Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. 45 Sviðsljós Robert Redford: Leikstýrir annarri mynd sinni í Bandaríkjunum var markaðssett fyrir skömmu kvikmynd sem er önn- ur mynd Roberts Redford sem leik- stjóra. Hann leikstýrði áður myndinni Ordinary People og þótti takast ótrúlega vel upp í frumraun sinni. Myndin sú fékk Óskar sem besta mynd og einnig fyrir bestu leik- stjóm. Sú mynd sem nú kemur á markað heitir Beanfield War. Hún er þjóð- félagsádeilfi og fjallar um spánska íbúa í þorpi í Nýju-Mexíkó sem reyna að veita auökýfingi, sem ásælist iand þeirra, mótstöðu. Robert Redford leikur ekki sjálfur í myndinni. „Ég er ekki rétta mann- gerðin í þau hlutverk sem þar bjóðast, það er búið að afmarka mann í ákveðin hlutverk sem maður kemst ekki úr, því miður,“ segir hann. Sonia Braga leikur aðalhlut- verkið í myndinni en hún hóf kvikmyndaferil sinn í Brasilíu. Aðrir leikarar eru minna þekktir. Robert Redford segist vonast til þess að myndin endurspegh þau vandamál sem spænskumælandi Robert Redford er nú að senda frá sér aðra mynd sina sem leikstjóri en fólk í Bandaríkjunum á við að etja. fyrsta mynd hans var Ordinary People. Kapparnir kunnu, Sigurður Dementz og Guðjón Pálsson, hlutu mikið lof áheyrenda. DV-mynd Július Guðni Týróla- kvöld í Staðarskála Júlws G. Antonssan, DV, V-HiinavaýBhí: Þaö er ekki á hverjum degi sem efnt er til manníagnaðar án nokk- urs tilefhis. Það skeði þó í Staðar- skála eitt laugardagskvöld í mánuöinum aö ítalskt kvöld var þar, svokallað Týróla-kvöld. Boðið var upp á mat að hætti Týróla, tón- listarskemmtiatriði og dansað var viö undirleik hljómsveitar Grettis Bjömssonar. Stjómandi Tyróla- kvöldsins var hinn þekkti ópem- söngvari Sigurður Dements. í Staðarskála var hvert sæti skipaö og þótti kvöldiö takast með ágaet- um. Tísku- línaní sumar? Þær Stefanía og Karólína hafa undanfarin ár verið framariega í hópi þeirra sem móta tískulínur og yfir- leitt veriö ófeimnar við að reyna eitthvað nýtt. Stefanía hefur reyndar starfað sem fyrirsæta enda bráölagleg og meö línumar í lagi. Hún mætti fyrir skömmu á alþjóðlega sýn- ingu í heimalandi sinu, íklædd herrafötum og með „Borsalinohatt" áhöfði, og hver veit nema þannig klæðnaður eigi eftir aö verða vinsæll í sumar? Stefania Mónakóprlnsessa tekur slg bara vel út í herrafötum og með „Borsalinohatt" á höfði. Simamynd Reuter Tónleikar með verkum eftir Atla Heimi Sveinsson á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.30. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja i Keflavík er staða aðstoðarskólameistara laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. ágúst næstkomandi og er um eins árs ráðningu að ræða. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er laus staða íþróttakennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 16. apríl. Menntamálaráðuneytið AÐAL FUNDUR Aðalfundur Útvegsbanka íslands hf. árið , 1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík, þriðju- daginn 12. apríl 1988. Fundurinn hefst kl. 16:30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 28. greinar samþykkta bankans. 2. Önnur mál löglega upp borin á fund- inum. Aðgöngumiðar að fundinum og at- kvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í aðalbanka, Austurstræti 19, 3. hæð, dagana 7., 8. og 11. apríl næstkomandi og á fundardag við innganginn. ✓ Arsreikningur bankans fyrir árið 1987, dagskrá fundarins og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á framangreindum stað í aðalbanka frá 5. apríl næstkomandi. Útvegsbanki íslands hf Bankaráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.