Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. Lfísstni Næstu þijár vikurnar verða í gangi svokaílaðir íslenskir dagar í verslunum Miklagarðs og Kaup- garðs á höfuðborgarsvæðinu. Verða þeir á fimmtudögum og fostudögum í flestum þessara verslana en einnig á laugardögum í sumum þeirra. Þessi kynning á íslenskri fram- leiðslu er sameiginlegt átak Félags íslenskra iðnrekenda og fyrr- nefndra verslana. Á morgun kl. 17 verður formleg opnunarhátíð í Miklagarði við Sund og þar mun Jón Baldvin Hannibalsson ráð- herra opna kynninguna. Yfir 50 íslenskir neytendavöru- framleiðendur kynna vörur sínar í eftirtöldum verslunum: Miklagarði við Sund, Miklagarði vestur í bæ, Kaupstað í Mjódd, Kaupstað í Eddufelli, Miðvangi í Hafnarfirði og Miklagarði í Kópavogi þar sem Kaupstaður var áður. Áðalein- kenni átaksins verða íslenskir fán- ar sem munu blakta við hún við allar verslanimar þessa daga. Kjörorð átaksins er Veljum ís- lenskt. Verslanimar verða sérstak- lega skreyttar og allar íslenskar vömr sérstaklega merktar þannig að ekki á að fara á milli mála hvað er íslenskt og hvað ekki. Vörukynningar verða í öllum verslununum. Flestar verða þær í Miklagarði þar sem allt að 18 kynn- ingar verða í gangi í einu. Einnig verða uppákomur og getraunaleik- ur í gangi í tilefni þessa. Á kynningunni verða auk mat- vöm, búsáhöld, fatnaður, hrein- lætisvörur og fleira sem íslenskt er. -gh - hefjast á morgun Ólafur Davíðsson kynnir íslenska daga, sameiginlegt átak Félags íslenskra iðnrekenda og verslananna Kaupstaðar og Mikligarðs. Með honum á myndinni eru Þröstur Ólafsson og Gísli Blöndal. DV-mynd Hanna Grænmetisheildsalar óánægðir: Grænmetisheildsalar segja Sölufélag garðyrkjumanna stefna að einokun á grænmetissölu með þeim söluað- ferðum sem þar hafa verið teknar upp. I vor var uppboðsmarkaður Sölufé- lagsins lagður niður og svokallað grænmetistorg sett upp í staöinn. Síðan þá er heildsölum veittur 9% afsláttur af heildsöluverði í stað 20% áður. Þetta segja heimildarmenn DV í röðum heildsala að geri þeim nær ókleift að taka þátt í verslun með ís- lenskt grænmeti og fullyrða að slikt athæfi drepi niður alla samkeppni í grænmetissölu. Benda þeir á að kaupmenn fái 4% afslátt af heildsöluverði hjá Sölufé- Neytendur laginu og því sé heildsölum ófært að keppa við Sölufélagið í sölu á ís- lensku grænmeti. „Það eina sem getur bjargað okkur er að við komumst í samband við framleiðanda sem vill selja okkur grænmeti beint,“ sagði sölumaður hjá grænmetisheildsölu í samtali við DV. „Að öðrum kosti verðum við að lúta í lægra haldi fyrir einokunar- stefnu Sölufélagsins.“ Ekki náðist samband við Valdimar Jónasson, nýráðinn framkvæmda- stjóra Sölufélags garðyrkjumanna, vegna þessa máls. -Pá Sviöaveislan er orðin frekar dýr þegar rófurnar kosta 295 krónur kilóiö. Furðuleg verðlagning: Argur neytandi hafði samband við DV og vildi vekja athygli á því sem hann kallaði: „furðulegt afsprengi íslenskrar verðlagningar". Sá hafði fariö í stóra matvöruversl- un í Reykjavik sem auglýsti sérstakt afsláttaverð á sviöum. Þau voru verðlögð á 195 krónur kílóið sem okkar manni þótti vera harla gott verð og hugsaði sér gott til glóðarinn- ar að slá upp sviðaveislu um verslun- amannahelgina. í sömu verslun fengust nýjar ís- lenskar rófur en eins og allir vita er rófustappa hreint ómissandi með sviðum. Rófumar kostuðu hins veg- ar 295 krónur kílóið, eða um 50% meira en kílóið af sviðunum. Þetta þótti okkar manni ekki viðunandi verð og hætti því snarlega við sviða- veisluna. -Pá Nýjar íslenskar kartöflur Nýjar íslenskar kartöflur eru nú að byrja að koma á markaðinn og framboðið eykst dag frá degi. Kart- öflurnar, sem eru frekar smáar enn sem komið er, kosta almennt um 180 krónur kílóið út úr búð. Um svipað leyti í fyrra voru fyrstu íslensku kartöflumar aö koma á markað og var veröið þá svipað til neytenda. Þaö verð átti eftir að lækka talsvert og fór niður í 120 krónur kílóið í neytendapakkningum. Hvort verðið á eftir að lækka álíka mikið í ár er alls óvíst og trúlega verður lækkunin mim minni. Kaupmaður, sem DV haföi samband við, spáði því að þegar verðið yrði komið í jafn- vægi yrði það um 150 krónur kílóið til neytenda. Erlendar kartöílur em enn í miklu úrvali í verslunum og hægt að velja um ýmsar tegundir á ýmsu verði, eða frá 70-120 kr. kílóið. Búast má við því að fljótlega verði settar hömlur á frekari innflutning þegar styttist í að innlend framleiðsla fullnægi eftir- spum. -Pá Kartöflurnar kosta um 180 krónur kilólð út úr búö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.