Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 15
£ 'RÚIN | EFTIR KAY WINCHESTER | h 1 | ur í spuna. Áttj hún við Melitu. — Jim Thui’lovv og móðir hans komu í heimsókn og ég bauð þeim til morgunverðar. Þau eru gamlir fjölskylduvinir, hvað svo sem þú segir. — Þá ætti systir þín að tala við þau. Hún virðist mestur vin ur þeirra hérna, sagði hann. — Var Melly elcki með þér? spurði Laureen. — Er hún ekki kominn heim? spurði Símon hvasst, því að hann hafði farið í langa göngu ferð eftir að hann liafði skilið við Melitu. — Ég veit það náttúrlega ekki með vissu en ég hef ekki séð hana. Símon gekk beint út til hest- hússins og Laureen fór inn og sendi Jim Thurlow út á eftir honum. Jim var áhyggjufullur, þegar hannn kom inn aftur. __ Ætlar þú að leita að henni líka, Jim? Hann brosti til móður sinnar. —Ég verð að hjálpa Aldridge hann fer ríðandi, en ég tek bíl- inn. Hvað getur hann gert, ef hann sér Melly á ótemjunni? spurði Klara frænka, þegar hún sá að Jim ók af stað. — Ég skil þetta ekki. Sfpcö BELTI og BELTAHLUTIR á BELTAVÉ LAR Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIFHOLT 15 -SÍMI 10199 mmmrns^mmmmw Laureen leit á hana og sagðist svo ætla að fara á' eftir honum í nýja bílnum, sem Símon hafði keypt til að gefa henni eftir að þau væru orðin hjón. Laureen vissi ekki sjálf, hvað hún ætlaðist fyrir. Hún ætlaði bara að komast í burtu, fá að hugsa, tala við Jim. Hvers vegna voru þeir svona hræddir um Melly? Melly hafði setið alla hesta frá því að þær lærðu að riða sem smástelpur. Hún ók lengi áfram án þess að koma auga á hestana eða Jim og ætlaði að fara að snúa aftur heim, þegar hún heyrði lágt hróp. Hún bakkaði og ók niður að klettunum og þar sá hún bíl Jims mannlausan. Skyndilegur ótti heltók hana og nú heyrði hún Melitu kalla aftur. Laureen gekk til þeirra. Hún titraði ölL Melita var að reyna að skríða niður steinana að hreyfingarlausum manni. — Jim veinaði Laureen og hljóp áfram. Jim. Ó. Jim. 19. K A F L I. Símon hafði útvegað Melitu einsmannsherbergi á Redbourne sjúkrahúsinu. — Þú verður að fá algjöra hvíld, sagði hann og rödd hans var svo unda'rlega hás og lág. — Ég hef það ágætt, en hvernig líður Jim? — Ekki sem bezt, viðurkenndi Símon. — Hesturinn hefur brot- ið í honum nokkur rifbein. — Hann sparkaði í Jim, þeg- ar hann reyndi að lokka hann frá mér. Ég reyndi að standa upp, en ég var fótbrotinn. Svo hefur víst liðið yfir mig, ég man ekkert frekar fyrr en ég vakn- aðj og sá ótemjuna hvergi og Jim lá grafkyrr. Ég hrópaði á hjálp og þá kom Laureen. Jafn ar Jim sig Símon? Símon brosti. — Já. Hann jafn ai’ sig. Hann er allur reifaður og Laureen vakir yfir honum eins og unghæna. — Það var gott, sagði Melita rólegri. — Hvers vegna? spurði hann hvasst. — Hún er trúlofuð mér. Hvers vegna varstu að troðast þetta með ótemjuna, Melita? Hvers vegna fórstu niður að klettunum. Mér kom sízt af öllu í liugyað leita að þér þar. Hún starði á hann. — Það er lang bezt að fara með hesta þangað sem þeir hafa sýnt manni mestan óhemjugang inn, sagði hún. — Svo varð ég reið við þig. Þú varst svo ókurt- eis. — Ef þig langar til að vita á- stæðuna er hún sú að ég átti bágt með að stilla mig um, að taka þig í faðm mér og kyssa þig. Þú hefðir naumast tekið því vel. Hann beið eftir svari, en hún lét sem hún hefði ekki heyrt þessi orð hans. Símon, sagði hún í stað þess, — Laureen og Jim eru ástfang- in hvort af öðru, þó að þau viti það ekki sjálf. Laureen var ekki með sjálfri sér meðan hún beið eftir sjúkrabílnum. Viltu ekki reyna að hjálpa henni, Símon. — Laureen sér um sig, svar- aði hann hranalega. Þú ættir að sjá hana sitja og brosa til Jims. En hvað með þig? — Hvað með okkur? Við verð um víst alltaf ósammála, en ég vona að allt fai’i vel, ef ég læri að láta undan. í stað þess að svara henni með- fyrirlitningu eins og hún -hafði hálfvegis átt von á, sagði hann: —Manstu þegar þú stóðst á brúnni í skóginum og ég ætlaði að ríða yfir hana á hestinum? Mér fannst þá að allt og allir væru á móti þér. Hefurðu alltaf verið í andstöðu við heiminn eða aðeins við mig? Hún skildi ekki hvað hann var blíðlegur og hún hrukkaði ennið. — Horfðu ekki svóna á mig, Melly. Ég verð að fá' hreinskiln islegt svar frá þér. Ég reyndi að eins að komast að því, hvort það er sem geri þig dapra og niður brotna. Eigum við ekki að semja frið ef svo er? — Jú . . stamaði hún. — Við getum reynt að trú- lofa okkur og vita, hvérnig það gengur, sagði hann og brosti. — Eins og þú trúlofaðist Laureen? spurði hún. — Alls ekki, sagði hann hrana lega. — Það var aðeins sam- komulagsatriði, það gengi aldrei með okkur. Ekki eins og mér þykir vænt um þig. Ég get ekki um annað hugsað. Hann tók um hendur hennar. — Það gerðist f.vrsta daginn, sem ég sá þig, í bókasafninu, hélt þú værir stofu stúlkan. Það var verra, þegar ég komst að því hver þú varst í raun og veru. Elsku Melly, ég get ekki lifað án þín. Ætlarðu enn að berjast gegn mér? — Heimsóknartíminn er bú- inn hr. Aldridge, sagði hjúkrun arkonan, sem kom í gættina. Hann kinkaði kolli og reis á fætur um leið og hann beið eft ir svari Melitu. — Ég er hætt að berjast, Sim on, sagði hún og brosti gegnum tárin. — Ég ætla alltaf að standa með þér og nú verður engin brú á milli okkar framar heldur stöndum við hlið við hlið. Hjúkrunarkonan leit aftur inn en þegar hún sá Ijóst hár Símons blandast dökku hári Melitu á koddanum, fór hún aftur út. E N D 1 R. Auglýsing um styrki úr Menningarsjóði Norðurlanda Árið 1969 hefur sjóðurinn til ráðstöfunar fjárhæð sem svarar til 22.9 milljóna íslenzkra króna. Sjóðnum er ætlað að styrkja norrænt menningarsamstarf á sviði vísinda, skólamála, alþýðufræðslu, bókmennta, myndlistar, tónlist ar, leiklistar, kvikmynda og annarra list- greina. Meðal þess, sem til greina kemur að sjóðurinn styrki, má nefna: 1. Norræn samstarfsverkefni, sem stofn- að er til í eitt skipti, svo sem sýning- ar , útgáfu, ráðstefnur og námskeið. 2. samstarf, sem efnt er til í reynsluskyni enda sé þá reynslutíminn ákveðinn af sjóðstjórninni. 3. s'amnorræn nefndastörf. 4. upplýsingastarfsemi varðandi norræna menningu og menningarsamvinnu. Styrkir úr sjóðnum eru yfirleitt ekki veittir til verkefna, er varða færri en þrjár Norður- landaþjóðir sameiginlega.^, Umsóknum um styrki til einstaklinga er yfir- leitt ekki unnt að sinna. Þeir, sem sækja um styrki úr sjóðnum til vísindalegra rannsókna, þurfa að hafa í huga, að styrkir eru yfirleitt því aðeins veittir til slíkra verkefna, að gert sé ráð fyrir samstarfi vísindamanna frá Norðurlöndunum að lausn þeirra. Að jafnaði eru ekki veittir styrkir úr sjóðnum „til að halda áfram starfi, sem þegar er hafið, sbr. þó 2. lið hér að framan. Sjóðurinn mun ekki, nema alveg sérstaklega standi á, veita fé til greiðslu kostnaðar við verkefni, sem þeg ar er lokið. Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku eða sænsku á sérstök eyðublöð, sem fást í mennta- málaráðuneytum Norðurlanda og hjá Nordisk kulturfond, Nybrogade 2, Kaupmannahöfn. Umsóknir skulu stílaðar til sjóðstjórnarinnar og þurfa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 15. ágúst 1968. Tilkynningar um af- greiðslu umsókna er ekki að vænta fyrr en í desember 1968. Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda, 3. maí, 1968. 5 maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.