Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. Grindavík Blaðbera vantar í Grindavík. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 92-68342. Grindavík óskar að ráða umboðsmann í Grindavík sem fyrst. Upplýsingar í síma 92-68342 og á afgreiðslu DV í síma 91 -27022. Neskaupstaður Nýr umboðsmaður á Neskaupstað frá og með 1. apríl 1988 Sjöfn Magnúsdóttir, Nesbakka 1, sími 97-71663. Póstverslunin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.0(>-22.00. ® VISA g EUROCARD Fótóhúsið - Príma - ljósmynda- og gjafavöruverslun, Bankastræti, sími 21556. Frábær gjöf fyrir heilsurækt og vellíðan. Heima, á vinnustað, á hótelinu, meira að segja í bilnum er hægt að njóta unaðslegra áhrifa þessa nýja nudd- tækis sem byggist á hita, titringi og segulkrafti. Þreyta og höfuðverkur hverfa, blóðrás örvast í leggjum, fótum og höndum, slökun og vellíðan færist yfir allan líkamann og sXLðast en ekki síst eyðir rafmagnshand- nuddarinn óæskilegum fitu- bólstrum og byggir upp og styrkir slappa líkamsvefi. Tæk- ið örvar efnaskipti líkams- frumanna, eýðingu úrgangs- efna og stuðlar því að eðlilegri endurnýjun alls líkamans. Afar auðvelt í notkun - virkar þeg- ar í stað. Handtækið er úr traustu plasti sem auðvelt er að þrífa og þannig í laginu að gott er að halda því að líka- manum. Lengd ca 19 cm. Innbyggður rofi fyrir hita og nudd með ljósi. 3 stillingar fyr- ir hita, 2 fyrir nuddstyrk. Aukahlutir: Spennugjafi með 1,8 m snúru og tenging fyrir bil sem passar í venjulegan vindl- ingakveikjara, einnig með 1,8 m snúru. Öllu komið fyrir í hag- kvæmu veski. aðeins kr. 5.990,- Iþróttir ar, Sovétmenn og Argentinumenn þátt i mótinu. Sviar sigruðu Sovétmenn i úrslitaleik örugglega, 2-0, með mörkum frá Robert Prytz og Eskilsson. í leik um þriðja sætið sigruðu Vestur-Þjóðverjar lið Argentínu, 1-0. Fyrr í mótinu höföu Svíar sigrað Vestur-Þýskaland eftir vítaspyrnukeppni og Sovét- menn sigrað Argentínu, 4-2, og skoraði Maradona eitt marka Argentinu beint úr aukaspyrnu. -JKS/Símamynd Reuter Evrópukeppni meistaraliða í handbolta: Essen komið í úrslftaleik - eftír 22-7 sigur gegn Bidasoa frá Sþáni Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: Essen vann stórsigur á spænska liðinu Bidasoa Irun í fyrri leik liö- anna í undanúrslitum Evrópukeppn- innar í handknattleik. Lokatölur leiksins urðu 22-7 eftir að Essen hafði haft 11-2 forystu í hálfleik. Leikurinn fór fram í Essen að viðstöddum 7 þúsund áhorfendum. Eins og lokatölur leiksins gefa til kynna var leikurinn einstefna frá upphafi til enda. Vakti mikla furða Yfirþjálfari Stuttgart, Ari Haan, var meðal áhorfenda á bikarleik Anderlecht og St. Truiden sem háður var á miðvikudaginn fyrir páska en Amór Guðjohnsen skoraði tvö mörk í leiknum fyrir Anderlecht sem sigr- aði, 5-0. Ari Haan kom gagngert á leikinn til að fylgjast með Arnóri og er öruggt að „íslenski víkingurinn" hefur sannfært hann um að hann hefur engu gleymt þegar inn í víteig andstæðinganna er komið. Ari Haan var áður þjálfari hjá Anderlecht og þekkir því Amór mjög vel. Eftir því sem blaðamaöur DV hefur komist næst er Ari Haan með í sigt- inu fleiri en Amór sem kæmi til greina að léku með Stuttgart á næsta að þetta spænska lið skyldi hafa komist alla leið í undanúrslit keppn- innar. Að vísu sýndi Essen stórleik í gær en það á ekki að breyta því að lið, sem eru komin í undanúrslit, eiga að vera jöfn að getu. Telja verður hæpið að spænska hðið nái að vinna upp fimmtán marka mun í seinni leik liðanna sem fram fer á Spáni. Jochen Fraatz var markahæstur í hði Essen með átta mörk en næstur í röðinni kom Alfreð Gíslason með íjögur mörk. keppnistímabih. Van Rooij og Seve- reyns frá Antwerpen eru einnig ofarlega á hstanum og mun Ari Haan velja einn af þessum þremur leik- mönnum þegar keppnistímabihnu lýkur í vor og trúlega festa kaup á honum. „Þetta mál kom upp á yfirborðið í vetur og þá setti Anderlecht 50 millj- ónir íslenskra króna á mig sem Stuttgart var þá ekki tilbúið að greiða. Það er ekki ennþá útilokað að ég verði áfram hjá Anderlecht. Ef þeir ganga að þeim háu kröfum, sem ég lagði nýverið fram, og kaupa að auki 2-3 sterka leikmenn fyrir næsta keppnistímabil væri ekkert að því að vera áfram hjá Anderlecht. Þessi mál komast ekki á hreint fyrir enn í júní eða júlí í sumar. • Barcelona varð um páskana spænskur bikarmeistari í knatt- spyrnu er höiö sigraði Real Sociedad 1-0 1 úrshtaleik sem fram fór í Madrid. Eina mark leiksins skoraði Jose Alexanko á 61. mínútu leiksins. Áhorfendur voru 45 þúsund. • Celtie er á góðri sighngu í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu og þarf mikiö að gerast svo höið verði ekki skoskur meistari í ár. Um páskana var leikinn heil umferö í deildinni. Celtic lék þá í Edinborg gegn Hi- bernian og vann 0-2 sígur í leiknum. A sama tíma tapaði Rangers á heimavelh fyrir Hearts 1-2 og við sigurinn skaust Hearts í annað sæti deildarinnar en Ran- gers féh niður í þriðja sætið. Að loknum 39 umferðum er Celtie með 64 stig, Hearts er í öðru sæti með 56 stig og Rangers í því þriðja með 55 stig. • í gær var leikin heil umferð í l. deildinni á Spáni. Real Madrid heldur sigurgöngu sinni áfram og sigraöi Real Mahorca 0-2 á útávehi. Real Madrid hefur nú tíu stiga forystu í deildinni. Liðið hefur hlotið 52 stig af loknura 31 umferð en hðið sem kemur í öðru sæti, Real Sociedad, tapaði fyrir Celta 2-0. Barcelona viröist eitt- hvað vera að rétta úr kútnum eftir sigur í hikarkeppninn fyrr í vikunni. í gær vann hðið 0-2 úti- sigur gegn Cadiz. • Hinn heimsfrægi knatt- spymumaður Zico frá Brasilíu hefur ákveðið að leggja skóna á hhluna í suraar þegar samningur við fálagið hans Flamengo renn- ur út,,Eg er orðinn þreyttur á langvarandi meiðslum aö það er kominn tími til að hætta,“ sagði Zico við blaðamenn i gær. Zico hefur í hyggju að snúa sér alfarið að þjálfun og hefur komið til tals að Zico taki að sér aö leiöbeina migum knattspyrmunömium í Japan. • Monaco heldur sínu striki í 1. deUd frönsku knattspyrnunnar en um helgina sigraði hðið Lihe á útivelh 0-1. Helstu keppinautar þeirra um meistaraöthnn, Borde- aux, gerði aðeins jafntefli 0-0 gegn Laval. Að loknum 30 um- ferðum er Monaco með 42 stig í efsta sætinu, Bordeaux er í öðru sæti með 37 stig og Matra Racing Paris er í þriöja sæti með36 stig. • Stuart Rimmer hjá Watford sem liöiö keypti frá Chester er markahæstur í 1. deild ensku knattspyrnunnar með 28 mörk. megin. þoni þeirra eöa ahs 27 talsins skoraði Rimmer meö Chester, Brian McClair hjá Manchester United er annar markahæstur með 26 mörk og þriðji í röðinni er Leroy Rosenior hjá West Ham United með 25 mörk en 22 þeirra er skoruð með Fulham. • Júgóslavar og ítalir gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik i knattspyrnu sera fram fór á skír- dag í Split í Júgóslavíu. ítalir voru fyrri til að skora í leiknum og var Vialh þar að verki á 10 minútu. Júgóslavar náðu að jafna metin á 45. raínútu með marki frá Jakouljevic. Áhorfendur voru 12 þúsund. • Porto er enn taplaust í 1. deild prtúgölsku knattspyrnunn- ar. Um helgina sigraði Uðiö Martimo 2-0. Porto hefur sigraði 21 leik í deildinni í vetur og gert sjö jafntefli. Porto er því með 49 stig af loknum 28 umferðum. Benfica sem vermir annað sætiö vann stóran sipr 4-0 yfir Penafi- el á heimavelh sínum í Lissabon. Benfica hefur hlotið 41 stig en Belenenses er í því þriðja meö 35 stig. Amór í leikbanni Amór Guðjohnsen lék ekki með Anderlecht þegar hðið sigraði Be- veren 4-1 um helgina í 1. deild belgísku knattspymunnar. Amór fékk í síðasta leik að sjá þriðja gula spjaldið í vetur og það þýðir sjálfkrafa eins leiks bann. Kmcevic skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht, De Mol eitt en fjórða markið var sjálfsmark. Liö Guðmundar Torfasonar, Winterslag, vann óvæntan en kærkom- inn 1-2 sigur á útivelh gegn Standard Liege. KB, Belgíu Ari Haan fylgsst vel með Amóri - sá hann skora tvö gegn St. Truiden Kristján Bemburg, DV, Belgíu:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.