Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 2
f EQgMfcl) Rltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benediict Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur; Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — I lausasölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið M. PARÍS Ófriðurinn í Vietnam hefur geisað allt frá lokum heims- Styrjaldarinnar. Fyrst áttust við hinir gömlu ráðamenn austur þar, Frakkar, unz þeim var öllum lok ið og saminn var friður í Genf. Upp úr því hófst síðari styrjöldin í landinu, og voru Bandaríkja- menn dregnir inn í hana í vax- andi mæli unz þeir voru búnir að senda hálfa milljón manna til landsins. . ' Bandaríkjamenn hafa eina af- sökun fyrir afskiptum sínum af þessu máli. Þeir telja, að þarna sé kommúnisminn að teygja arma sína yfir enn eitt land, og verði það látið gott heita, muni röðin fyrr en varir koma að næstu löndum, Laos, Thailandi, Cambodu, Birma og Malaya. Nú munu vera mjög skiptar skoðanir um þetta atriði. Er bent á deilur kommúnistaríkjanna inn byrðis, ekki sízt milli Kína og Sovétríkjanna. Munu Vietnamar ekki vera sérstaklega hrifnir af Kínverjum og því ekki líklegir til að hallast að þeim í stjórnmál um. Halda margir fram, að Viet nam muni síður en svo ganga erinda Kínverja, heldur verða eins sjálfstæðir og þeim er unnt, ef þeir fá að ráða sinni eigin stefnu í framtíðinni. Bandaríkjamenn hafa nú valið þá skynsamlegu leið að leggja niður loftárásir á Norður-Viet- nam og bjóða til friðar. Er það sýnilega ósk Johnsons forseta að koma á friði og stöðva ófriðinn í landinu, og mun þeirri stefnu hans verða fagnað um allan heim. Ef til vill hefur Johnson ekki gætt orða sinna, er hann sagði, að hann mundi vilja ræða við full trúa Norður-Vietnam hvar sem er og hvenær sem er. Við nánari athugun hlýtur hver maður að sjá, að það stenzt ekki. Rétt er að velja stað fyrir friðarsamninga þannig, að báðir aðilar telji að- stöðu sína þar sæmilega við un- andi. Þetta þýðir, að í viðkomandi borg séu sendiráð frá báðum að- ilum og helzt frá þeim þjóðum öðrum, sem hafa tekið þátt í á- tökunum í Vietnam. París uppfyllir þessi skilyrði. Sú borg er mjög vel til þess fall in að hýsa friðarsamninga og ber að vona, að vel muni ganga og að friður verði saminn áður en langt líður. Takist að leysa þessa deilu, er ástæða til að ætla að mörg önnur deilumál verði talin leysanleg og að friðvænlegra verði um alla 'veröld. Mannkyn- ið þráir frið. Heimurinn og frægðin Alkunna er það að menn leggja einatt mikið upp úr frama sem þeim hlotnast; verða sumir ókvæða við ef þeim bregzt einhver sá framavott- ur sem þeir töldu sér vísan eða verðskuldaðan. Slíks eru mörg dæmin, t.a.m. meðal rit- höfunda, og hefur mátt sjá vott til þess í dagblöðum und- anfarið. Einkennilegra er þó þegar almennir lesendur iaka að dæma höfunda eftir meintri „frægð“ þeirra. Úg þekki dæmi þess að lesandi spurði hvort nokkuð væri að marka tiltekna bókmenntasögu erlenda - úr því hvorki Hall- dór Laxness né Gunnar Gunn- arsson væru nefndir þar á nafn. íslenzkir höfundar sem skrif uðu á dönsku framan af þess- ari öld, Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmund ur Kamban, hafa löngum ver- ið „heimsfrægir“ menn hér á landi. „Hann ætlaði sér aldrei lítinn hlut og tókst á skammri ævi að verða eitt fremsta leik ritaskáld álfunnar“, segir í nýlegri grein um Jóhann Sig- urjónsson, og við svipaðan tón hefur stundum kveðið um Guðmund Kamban. Slíkt mat - £ 5 . maí 1968 — á Jóhanni Sigurjónssyni hlýt- ur að vísu að byggjast á öðru en ,,frægð“ hans erlendis, og þarf við annarskonar röksemda færslu, en engu að síður er ekki grunlaust að menn haldi hann ennþá alþekktan og um- talaðan höfund erlendis. Sann leikurinn er sá að Jóhann Sig urjónsson komst til skjótrar, en skammvinnrar, frægðar í Evrópu eftir frumsýningu Fjalla-Eyvinds í Kaupmanna- höfn 1912; var leikurinn á næstu árum þýddur og leik- inn í Noregi, Svíþjóð, Þýzka- landi, Bretlandi, Frakklandi og e.t.v. víðar, en ekki fara sögur af því að nokkrum manni þar í löndum hafi dott ið hann í hug síðan; Galdra- Loftur, sem með rökum má telja ,,bezta“ leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, fékk aldrei KJALLARI neitt sambærilegan frama. Guðmundi Kamban, sem lík- lega var til muna metnaðar- gjarnari höfundur en Jóhann, varð mun minna ágengt; ýms- ar sögur Gunnars Gunnarsson- ar voru hinsvegar þýddar víða milli styrjaldanna, eins og sjá má í bókaskrá Haralds Sigurðssonar með ritsafni Gunnars, og var hann án efá víðlesnastur þessara höfunda. „Heimsfrægð" er að sjálf- sögðu landfræðilegt hugtak og verður mæld og talin í töl um, fjölda þýðinga og útgátu fjölda erlendis; raunar virðist þá „heimurinn“ oftast einskorð- aður við evrópskt menningar- svæði. Formlega viðurkenning og bréf upp á slíka frægð fá menn með nóbelsverðlauniun — og eru höfundar eins og Pearl S. Buck, Karl Gjellerup, Maurice Maeterlinck til vitn- is um langlífi þeirrar frægð- ar. En það kann að vera metn aðarsjúkum rithöfundum hér á landi lærdómsríkt að HaH- dór Laxness,. sem einn hefur óvefengjanlegt bréf upp á frægð sína„ kaus að skrifa á íslenzku á tíma þegar virtist völ betri kosta, og fékk frama sinn beinlínis á þeim forsendum. Þó það komi ekki ,,frægð“ hans við má ekki gleyma hlutdeild hans í almennu íslenzku menn ingarlífi, og baráttu, fram að nóbelsverðlaunum. Lúsa-Kilj- an verður ekki aðgreindur frá Halldóri Laxness, hvað sem segir í íslendingaspjalli og Reykj avíkurbréf um. En afkáralegt er hitt, þegar höfundar sem fengið hafa vin- gjarnlegan ritdóm, þýdda smá sögu, leikinn útvarpsleik eða jafnvel gefna út eftir sig bók einhverstaðar erlendis, telja sér það til varanlegri vegs- auka en viðtökur bóka sinna heima fyrir. Þeim væri nær að hugsa um það sem þeir eru og gera sjálfir. Þar á móti mættu lesendurnir láta sér í léttara rúmi liggja frama fréttirnar, þó þeim sé haldið á loft í blöðunum, en skeyta meir um það sem þessir sömu menn eru að skrifa. — ÓJ. VIÐ MÖT— MJLPM Áhugafótk um innlendan iðnað SVO SEM kunnugt er af frétt um stendur nú yí'ir í Reykjavík kynningr á íslenzkum iffnaði á vegum Landssambands iffnaffar manna og Fclags íslenzkra iðn rekenda í því skyni aff örfa á- huga fyrir og sölu innlendra iðnvara. Þaff er óþarfi aff taka þaff fram - enda alkunna - að hver sú þjóff sem varffveita vill sjálfstæffi sitt og sjálfsforræffl verffur aff styffjast aff einhverju - ogr helzt aff verulegru Ieyti - viff sinn eigln iffnaff. Þaff hlýtur ávallt að sk'fcna óheillavænlega þróun þegar of mikiff er flutt inn utanlands frá - enda höfum viff fslendlngar m.a. fengiff aff súpa af því seyffiff aff undan- förnu! — O — MÉR og fleirum hefur oft blöskraff þaff, hve ýmslr íslend ingar sýna litla þjóðhollustu i jafnvel hversdagslegustu inn- kaupum sínum. Þótt hægt sé aff fá jafngóffa innlonda vöru fyrir sama verff, lægra verff - effa í örfáum tilvikum örlítiff hærra verff - teknr fólk erlendu vöruna fram vfir há innlendu! Þaff getur eHó veriff aff til þess liggí ávallt fiiótfærni - heldur hrel^leea ^iriinínirolevd, hugs- analeti og sá fádæma skortur á þegnskap sem ég nefndi í upp. hafi. Fámenn hiéff eins og við g“t.ur ekki hagaff sér eins og óhroskaffír ungHngar á öllum sviffum! Meira aff segja hinar annálnffu íslenzku fvrirmyndar- húafrevjur virffast hér ekki barnanna beztar! — O — , --------------—^ AT.T.S fvktt?, LÖNGU las ég um þaff fregn í blaffl 3« Ú<5 í Fnglnnffi . „„ Fmglcnd ,v» rrnr hef, o* n„Hn„f«rJ,u átt viff efnahagsörffugleika aff stríffa eins nir . hafi verf* mvn,daff ur félaerccV-nun 1.ióAiT,n||s Qg. hugsandl fólks er hcfffj þaff aff markmiffi sínn. aff félagsmenn kevntu og úthrelffdu innlend a„ iffnvarníng í sfaff erlends. Mér hefnr eft orffiff hngsaff til hess síffan hvnrf eklifc væri upp lao-t _ ng ra'inar nauffsvnlegt - aff ctefna t-T sliks áhugamanna- félaos hér á landi. Veit ég, aff iffnaffarmenn - sem atvinnii og lífcframfaeri hafa af innanlands Iffnaffi - og iffnrekendur - sem Framhald á bls. 14. ALÞÝÐUBLAÐI9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.