Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11_______Kvilmiyndir ______________pv ■ Húsgögn KAYS vetrarlistinn kominn. Yfir 1000 síður. Meiri háttar vetrartíska, einnig í stórum nr. Búsáhöld, leikföng, gjafa- vörur, sælgæti, sportvörur o.fl. o.fl. Verð kr. 190, án bgj. B. Magnússon, Hólshrauni 2, sími 52866. Vestur-þýskir 6 sæta hornsófar í króm- sútuðu gegnumlituðu leðri á slitflöt- um og leðurlíki á grind utanverðri. Verð aðeins kr. 98.000.00. Bólstrun og tréverk H/F, Síðumúla 33, s. 688599. ■ Verslun Grisaból sf., svínaeldi og svínaslátrun, Eirhöfða 12, 112 Rvk. Nokkrir grísa- skrokkar verða seldir alla fimmtud. kl. 13-18. Gerið góð kaup án milliliða beint við sláturhúsið og framleiðand- ann, það borgar sig. Grísaból sf. Ódýrar jeppa- og fólksbilakerrur, verð frá kr. 44.900, 15 þús. útb. og eftir- stöðvar á 4 mán. meðan birgðir end- ast. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttarbeislum. Opið alla laugar- daga. Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Dalbrekku, s. 91-43911,45270 og 72087. Electra Caddie: Vorum að fá aftur rafdrifnar golfkerrur. Eigum ávallt á lager hinar sívinsælu Kinslaw golfkerrur. Verslið í sérverslun golfarans. Golfvörur sf., Goðatúni 2, Garðabæ, sími 651044. Ertu að selja? - Viltu kaupa? - eöa viltu skipta? Bilamarkaður oza á laugardögum og smáauglýsingar daglega. ** Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga auglýsa [jölbreytt úrval bíla aföllumgerðum og í öUum verðflokkum meðgóðum árangri. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á laugardögum þurfa að berast í síð- asta lagi fýrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin erhins vegaropin alla daga frá kl. 9-22 nema laugardaga kl. 9-14 og sunnudaga frá kl. 18-22. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild DV Sími 27022 Vestur-þýsk sófasett, sófi og 2 stólar, í gegnumlituðu anilínleðri á slitflötum og leðurlíki á grind utanverðri. Verð aðeins kr. 98.800.00. Bólstrun og tré- verk H/F, Síðumúla 33, s. 688599. ■ BQar til sölu Jagúar XJ 4, árg. 73, tilboð, hvítur, Mazda 626, árg. ’80, ekinn 100.000, silf- ur, 2,0 vél, Datsun Sunny ’82, ekinn 100.000, grænsans., MMC Sapporo ’81, ekinn 40-50.000 á vél, blár, Volvo 244 DL, ekinn 130-140.000, ’78, grænn. S. 16740. MMC Sapporo ’82 til sölu, góður bíll. Uppl. í sima 92-27918. Toyota LandCruiser turbo ’87. Til sölu Toyota LandCruiser turbo ’87, er með öllum aukahlutum, vetrardekk fylgja. Uppl. í síma 666063, 22335 og 666044. Mazda 626 ’84 1 sölu, vínrauður, með 2,0 1 vél, staðgreiðsluafsláttur og skipti á ódýrari ca 50 þús., verð 380 þús. Uppl. í síma 675702 e.kl.l 9. ■ Þjónusta Gröfuþjónusta, sími 985-20995 og 667637. Til leigu ný Cat 4x4 f öll verk, stór og smá. Gerum tilboð og útvegum einnig vörubíla. Vinnum á kvöldin og um helgar. Misheppnað samsæri Samsærið (Manifesto) Aðalhlutverk: Camilla Söeberg, Allred Molina Leikstjóri: Dusan Makavejev Handrit: Dusan Makavejev Sýnd i Regnboganum. Svetlana Varga (Camilla Söe- berg) kemur til heimkynna sinna í ónefndu Evrópuríki í byrjun aldar- innar. Tilgangur heimkomunnar er að afhenda morðvopnið sem nota á til að drepa stjórnanda ríkis- ins, sjálfan konunginn. Hún kemur með lest en samferðamaður hennar er yfirmaður lögreglunnar sem kominn er til að tryggja öryggi kon- ungs. Við heimkomuna hefst aftur ástarsamband hennar við ráðs- manninn Emile (Rade Serbedzija). Svo illa vill til að kennarinn, sem ráða átti konunginn af dögum, er tekinn fastur af lögreglunni. Svetl- ana kemur byssunni til bakarans sem kemur henni fyrir í brauði sem kennarinn fær í fangelsið. Vera kennarans í fangelsinu hefur gert hann ruglaðan og hann notfærir sér ekki tækifærið til að drepa kon- unginn. Svetlana á í ástarsambönd- um við fleiri en Emile og með af- drífaríkum afleiðingum fyrir flesta þeirra. Morðtilraunin mistekst en það hafa ekki allir gefist upp. Leikararnir í myndinni koma frá hinum ýmsu löndum. Camilla Söe- berg er frá Danmörku og striplast nakin hálfa myndina. Mikið er mn slíkt og virðist sem önnur hver persóna hafi verið í kynlífssvelti í langan tíma. Söguþráðurinn er um samsæri um að myrða konung en verður léttvægur í öllum ástarsen- unum sem eru allsráðandi. Fyrir vikið virkar myndin sem léttblár farsi þar sem leikstjórinn hagar hlutunum eftir sínu höfði. Það má hafa lúmskt gaman af þessum lirærigraut en hann skilur ekkert eftir. Stjömugjöf: ★ ★ Hjalti Þór Kristjánsson John Heard og Bette Midler í Alltaf vinir. Rósin blómstrar Alltal vinir (Forever Friends) Aðalhlutverk: Bette Midler, Barbara Hershey Leikstjóri: Garry Marshall Handrit: Mary Agnes Donoghue Sýnd í Bióborginni Á ströndinni við Atlantic City hittast tvær mjög svo ólíkar telpur. CC Bloom (Bette Midler) er rauð- hærð og freknótt stelpa frá Bronx sem ætlar sér að verða fræg söng- kona. Hillary Whitney (Barbara Hershey) er af ríku fólki komin og býr í San Fransisco. Hillary er villt á ströndinni og rekst á CC þar sem hún er undir tröppum að reykja. Þær taka tal saman og líst strax vel hvorri á aðra. CC er á leið í prufu fyrir sjónvarpsþátt og Hill- ary fer með henni. Stelpumar eiga nokkrar góðar stundir saman og lofa hvor annarri að skrifast á. Tíminn líður og þær halda áfram að skrifast á. Hillary gengur menntaveginn og gerist lögfræð- ingur en CC rembist við að verða fræg söngkona. Dag einn birtist Hillary í New York og sest að hjá CC. CC kynnist leikstjóranum John Pierce (John Heard) og fær smáhlutverk í leikriti hjá honum. John hefur trú á CC og næst leikur hún aðaltúutverkið og slær í gegn. John verður hrifinn af Hillary en CC er hrifin af John. Þetta myndar bresti í vináttusambandið. Hillary' þarf að fara til San Fransisco til að sinna föður sínum sem veiktist. Þar kynnist hún Michael Essex (James Read) og giftist honum. John og CC giftast og velgengnin vex. Eftir komu Hillary til New York slettist upp í vinskapinn og vinkonurnar ræðast ekki við. Hillary endur- sendir öll bréfin sem CC skrifar. Þetta hefur áhrif á þær báðar og allt virðist stefna niður á við hjá þeim en öll él birtir upp um síðir. Það er ekld oft sem myndir, sem gefa kvenleikurum tækifæri til stórleiks, birtast á hvíta tjaldinu. Ef slíkt gerist þá er það helst Meryl Streep sem fær hlutverkið. En viti menn, í bíó er komin mynd þar sem konur leika aðalhlutverkin og eiga stórleik. Bæði Bette Midler (The Rose, Down and Out in Beverly Hills) og Barbara Hershey (Shy People, Tin Men) eiga stórleik, einkum Her9hey sem er nær óþekkjanleg með slegið hárið. Midler á auðvelt með að leika brussuna en fer einnig vel með mannlegu hliðina á CC. John He- ard er í hverri myndinni á fætur annarri en það gengur erfiðlega fyrir hann að fá aðalhlutverk. Það er alltaf gaman að sjá hann á hvíta tjaldinu. Gary Marshall (The Flam- ingo Kid, Nothing in Common) hef- ur leikstýrt nokkrum gaman- myndum með alvarlegum undir- tóni og svo er einnig hér. Hann leik- stýrir af næmni og passar að mynd- in verði ekki vænún, enda er nóg af broslegum atriðum inni á milli. Handritið er vel skrifað, persónu- sköpun skörp og sagan áhugaverð. Er hægt að hafa það betra? Stjörnugjöf: ★★★'/» Hjalti Þór Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.