Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. UtLönd Fjórlr menn, þar á meðal þessir tveir, Faustino Rodriguez og Abelino Garcia, grunaðir um stórfellda framleiöslu á heróini, voru handteknir i Mexíkó á mánudag. Simamynd Reuter Fíknlefnalögregla í Mexikó geröi upptæk 49 köó af hreinu heróíni í Chiapas fylki á mánudag og er það mesta magn sem mexíkósk lögregla hefur lagt hald á. Talið er aö heróínið sé virði tíu milljón dollara. Lög- regla handtók íjóra menn í tengslum viö málið. Heróinið fannst í leynilegri rannsóknarstofu í Tuxtla Gutierrez, höfuð- borg Chiapas fylkis. Lögregla gerði víðtæka leit í miðfylkinu Michoacan þar sem þeir bjuggust við að finna stóra valmúaakra en ópíum er unnið úr valmúa. Á síðustu átta mánuöum hetur lögregla uppgötvað og lokað tuttugu og átta leynilegum ópíumrannsóknarstofum í íjórum miö- og suðurfylkjum Mexíkó. Fimm þúsund meintir fíkniefhasmyglarar hafa veriö teknir í gæslu lögreglu. Óttast um 70 fláttamenn Óttast er um sjötíu víetnamska flóttamenn eftir að ræningjar réðust á bát þeirra norðvestur af Malasiu á laugardag. Talsmaöur flóttamanna- hjálpar Sameinuöu þjóðanna sagði að fulltrúar hennar væru að yfirheyra þrettán flóttamenn sem lifðu árásina af. Þessi árás á flóttamennina er sú versta sem oröið hefur á þessu ári. Áttatíu og fjórir voru um borð í bátnum. Kröftugur jarðskjálfti í KalKomíu Vörur hrundu niður úr hillum í verslunum i San Francisco f Bandaríkjunum i gær í kjölfar jarð- skjáffta sem skók borgina og næsta nágrenní. Simamynd Reuter í gær varð vart allsnarps jarð- skjálfta í San Franöseo og ná- grenni í Kalifomíufylki í Banda- ríkjunum. Jaröskjálftinn, sem mældist 5,2 á Richter-skala, skók borgina og skýjakljúfar riðuðu ei- lítiðtil. Vitað er um eitt mannslát sem talið er að rekja megi til skjálftans en að sögn lögreglu lést ungur maður eftir að hafa falliö eða stokk- iö út um giugga á fimmtu hæð. Skemmdir virðast hafa veriö litl- ar. Skjáiftamiðjan var í Santa Cruz fjöllunum um 120 kílómetra suöur af San Francisco. Nokkrir minni skjálitar fylgdu í kjölfarið. Þar af mældist einn um 4,2 stig á Richter. syntu í sjónum. Óttast aukningu „gulu froðunnar" Flskiskip reyndu að dreifa froðunni vlð strendur Ítalfu Simamynd Reuter Sérfræöingar Aiþjóöaheilbrigðismálastofhimarinnar óttast aö „gula froðan" við strendur ítaliu kunni aö aukast á nassta ári og skapa frekari vandamál. Sérfræðingamir sögðu að ef veðurfar ' JarðskjáKti á Nýja Sjálandi Það var víöar en í Bandaríkjimum sem fólk varð vart jaröhrærmga. í gær skók jarðskjálfti miðbik Nýja Sjálands og riðuðu íbúðarhús og aðrar byggingar í höfuðborginni til. Jarðskjálftafræðingurinn Warwick Smith telur að skjálfönn hafi mælst 5,5 til 6,0 stig á Richter-skala. Smith telur að miðja skjálftans hafi verið um 140 kílómetra í jöröu niðri og það hafi líklega átt sinn þátt í aö ekki uröu miklar skemmdir. Engar fregnir um slys á mönnum haía borist. Þingheimur ekki sammála Neðri deild japanska þingsins út- nefndi Toshiki Kaifu nýjan forsætis- ráðherra landsins í morgun. Efri deildin hafnaði honum hins vegar en stjómarflokkurinn, Frjálslyndi lýö- ræðisflokkurinn, hefur ekid lengur meirihluta í þeirri deild í fyrsta skipt- i í sögunni. Kaifu, sem hefur áður gegnt embætti menntamálaráðherra, er þriðji forsætisráðherra landsins á þremur mánuðum. Kaifu tekur við af Sosuke Uno sem sagði af sér er honum mistókst að hressa upp á ímynd Fijálslynda lýð- ræðisflokksins á 68 daga valdaferli sínum. Kaifu fékk 294 atkvæði í neðri deildinni en helsti keppinautur hans um embættið, Takako Doi leiðtogi Sósíalistaflokksins, fékk 142 atkvæði. í efri deildinni, sem hefur mun minni völd, fóm leikar þannig að Doi var útnefnd í embætti forsætisráðherr- ans. Hún fékk 127 atkvæöi en Kaifu 109. Þar sem þingdeildimar náðu ekki samkomulagi um hver skyldi stjóma landinu verður að setja á fót nefnd til að reyna að komast aö niðurstöðu. Ef það tekst ekki ræður atkvæða- greiðslan í neðri deildinni úrslitum. Stjóm Unos sagði af sér áður en tíl atkvæðagreiðslunnar kom til að rýma fyrir Kaifu. „Við reyndum að endurheimta traust almennings á stjómmálunum, bæta lífsafkomu Japana og gera skyldu okkar á al- þjóðavettvangi,“ sagði Uno í loka- ræðu sinni. „En ákvörðun almenn- ings í atkvæðagreiðslunni til efri Toshiki Kaifu fagnar sigri eftir atkvæðagreiðslu í neöri deild japanska þings- ins. Símamynd Reuter deilarinnar var mjög óvægin. Ég tek kleift aö takast á við gífurleg vanda- því á mig alla ábyrgð nú og segi af mál, bæði innan lands og utan.“ mér til að gera eftirmanni mínum Reuter Hermenn særðir Fimm ísraelskir hermenn særð- el. Heimildir innan hersins herma Eklú er ljóst hvort árásin tengist ust, þar af þrír alvarlega, þegar aðþettahafiveriðsjálfsmorðsárás. ráni ísraelsmanna á shítaklerki frá bíll lilaðinn sprengiefhi sprakk í Sömu heimildir herma að fjöldi Suður-Líbanon en múhameðstrú- loft upp nærri ísraelskri herflutn- manns hafi látist eöa slasast í armenn hafa svarið að hefha fyrir ingalest í Suður-Líbanon í morgun, sprengingunni en ekki var vitaö þaö. réttviönorðurlandamærinaölsra- nánar um atburö þennan. Reutcr Andvígir samkomulaginu Bandarísk yfirvöld létu í Ijósi efa- semdir um samkomulag-þaö sem for- setar fimm Miö-Ameríkuríkja komu sér saman um í gær þar sem kveðiö er á um að kontraskæruliðar í Nic- aragua skuh leggja niður vopn innan fjögurra mánaöa og snúa til Nic- aragua á ný. Bandaríkjamenn, sem stutt hafa kontrana, segjast ekki full- vissir um að stjórn Nicaragua komi í raun á lýðræði í landinu, lýðræði sem kontraskæruliðamir geti komið heim til. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði að stefna bandarískra stjóm- valda væri sú að afvopnun kontra- skæmhðanna skyldi bíða þar til eftir kosningar í Nicaragua sem stjóm- völd þar hafa heitið að fari fram í febrúar á næsta ári. Talsmaðurinn sagði aö ef stjóm sandinista 1 Nicaragua stæði við gef- in loforð um pólitískar umbætur áð- ur en kosningar færa fram myndu Bandaríkin styðja að afvopnun skæmliðanna færi fram. En hann bætti við aö Bandaríkjastjóm efaðist um að það slíkt myndi eiga sér stað. Samkomulagið er ekki bindandi. Skæruliðum er í sjálfsvald sett hvort þeir hlita því og hafa nokkrir leiðtoga þegar hafnað því. Einn háttsettur leiðtogi þeirra sagði í gær að vopnað- ir skæridiðar myndu fljótlega fara yfir landamærin við Honduras, en skæruliðarnir hafa höfuðstöðvar sínar þar, þrátt fyrir samkomulagið. Leiötoginn sagði að þegar skæra- hðamir snem heim á ný væri aukin hætta á vopnaskaki. Kontraleiötogar hafa heitið því aö leggja ekki niður vopn fyrr en aö kosningum afstöðn- um. Reuter Forseti El Salvador, Cristiani, og forseti Nicaragua, Ortega, ræðast við á fundi forseta fimm Mlð-Amerfkurfkja. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.