Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. 13 Lesendur I vinnuferð til Kanada. - Landstjóri Kanada býður forseta Islands velkominn. Vinnuferð til íslendingabyggða? Helga skrifar: Það er kannski að bera í bakkafull- an lækinn að ræða ferðalög hinna opinberu ráöamanna okkar vítt og breitt irni heiminn. Á sumrin keyra þessi ferðaiög þó um þverbak og maður horfir ekki svo á eða les frétt- ir að ekki sé verið að ræða við ein- hvern íslenskan ráðamann, nýkom- inn eða rétt ófarinn til útlanda. Og nú er forseti okkar á ferðalagi um Kanada. Mig minnir að þangað hafi hann líka farið fyrir ekki mörg- um árum. - Er kannski hafin önnur hringferð í heimsóknum þessa vin- sæla þjóðhöfðingja? Það sem mér finnst undarlegt við þessa heimsókn forseta okkar til Kanada nú er fyrst og fremst tvennt. Hvort tveggja fengið að láni úr frétt- um fjölmiöla. Það fyrra að nú er far- ið að kalla svona ferð „vinnuferð“ í stað þess einfaldlega að segja að þetta sé opinber heimsókn þjóðhöfðingja til annars lands. - Kannski vegna undangenginna athugasemda fólks um ferðir ráðamanna og þyki því hæfa að gefa svona ferðum ný heiti! Hitt atriðið, sem ég rakst einnig á í frétt af heimsókninni, var álit for- seta okkar á því hvað hann teldi sam- eiginlegt með sér og landstjóra Kanada sem er einnig kona. Vildi forseti lítið gera úr spumingunni en benti á að landstjóri Kanada væri skipaður af Bretadrottningu, sam- kvæmt tilnefningu forsætisráðherra, en forseti íslands væri, eins og hún sagðist vona aö landar hennar gleymdu ekki, þjóðkjörinn þjóðhöfð- ingi. Eg verð nú að segja eins og er; mér finnst það ekki skipta miklu máli á hvem hátt þjóðhöfðingjar era skip- aðir í embætti ef þeir era þar ekki hreinlega að undangengnu valda- ráni, eða á annan ólýðræðislegan hátt. - Þess má geta að landstjóri Kanada, Jean Sauvé, er fyrsta konan sem gegnir landstjóraembætti í Kanada. Það er því líkt á komið með forseta okkar og landsljóranum, að þær era fyrstu konur sem gegna æðsta embætti, hvor á sínu sviði, í heimalandi sínu. Þær eiga því meira en lítið sameiginlegt, þessar tvær konur. Er i|Htiliitn Guðlaug Kristín Björgvinsdóttir mitt gr heimur“ hættur? eint frá mörgum dulrænum gífurlegan áhuga á dulrænum fyr- skrifar: fyrirbærum. irbæram og hins vegar seist t kki Mér hefur oft skilist að Islendmg- Nú v ar heföu mikinn áhuga á dulræn- gáfa þe ill hins vegar svo til að út- ss virðist vera í biöstöðu og tímarit um þau mál. Þetta fir mér „dulrænt“ fyrirbæri. - V mst on- um fyrirbæram og væru jafnvel tvísýnt þekktir fyrir það erlendis. Þess fjármai um hvort hægt verður að ?na útgáfu blaðsins áfram. - andi lætur fólk verða af því kynna sér þetta tímarit svo aö aö bað tið Hulinn heimur og hefur það ein- Anna lú hálfúndrandi á þessu! rs vegar hafa íslendingar haidi áfram aö koma út. Aukablað um tómstundir og útivist Miðvikudaginn 16. ágúst nk. mun aukablað um tómstundir, útivist og dýrahald fylgja DV. Meðal efnis verður umQöllun um hestamennsku og umönnun gæludýra, golf og veiði, bæði skot- veiði og stangaveiði. Einnig verður fjallað um hjólreiðar og útivist af ýmsum toga, svo sem trimm og gönguferðir. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta, í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga í þetta aukablað er fyrir fimmtudaginn 10. ágúst nk. Auglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 Tilkynning til vörsluaðila opinberra sjóða Hér með er skorað á vörsluaðila opinberra sjóða, sem enn hafa eigi sent uppgjör fyrir árið 1988, að gera það nú þegar. Þeir vörsluaðilar, sem eigi hafa gert skil fyr- ir fleiri en eitt ár og hafa eigi gert það fyrir 30. september nk., mega búast við að ákvæðum laga nr. 19/1988 verði tafarlaust beitt. Ríkisendurskoðun 8. ágúst 1989 Þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöð Austurlands, Egilsstöðum Frestun á opnun Tilboð óskast í að steypa upp og gera fokhelt hús fyrir þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöð svæðisstjórnar fatlaðra á Austurlandi. Húsið stendur við Árskóga á Egilsstöðum og verður 1492 m3 auk 257 m2 kjallara sem þegar hefur verið byggður. Verktími er til 1. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 14.00. ll\ll\IKAUPASTOFI\IUI\l RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Auglýsing frá Menningarsjóði útvarpsstöðva um styrki úr sjóðnum í reglugerð sjóðsins, nr. 69/1986, segir: „Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að veita íslenskum útvarpsstöðvum framlög til eflingar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Það telst innlend dag- skrárgerð ef íslenskur aðili hefur forræði á gerð dagskrár og dag- skrá er gerð til flutnings í útvarpi, hljóðvarpi eða sjónvarpi, hér á landi." „Framlög úr Menningarsjóði útvarpsstöðva skulu einvörðungu veitt útvarpsstöðvum. Framlög má bæði veita vegna dagskrárgerð- ar viðkomandi útvarpsstöðvar sjálfrar og vegna kaupa útvarps- stöðvar á efni til flutnings frá öðrum innlendum aðilum sem ann- ast dagskrárgerð." Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum fyrir 28. ágúst 1989 til ritara sjóðsins, Baldvins Jónsson- ar hrl., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík. Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva HVERVANN? ÞREFALDUR POTTUR OG SPRENGIVIKA -næstalaugardag! Vinningsröðin 5. ágúst: XXX-XX1-112-121 Heildarvinningsupphæð: 316.997 kr. 12 réttir = 256.013 kr. Enn var enginn var með 12 rétta - og því er þrefaldur pottur núna! 11 réttir = 60.984 kr. 4 voru með 11 rétta - og fær hver 15.246 kr. í sinn hlut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.