Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. < 27 Afmæli Sigurður Hilmar Ólafsson Sigurður Hilmar Ólafsson, Lauga- vegi 151, Reykjavík, er sjötíu og fimmáraídag. Sigurður fæddist á Franchesvej 1, á Frederiksberg og ólst þar upp til átta ára aldurs en flutti þá með for- eldrum sínum til Reykjavíkur þar sem hann ólst upp eftír það. Hann lauk gagnfræðaprófi og byijaði ung- ur að vinna fyrir sér við ýmis störf og snúninga. Sigurður stundaði almenna verkamannavinnu og var m.a. við mjólkurflutninga frá Viðeyjarbúinu og í ferðum inn á „Stöðina“ í Við- ey. Þá hafði hann til afnota annan bát föður síns við að aðstoða sjóflugvél- ar Flugfélags íslands, Veiðibjöfluna og Súluna, en þeir feðgar aðstoðuðu m.a. Balbp og félaga hans við komu þeirra til íslands. Siguröur fór margar minnisstæðar bátsferðir um Sundin blá á þessum árum, m.a. með þá Ólaf Thors, Jakob Möller, Hermann Jónasson og Ásgeir Ás- geirsson út í Þerney. Hann smíðaði samkvæmt leiðsögn foður síns fyrsta íslenska hraðbát- inn, Spaðaásinn, sem var sjósettur sumarið 1937. Þeir feðgar fengu á sínum tíma einkaleyfl á uppfinn- ingu sinni á vængjastýri sem tekið var víða í notkun og breytti mikið til batnaðar stýrishæfni skipa. Sig- urður stundaði námskeið í kjöt- vinnslu hjá Teknologisk Instítut í Kaupmannahöfn um áramótín 1936-37, starfaði við kjötíðnað hér á landi hjá Reykhúsinu og Kjöt- og fiskmetisgerðinni og síðan hjá KRON. Hann var hvatamaður að stofnun Félags íslenskra kjötiönaö- armanna, varð fyrsti formaður fé- lagsins og er heiðursfélagi þess. Þá var Sigurður afgreiðslumaður hjá Vélaverslun G.J. Fossberg hf. 1 fj ölda ára en hóf síöan störf sem birgðavöröur hjá Loftleiðum og starfaði þar í nokkur ár. Hann starf- aði um skeið í Kelvinverksmiðjun- umíGlasgow. Sigurður var meðal stofnenda Svifílugfélags íslands og er heiðurs- félagi þess en hann fór sitt fyrsta svifflug sumarið 1937 og stundar svifflugiðennídag. Sigurður er einn af stofnendum Gigtarfélags íslands og hefur verið gjaldkeri þess í tólf ár. Þá hefur hann verið gjaldkeri Gigtarlækn- ingarstöðvar Gigtarfélagsins í rúm fimm ár. Sigurður hefur unnið að málefnum aldraðra og skrifað greinar í dagblöð um þau. Hann sat á sínum tíma í stjórn Samtaka drengja gegn sígarrettm-eykingum en samtökin voru stofnuð 1930 af Hróbjarti Ámasyni, forstjóra og KFUM-manni í Reykjavík. Sigurður áttí þrjá bræður og eina systur en tveir bræður hans eru látnir. Systkini Sigurðar: Árni ólafs- son húsgagnabólstrari, f. 6.10.1916, d. 27.3.1948; Brynjólfur Björgvin Ólafsson, nemi í skipasmíði, f. 22.1. 1923, d. 26.2.1945; Einar Bjami Ól- afsson, lengi starfsmaður á radíó- verkstæðiLandssímans, starfsmað- m hjá Þjóðleikhúsinu og síðustu árin hjá Kirkjugörðum Reykjavík- ur, f. 13.2.1927, og Fríða Björg ólafs- dóttir húsmóðir, f. 24.12.1928, gift Jóni S. Kristjánssyni stýrimanni. Foreldrar Sigurðar voru Ólafur Einarsson, vélfræðingur, skipa- skoðunarmaður og vélasali, f. 4.9. 1889, d. 27.5.1960, og kona hans, Ingi- björg Sigríður Sigurðardóttir, hús- móðir og meistari í kvenfatasaumi, f. 8.11.1884, d. 1975. Föðurbróðir Sigurðar var Árni klæðskerameistari sem rak í fjölda ára, ásamt starfsfélaga sínum, Klæðskerastofuna Áma og Bjarna á horni Ingólfstrætís og Bankastræt- is. Föðurforeldrar Sigurðar voru Einar Guðmundsson, vinnumaður í Ánanaustum, og Margrét Bjama- dóttir. Sigurður Hilmar Ólafsson. Sigurður verður ekki heima á af- mælisdaginn. Herdis Pálsdóttir, Fomhaga, Skriðuhi-eppi. Gunnar K. Sigurðsson, Hvítingavegi 12, Vestmannaeyjum. Bjarkey Gunnlaugsdóttir, Langholö 5, Akureyri. Ásgrímur Aibertsson, Vogatungu 6, Kópavogi. Lisa S. Sigurðsson, Sigríður Eygló Gísladóttir, HSaleiö 25, Keöavík. Sigríður H. Guðmundsdóttir, Langholtsvegi 177, Reykjavík. 50 ára Stefáh Óskarsson. Kirkjustíg 1A, Eskifirði. Ásta Pétnrsdóttir Brekkan, Kjartansgötu 4, Borgamesi. Guðmundur Haligrimsson, Holtsbúö 89, Garðabæ. Magnús Jakobsson, Iil hamingju með daginn 90 ára Bjarni Þorsteinsson, Syðri-Brúnavöllum, Skeiöahreppi. Jón Sigurðsson, Hraunbæ 182, Reykjavik. 85 ára Rugnheiður Pétursdóttir, Hlíðargötu 9, Neskaupstaö. Þórkatla Bjarnadóttir, Dvalarheimilinu FeUaskjóli, Grundarfirði. Ragna Pálsdóttir, Kópavogshraut 12, Kópavogi. 80 ára HaUdóra Danivaldsdóttir, Ljósheimum 20, Reykjavík. Jóna O. Torfadóttir, Skólavegi 64A, Búðahreppi. Bergsveinn Long, Hríseyjargötu 1, Akureyri. Hverfisgötu 106A, Reykjavík. 70 ára óskar Stefánsson, Aðalfaraut 89, Rauferhöfii. 60 ára Ríkarður Björnsson, Efstasundi 71, Reykjavík. Hörður R. Hjartarson, Norðurvangi 18, Haftiarfiröi, Anna Helgadóttir, Álflamýri 58, Reykjavík. Búi Snsebjörnsson, Goðalandi 8, Reykjavík. Jóhannes Gunnlaugsson, Mjölnisholö 6, Reykjavik. Guðmunda Agústsdóttir, Sólbergi, Gerðahreppi. Ingibjörg S. Stefánsdóttir, Geiöandi 3, Reykjavík. Margrét B. Guðmundsdóttir, Vesturhópshólum, Þverárhreppi UnufeUi 33, Reykiavlk. 40 ára Erna Elíasdóttir, Amartanga 10, MosfeUsfaæ. Erla Hafdís Theódórsdóttir, Depluliólum 3, Reykjavík. Gísli Jónsson, Miklubraut 74, Reykjavik. Rósa Jónsdóttlr, Skipasundi 80, Reykjavik. Erla Gunnlaugsdóttir, Bleikjukvisl 12, Reykjavik. Guðrún Ingimundardóttir, Hrísmóum 3, Garðabæ. Hulda Ólafsdóttir, Smáratúni 3, Keflavik. Magnús B. Einarsson, Hafnagötu 10, Hafnahreppi. Haukur Ólafsson, Álakvísl 48, Reykjavík. Benedikt Hjartarson, Laugateigi 19, Reykjavík. Jakob Jens Thorarensen Jakob Jens Thorarensen, sjómaö- ur og útgerðarmaöur í Gjögri í Ár- neshreppi, er fertugur í dag. Jakob er fæddur í Gjögri og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann fékk sína barnaskólafræðslu á Finnbogastöð- um í Trékyllisvík en hefur aö ööru leyti unnið að sjómennsku og al- mennum sveitastörfum frá barns- aldri. Jakob gerir út trillu frá Gjögri en þar hefur hann ætíð átt heima. Jakob átti átta systkini og eru sex þeirra á lífi. Þau eru Jóhanna Sig- rún Thorarensen, húsmóðir í Mos- fellsbæ og starfsmaður hjá Álafossi, gift Benedikt ívarssyni, starfsmanni hjá Álafossi, eiga þau þrjú böm; Ólafur Thorarensen, útgeröarmað- ur í Gjögri; Steinunn Thorarensen, húsmóðir í Mosfellsbæ og starfs- maður hjá Álafossi, gift Olafi Grét- ari Óskarssyni, starfsmanni hjá Álafossi og eiga þau fjögur böm; Kamilla Thorarensen, húsmóðir á ísafirði, gift Rósmundi Skarphéö- inssyni sjómanni og eiga þau þrjú börn; Olga Thorarensen, húsfreyja á Krossi í Austur-Landeyjum, gift Sveinbimi Benediktssyni b. þar og eiga þau fimm böm, og Elva Thorar- ensen, verkakona á ísafirði og á hún einnson. Foreldrar Jakobs Jens era Axel Thorarensen, b., sjómaður og vita- vörður að Gjögri, og kona hans Agn- es Guðríður Gísladóttir. Fööur- bræður Jakobs eru Valdimar Thor- arensen, b. og smiöur að Gjögri, og Karl Thorarensen, jámsmíðameist- ari á Selfossi, maður Regínu frétta- ritara. Fjórar föðursystur Jakobs éru allar látnar. Þær voru Olga Soff- ía er átti Jón Sveinsson, kaupmann á Gjögri, Svava, Kamilla og Esther. Föðursystkini Jakobs, samfeðra, vora Jakob Thorarensen skáld, átti Borghildi Benediktsdóttur, og Jak- obína Thorarensen er áður var gift Guðjóni Brynjólfssyni en síðar Kristni Benediktssyni, kaupmanni á Hólmavík. Axel er sonur Jakobs Jens Thorarensen, b. og vitavaröar á Gjögri, Jakobssonar Thorarensen, kaupmanns á Reykjarfirði, Þórar- inssonar Thorarensen, verslunar- stjóra á Reykjarfirði, Stefánssonar, amtmanns á Möðruvöllum í Hörg- árdal, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, ætt- ' fóður Thorarensenættarinnar. Móðir Jakobs kaupmanns var Katrín, systir Péturs amtmanns, fóður Hannesar Hafsteins, skálds og ráðherra. Katrín var dóttír Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi, Níelssonar, timbursmiös við Hólm- inn í Kaupmannahöfii, Jakobsson- ar. Móðir Katrínar var Maren Jó- hannsdóttir Birch, beykis á Akur- eyri. Móðir Jakobs á Gjögri var Guðrún Óladóttir Viborg, b. í Ófeigsfirði, Jenssonar Olesen Viborg, beykis á Reykjarfirði frá Viborg á Jótlandi. Móðir Guðrúnar var Elísabet Guð- mundsdóttir, b. á Hafnarhólmi, Guðmundssonar, og konu hans, El- ísabetar Magnúsdóttur, systur Guð- rúnar, langömmu Guðmundar, afa Aifreds Jolson biskups. Guðrún var einnig móðir Jóhönnu, langömmu Sólveigar, móður Jóns Baldvins Hannibalssonar. Móðir Axels var Jóhanna Guð- mundsdóttir, b. í Kjós í Víkursveit, Pálssonar, b. á Kaldbak, Jónssonar, ættföður Pálsættarinnar. Móðir Guðmundar var Sigríður Magnús- dóttir, b. á Hafnarhólmi, Jónssonar, og konu hans, Ingibjargar Jóns- dóttur „glóa“, galdramanns í Goð- dal, Arnljótssonar, ættföður Glóa- ættarinnar. Móðir Jóhönnu var Guðríður Jónsdóttir, b. í Kjós, Þórólfssonar, b. á Óspakseyri í Bitru, Jóhannsson- ar, prests í Garpsdal, Þórólfssonar, b. á Múla í Skálmarnesi, Nikulás- sonar, bróður Guörúnar, ömmu Eggerts Ólafssonar skálds. Móðir Guðríðar var Helga Hjálm- arsdóttir, b. í Kjós, Jónssonar, bróð- ur Einars, langafa Ragnheiðar, móður Snorra skálds og Torfa, fyrrv. tollstjóra og sáttasemjara, Hjartarsona. Agnes er dóttir Gísla, sjómanns á Gjögri, Guömundssonar, bróður Jó- hönnu á Qjögri. Móðir Agnesar var Steinunn Ólafsdóttir, b. á Bessastöð- um á Heggsstaðanesi, Guðmunds- sonar. Knútur Jónsson Knútur Jónsson, bæjarritari á Siglufirði, Hávegi 62, Siglufirði, varð sextugur sl. sunnudag. Knútur er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla íslands 1949 og var í framhaldsnámi í rómönskum mál- um í Osló, Kaupmannahöfn, París, Madrid og Róm. Knútur var skrif- stofustjóri Almenna bókafélagsins 1954-1957, fulltrúi framkvæmda- stjórnar Síldarútvegsnefndar á Siglufirðifrá 1957, framkvæmda- stjóri Tunnuverksmiðju ríkisins frá 1968 og skrifstofustjóri Húseininga hf. á Siglufiröi til 1987 en hann hefur veriö bæjarritari Siglufiarðar frá 1987. Knútur var aðalfufltrúi í bæj- arstjórn Siglufjarðar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1966-1978, forseti bæjarstjómar 1974-1978. Hann hef- ur tekiö virkan þátt í félagsstarfi Sjálfstæöisflokksins á Siglufirði og starfað í kjördæmisráði Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi vestra. Knútur hefur tekið þátt í margvís- legu félagsstarfi á Siglufiröi, verið m.a. í Lionsklúbbi og stangaveiðifé- lagi. Hann er m.a. stjórnarmaður í Sparisjóði Siglufiarðar og Lífeyris- sjóði verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra. Knútur kvæntist 17. október 1953 Önnu Snorradóttur, f. 15. júni 1926. Foreldrar Önnu eru Snorri Stefánsson, fyrrv. framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðjunnar Rauðku á Siglufirði, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Fósturdóttir Knúts er Hafdís Fjóla Bjarnadóttir Olsen, f. 20. júní 1967, gift Jóhanni Þór Ragnarssyni, f. 3. nóvember 1965, sjómanni á Siglufiröi, og eiga þau eitt bam, Önnu Þóm, f. 27. maí 1986. Fóstursonur Knúts er Óskar Einarsson nemi, f. 2. október 1970. Alsystur Knúts eru Gyða, f. 27. sept- ember 1920, ekkja eftir Friðjón Bjarnason, prentara í Rvík, og Ema, f. 12. desember 1922, gift Sigurði Ingasyni, póstfulltrúa í Rvík,,og eiga þau þrjá syni. Bróðir Knúts, sam- mæðra, er Ólafur Hólm Einarsson, Knútur Jónsson. f. 17. júní 1914, pípulagningameistari í Rvík, kvæntur Þorgerði Gríms- dóttur og eiga þau eina dóttur og tvo syni. Foreldrar Knúts vom Jón Hall- dórsson, f. 1886, d. 1973, verkamaður í Rvík, og kona hans, Gíslína, f. 1889, d. 1986, Magnúsdóttir, b. á Hnjóti í Örlygshöfn, Ámasonar. Jón var sonur Hafldórs, b. á Bringum í Mos- fellssveit, Jónssonar, b. og formanns á Hrauni í Ölfusi, Halldórssonar, b. og formanns á Egilsstöðum í Ölfusi, Guðmundssonar. Móöir Halldórs á Bringum var Guðrún Magnúsdóttir, b. á Hrauni, Magnússonar, b. og for- manns í Þorlákshöfn, Beinteinsson- ar, lögréttumanns á Breiöabólstað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. á Hól- um í Stokkseyrarhreppi, Bergsson- ar, b. í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættföður Bergsættarinnar. Móðir Jóns verkamanns var Vflborg Jóns- dóttir, b. í Urriðakoti í Garöa- hreppi, Þorvarðssonar, b. á Vötn- um, Jónssonar, b. og silfursmiðs á Bfldsfelh, Sigurðssonar, ættföður Bíldsfellsættarinnar. Móðir Jóns í Urriðakoti var Guðbjörg Eyjólfs- dóttir, b. á Kröggólfsstöðum, Jóns- sonar, ættföður Kröggólfsstaðaætt- arinnar. Móðir Vilborgar var Jór- unn Magnúsdóttir, systir Guðrúnar á Hrauni. Tilmæli til afmælisbama Blaöið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmæbð. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.