Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. Spumingin Hvað finnst þér um hraða- hindranirnar á götum borgarinnar? Helgi Þráinsson: Þær eru alger vit- leysa, tímaskekkja og allt of mikið af þeim. Inga Hanna Guðmundsdóttir: Mér finnst þær alveg sjálfsagðar og ættu að vera fleiri, t.d. vantar eina viö mitt heimili. Gunnar Marmundsson: Ég er nú ekki úr bænum, en finnst þær sums stað- ar ekki vera til bóta og geta valdið hættu. Linda Þórisdóttir: Þær eru illa hann- aðar sumar, sumar þeirra eiga rétt á sér, aörar eru vitlaust staðsettar. Hreiðar Eiríksson: Þær eru alveg óþolandi, ekki rétt gerðar og geta valdið skemmdum á bílum. Sævar Egilsson: Þær eru ágætar á vissum stöðum, til dæmis fyrir utan skóla. Þær mættu vera betur hann- aöar sums staðar. Lesendur________________________dv Aðför að númerakeifi bifreiða „Það er komin ákveðin hefð á skráningarkerfi bifreiða, kerfi sem menn vilja ógjarnan missa'*. Kristján Þorsteinsson skrifar: Ég vil byija á að taka undir skrif B.A. á lesendasíðu DV hinn 23. þ.m. undir fyrirsögninni: Núverandi kerfi hagkvæmast. B.A. éndar greinina á því að spyrja hvort ríkissjóður hafi efni á að missa af þeim tekjum sem hann hefur frá þeim sem vilja halda sínum númerum og dregur það í efa. En hvar skyldi ríkissjóður þá bera niöur til að afla þeirra 100 milljón króna tekna. Hjá bifreiðaeigendum að sjálfsögöu. Ég tel nú samt að þeir séu búxúr að fá nóg af hækkunum í bili; fyrst stórhækkað skoðunargjald og bifreiðaskattur, og nú 80-100% hærri tryggingargjöld. Núgildandi skráningarkerfi bif- reiða hefur verið í gildi áratugum saman og að mestu óbreytt frá upp- hafi bílaaldar á íslandi. Það er því komin á þaö ákveðin hefð í íslensku þjóðlifi. Mjög margir hafa haft sama bílnúmerið í áratugi. Aðrir hafa valið sér númer sem tengjast þessu sama „fjölskyldunúmeri" og enn aðrir númer sem tengjast símanúmeri, fæðingardegi, ári o.s.frv. Margir hafa fengið í arf númer sem hafa verið í eigu fjölskyldunnar í 2 eða 3 ættliði. Það fer því víðsfjarri að þessi væntumþykja sé eingöngu bundin lágum númerum þótt þau þyki skemmtilegust, enda elstu núm- erin og háum aldri fylgir ávallt viss virðing. Þessu fólki þykir einfaldlega ákaflega vænt um númer sín, enda hefur það þurft að greiða fyrir þau. Það ber að virða þessar tilfinningar fólks sem og aðrar tilfinningar. Af- brýði og öfund í þess garð er engum til framdráttar. Jafnhliða því að breyta númera- kerfum bifreiða liggur fyrir Alþingi að leggja niður Bifreiðaeftirlit ríkis- ins og stofna til nýs fyrirtækis sem annast á skoðun og eftirlit ökutækja, svo og skráningu. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki og einstaklingar verði meðeigendur ríkisins í þessu nýja fyrirtæki. Reisa á nýja, fullkomna og stóra skoðunarstöð í Reykjavík og nokkrar smærri úti á landi. Hinir væntanlegu nýju meðeigend- ur ríkisins eru tryggingafélög og aðilar sem tengjast bílainnflutningi og þá um leið sölu varahluta í bíla. Slíkt hlýtur að orka tvímælis af aug- ljósum ástæðum. En verði nú af stofnun þessa fyrirtækis, og um leið tekið upp nýtt skráningarkerfi, sem jafnframt hefur töluverðan kostnað í for með sér, verður að stórhækka í verði þá þjónustu sem þar verður seld. Skráningarnúmer, nýskráningar- gjald, skoðunargjald og eigenda- skipti, - allt þetta verður að hækka um þúsundir króna, sem hinn al- menni bíleigandi verður að greiða. Ég fæ ekki séð hvernig venjulegt launafólk með 35-40 þúsund króna mánaðarlaun á aö standa undir öll- um þessum kostnaði. Því vil ég hvetja þingmenn til að hafna þessu nýja frumvarpi og nota þær tekjur sem núverandi kerfi gefur af sér til að bæta starfsaðstöðu Bifreiðaeftir- litsins og auka öryggi í umferðinni. Að lokum má til gamans benda á það að það er eins hægt að skrifa CR 12345 í tveimur línum eins og CR-123 og að skip eru skráð eftir umdæmum og auövelt er að sjá á þeim að útgerð- armenn eru haldnir „númeradellu", ekki síður en bílaeigendur. Hvenær skyldi „stóri bróðir“ uppgötva þaö? Siglingamálastofnun hefur hagnýtt sér umdæmaskráninguna og veitt viðurkenningu til þess umdæmis þar sem best útbúnu skipin eru, nú síð- ast skipum merktum ÁR. Grænlenskur rækjutogari i höfn ásamt einum isfirskum. Áfall fyrir ísafjörð, gróði fyrir Hafnarfjörð: A ráðuneyti að hafa áhyggjur? Sigmar Jónasson skrifar: Það var á dögunum að fréttir birt- ust um þaö í fjölmiðlum að græn- lenskir rækjutogarar hefðu skipt um þjónustuhöfn hér á landi og skipi nú upp afla sínum og hafi áhafnaskipti í Hafnarfirði í stað þess að fara til ísafjarðar. Nú, þetta var sem sé talin vera slik frétt að hún ætti heima í öllum fjöl- miðlum og henni var auk þess gerð skil í sérstökum fréttaskýringum, m.a. í Þjóöviljanum hinn 18. mars sl. Þaö kemur alls staðar fram að þessi breyting Grænlendinganna er gerð af hagkvæmniástæðum eingöngu. Þaö væri t.d. mun ódýrara að flytja rækjuna, sem er afli hinna græn- lesnku báta, frá Hafnarfirði til Danmerkur en frá Isafirði og eins væru áhafnaskipti erfiðari á ísafirði vegna stopulla samgangna. Skyldi nú engan undra á þessu hvoru tveggja! En þá kemur þaö sem oftast er okkur íslendingum svo ofarlega í huga þegar við verðum fyrir von- brigðum eöa andstreymi og það er að kalla á Stóra bróður, hið opin- bera, ööru nafni. Við höfum löngum leitað á náðir hins opinbera. Nú telja ísfirðingar aö á þá sé hallað og hefur það vakið gremju þeirra, eins og seg- ir í Þjóðviljanum frá 18. mars sl, eitt dæmið af mörgum um hvemig þétt- býliskjarninn á höfuöborgarsvæöinu dregur allt til sín á kostnað lands- byggðarinnar og hún „látin blæða fyrir að ósekju". Auövitað er hér um að ræða sjálf- stæða ákvörðun hinnar grænlensku útgeröar. Þaö er nú einu sinni munur á því að koma til Hafnarfjarðar, það- an sem stutt er til höfuðborgarinnar. Ég lái engum sjómanni þegar hann velur höfuöborgarsvæöið. Ég lái heldur ekki útgeröinni sem velur Hafnarfjörð. En þetta leiðir svo aftur hugann að því hvort einhver ástæða sé fyrir afskekkta staði úti á lands- byggöinni að vera að leggja í mikinn kostnað á þeim sviðum sem sjá má fyrir að veröa ekki nýttir nema til skamms tíma. Varöandi aðstöðu á ísafirði fyrir grænlensk fiskiskip sérstaklega, svo sem byggingu sér- stakrar vöruskipahafnar með 100 metra viðlegukanti, mátti Ijóst vera að tekjur vegna þessara fram- kvæmda voru sýnd veiði en ekki gefin. Og nú þykist sjávarútvegsráðu- neytið hafa áhyggjur af öllu saman. Trúi því hver sem vill, ég geri það ekki. Enda hefur ráðuneytið ekki enn tekið neina ákvörðun í þessu máli aö svo komnu þrátt fyrir tals- verðan þrýsting, hvað sem síöar kann að verða, segir ráðamaður á þeim bæ. Þó nú ekki væri! Ættu landsmenn allir að leggja í eitthvert púkk vegna mistaka bæjarsjóðs ísa- fjarðar í því aö tryggja langtímaviö- skipti áöur en lagt var í framkvæmd- ir! Góðir útvarps- þættir Gils Guðmundsson rithöfundur sá um handrit og ... Sigurður Jónsson skrifar: Þættirnir um Einar Benediktsson skáld, sem fluttir hafa verið aö und- anförnu á sunnudögum, eru með bestu dagskrárliðum í Ríkisútvarp- inu á þessum vetri. Gils Guðmunds- son rithöfundur tók saman handrit þáttanna og hefur honum tekist mjög vel að gera efnið fræöandi og áhuga- vert fyrir útvarpshlustendur. Flutningur allur var mjög áheyri- legur, enda var þar valið lið góðra lesara, en Klemens Jónsson leikstjóri stjórnaöi upptöku. Öll virtist mér dagskrá þessi vera vel unnin og at- riðin smekklega tengd saman með lögum við ljóö skáldsins. Eg vænti þess fastlega að útvarpið flytji fleiri þætti á næstunni um merka íslendinga og aðra afreks- menn úr sögu okkar. Þetta er örugglega efni sem mikiö er hlustaö á ef því er valinn góður hlustunar- tími í dagskránni. Klemens Jónsson leikari stjórnaði upptöku á þáttunum um Einar Bene- diktsson skáld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.