Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 6
íslenzka sveitin sem sigraði Skotana, taiið frá vins 'ri: Stefán Guðjohnsen, Ásmundur Pálsson, Þorgeir Sigurðsson, Þórður fyrirliði. Hjalti Elíasson og S ímon Símonarson. Á myndina vantar Eggert Ben- ónýsscn. (Lj. Bjarnleifur). | fsSand sigraði Skotland f gær kepptu Skotar og ís- lendingar í bridge og sigraði íslenzka sveitin með 104 stig um gegn 70, eða 7 vinnings- stigum gegn 1 í 40 spilum. í hálfleik var staðan 74: 32. í dag spilar skozka sveitin við A sveit Norðurlandamótsins, en hana skipa Benedikt Jó- hannsson, Jóhann Jónsson, Sig urður Helgason og Jón Arason. Keppnin fer fram í Sigtúni og hefst kl. 13.30. Flugfélagið hefur gefið far. andbikar til þessarar keppni, sem ráðgert er að halda árlega. Þetta er í fyrsta skipti sem Skotar kóma hingað til að keppa við íslendinga í bridge. Stérf ellt tap Framhald af 3. síðu. greind með heilum tug aura, þannig að hálfum tug aura eða lægri f.iárhæð skuli sleppt, en hærrj fjárhæð í aurum hækk- uð í heilan tug aura- Með bessu er raunverulega gert kleift að gera 10 aura áð minnstu reikn ingseiningu og fella niður all- ar smærri myntir. Elstu seðlar, sem nú eru í gildi, voru gefnir út af Lands 'bankanum árið 1948. Voru það 5, 10. 50, 100 og 500 króna seðl ar. Eru seðlar þessir nú að mestu eða öllu horfnir úr um- ferð, nema 500 króna seðill- inn, en haldið var áfram að setja hann í umferð þangað til fyrir fáum árum. Árið 1959 voru nýir seðlar gefnir út í nafni Landsbanka íslands, Seðalbankans. Voru þessir seðlar af stærðunum 5, 10, 25. 100 og 1000 krónur. Eftir 1961, en þá voru Seðla- banki íslands og Landsbanki íslands endanlega aðskildir, var farið að gefa út nýja seðla í nafni Seðlabanka íslands, en þeir voru að öðru leyti af ná- kvæmleva sömu gerð og seðl- arnir frá 1959. Svo til allir seðl ar, sem nú eru í umferð, eru úr þessum tveimur síðast töldum. útgáfum. og nú eftir helgina kemur svo nv>' 500 króna seð- iilinn til sögunnar, en hann er af miög svinaðri verð og þeir seðlar, sem fyrir eru. Fyrsta nvia mvntin um 40 ára skeið Um myntsláttúna er það að segia. að myntstærðir hafa ver ið hér hinar sömu frá upphafi, en mvntútgáfa var fastákveð- in í lövum um innlenda skipti- mynt frá 1925, en þar voru myntstærðir ákveðnar sem hér segir, eins, tveggja, fimm, tíu og tuttugu og fimm aura pen ingar og eins og tveggja króna ‘ peningar. Ein þessara mynta, 2 eyringurinn, hefur horfið al- gerlega úr umferð, enda hefur ekkert meira verið slegið af henni nú um margra ára skeið. Hinn nýi 10 króna peningur, sem nú kemur í umferð, er því fyrsta nýja myntin, sem gef- in er út hér á landi um 40 ára skeið. Einseyringur kostar 31 eyri Sú mynt- og seðlaútgáfa, sem nú hefur verið lýst, hef ur ýmsa alvarlega ókosti. Er þess þá fyrst að geta, að minnstu mynteiningarnar eru mjög dýrar í fram- leiðslu, svo að stórfellt tap er á útgáfu þeirra. Til dæm is má nefna, að einseyring- ur mun nú kosta í fram- leiðslu um 31 eyri, fimm- eyringur kosfar um 76 aura og tíeyringur um 33 aura. Aðeins krónu- og tveggja króna peningar kosta minna en nafnverð sitt. Þegar við ' þetta bætist svo, að minnstu mynteiningarnar, a.m.k. einseyringurinn og fimm- eyringurinn, eru raunveru- lega orðnar óþarfar og kosta aðeins fyrirhöfn og umstang, bæði fyrir fyrir- tæki og almenning, er aug- ljóst, hve æskilegt er að hér verði breyting á gerð- Svipuðu máli gegnir raun- verulega um minnstu seðlana. Þeir eru alldýrir í frapileiðslu, þannig kostar fimm króna seð ill 20 aura, jafnframt því sem þeir endast mjög illa og miliil vinna er við talningu þeirra, bæði í bönkum og fyrirtækj- um. Er enainn vafi á þvi, að miklu hagkvæmara væri, að mynt kæmi í stað minnstu seðl anna. Þótt tíu króna mynt- sé um þrefalt dýrari en tíu króna seðill, verður hún þó miklu ódýrari til lengdar, þar sem sleginn peningur getur enzt áratugum saman. Loks hefur verið á það bent, að núverandi seðlastærðir full nægðu ekki á allan hátt eðli legum kröfum viðskiptalífsins. Sérstaklega hefur þótt vanta 500 króna seðil, og hefur nú verið úr því bætt. Allt bendir einnig til þess, að mikið hag- ræði gæti verið að því fyrir peningastofnanir og fyrirtæki, ef stærri seðill en 1000 krónur væri til. Breytingar á myntsláttu Auk niðurfellingar smá- myntar sem getið er um á for- síðu blaðsins er æskilegt að -gera ýmsar breylingar á mynt sláttunni. Þeear tíeyringurinn er orðinn minnsta reikingsein ingin og allar fjárhæðir standa á tíu aurum. verður 25 eyring urinn óþarfur, og er ráðgert, að í hans st.að veði gefinn út, 50 aura peningur. Meeinbrevt inein verður bó fólgin í því, að hafin verði útgáfa stærri mynta, og er hinn nýi 10 króna penineur fvrsta skrefið í þá átt. í kjölfar hans er ráðeert að 1 gefa út. 5 króna penine, sem verður af svipaðr1 gerð oe 10 króna peningurinn, en aðeins minni en krónupening arnir nú Líklega verður tveegia króna neningurinn ó- þarfur, effir að fimm króna nenineur kemur +il söeunnar, svo að hæef. verði að taka hann úr umferð. Loks hefur svo Seð'abaukinn fyriræt.lanir um bað. að cleeínn verði stærri mvnt en lf> krónur, og er skoð un bankans, að 50 króna pen ingur mundi verða haekvæm- astur. Mnndi bann verða af svinuðu verðgildi og stærstu myntir í ná.grannalöndunum. AUGLÝ ym ýtgáSw nýs krési® se9IIsf samkvæmt fögum um SeöEabanka islands og lögum um gJaldmiSil Is- lands. Samkvæmt heimild í lögum nr. 10 frá 29. marz 1961 og lögum um gjaldmiðil íslands nr. 22 frá 23. apríl 1968, mun Seðlabankinn hinn 6. maí n.k. gefa út 500 króna seðil með svofelldri gerð: Stærð seðilsins er 150 x 70 mm. Aðallitur er grænn. Efst á framhlið er prentað „SEÐLABANKI ÍSLANDS” og þar fyrir aftan í hominu talan 500 með upphleyptu letri og fyrir framan tal an 500 tvisvar. Á miðju fyrir neðan nafn Seðla banka íslands er prentað í tveim línum „FIMM HUNDRUÐ KRÓNUR” og í næstu línu þar fyrir neðan í einni línu „Samkvæmt lögum nr. 10, 29. marz 1961”. Þar fyrir neðan koma undirskriftir tveggja af þrem banka- stjórum Seðlabankans, Jóhannesar Nordal, Sigtryggs Klemenzsonar og Davíðs Ólafsson- ,ar. Tal’an 500 er prentuð 1 vinstra og hægra horn seðilsins og neðst á seðlinum með smáu letri „Hannes Hafstein” og þar fyrir aftan talan 500 átta sinnum. Númer hvers seðils er skráð vinstra megin ofantil og hægna megin neðantil. Fyrir framan hvort númer er skráð F. Til vinstri á framhlið er brjóstmynd af Hann esi Hafstein, ráðherra, og á hægri hlið vatns- merki innan í hring með mynd af Jóni Sig- urðssyni, forseta. Málmþráður gengur lóð- réttur í gegnum seðilinn til vinstri við miðju framhliðar hans. Talan 500 í efra horni hægra megin á framhlið er upphleypt, svo að sjón- dapurt og blint fólk geti áttað sig á stærð seðjlsins. Á bakhlið er mynd af fiskibát og áhöfn hans á iveiðum, auk þess er talan 500 skráð í efra vinstra hom og neðra hægra horn bakhliðar seðilsins. Þetta er almenningi gert kunnugt hér með. Reykjavík, 29. apríl 1968. Viskiptamálsráðuneyt'% Breytingar á seðlaútgáfu Með útgáfu stærri mynta verða að sjálfsögðu minnstu seðlarnir óþarfir, og er gert ráð fyrir því að hætta að gefa út minni seðla en 100 kónur. Hins vegar er ráðgert að gefa út áður en langt um líður 5000 króna seðil, en það mál hefur þegar verið nokkuð undirbúið. Innköllun óþarfra niyntein- inga og seðlastærða Eðlilegur þáttur í þessari endurskipulagningu felst í því, að óþarfar stærðir mynta og seðla, svo og eldri útgáfur, sem nú eru að mestu horfnar úr umferð, verði innkallaðar og falli úr gildi. Á þetta sérstak lega við um gömlu Landsbanka seðlana frá 1948, svo og þær mynt- og seðlastæi-ðir, sem endurskipulagningin gerir ó- þarfar eða óhentugar. $ 5- maí i 1968 . ALþ^ÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.