Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 7
í síðasta vísnaþætti birtum við hestavísu eftir Stefán frá Hvítadal. Nú hefur einn ágæt ur Breiðfirðingur hringt til okk ar og fært okkur heim sanninn um að skakkt sé með vísuna farið, hún sé að réttu lagi á þessa leið: Gráni fijót og geymi sig, gráni rót og fylli, gráni hótin gleðji mig Grána fóstasnilli. □ Höfundur, sem ekki vill láta nafns síns getið, sendir þættin um eftirfarandi stöku, sem hann nefnir „Rödd ógæfumanns”. I ógæfunnar öldu sog allir geta ratað. Hítið feilspor eitt sinn — og ailt er lífið glatað. □ Eftirfarandi ástavísa er eftir Jón S. Bergmann: Astin blind er lífsins lind, — leiftur skyndivega — hún er mynd af sælu og synd samræmd yndislega.. □ ]>á kemur hér vísa, sem ég hef grun um að sé breiðfirzkr- ar ættar, nokkuð gömul. Hún virðist vera kveðin við einhvern lítinn kút, sem farið er að lengja eftir pabba og mömmu, ef til vill mælt af munni fram. Um höfundinn veit ég ekki. Þegar kvöldar, Kiðey fra kemur hlaðinn bátur, pabbi og mamma eru þar á, þú átt að vera kátur. □ Þetta sýnist vera orðtaksvísa en um hana hef ég engar frek ari upplýsingar eða skýringar fram að færa: Allt er sumsé orðið sumsé aflaga sumsé hér, Gísli sumsé gerir sumsé gys að sumsé mér. □ Hallgrímur Jónasson kennari er sem kunnugt er mikill ferða maður, en jafnframt ágætur hag yrðingur, og lætur oft fjúka í kviðlingum á ferðalögum. Eftir farandi vísa er ferðavísa, kveðin „til manns, er sat milli kvenna —- og þótti hætt við íkveikju frá báðum hliðum": Allt n\eð felldu er hjá þér, ef að kveldar bráðum. Milli elda ertu hér, ofurseldur báðum. □ Það liggur við, að vatn komi í munninn á manni, þegar farið er með þessa vísu, svo matarleg er hún, en á henni kann ég eng in skil. B.ýkur enn á Rauðamel rekkurinn Bjarni er kátur. Þar er verið að sjóða sel, silunga og slátur. □ Sr. Arnór í Vatnsfirði orti eft irfarandi vísu um Fossahlíð í Skötufirði vestra: Ár og síð og alla tíð aldrei skrýðist fönnum. Fjandinn ríði Fossahlíð, ég fyrirbýð það mönnum. □ Það þjóðfræga skáld, Bólu Hjálmar, orti nokkrar heilræða vísur og víkpr í sumum beirra lítillega að veikara kyninu. Hef ur víst oft verið mælt fyrir minni kvenna með lofsamlegri hætti. Ein vísan er svona: Treystu -ei kvenna trygglyndi, þær tala oft af fláræði; í sonarins nafni sjá að þér, meðan settur náðartíminn er. □ Hjálmar datt eitt sinn í elli og meiddi sig í öxlinni. Hann stóð upp og kvað: Fyrr vár stóra furan keik, fjörg við ergjur harðar, í bakinu hokin barlaus eik beygist nú til jarðar. □ Loks eru svo tvær gullfalleg ar vísur eftir Hannes Hafstein, mæltar af munni fram í skemmti för: Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur; haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og yima skrifa á hagann grænan, hjarnið kalt: himneskt er áð lifa! IÐNSKOUNN í Reykjavík Verknámsskóli fyrir þá, sem hyggja á störf í málmiðnaði og skyldum greinum, verður starfræktur frá byrjun september til maí loka næsta skólaár. Kennsla verður bæði verkleg og bókleg og eftir því sem aðstæður leyfa, í samræmi við reglugerð um iðnfræðslu frá 15. september 1967. Bóklega námið miðast við að nemendur ljúki námsefni 1. og 2. bekkjar iðnskóla á skólaár- inu. Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. — Iðnnáms samningur er ekki áskilinn en nemendum sem þegar hafa hafið iðnnám og eru á námssamingi er að sjálfsögðu einnig heimil skólavist. Skráning nemenda fer fram í skrifstofu skól- ans á venjulegum skrifstofutíma, til 24. þ.m. — Innritun nemenda, sem ætla sér ekki í verknámsskóla, mun fara fram í ágústmán uði n.k. SKÓLASTJÓRI. Auglýsið í Alþýðublaðinu AUGLÝSING um myntútgáfu. Á grundvelli laga um gjaldmiðil íslands nr. 22 frá 23. apríl 1968, sbr. myntsamning ríkis- sjóðs og Seðlabankans frá 21. október 1966, hefur Seðlabanki íslands einkarétt t;l að láta slá og gefa út peninga úr málmi. Hinn 6. maí n.k. mun Seðlabankinn gefa út 10 króna pening með svofelldri gerð: Peningurinn er 25 mm í þvermál og veg- ur 6.5 grömm. Málmhlutföll peningsins eru 75% kopar og 25% nikkel, sem skeik að getur um 1% innan nefndra hlutfalla. Peningurinn er með sömu myndum og eins og tveggja krónu peningar, sem í umferð eru. Rönd peningsins er slétt, gagnstætt því sem er um eins og tveggja króna peninga, sem eru með rifflaðri rönd. Á bakhlið peningsins er ártalið 1967 undir skjaldarmerki lýðveldisins. Þetta er almenningi gert kunnugt hér með. Reykjavík, 29. apríl 1968. Viðskiptamálsráðuneytið. EVBynd af Einari Framhald af 3. síðu taka þátt í þessari athöfn, er Albert prins, ríkisarfi í Belgíu. Kl.'3 síðdegis á morgun verð ur ráðgjafarþing Evrópuráðs- ins sett, og verða þingfundir allt til laugardags. Eftir að sýslunarmenn þingsins sjálfs hafa verið kjörnir, mun fara fram kosning 7 dómará í mannréttindadómstól Evrppu, en síðan mun Edgar Faure, landbúnaðarráðherra Frakka, leggja fram skýrslu ráðherra nefndar Evrópuráðsins fyrir 1967. Að því þúnu hefst al- menn stiórnmálaumræða. Á miðvikudag, að loknum atkvæðagreiðslum um stjórn- málályktanir, verður kjörinn vara-framkvæmdastjóri f^yrir Evrópuráðið, og eru tVeir menn í kjöri: Melih Akbill frá Tyrklandi og Sforza Galeazzo Sforza frá Ítalíu. Þá mun rætt um friðarrannsóknir, og er Norðmaðurinn Finn Moe fram sögumaður. Síðdegis á pii 8- vikudag hefjast óformleear en opinberar umræður milli full trúanna á ráðgjafarþinginú og sendinefndar frá Bandarfkja- þingi. Rætt verður um tvö mál: „tæknigjána“ milli Banda ríkjanna og Evrópuráðsland- anna og um nýiar leiðir í ,sam vinnu þeirra. Umræðum bess- um mun haldið áfram og lok- ið á fimmtudagsmorgun. Síðdegis á fimmtudag mun ráðgjafarþingið ræða um mann réttindasáttmála Evrópu. Evr- ópuráðið hefur frá upphafi lát ið mannréttindi mikið til sín taka , og á þessu ári eru 15 ár liðin, síðan mannréttinda- sáttmáli þess tók gildi. Tvö ríki hafa þó ekki fullgilt hann enn, Frakkland og Sviss, og önnur 5 ríki hafa ekki viður- kennt rétt einslaklinga til að kæra mál sín til mannréttinda nefndar Evrópu eða skuldbund ið sig til að hlíta lögsögu mannréttindadómstólsins. Það "i'i Gr:kk!and, ítalía, Kýpur, Malta og Tyrkland. Á föstudag verður lögð fram og rædd ársskýrsla OECD (Efnahags- og framfarastofnun arinnar í París), og' síðar sama dag verður rætl um svæða- skipulag í Evrópu. Ernst Benda, innanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, tekur þátt í umræðunum um þetta mál. Þeim verður fram haldið á laugardagsmorgun, en að þeim loknum verður rætt um sam- vinnu sveitastjórna í aðildar- ríkjum Evrópuráðsins og um hugsanlega samvinnu um flug- vélasmíðar. Síðasta mál á dag skrá ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins að þessu sinni er síðan Grikklandsmálið. Hollenzki þingmaðurinn van der Stoel, sem dvaldizt í Grikklandi sem fulltrúi Evrópuráðsins 22,— 26. apríl sl., mun flylja skýrslu. Hún hefur ekki verið birt, en “ talið er, að van der Stoel muni m.a. ræða um frumvarp her- foringjastjórnarinnar að nýrri grískri stjórnarskrá, um hugsanlegar þingkosningar og um meðferð fanga. _ ALÞÝÐUBLRÐIÐ f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.