Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 14
Karl Marx Framhald af 5. síðu. lagið liði undir lok vegna innri mótsetninga. Hann talar á ein- um stað um alræði verkalýðs- stéttarinnar sem millibilsástand meðan hin nýja valdastétt er að koma á lögum eftir að auðvald ið er sprungið á limminu. Vafa samt er, hversu sú hugmynd á við ástandið eftir byltinguna í Rússlandi 1917, þegar nýju valda kerfi var komið á í frumstæðu landi meðal ólæsrar þjóðar til að framkvæma þá tæknivæðingu framleiðslunnar, sem í hinum þróaðri löndum hófsí allt að því einni öld fyrr með iðnbylting- unni. Að minnsta kosti var hug- mynd hans ekki sú að afnema lýðréttindi, heldur auka þau og útvíkka. Hér má minnast á rás við- burða í Þýzkalandi eftir fyrri heimsstyrjöld. Var ekki sök hinna sósíaldemókratisku for- ystumanni Weimar lýðveldisins einmitt sú, að þeir treystu um of á hin veikburða lýðræðisöfl í landi, sem var gegnsýrt af arf- leifð keisaraveldisins, og gátu svo ekki rönd við reist, er hol- skefla einræðisins skall yfir? Eða m .o. ö. þeir vörðu ekki lýð ræðið með nógu harðvítugum lögregluaðgerðum. Hin sósíaldemókratíska endur bótastefna hefur átt hvað mestu fylgi að fagna á Norðurlöndum. Þar hafa sósíaldemókrataflokkar verið við völd meira eða minna óslitið áratugum saman. Þeir hafa skapað blandað hagkérfi og náð góðum árangri við að efla efnalega velferð borgaranna án þess að hrófla við grundvelli eignaréttarskipanarinnar. Það vekur spurninguna: Gerir afnám eignaréttarins menn hamingju samari? Kapítalisminn lítur öðru vísi út nú en fyrir. 100 árum. Verk- smiðjueigandi stendur ekki leng ur sem óskorðaður einræðis- herra yfir fyrirtæki sínu gegn óskipulögðum, ómenntuðum og fátækum verkamönnum. Fyrir- tækin eru rekin meira eða minna ' fyrir sparifé almennngs af laun uðum forstjórum og í þjónustu hans er vel skipulögð og mun bet ur mennt verkalýðsstétt. Þjóðnýttu hagkerfin þjást af því, að í þeim er engin hvatning til dáða. Þau tileinka sér nú fjöl margt úr hagstjórnaraðferðum auðvaldsins. Á hinn bóginn er áætlanagerð orðinn sjálfsagður hlutur hvarvetna á Vesturlönd- um. Bilið milli hagkerfanna mjókkar og svo mun enn halda áfram um fyrirsjáanlega fram- tíð. Kommúnistaflokkar Vestur- Evrópu eru margir hverjir hætt ir að vera taglhnýtingar Sovét- ríkjanna (einkum í Svíþjóð og á Ítalíu >. Sú stefna, sem þeir boðuðu milli stríðanna og reynd ar allt fram á síðustu ár, skortir allan siðferðilegan grundvöll, því að hún táknaði ekki annað en einræði og fjöldamorð. (Það á við um hérlenda kommúnista. Þeir standa enn við gamla hey- garðshornið). Rauverulega geta sósíaldemókratar sagt að sið ferðisgrundvöllur stefnu þeirra og starfshátta standi óhaggað- ur. Þar með er þó ekki sagt, að fyrir dyrum standi samruni hins austræna og vestræna marx isma. Það verður ekki í fyrirsjá anlegri framtíð. En allt tal um byltingu er úr sögunni og vakn ar ekki upp á ný, nema á dag- inn komi, það sem Marx hélt fram, að kapítalismann skorti aðlögunarhæfni að breyttum framleiðsluháttum, svo að þeir svrengi eignaréttarskipulagið af sér. Draumurinn um afturhvarf til Paradísar, í Edenslundinn, sem var í árdaga, óskin um að gullið hættj að valda skálmöld, skegg- öld' og bræðravígum, vonin um að sjá öðru sinni upp koma jörð iðjagræna að afstöðnum ragnar rökum og finna þá gulltöflur í grasi hefur fylgt mannkyninu frá fornu fari. Karl Marx gaf þess ari þró, sem blundar í brjósti hvers manns, nýtt form og nýtt inntak í heimspeki- og hagfræði kenningu sinpi, sem hreyfingar andstæðilb ríkjandi skipulagi, hafa liagnýtt sér allt frá því sú kenning varð tjl, eða í rúma öld. Hér á íslandi hafa allir stjórn málaflokkar að meira eða minna leyti tileinkað sér marxísk við- horf. Ekki er lerigra en rétt ár síðan að íhaldsflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, sendí frá sér stjórnmálaályktun, sem var mestan part marxísk. Svo mun verða enn um stund, að menn sanna og afsanna kenn ingar Kaxls Marx, í samræmi við breyttan tíma og breyttar að- stæður. Karl Marx var barn síns tíma og sumt í skoðunum hans er endanlega úrelt og dautt. En sumt af skoðunum hans er þegar svo óafturkallan- lega orðið rótgróið í hugsunar- hætti manna, að ekki verður um breytt. Og hvernig sem allt velt ist og umturnast í heiminum er það víst, að seint hylur grafar- þögn gleymskunnar nafn þessa manns. Arnór Hannibalsson. Mótmæli Framhald af 2. síðu lagt hafa fé og vinnu í uppbygg ingu íslenzks iðnaðar - vaeru áreiðanlega fúsir að leggja slíku málí lið. Er ekki tilvalið að ein hver úr þeirra hópi - eða rétt ar sagt einhverjir - hrindi þessu máli í framkvæmd og efni með ö*rum til SAMTAKA ÁHUGA- FÓLKS UM ÍSLENZKAN IÐN AÐ! GA. Iþróttir Framhald 11. síðu KR:Þróttur kl. 14.00. Mánudagur 13. maí. Melavöllur — Rm Mfl. — Valur: Fram kl. 20.40. Fimmtudagur 16. maí. Melavöllur — Bæjakeppni ■ Reykjavík:Akranes kl. 20.30. Laugardagur 18. maí. Melavöllur — Rm 1. fl. — FramrÞróttur kl. 14.00. Melavöllur — Rm 1. fl. — Víkingur:Valur kl. 15.30. Sunnudagur 18. maí. Melavöllur — Rm Mfl. — J4 5 maí 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ Víkingur:Þróttur kl. 14.00. Mánudagur 20. maí. Melavöllur — Rm Mfl. — Fram:KR kl. 20.30. Miðvikudagur 22. maí- Melavöllur — Fallbarátta 2. deildar 1967, — KSáÍBÍ kl. 20.30. Fimmtudagur 23. maí. Laugardalsvöllur — Afmælis leikur Fram kl. 15.00. Er Tjörnin Framhald af bls. 1 Þrátt fyrir margar atrennur tókst okkur ekki að ná sam- bandi við deildarsjtóra hrems unardeildar, en honum, ásamt öðrum sem ástaeðu kynnu að hafa til að leggja orð í belg; er heimilt að leysa frá skjóð- unni hér í blaðinu. Er full ástæða til að öðlast vitneskju um, hvernig hrein- lætiseftirlit með Tjörninni er hagað ekki sízt vegna þess mikla fjölda barna sem álíta Tjörnina og umhverfi hennar ákjósanlegan leikvang. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholfsvegi 3, Sími 38840. BÍLAKAUP 15812 - 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá bifreið- ina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðarð. Símar 15812 og 23900. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR BRA UÐHUSID SNACK BAR Laugavegi 126, sími 24631. SMURT BRAUÐ i SNITTUR-ÖL - GOS Opið frá 9 til 23.30. - Pantið tímanlega í veizlur. BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 1-60-12. Friðun vatnsbóla Framhald af 3. síðu ur, 50 krónur. Nýju seðl- arnir verða: 100 krónur, 500 grónur, 1000 krónur og 5000 krónur. Það kostar um 85 aura að slá hinn nýja 10 krónu pening, eða um þrisvar sinnum meira en að prenta seðil. Þess bera að gæta að seðill þolir varla að vera lengur í umferð en e'itt ár, en peningur getur verið í umferð svo áratugum skipt ir. Á 5000 króna seðlinum er ráðgert að hafa mynd af Einari Benediktssyni og á baki verður mynd af Dettifossi. Þess má geta til fróð- leiks að menn sættu sig aldrei við að 500 króna seðillinn gamli skyldi hafa fallið úr umferð og var alltaf eftirspurn eftir þeim seðlum. Nú er 500 krónu seðill aftur Tiominn í um- ferð og þykir mörgum það heillaráð. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaðamótin maí - júní n.k. og starfar til ágústloka. í skól'ann verða teknir unglingar fæddir 1953 óg 1954. Þ.e. nemendur sem eru í 7. og 8. bekk skyldunámsins í skólum Reykjavíkur skóla- árið 1967 - 1968. Gert er ráð fyrir a.m.k. 4 stunda vinnudegi og fimm daga vinnuviku. Umsóknareyðublöð fást í Ráðingarskrifstofu Reykjavíkurborgar, Hafnarbúðum v/Tryggva götu og skal skila umsóknum þangað ekki síðar en 20. maí n.k. Umsóknir er síðar kunna að berast verða ekki teknar til greina. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar. SKOLPHREINSUN úti og inni Sótthreinsum að verki loknu, Vakt állan sólarhringinn. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Góð tæki og þjónusta. R ö R V E R K sími 81617. / O O í) SMÁAUGLÝSINGAR mm Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bif- reiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 — Sími 30135. SMÁAUGLÝSING ? ■ síminn er 14906 sóger plads pá Island ved blomster-gartner. Villig til alt forefaldende arbejde. * God anbefaiíing haves. Tiltrædelse kan ske straks hemvendels Snarest til Gartner: Rita Nielsen Vraa Lóvel 8800 Vinborg Danmark. SMURSTÖÐIN SÆTÚNI 4 . SÍMI 16 2 27 BÍLLINN ER SMURÐUR FLJÓTT OG VEL. SELJUM ALLAR TEGUNDIR AF SMUROLÍU.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.