Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 21
Jón og Márus bestir á NL Ungtr íslenskir körfuknatt- leiksmenn náöu mjög góöum árangri á Scania-Cup körfubolta- mótinu sem fram fór í Svíþjóð um helgiria. Haukar komust í úrslit í 16 ára flokki en töpuöu úrslita- leiknum með tveimur stigum. Jón Arnar Ingvarsson í liði Hauka var kjörinn besti leikraað- urinn í aldursflokknum. Hann fór á kr stum á móti þessu sem öli sterkustu félagslið Norður- landa í unglingaflokkum taka þátt í og skoraði hann 36,6 stig aö meðaltali í leik en aðeins er leikiö í 2x15 mínútur. Samtais skoraði Jón Amar 256 stig í leikj- um Hauka í mótinu en næsti maður var með 154 stig. íslendingar áttu einnig besta körfuknattleiksmann Norður- landa í 14 ára aldursflokki. Þar var Márus Amarsson, ÍR, kosinn besti leikmaðurinn en hann er bróðir Herberts Amarssonar sem tvívegis hlaut sams konar útnefhingu hér á árum áöur. KR í úrslitin Þaö verða KR-ingar sem leika til úrslita gegn Njarðvíkingum í bikarkeppninni í körfuknattleik. KR sigraði Hauka á skírdag með 89 stigum gegn 87 eftir 42-49 í leik- hléi. Henning Henningsson og ívar Webster skomðu 22 stig fyr- ir Hauka og Birgir Mikaelsson skoraði 26 stig fyrir KR. -SK Kjartan rauf sigurgöngu Tómasar Kjartan Briem, KR, og Ragn- hiidur Sigurðardóttir, UMSB, urðu íslandsmeistarar í einliða- leik karla og kvenna á íslands- mótinu í borðtennis sem lauk 1 Laugardalshöllinni í gær en mót- iö fór fram alla páskana. í öðm sæti í einliðaleik karla varð Tóm- as Guöjónsson, KR, en hann hefur undanfarin fimm ár verið íslandsmeistari. Elín Eva Gríms- dóttir, KR, hafnaöi i öðra sæti í einliðaleik kvenna. • í tvíliðaleik karla sigruðu Kjartan Briem og Valdimar Hannesson úrKRogí tvíliöaleik kvenna sigruöu Elísabet Ólafs- dóttir og Elín EVa Grímsdóttir úr KR. i tvenndarkeppni sigruðu Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB, og Jóhannes Hauksson, KR. • í 1. flokki kvenna sigraði Hjördís Þorkelsdóttir, Víkingi, og í l. flokki karla sigraöi Halldór Bjömsson, Víkingi. í 2. flokki karla sigraði Hrafn Árnason, KR. -JKS Valur vann Víking Valur sigraði Víking 1-0 á Reykjavikurmótinu í knatt- spymu á gervigrasvellinum í Laugardal í gærkvöldi. Eina mark leiksins skoraði Bergþór Magnússon í fyrri hálfleik. Næsti leikur á mótinu er í kvöld er KR og Ármaxm mætast og hefst leik- urinn kl. 20.30. -JKS Ragnar Margeirsson og Guðni Bergsson: Au ■ ■ ■ leið heim (i Ragnar kemur heim á föstudag en Guðni kemur 7. maí „Það vantaði neistann til að þetta dæmi gengi upp. Síðustu tveir leik- ir urðu að vinnast til að við ættum möguleika á sæti í 2. deiid en því miður uröu þessar vonir að engu eftir síðustu tvo tapleiki,“ sagði Guðni Bergsson, leikmaður með 1860 Munchen í Vestur-Þýskalandi, í samtali við DV í gærkvöldi. „Samningur minn við félagiö rennur út 7. maí og ég er ákveðinn fram að þeim degi. Ég verð þá lög- legur með Val 7. júní. Þetta hefur veriö góð reynsla þótt þetta dæmi gengi ekki upp eins og maður hefði vonast eftir en ég kem heim í góðri æfingu," sagði Guðni Bergsson. Ragnar heim á föstudag „Öll þessi mál gerðust á mettíma. Eg fór fram á að verða leystur frá félaginu þegar í stað til þess aö ná öllu íslandsmótinu með IBK. Forr- áðamenn félagsins urðu við mála- leitan minni og ég kem heim til íslands á fostudag," sagði Ragnar Margeirsson í samtali við DV í gærkvöldi. „Ég kom hingað til félagsins til að spila en raunin hefur orðið önn- ur. Strax í fyrsta leik var mér kippt út af án skýringa og þetta fór í skap- ið á mér. Ég spuröi forráðamenn liösins til hvers ég væri hingaö kominn en lítið var um svör. Því var lítið annaö að gera en að pakka niður og halda heim,“ sagði Ragnar Margeirsson. -JKS • Guðmundur Guðmundsson skoraði tvö mörk gegn Japönum í gær og hér verður annað þeirra staðreynd. DV-mynd Omar Garðarsson * 4‘ m&'&zBBlB '1 v jsr ' WjI .3**' æuHf j’v&ssh Fyrsti landsleikurinn af þremur gegn Japönum: Öraggur sigur íslands gegn Japan í Eyjum Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: „Ég verð að játa að fyrir þennan leik var ég hræddur. Undirbúningur- inn fyrir leikinn var nánast enginn og að auki vantaöi sex fastamenn í liðiö. í raun var þetta lið sem lék þennan leik að leika saman í fyrsta skipti. Þaö var fyrir öllu að íslenska liðið sigraði í leiknum. Ég vil koma á framfæri þökkum til áhorfenda sem studdu vel við bakið á okkur í leiknum," sagði Bogdan, landsliðs- þjálfari íslands í handknattleik, í samtali viö DV eftir landsleik íslend- inga og Japana í Vestmannaeyjum í gær. íslendingar fóru með sigur af hólmi, 25^-21, eftir að staðan í hálfleik var 11-8 íslandi í vil. Þetta var fyrsti landsleikurinn af þremur sem þjóð- irnar leika innbyrðis á næstu dögum. Annar leikurinn verður í Laugar- dalshöllinni í kvöld og þriöji leikur- inn á sama stað annað kvöld. • Leikur þjóðanna í gær var leikur hinna glötuðu tækifæra en inn á milli sáust ágætir leikkaflar. íslend- ingar stilltu upp langt frá sínu besta liði. íslensku landsliðsmennirnir, sem leika í Vestur-Þýskalandi, fengu sig ekki lausa. Tveir leikmenn léku sinn fyrsta A-landsleik, þeir Hrafn Margeirsson og Stefán Kristjánsson, og skiluðu þeir hlutverki sínu með ágætum. Annars var íslenska liðið jafnt aö getu og enginn bar af. Einar Þorvarðarson varði íslenska markið vel að vanda. • íslendingar voru frekar seinir í gang og eftir átta mínútna leik vora Japanir búnir að skora þrjú mörk án þess að íslenska liðinu hefði tekist að svara fyrir sig. En smám saman fór leikur íslendinga að ganga betur og um miðjan fyrri hálfleikinn náðu þeir að jafna, 3-3. Það sem eftir lifði hálfleiksins og raunar allan leikinn hafði íslenska liðið ávallt frumkvæð- ið. Greinilegur styrkleikamunur var á liðunum þrátt fyrir að sterka leik- menn vantaði í íslenska liðið. • Sigur íslendinga var aldrei í hættu í síðari hálfleik. Liðið átti mörg stangarskot og á heildina litið fór liðið illa með mörg færi. Bæði lið- in hafa hafið undirbúning sinn fyrir ólympíuleikana í Seoul en japanska liðið hefur aö undanförnu verið á ferðalagi í Vestur-Þýskalandi. • „Mínir menn stóðu sig ekki sem skyldi í leiknum og lékum við raunar langt undir getu. Eg veit að í íslenska liöið vantaöi góða leikmenn, t.d. Kristján Arason og Alfreð Gíslason, og af þeim sökum ætti íslenska liðið að geta leikið enn betur. Við erum byrjaöir undirbúninginn fyrir ólympíuleikana og er liöur okkar í keppnisferðinni um Evrópu aö kynn- ast enn betur evrópskum handknatt- leik,“ sagði Noda Kyyoshi, þjálfari japanska liðsins, í samtali við DV eftir landsleikinn í gær. • „Þetta var ágætur leikur því hafa verður í huga að liðið hefur verið í fríi frá æfingum í tvo mán- uði. Við áttum við smávegis byrjuna- rörðugleika að stríða í upphafi en þegar á leið kom þetta allt saman. Nýliðarnir skiluðu hlutverki sínu með sóma,“ sagði Þorgils Óttar Mat- hiesen, fyrirliði íslenska liðsins, í samtali við DV eftir leikinn. • Mörk íslands: Júlíus 5/2, Sigurð- ur 4, Atli 4, Karl 3, Stefán 2, Guömundur 2, Þorgils Óttar 2, Jakob 1, Geir 1, Bjarki 1. • Markahæstir Japana vora Ta- manura 6, Shinichi 4 og Miyasita 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.