Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. T .ífcstfll Brottnám bifreiða: Má lögreglan bijótast inn í einkabíla? Við stöndum með ykkur í baráttunni og komum aukakílóunum fyrir kattarnef á heilsusamlegan og skerhmtilegan hátt. Ný námskeif) að hefjast. Láttu skrá þig núna í síma 65-22-12. Opið alla daga. Megrunarleikfiini • I itumæling Ukamsræk! (magi, rass dg líéri) • Þrekpróf Morgunleikfimi • Æfingar með lóðum-Hámarksárangur Leikfimi fyrir barnshafandi könur Fiörug tónlist með öllum æfingum Leikfimi fyrir konur með barn á # 36 peru Ijósabekkir með 3 andlitsljósum. brjósti • Vatnsgufubað. Mjúk Erobik Enpbik án hopps (low irtipact) • Hjá okkur kenna eingöngu lærðir Old boys ' íþróttakennarar. Jaizballett(5—15 ára) Rólegkvennaleikfimi # Þú ert 7 mínútur úr Breiðholtinu. HRESS UKAMSRÆKT (X; IjOS aÆIARHRAUN A / «Ð KEFUWKURVEGNMI SM 652212 | Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- I andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar I tjölskyldu af sömu stærð og yðar. [ Nafn áskrifanda________________________ [ Heimili________________________________ j Sími___________________________________ | Fjöldi heimilisfólks_ i Kostnaður í mars 1988: j Matur og hreinlætisvörur kr. _________ I Annað kr. _:____________ ! Alls kr. ______________ DV - lögfræðingar ekki vissir um hvort einkabíllinn sé friðhelgur eins og heimilið Eins og bíleigendur hafa margir hverjir orðið óþyrmilega varir við hefur Reykjavíkurborg tekið upp á því að fá dráttarbíla frá Vöku tíi að draga burt þær bifreiðir sem lagt er ólöglega. Samfara þessum aðgerðum hefur stöðumælagjald verið hækkað verulega. Bílastæðin eru því dýr enda framboðið ekki í neinu sam- ræmi við eftirspum. Það hefur lengi tíðkast víða erlend- is að draga burt þær bifreiðir sem ólöglega er lagt. Þá er yfirleitt um tvennt að ræða. Annaðhvort eru sett- ir sektarmiða á bíla, sem lagt er illa, eða þeir eru dregnir burt. í fyrra dæminu er ekkert gert til aö rukka inn sektina, yfirvöld leggja ekki í þann kostnað sem slíku er samfara. Þannig geta bíleigendur lent í því að safna skuldum. Þegar þeir svo loks lenda í því að bifreiðin er flutt burt fá þeir hana ekki af- henta fyrr en þeir hafa greitt allar áhvílandi sektir og er upphæöin allt- af miöuö viö núvirði. Bíllinn hefur því veriö tekinn eignamámi upp í skuld sem er mishá og er aðgerðin því réttiætanleg gagnvart lögum. Hér á landi er það nýtt aö tekið sé veö í viðkomandi bifreiðum enda sjaldnast hærri skuld á henni en sektin fyrir þaö brot sem veldur því að bíllinn er fjarlægður. Aðgerðin felst því í því að bíll er tekinn eignar- námi vegna 500 króna skuldar. Ekki er verið að gefa kost á neinum gjald- fresti. Lögreglan brýst inn í bíla Er fjarlægja þarf bifreiðar hér á landi er yfirleitt haföur á sá háttur að þeim er lyft upp að framan og þær síðan dregnar burt. Til að þetta sé mögulegt þarf að taka bílinn úr gír og handbremsu. Til að taka bílinn úr gír og handbremsu þarf því lög- reglan að opna dymar sem í flestum tilvikum eru læstar. Þetta er gert á þann hátt að rennt er jámi niður Þegar búió er að taka bílinn úr handbremsu og gír er hann dreginn á brott. með rúðunni og beint í læsingaijárn- ið inni í hurðinni. Þetta er hins vegar harðbannað í ýmsum löndum, einkabíllinn er þar friðhelgur rétt eins og heimili manna, lögreglan getur ekki farið inn í bíl nema með dómsúrskurði. Því er sá háttur hafður á erlendis að í stað þess að taka bílinn úr gír og handbremsu em sett hjól undir aft- urhjólin. Það er í rauninni eina aðferðin sem möguleg er viö slíkar aðstæður. Ef lögreglumenn erlendis beittu sömu aðferð og starfsbræður þeirra hérlendis væri um glæp að ræða og tekið á honum sem slíkum. Friðhelgi heimilisins í stjómarskrá íslenska lýðveldisins er ákvæði um friðhelgi heimilisins og er það svipað ákvæðum í stjórnar- skrám annarra lýðræðisríkja. Neytendur Samsvarandi ákvæði erlendis nær yfir bfia rétt eins og heimili. Ákvæð- ið er 66. grein stjómarskrárinnar og hijóðar svo: „Heimilið er friðheilagt. Ekki má gera húsleit né kyrrsetja bréf og önn- ur skjöl og rannsaka þau nema efitir dómsúrskuröi eða með sérstakri lagaheimild." DV sneri sér til Sigurðar Líndals lagaprófessors og spurði hann hvort þessar aðgerðir stæðust í lagalegu tilliti: „Hvort bíllinn sé friðhelgur, það sýnist mér að geti verið álitamál. Þetta er þó athyglisveröur flötur og rétt aö varpa þessari spumingu ffam.“ Sigurður treysti sér ekki til að full- yrða neitt um þetta mál án þess að kanna þaö vel áður. Aðrir lögfræð- ingar, sem DV ræddi við, vom ekki vissir hvort þessi friðhelgi næði yfir einkabíla enda er aðeins getið um heimilið í ákvæðinu. Þó var því beitt í Geirfinnsmálinu en þá þurfti dóms- úrskurð til að grafa eftir líki inni á einkalóð, þannig að almennt er álitið að þaö nái yfir heimili manna og lóð. Engin bein lagaheimild Stjómarskrárákvæðið kveður á Lögreglan að opna bifreið. Þetta er gert daglega án leyfis bileigenda. • DV-myndir S um dómsúrskurð eða sérstaka laga- heimifd. DV ræddi við Jón Snorrason hjá rannsóknarlögreglu ríkisins um þær starfsreglur sem heimila lög- reglu að brjótast inn í bíla: „Menn búa ekki í bílum sínum. Lögreglan hefur fulla heimild til þess að flytja burt þær bifreiöir sem lagt er í trássi við lög enda er það skylda hennar að halda akstursleiðum í því ástandi að vegfarendum stafi ekki hætta af. Þetta gerir lögreglan með því að flytja burt þær bifreiðir sem þannig er lagt að þær geti tafist farar- tálmi eða skapað hættu fyrir umferð að öðru leyti. Til þess að lögreglan geti fram- kvæmt þetta þarf hún að geta opnað bílana. Þetta er því óbein heimild sem styðst við beina heimild sem felst í því að halda götum og aksturs- leiðum í viðunandi horfi. Svipuðum vinnubrögðum er beitt á öðrum Norðurlöndum og sækjum við fordæmi þangað. Lögreglunni er hins vegar skylt að gera þetta á þann hátt að hún valdi ekki tjóni á viðkom- andi bifreið." Lögreglan styðst því ekki við neina beina heimild heldur telur sig mega fara inn í bílana á þeim forsendum að ekki sé unnt að draga þá á brott að öðrum kosti. Það er hins vegar hægt sem fyrr segir og raunar furðu- legt að slík aðferð sé ekki í notkun hérlendis. Eftir situr því spumingin hvort það sé í raun heimilt aö gera þetta þegar öllu er á botninn hvolft. Lögreglan á kost á öðrum aðferðum sem væru ef til vill heppilegri fyrir alla aðila. Hún hefur alltjent reynst það í mörg- um löndum. Það er a.m.k. ekki gott að vita hver niðurstaða dómstóla yrði ef einhver tæki sig til og kærði lögregluna fyrir innbrot í bifreið sína. -PLP Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.