afstaða bændahöfðingjanna. Bókin hefst á stórfróðlegum kafla um bújarðir á íslandi, bændur og vinnuhjú. Bent er á hvemig kaup og kjör vinnufólks stóðu í stað. í 700 ár var næstum engin verðbólga á ís- Gísli Gunnarsson sagnfræðingur. landi. Síðan koma nákvæmar verð- lagsathuganir. Stærsti hluti bókarinnar er þó athuganir á tekjum og tapi þeirra aðila sem íslandsversl- un höfðu með höndum. Fróðlegur kafli er um Skúla fógeta og tilraun- irnar til að koma á fót innlendum iðnaöi um miðja 18. öld. Þar, sem víða í bókinni, eru dregn- ar fram staðreynir sem styrkja þá skoðun Gísla að íslenskir bænda- höfðingjar hafi verið á móti frjálsri verslun og öllu frelsi yfirleitt. Þeir héldu uppi „fólsku“ gengi á land- búnaðarafurðum þannig að þær voru tiltölulega dýrari en fiskur, bönnuðu erlendum kaupmönnum að hafa hér vetursetu og ráöa sér fólk til fiskveiða, hindruöu þéttbýlis- myndun viö sjávarsíðuna með því aö heimta að einungis bændur mættu gera út báta og gerðu yfirleitt allt sem þeir gátu til að halda land- búnaðinum sem aðalatvinnugrein. Doktorsritgerð Stefna þeirra var að tryggja sér ódýrt vinnufólk - og til þess að svo mætti verða var nauðsynlegt að hindra að fók gæti fundið sér nokk- urt annað lifibrauð. Frekar en nýta hin fengsælu fiskimið til fulls létu þeir fátæklingagreyin og niðursetn- ingana falla úr hor. Bókin „Upp er boðið ísaland" er að mestu byggö á doktorsritgerð Gisla um einokunarverslunina og þá stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar sem henni var samfara. Höfundur hefur sjálfur þýtt hana á prýðilega kjarngott mál. Hann kemst víða vel að orði en doktorsritgerðir eru aldrei auðvelt lestrarefni. Fleiri og lengri niðurstöðukaflar og samantektir hefðu verið til bóta. Kjörið væri að gera úr henni góða útdrætti til kennslu í skólum. Síðast en ekki síst væri gaman að fá umfjöllun góðra hagfræðinga um efni hennar - og hvort hún geti varpað nokkru ljósi á þjóðfélag okkar í dag. IHH Miriam Stoppard: Stelpnafræðarinn. Iðunn 1987. Undanfarin ár hefur útgáfa bóka um ýmis mál er snerta manninn sem félagsveru færst í vöxt. Margir muna eftir G-blettinum fræga sem var til umræðu, að því mig minnir fyrir síð- ustu jól, kynlíf fyrir miðaldra, hvemig hægt er aö viðhalda eðlilegu kynlífi þegar börnin taka tennur, eða hvað sem þær hétu nú, Nú, um þessi jól kemur út hjá Iðunni bók sem svarar næstum því öllum spurning- um ungra stúlkna á jákvæðan og hispurslausan hátt. Stelpnafræðar- inn er eftir Miriam Stoppard en hún hefur áður sent frá sér margar bæk- ur sem tengjast fjölskyldum og í]öl- skyldulífi og hefur a.m.k. ein þeirra komið út á íslensku undir nafninu Foreldrahandbókin. Frúin, sem auk þess að vera móöir fjölmarga tán- inga, er læknir. Stelpnafræðarinn er ákaflega falleg og vel upp sett bók. Henni er skipt í fjölmarga kafla sem gefa nokkra inn- sýn í efnið: Kynþroski, Góð heilsa, Gott útht, Félagslíf, Að búa heima, Fjölskylduvandamál, Kærastar, Allt um kynlíf, Getnaöarvarnir og Skóla- lífið. Auk þess fylgir ítarleg atriðis- oröaskrá. Kaflarnir spanna flestallt sem ungt fólk langar að vita og fjalla um það sem helst snýr að fólki á þeim aldri. Hættan af ástinni Þegar undirrituð var að alast upp voru engar bækur til sem fjölluðu um unglinga, ástir þeirra og kynlíf á jákvæðan hátt. Sennilega er enn furðulega lífseig sú skoðun aö ungl- ingar eigi ekkert með að vera sofa saman og þurfi þar af leiðandi enga fræðslu um þau mál. Fræðslan sé bara fyrir fullorðið fólk sem hafi vit fyrir sér. En fræðsla er einmitt af því góða því best er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið í hann en ekki þegar ósköpin eru skeð. Ef til vill er enn frekari ástæða til fræðslu nú þegar lífshættulegir kynsjúk- dómar hijá mannkyn og ungu fólki getur stafað hætta af ástinni. Enginn má þó skilja ofangreint sem svo að verið sé að hvetja ungt fólk til Skyndikynna í Stelpnafræðaran- um, heldur þvert á móti. Lögð er áhersla á tilfinningalegu hhðina og gefin eru ráð um hvernig standast eigi þrýsting frá félögunum ef hann er fyrir hendi. Hehbrigð manneskju- leg sjónarmið era ríkjandi í bókinni. Menntun og sjálfstæði Þaö sem einkennir Stelpnafræöar- ann er áherslan á félagsfræðilegu hliðina. Fléttað er saman líffræðheg- um, læknisfræðhegum og félags- fræðilegum upplýsingum og Bókmenntir Sigríður Tómasdóttir ráðleggingum sem byggðar eru á reynslu og þekkingu á unghngum og högum þeirra. Sem dæmi um hina félagsfræðhegu hhð má nefna kafl- ana um fjölskylduvandamál, félags- lífið og þann þátt sem snýr aö unglingum sem búa heima viö „venjulegar aðstæður". í kaflanum um fjölskylduvandamál er fjallað um skilnað foreldra, stjúpforeldri og stjúpsystkini, aðskhnað systkina við skilnað foreldra, dauða foreldris og kynferðislega misnotkun eða sifja- speh. Veitt eru ákaflega skynsamleg ráð svo framarlega sem slíkt er unnt í bók sem tekur til umfjöllunar mál sem ávaht munu vera sérstök í hverju tilfelh fyrir sig. í heild má segja um þessa fræðslubók aö hún gefi ungum stúlkum mjög jákvæða og uppbyggjandi mynd af því hvað er að vera kvenmaður. Lögð er áhersla á menntun og sjálfstæði. Höfundur leggur áherslu á það val- frelsi sem það gefur konum aö mennta sig og ekki veitir af því margt glepur ungar stúlkur á kynþroska- aldri frá námi, ekki síst hin gamla bábhja að strákar þoh ekki stelpur sem standa sig betur í skólanum en þeir. Stelpnafræðarinn er þörf bók nú á tímum þegar fæstir foreldrar hafa tíma til að sinna bömum sínum sem skyldi. Hið eina sem má finna að henni lýtur að málfari, en setningar eru á köflum ansi þýðingarlegar og bera nokkurn keim af ensku sem virðist vera thhneiging í þýddum bókum um þessar mundir. S.T. Land í nýju Ijósi Páll Stefánsson - Light lceland Review, 1987 Þeir sem fylgst hafa með tíma- ritaútgáfu hér á landi hafa ekki farið varhluta af ljósmyndum Páls Stefánssonar, ljósmyndara Iceland Review útgáfunnar, en hann er tví- mælalaust einhver mesti hæfi- leikamaður á sínu sviði sem við eigum. Hann er enn komungur maður; á þess vegna eftir að móta sér stíl, sem er bæði kostur og gahi. Kosturinn er sá að hann freistast ekki th að setja sig í fyrirfram ákveönar stellingar andspænis myndefninu heldur vegur og metur aðstæður hverju sinni áður en hann smellir af. Aðlögunarhæfni Páls er enda við- brugðið. Eftir hann hggja ekki einvörðungu afburðavel teknar landslagsljósmyndir heldur einnig portrett af sama kahber svo og ógleymanlegar myndir úr þjóðlíf- inu. Gahinn er ef th vill sá að á þessu stigi ævi sinnar er margur ljós- myndarinn eins og kamelljón, sem þýðír að myndir hans hafa tilhneig- ingu til aö verða ópersónulegar, hanga í lausu lofti mihi innblásturs og tæknhega fullkominnar skýrslugerðar. Þótt engin leið sé að sjá fyrir Ll v_y| I I IMftOfg o-iCEíAND Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson hvemig ljósmyndun Páls muni þróast þykir mér líklegt að hann muni halda áfram að gera út á liti og birtu, sem eru auðvitað náskyld fyrirbæri. Það gerir hann í þekkhegu hefti sem Iceland Review hefur gefið út í tilefni af 25 ára afmæh útgáfunnar en það nefnist Light, birta. í heftinu er að finna úrval Utljós- mynda eftir Pál, birtra sem óbirtra, en þær eiga það sammerkt að fjalla um öh möguleg og ómöguleg blæ- brigði birtunnar á íslandi, aht frá skjannabirtu hásumars th niða- myrkurs um hávetur. Páll hefur einnig séð um útht bókarinnar og haft tækifæri th að sthla myndum saman, kompónera aht heftið eins og eina ljósmynda- hehd. Það er því samsph Ijósmyndanna innbyrðis ekki síður en kostir ein- stakra mynda sem gera þetta hefti að sérstöku augnayndi. Auðvitað má dehá um gæði ein- stakra ljósmynda (56 talsins) en samhengi þeirra nær ævinlega að lyfta þeim á hærra plan. Páh er ekki laus við sérvisku, setur blaðsíðutal á aðra hveija síöu og kemur öllum myndatextum fyr- ir aftast í heftinu, sennhega th að ítreka hina ljósmyndalegu hhð á landslagsmyndum sínum. Eitt er vist, þetta hefti er kinn- roðalaust hægt að senda bæði íslandsvinum og atvinmhjósmynd- urum. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.