Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. Frjálst,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Kratar vilja meiri skatta Hann var skrítínn, leiöarinn í Alþýðublaðinu á laug- ardaginn. Þar er hneykslast á hinni svokölluðu hægri pressu tyrir að vera að amast út í skattana. Skattheimt- an er réttlát, segir leiðarahöfundurinn og telur að núver- andi ríkisstjórn hafi staðið fyrir meiri umbótum og jöfn- uði í skattamálum heldur en nokkur önnur ríkisstjórn frá stofnun lýðveldisins. Hælist blaðið um og þakkar Alþýðuflokknum frumkvæðið. Meðal þess sem Alþýðublaðið telur flokknum sínum til tekna eru staðgreiðslurnar, betri söluskattsinn- heimta og fjórir milljarðar í ávísunum sem sendir hafa verið út í pósti til endurgreiðslna á ofgreiddum sköttum, barnabótum og húsnæðisbótum. Allt er þetta gott og blessað enda hefur enginn verið að amast við stað- greiðslunni né heldur betri skilum á söluskatti. Slíkt telst varla til afreka, eftir að allur almenningur og al- þingi eins og það leggur sig hafa mælt með þessum fram- kvæmdum um árabil. Og það er í fyrsta skipti sem það telst til réttlátrar skattheimtu að greiða til baka þá skatta sem eru ofgreiddir! Lítil eru geð guma. En Alþýðublaðið hæhst hka um yfir eignaskattinum og telur það höfuðmarkmið að auka tekjur ríkisins með því að skattleggja eftir efnum og ástæðum. Það er sem sagt markmið skattheimtunnar að auka tekjur ríkisins hvað sem það kostar, í stað þess að miða skattheimtu ríkisins við getu heimilanna. Þarfir ríkisins koma fyrst að áhti Alþýðuflokksins, hagur heimilanna kemur á eftir. Alþýðuflokksmenn eiga sömuleiðis að hta í kring- um sig og svara þeirri samviskuspurningu hvort tekju- skattar séu lagðir á samkvæmt efnum og ástæðum. Sannleikurinn er sá að tekjuskatturinn er launamanna- skattur og álagning hans er rangsleitnin uppmáluð. Ef Alþýðuflokkurinn vih leggja á eftir efnum og ástæðum eru það örgustu öfugmæh. Ef þessar réttlátu skattabætur Alþýðuflokksins mæl- ast svo vel fyrir sem blaðið vill vera láta, hvernig stend- ur þá á því að yfir sjötíu prósent þjóðarinnar eru and- - víg skattastefnunni? Hvernig stendur þá á því að hallinn á ríkissjóði eykst eftir því sem innheimtan batnar? Hvernig stendur á því að Qármálaráðherra þarf að beita fyrir sig lögregluvaldi til að innheimta söluskattinn? Hvernig stendur á því að fjármálaráðherra er enn uppi með þær hugmyndir að hækka þurfi skattana til að ná endum saman í ríkissjóði? Núverandi ríkisstjórn hækkaði skatta um sex th tíu mihjarða á síðasthðnu hausti. Þetta segir Alþýðublaðið réttláta skattheimtu. Ríkisstjórnin á heiðurinn af hinum margfræga ekknaskatti, þar sem skattur af eignum er tvöfaldaður og fólki er refsað fyrir að búa í skuldlausum eignum. Sérstaklega þykir ástæða til að skattleggja fólk sem misst hefur maka sína en vill áfram búa í eigin húsnæði. Fyrir nokkrum árum var það opinber stefna Al- þýðuflokksins að leggja tekjuskattinn niður. Það var í tíð VUmundar heitins Gylfasonar. Þá óx fylgi Alþýðu- flokksins. Þá gustaði um Alþýðublaðið. Samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnunum er fylgi Alþýðuflokksins komið niður í sjö prósent. Það hefur aldrei mælst lægra. Enda gustar ekki lengur að Alþýðublaðinu. Það skrifar um réttláta skattheimtu þegar þjóðin er nánast í uppreisn gegn skattgleðinni. Er hægt að vera seinheppnari í málflutningi? Ætlar Alþýðuflokkurinn virkUega að segja skihð við póhtíkina? EUert B. Schram Að þýða sér til skemmtunar Þegar eg á árum áður talaði stund- um í útvarp um ýmislegt það sem mér lá á hjarta þá minntist eg ein- hverju sinni á þýðingar. Var eg þá, og enn, þeirrar skoðunar að þýö- ingar úr erlendum málum auögi bæði tungu og menningarlíf þjóð- arinnar. Fór eg, ef eg man rétt, nokkrum orðum um ýmsa þá er eg taldi hafa unnið gott verk á því sviði, án þess þó að gefa á nokkurn hátt í skyn að eg væri sérfróður hvorki um þýðingar né bókmenntir og tæpast áhugamaöur heldur, ef miðað er við þá sem mikið lesa og velta fyrir sér stíl og máli. Vandiþýðandans En viðbrögðin urðu óvænt. Um nokkra hríð höfðu þó nokkrir menn samband við mig og vildu að eg læsi þýðingar þeirra og segði til um gildi þeirra og gæði. Þessu átti eg síst von á og tók það nokkurn tíma og olli efalaust einhverjum sárindum að losna úr þeirri klípu sem eg grunlaus hafði komist í. Þetta varð þó til þess að eg fór örlítið að velta fyrir mér vanda þýðandans, og þar sem eg veit að ekkert kennir manni neitt nema eigin reynsla þá tók eg mig til og þýddi söguna um Siddhartha eftir Hermann Hesse. Tvennt kom til aö eg valdi þá bók til að glíma við. Fyrst það að eg hafði um skeið les- ið bækur Hesse og þótt þar margt merkilegt og svo hitt að eg hélt í bamaskap mínum að eg mundi eitthvað liðkast í að lesa þýsku með þvi að brjótast í gegnum heila bók á því máli, af þeirri nákvæmni sem útheimtist við þýðingarstarf. Ekki get eg dæmt um hvemig til tókst um sjálfa þýðinguna. Hitt veit eg að mér var þetta mikil og góð reynsla. Eg varð að rýna í text- ann á þann hátt sem maður gerir sjaldnast við lestur. Hver einasta setning er óleyst viðfangsefni, hvert einasta orð, sem valið er, orkar tvímælis. Aldrei er unnt að segja: svona og aðeins svona á þetta að vera. Sjaldnast er líka mögulegt að fullyrða, að einmitt þetta hafi höfundur haft í huga er hann mót- aði hugsun sína í setningu. Vinnan við að snara Siddhartha á íslensku var skemmtileg, þótt jafnframt fyndi eg sárt til vanþekk- ingar minnar ekki á aðeins þýskri tungu heldur ekki síður á íslensku. Eg hafði að vísu þýtt tvær fræðileg- ar ritgerðir á móðurmál mitt og nokkrar smásögur, en þar gegndi allt öðm máli en við þessa stuttu sögu Hesse. Fræðilegur texti er einungis erf- iður vegna þess aö oft er ekki búið að þýða alþjóöleg orö úr vísinda- máli á íslensku. Bókmenntatexti lýtur allt öðrum lögmálum - lög- málum sem erfitt er að útskýra í hverju em fólgin. Textirffi er marg- ræður og tengsl hugtaka, orða og hugmynda innan verksins liggja ekki í augum uppi. Það sem er svo heillandi við að þýða er einmitt að sjá smám saman ljúkast upp inn- viðum verksins, og einstöku sinn- um þykist maður skynja sem í svip- hendingu hvernig hugsun og hand- verk höfundarins sameinast í text- anum. Reynslan af Hesse-þýðingunni olh því að eg fór að huga að verki sem gaman og gagn væri að fást við. Ekki svo aö skilja að það hvarflaöi að mér að gerast þýðandi í alvöru. Þetta voru viöfangsefni sem eg fékkst við einvörðungu mér til skemmtunar og án þess aö eg vænti mér annarrar umbunar en þeirrar ánægju sem það veitir að lesa vandlega verk góðra rithöf- unda. Um þessar mundir uppgötvaði eg verk frönsku skáldkonunnar Marguerite Yourcenar. Þegar eg hafði lesið nokkur þeirra þýddi eg smásögu eftir hana, en áður en mér tækist að koma þýðingunni í þann ið víkur fyrir óraunveruleikanum, hinu óþekkta og óskiljanlega. Þessi leikur minn að þýða Conrad er fyrst og síðast skemmtileg þraut. En leikurinn er eins og allir góöir leikir hluti af alvöru lífsins. Hverja stund er maður að reyna sjálfan sig, möguleika sína og hæfni. Sér- hvert viðfangsefni er mikilvægt fyrir þá sök að það sýnir manni eigin takmarkanir. Að þýða vekur manni lotningu fyrir móðurmálinu og sýnir hve þekking okkar er í miklum molum og tilflnningin dauf fyrir hreinu og kláru máh. Hitt skiptir litlu hve kunnáttan á enskri tungu er brotakennd. Það er hins vegar ágæt aðferð að auka örlítið við þekkingu sína á erlendu máh að þýða erfiða kafla úr öðru máli á eigin tungu. ,, Skáldverk eru oft á tíðum skilaboð milli höfunda, eða hugleiðingar sem kviknað hafa af verkum löngu horfmna skálda og hugsuða.“ KjaUaiinn Haraldur Ólafsson dósent Rithöfundurinn Joseph Conrad, sem hóf á fullorðinsaldri að skrifa á ensku. búning, sem eg taldi hæfa, birtist þessi saga í íslenskri þýðingu i tímariti hér á landi. Mér féll þetta svo sem ekkert þungt, enda hafði eg alhöngu áður lesið upphafskaflann á minningum Hadrians eftir Yourcenar í útvarp. Þá bók hefir mig lengi langað til að þýða en ekki er hlaupið að því. Þetta er tahð eitt af merkari skáld- verkum sem rituð hafa verið eftir miðja tuttugustu öld, margslungið og ekki aht sem sýnist. Hvort eg held áfram þar sem frá var horflð veit eg hreinlega ekki ennþá. Mörg verk lítt þekkt hér Fyrir nokkrum árum var um það rætt í kunningjahópi hve mörg úr- valsverk bókmenntanna væru lítt þekkt hér á landi og þarft verk væri að snara þeim á íslensku. Var þá minnst á, ásamt mörgum öðr- um, söguna um Hjarta myrkursins, Heart of Darkness eftir Pólverjann sem tók sér nafniö Joseph Conrad og hóf á fullorðinsaldri að skrifa á ensku. Þetta er heihandi saga, sögð á undarlega fullkominn hátt, og svo margræð að menn hafa endalaust þjarkaö um hvemig túlka beri bæði einstök atriði og söguna sem hehd. Er ekki að orðlengja það að eg fór að reyna að snara þessari stuttu en mögnuðu sögu á íslensku. Ekki er það auðvelt verk, enda stíll Conrads meö þeim hætti að sé hon- um fylgt nákvæmlega verður hann hálf ankannalegur á okkar máli. Ekki læt eg mér detta í hug, að þessi þýðing, komi hún einhvern tímann fyrir annarra augu en mín, valdi straumhvörfum i menningar-. lífi íslendinga. Ef til vih er ghdi hennar þaö eitt að knýja mig til að lesa eins vandlega og mér er unnt sögu sem sögð er af mikilli íþrótt. Sagan fjallar um siðleysi nýlendu- stefnunnar, kúgun, gróðafýsn og þaö myrkur sem leggst yfir hina göfugustu sál þegar veruleikaskyn- Að nema yfirtónana Mér hefir orðið tíðrætt um skemmtunina af að þýða og er þá raunar fremur átt við ánægjuna sem veitist af þvi að kynnast náið texta góðra höfunda. Við að þaul- lesa um hjartað og myrkrið hjá Conrad hefi eg uppgötvað svo ótal margt sem var algerlega huhð við fyrsta og annan lestur. Sigurður Nordal segir einhvers staðar aö ljóðs verði ekki notið th fulls fyrr en maður hafi lært það utan að og það sé orðið partur af manni sjálfum. Sama máli gegnir um lausamál, þótt þess verði ekki krafist að menn kunni heilar bæk- ur orörétt utan að. (Lausamál er að vissu marki þýðanlegt en ljóð alls ekki.) Að lesa eina bók vel er meira virði en að lesa hundrað á hunda- vaði. Sé einhver bók lesin til nokk- urar hlítar eru opnaðar dyr inn í önnur verk höfundarins og inn í verk annaira höfunda. Skáldverk eru oft á tíðum skilaboð mhii höf- unda eða hugleiðingar sem kvikn- að hafa af verkum löngu horfmna skálda og hugsuða. Stundum er eins og bregði fyrir glampa aftur í aldir þar sem hugsun tengist hugs- un og bergmál berst aftur úr forn- eskju. Einu sinni ræddi eg við mik- inn tónlistarmann um músík. Hann sagöi að enginn nyti tónhstar til fulls nema hann næmi yfirtón- ana. Mér verður oft hugsað til þess- ara orða þegar eg les bækur. Þaö gegnir sama máli um skáld- verk. Þeirra verður ekki notið nema greindir séu yfirtónar verks- ins, allt það, eða réttara sagt, eitt- hvaö af því sem vekur manni undr- un og aðdáun, eitthvað af því sem ekki verður skynjaö nema maður hlusti vel og þjálfi hugann til að skynja það. í glímu minni við Conrad koma mér líka oft í hug þau vísu orð: menning er að gera hlutina vel. Minnugur þeirra hlýt eg að vera í endalausum vafa um að hvaða marki sé leyfhegt að fást við verk höfunda. Það er ábyrgðarhluti að snara bók af einu máh á annað, og sú ábyrgð verður mér æ ljósari eft- ir því sem eg kynnist verkinu bet- ur. Og minnist þá hvernig leikstjórar og leikarar umgangast leikverk þeirra höfunda sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Þær aðfarir minna oftar en ekki á nautið fræga í flaginu. Hver sá er fæst við verk annarra ætti aö biðja þeirrar bæn- ar að hann megi sýna þeim fulla virðingu. Haraldur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.