Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. 11 Útlönd ■t * Kona varaforseta- efhi repúblikana? Ólafur Amarsan, DV, New York: Nú, þegar einungis er formsatriði fyrir George Bush að tryggja sér út- nefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetal^osningarnar í haust, eru menn farnir að velta því fyrir sér hvem Bush muni velja spt‘' varafor- setaefni sitt. Ýmsir era nefndir til. Má þar nefna Howard Baker, starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem margir telja að mundi styrkja framboð Bush veru- lega. Margir fleiri eru nefndir. Það er hins vegar ljóst að val Bush mun að miklu leyti byggja á því hver andstæðingur hans úr röðum demó- krata verður. Um helgina var það mjög rætt með- al stjómmálaskýrenda að ef Jesse Jackson verður frambjóðandi demó- krata muni Bush stilla konu upp sem varaforsetaefni sínu. Nefnd er til skjalanna Jean Kirkpatrich, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum. Hún þykir mjög sterk oger vinsæl meöal íhaldssamra repúblikana. Þó er talið að Bush hafi aðra konu efst á óskahsta sínum. Sú er Sandra Day O’Connor hæstaréttardómari sem er fyrsta konan til að gegna því embætti í Bandaríkjunum. O’Connor þykir hafin yfir alla gagnrýni og myndi líkast til höfða til bæði íhaldssamra og hófsamra kjósenda. Ef frambjóðandi demókrata verður einhver annar en Jesse Jackson er hins vegar tahð fuhvíst að Bush muni velja karlmann. Ekki er talið ólíklegt að George Bush muni stilla konu upp sem varaforseta- efni ef Jesse Jackson verður frambjóðandi demókrata. Myndin er tekin af Bush og páskahéra við sérstök hátiðahöld fyrir framan Hvita húsið i Was- hington i gær. Simamynd Reuter Farþegaflugvél frá Kuwait rænt Arabískumælandi flugræningjar hafa hótaö að sprengja í loft upp farþegaflugvél, sem leyft var að lenda í íran í morgun, ef yflrvöld reyna að nálgast véhna. Að minnsta kosti hundrað og tíu manns eru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boeing 747. Flugræningjamir sögðust ætia að fljúga til ótilgreinds áfangastaðar þegar sett hefði veriö brennsh á vélina sem var rænt á leið frá Bang- kok til Kuwait. Henni var veitt leyfi th lendingar á flugvelhnum í Mash- had í norðausturhluta írans þegar flugmaðurinn tilkynnti að vélin væri að verða bensínlaus. íranskir embættismenn höfðu fyrst ekki viljað heimha lendingu. Samkvæmt talsmanni íranska utanríkisráðuneytisins eru níutíu og níu farþegar um borð og sextán manna manna áhöfn. Fregnir frá Kuwait herma hins vegar að far- þegamir séu níutíu og sex og áhafnarmeðlimirnir fimmtán. Flugvél frá Kuwait var rænt í ír- an áriö 1984 af fjórum aröbum sem kröfðust frelsis sautján arabískra skæruhða sem voru í haldi í Kuwa- it. Flugræningjarnir skutu th bana tvo bandaríska embættismenn. ír- anskir öryggisverðir réðust eftir sex daga th inngöngu í flugvéhna, handtóku flugræningjana og frels- uöu níu gísla. Flugræningjamir, sem komið höfðu fyrir sprengiefni víðs vegar um vélina, höfðu áöur sleppt hundrað fimmtíu og þremur farþegum. íranir sættu mikhli gagnrýni af hálfu Bandaríkjanna vegna þess hvernig staðið var að málum vegna flugránsins. írönsk yflrvöld hafa tilkynnt yfir- völdum í Kuwait að þrátt fyrir að veitt hafi verið lendingarleyfi í dag til að setja brennsli á vélina muni í öhu veröa fariö eftir fyrirmælum frá yfirvöldum í Kuwait. Rfldsstjórl Arízona rekinn Ólafur Amarson, DV, New York: Ríkisþing Arizonaríkis svipti í gær Evan Mecham ríkisstjóra embætti sínu vegna afglapa og misferhs í starfi. Mecham er fyrsti ríkisstjórinn í Bandaríkjunum í 59 ár sem hlýtur þessi örlög og á undan honum höfðu einungis sex ríkisstjórar verið sviptir embætti með svipuðum hætti. Ríkisþingiö, sem að meirihluta th er skipað repúblikönum, taldi að Mecham, sem er repúblikani, hefði gerst brotlegur í starfi og reynt að hindra rannsókn á morðhótun sem embættismanni hafði verið send. Einnig var Mecham tahnn hafa brot- ið alvarlega af sér er hann notaöi peninga Arizonaríkis og lánaði tvær milljónir íslenskra króna th bhasölu sem hann á sjálfur. Ríkisstjóri Arizona, Evan Mecham, ásamt lögfræðingl sínum, Jerris Leon- ard. Rikisstjórinn var sviptur embætti i gær vegna misferlis. Sfmamynd Reuter Honasan sl Fihppínski uppreisnarmaðurinn Gregorio Honasan ofursti slapp um helgina úr haldi stjómvalda Hon- asan var leiðtogi uppreisnarmanna sem á síöasta ári gerðu thraun tíl að steypa sfjóm Corazon Aquino, forseta Fhippseyja, en hann hafði veriö í haldi um nokkurra mánaða skeiö. Stjómvöld á Fihppseyjum hafa sakað bandarísku leyniþjón- ustuna, CLA, um að haíia aðstoðað Honasan á flótta hans. Segja þau aðhd leyniþjónustunnar vera i rannsókn en bandaríska sendiráð- iö 1 Manila hefúr sagt ásakanir þessar fáránlegar. úr haldi FUippseyingar telja að CIA hafi aðstoðað Honasan th þess að beita þrýst- ingi við viðræður um áfiramhaldandi rekstur bandarísku herstöðvanna á Fhippseyjum. Viöræðumar, sem hófúst 1 raorgun, gætu staðið mánuöum saman. Bandaríkjaraenn halda því frara að Fihppseyingar þarfnist her- stöðvanna, bæði vegna öryggis síns svo og vegna tekna sem skapast af þeim. Minntust morðsins á King Um fimm þúsund manns minnt- ust þess í gær að þá vom liðin tuttugu ár frá því að bandaríski blökkuraannaleiðtoginn Martin Luther King var myrtur. Efndi fólkið th minningargöngu um Memphis og sérstakrar athafnar þar sem King var skotinn til bana þann 4. apríl 1968. Takmarkaður árangur Bandaríkjamenn og ísraelar segja aö takmarkaður árangur hafi náðst á fimdurn George Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, og Yitzhak Shamir, forsætisráöherra ísraels, í gær. Ráðherramir tveir náöu nokkrum árangri á fundum sínum en Shultz tókst ekki aö sannfæra írsraelska leið- togann um nauðsyn þess að halda aiþjóðlega ráðstefnu um málefhi Mið-Austurlanda sem siðar myndi leiöa th beinna viðræðna milli ísraela og Araba. Shultz fer í dag frá ísrael th Amman og Damaskus þar sem hann mun eiga fundi með leiðtogum Arabarfkja. FJólga í herliðinu í Panama Fjölgað verður f herliði Banda- rfkjamanna í Panama í dag og er þaö í annaö sinn á innan viö mán- uöi. Ætlunin er að í dag veröi fluttir þrettán hundruö bandarískir her- menn ásamt búnaöi þeirra til Panama til viðbótar viö um tíu þúsund bandaríska hermenn sem þegar eru í landinu. Stjórnvöld i Panama segja að liðsflutningar þessir séu ögrun viö sig, enda sé þama um að ræöa beinan þátt í baráttu bandarískra stjórnvalda fyrir þvi að Manuel Antonio Noriega, yflrmaður hers Panama, fari frá völdum. Bandarikjamenn hafa reynt meö efnahagslegum þvingunaraðgeröum að fá Noriega th að hverfa frá völdum í Panama allt frá þvi hann var sakfehdur fyrir aðhd að eiturlyfjasmygli í Bandarikjunum í febrúarmán- uði síðastliðnum. Noriega hefur th þessa neitað aö hverfa frá Panama þótt hann hafi gefið því undir fótinn að hann gæti hugsað sér að láta af völdum að ákveðnum skhyrðum uppfylltum. Óttast er að nú kunni að draga th beinnar hernaöariegrar ihlutunar Bandaríkjamanna í Panama. Fimmtán létust í eldflaugaárás íranska fréttastofan IRNA skýröi frá þvi í morgun aö fimmtán almenn- ir borgarar hefðu látiö lífið í eldflaugaárás sem irakar yeröu á írönsku borgina Qom snemma í morgun. Að sögn fréttastofunnar voru konur og böm meöal hinna föllnu en eld- flaugar íraka munu hafa lent á íbúðarhverfi í borginni. íranar og írakar hófu í gær aö nýju eldflaugaárásir hvor á borgir hinna eftir nokkurra daga hlé. Iranar réðust þá á olíuborgina Kirkuk í írak og sögðu írakar að ótilgremdur fjöldi almennra borgara hefði fallið í þeirri árás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.