Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1988. 35 ________________________________________________________________Lífcstm Viðhorf fólks til billjards hefur breyst mikið Til skamms tíma var heldur litiö niður á billjardáhugamenn. Billj- ard, sem heitir raunar ballskák eöa knattborðsleikur á íslensku, var af mörgum talinn afþreying iðjuleys- ingja og letingja. Enda var það svo hér á landi að lítið var lagt upp úr að hafa billjardstofur snotrar og vistlegar og töluverður drykkju- skapur fylgdi oft iðkuninni. Ýmsir þeir, sem nú eru komnir á miðjan aldur, minnast þess er þeir voru að byija að neyta áfengis og vildu ekki láta foreldrana vita af því, en skorti húsnæði til þess að stunda sumblið, að þeir fóru oft á Tíðarandi „billann" og tóku með sér leka í poka. Þá var það heldur ekki til siðs að unglingar kæmu saman í miðbænum til að kneyfa áfengi. Vinsælasta sjónvarpsefnið Nú hefur álit manna á ballskák breyst. Þetta er að verða viður- kennd keppnisíþrótt, virðuleg og fín í þokkabót. Billjardstofur eru aö verða vistlegar og snyrtiiegar í aUa staði, í sumum tilfeUum er .um hreinan munað að ræöa. Áfengi hefur víðast hvar verið útilokað frá biUjardstofunum og þeir sem keppa, dómarar og keppnisstjórar eru prúðbúnir og virðulegir með afbrigðum. Nú er farið að sýna bUljardmót í beinum útsendingum í sjónvarpi hér á landi, en víða erlendis hefur baUskák verið með vinsælasta sjónvarpsefninu um árabU. í Bret- landi til dæmis, er billjard langvin- sælasta sjónvarpsefnið. Árið 1985 voru útsendingartímar BBC á bUlj- ard 150 fleiri en á knattspyrnu og tahð var að um 18 miUjónir manna hafi fylgst með úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í snóker sem sent var út beint. Nákvæmni, útsjónarsemi og hugarró Þannig hefur álit manna á þessu skemmtilega tómstundagamni breyst til muna á síðustu árum. Enda geta þeir vitnað um það, sem eitthvað hafa reynt sig í íþróttinni, að billjard útheimtir mikla ná- kvæmni, útreikninga, útsjónar- semi og hugarró og því út í hött að tengja leikinn við drykkjuskap og óreglu. Billjardborð hafa verið ákaflega dýr og háir tollar á þeim. Þess vegna hafa fáir einkaaðilar átt þess kost að eignast slika gripi og hafa á heimih sínu. Auk þess eru borðin stór, þung og fyrirferðarmikil og útheimta mikið pláss. Helmingslækkun á billjard- borðum Nú eru hins vegar komin á mark- aðinn tUtölulega lítil, létt og þægi- leg borð, sem auðveldlega má setja upp eða leggja til hUðar eftir því hvort verið er að nota þau eöa ekki. Þá lækkuðu tollar á borðunum stórlega viö síðustu tollabreytingar og allt að helmingslækkun varð því á útsöluverði þeirra. Þetta hefur orðið til þess að æ algengara er orðið aö sjá billjardborð í heima- húsum. Þau eru kannski ekki alveg eins góð og keppnisborðin en þaö má svo sannarlega vel notast við þau. BaUskák er íþrótt sem öll fjöl- skyldan getur lagt stund á og haft gaman af. Sérstaklega núna eftir að biUjardstofur eru orðnar vistlegar stofnanir, að ekki sé talað um að hægt er að kaupa borð og setja þau upp í stofunni heima þegar ein- hvem langar tU að taka leik. -ATA Allt að 18 mánaða VOLVO- kjör NOTAÐIR BlLAR Volvo 340 GL, árg. 1987, 82 hö, 5 gira, 4ra dyra, ekinn 7.000 km, beige/metallic, rafm. í rúöum. Verö 625.000. Volvo 245 GL árg. 1983, ekinn 59.000 km, blár/metallic, sjállsk., vökvast., eins og nýr. Verö 560.000. Volvo 740 GL árg. 1985, 112 hö, sjálfsk., m/OD, 4ra dyra, ekinn 26.000 km, silfur/metallic. Verö 785.000, toppeintak. Ath. skipti á ódýrari. Suzuki Swift árg. 1986, ekinn 20.000 km, rauður, sjálfsk., sumar- og vetr- ardekk. Verö 330.000. Ath. skulda- bréf. VOLVOSALURINN SKEIFUNNI 15 SÍMI 691600 Volvo 740 GLE árg. 1986, ekinn 12.000 km, silfur/metallic, beinsk., 5 gira, vökvastýri, centrallæsingar, rafdrifnar rúður og speglar, plussá- klæöi, topplúga, læst drif o.m.fl. Verö 1.150.000. Ath. skipti á ódýrari. Volvo 340 GL, árg. 1986, 82 hö, 5 gira, 5 dyra, ekinn 33.000 km, Ijós- blár. Verö 525.000. Volvo 740 GL árg. 1987, 117 hö, sjálfsk., m/OD, 4ra dyra, ekinn 16.000 km, steingrár. Verð 1.000.000. Ath. skipti á ódýrari. Volvo 240 GL árg. 1984, 112 hö, sjálfsk., m/OD, 4ra dyra, blár/ metalllc, plussáklæöi, centrallæs- ingar. Verö 560.000. Ath. skipti á ódýrari. Volvo 245 GL árg. 1987, 116 hö, sjálfsk., m/OD, 5 dyra, ekinn 19.000 km, blár/metallic. Verö 990.000. Ath. skipti á ódýrari. <••• ■■■■ Audi 100 cc, árg. 1984, 5 gira, 4ra dyra, ekinn 96.000 km, hvitur. Verö 650.000, toppeintak. Ath. skipti. Opið alla daga frá kl. 9.00 til 18.00. Laugardaga frá kl. 10.00 til 16.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.