Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. Sviðsljós Ölyginn sagði... Jacqueline Bisset, leikkonan fræga sem sumir telja fegurstu leikkonu heims, fékk tilboð um daginn sem hún er að hugsa um. Larry Hagman, sem leikur J.R. í Dallas, hefur miklar áhyggjur af dvínandi vinsældum þátt- anna og vill gera eitthvað róttækt til þess að auka vin- sældir þeirra. Þess vegna bauð hann þessari vinsælu leikkonu að gerast nýjasta ástmey sín í næstu þrettán þáttum fyrir 40 milljónir króna. Stefanía, prinsessa frá Mónakó, stend- ur í málaferlum þessa dagana sem kunnugir segja að líklegt sé að hún tapi. Stefanía lög- sækir konu í Los Angeles sem leigði henni húsnæði um nokkurra mánaða skeið. Kona þessi tók skartgripi Stefaníu í geymslu fyrir 400 þúsund krónur en neitar að láta Ste- faníu fá þá aftur. Ástæðdi, er sú að konan segist ætla að láta þá ganga upp í skemmd- ir sem Stefanía vann á íbúð- inni og nægi þeir varla til. Jessica Hahn, sem heimsfræg varð á svip- stundu þegar upp komst að sjónvarpsprédikarinn Jim Bakker átti ástarsamband við hana, hefur aldeilis grætt á þeim viðskiptum. Playboy- kóngurinn Hugh Hefner sá strax peninga í þessu máli og bauð henni 36 milljónir króna fyrir að sýna sig fáklædda á síðum blaðsins. Hefner stór- græddi á þessu og hefur nú boðið henni 45 milljónir fyrir að koma fram aftur og alveg án klæða í þetta sinn. Hver viU bragða á? Þessi vænlegi svínshaus er meðal þess sem alltaf er hægt að fá á jólahlaðborði á Hótel Sögu. Það er Ragnar Blöndal, matreiðslumaður á hótelinu, sem hér ber fram þennan sérstæða rétt fyrir hádegisgesti staðarins og er ekki annað að sjá en að hann sé hinn hreyknasti með réttinn. DV-mynd KAE Verðandi forsetafrú? Svona lítur Jane Fonda út fimmtug og ber aldurinn ótrúlega vel. Það eru sjálfsagtfáar kon- ur sem líta eins glæsilega út og Jane Fonda sem varð fimmtug 21 desember. Hún er ennþá kyntákn í augum Bandarísku þjóðarinnar, þrjátíu árum eftir að Roger Vadim kom henni á fram- færi. Flestir segja reyndar að hún sé mun glæsilegri nú en hún var þegar hún vartvítug. Það var árið 1977 sem hún fór að hafa áhyggjur af útlit- inu, þegar henni fannst hún vera farin að eldast. Þá tók hún upp á því að fara að stunda leikfimi og fljótlega fór hún aö miðla öðrum af reynslu sinni. Hún hefur gefið út fjölda bóka og myndbanda um leikfmúæf- ingar til þess að halda sér í formi. Síðasta bók hennar heitir á frummáhnu „Com- ing of age“ þar sem hún leiðbeinir konum, sem farn- ar eru að eldast, hvemig þær eiga að halda í unglegt útlit. Þannig var Jane Fonda þrítug að aldri, um það leyti sem Roger Vadim var að koma henni á fram- færi. Sú bók selst eins og heitar lummur eins og fyrri bækur hennar. Hún hefur selt fram til þessa um 20 milljón bæk- ur um líkamsrækt og myndbönd hennar eru alltaf ofarlega á listum um eftir- sóttustu myndbönd. Á þessu hefur hún grætt milljónir dollara og þeim eyðir hún að miklu leyti í mann sinn sem hún vill koma á fram- færi í stjómmálum. Hún hefur sjálf alla tíð verið virk í baráttumálum kvenna og öðmm málum og virt sem slík. Margir sérfræðingar spá því að maður hennar eigi einhvemtíma eftir að verða forseti Bandaríkjanna svo það er eins gott að venja sig strax við tilhugsunina um Jane Fonda sem forsetafrú íBandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.