Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. DV Fréttir Fjölskylda í tveggja sólarhringa hrakningum á seglskútu: Það var ekkert að hjá okkur - segir Reynir Hugason sem lenti í lífsháska á skútunni fyrir ári „Eg skil ekkert hvað Slysavama- félagið var að gera veður út af okk- ur svona stuttu eftir að við til- kynntum okkur. Það er búið að gera allt of mikið úr þessari sigl- ingu. Það var ekkert að hjá okkur. Það gerði bara vitlaust veður og viö urðum því að sigla þvers og kruss um flóann meðan veðrið var að ganga yfir. Við fengum einu sinni á okkur sjó og þá urðu bara smáskemmdir á skútunni sem auð- velt er að laga,“ sagði Reynir Huga- son í samtaii við DV eftir að hann hafði lagt skútu sinni, Úu, í Snar- farahöfn í Reykjavík á hádegi í gær. Reynir hafði þá verið á siglingu með konu sinni og og tveimur stálpuðum bömum í tvo sólar- hringa, mestan tímann í vitlausu veðri. Fjölskyldan var að vonum þreytt eftir baráttuna við hafóld- urnar og lítinn sem engan svefn. Þáði ekki hjálp Úa lagði upp frá Hellissandi í blíð- skaparveðri fyrir hádegi á sunnu- dag. Ætlunin var að vera í Reykja- vik þá uin kvöldið. Rétt fyrir klukk- an þrjú eftir hádegi tilkynnti Reyn- ir sig á siglingu undan Rifi á leið til Reykjavíkur. Síðan spurðist ekkert til ferða skútunnar fyrr en eftir að Slysavamafélagið fór að huga að ferðum hennar um hádeg- isbil á mánudag. Þá var komið suð- austan rok. Var það sementsflutn- ingaskipið Skeiðfaxi sem heyrði til Reynis í talstöð skútunnar sem ekki dró nema um 5-6 mílur. Þá sigldi Henrý A. Hálfdánarson, skip Slysavarnafélagsins, á vettvang um 15 mílur vestur af Hjörsey á Mýr- Seglskútan Úa kemur inn í Snarfarahöfn um hádegi í gær. Um borð sjást Reynir Hugason og fjölskylda sem höfðu verið í tveggja sólar- hringa hrakningum á Faxaflóa. Á innfelldu myndinni er Reynir Hugason kampakátur kominn í land. DV-mynd S um. Reynir þáði ekki hjálp en fékk leiðbeiningar um sighngu á flóan- um. - Af hveiju vorað þið ekki dregin í land svo hægt væri að bíða betra veðurs? „Það þurfti ekkert að draga okk- ur í land þar sem ekkert var að hjá okkur. Við voram bara óheppin með veður en það fór að versna um leið og við voram komin fyrir Snæ- fellsnes. í fyrstu voru um 5 vind- stig en síðan hvessti meir og fór vindurinn upp í 8 vindstig og með miklum sjógangi.“ Skútan sigldi fram og til baka á flóanum, sigldi í Z. Sagði Reynir ekki hafa skipt máh þó véhn hefði bilað þar sem hún var ekkert not- uð. Eins hefði ekkert þýtt að sigla til hafnar á Akranesi þar sem ekki var hægt að lenda þar í rokinu. „Skútan hefði bara skemmst." Lífsháski við Skotland í fyrrinótt lét Reynir skútuna reka um tíma svo þau gætu hvílt sig eitthvað. Þá var skútan undan Kjalarnesi. í gærmorgun var hún síðan við Gróttu. Þá kom Henrý A. Hálfdánarson aftur á vettvang og skar hnu sem fest hafði í skrúfu skútunnar. Þá var komiö ágætis veður og sigldi skútan sem leiö lá inn í Snarfarahöfn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Reynir og fjölskylda lenda í hrakn- ingum þar sem skútu þeirra hvolfdi í vitlausu veðri við Skotlands- strendur fyrir rúmu ári. Þá var Reyni og fjölskyldu bjargað af skút- unni, þar sem hún lá á hhðinni, og umborðískoskaherþyrlu. -hlh LAUSNINER PLYMOUTH VOYAGER Verð aðeins kr. 1.490.000,- ®CHRYSLER JEÍefur þú ekki lent í því að þurfa að skutla dótturinni og öllum vinkonuskaranum á bíó - og ekki pláss í bílnum! Uefur þú ekki lent í því að tengdamamma vill fara með í útileguna - og þú þarft að fara að láta setja dráttarkúlu á bílinn og leigja þér kerrn (fyrir farangurinn - ekki tengdamúttu)! H efur þú ekki lent í því að þvottavélin bilaði og þú þurftir að hringja á sendibíl til að koma henni á verkstæði! VIÐ BJÓÐUM ÞÉR að kynnast undrabílnum PLYMOUTH VOYAGER sem leysir öll þessi vandamál. MEÐ EINIJ ELANDTAKI getur þú breytt þessum alhliða bíl úr sjö far- þega fólksbíl í fimm manna bíl eða sendibíl, allt eftir aðstæðum. ÞU GETUR NU ferðast um landið okkar eða önnur lönd á þægilegan máta með nóg rými fyrir alla fjölskylduna. ÞAÐ ER EKKI AMALEGT að aka honum, sitjandi í þægilegum sætum með gott útsýni til allra átta, krafturinn úr 3,0 1 V6 vélinni, sjálfskipting ásamt öðrum búnaði hjálpa til að gera allar ökuferðir ánægjulegar. Jöfur - þegar þú kaupir bíl Heildarupphæð vinninga 5. 8. var 2.071.112. Enginn hafði 5 rétta sem var kr. 1.770.518. Bónusvinninginn fengu 8 og fær hver kr. 38.409. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 7.260 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 340. Sölustöðum lokað 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.