Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 3
EVRÓPUDAGUR OG EVRÓPURÁÐSÞING Friðun vatnsbóla megin umræðuefni í dag eru 19 ár liðin, síðan Evrópuráðið var stofnsett. Er þess minnzt með ýmsum hætti. Þá mun athyglin beinast að Evrópuráðinu næstu daga vegna þess, að ráðgjafarþing þess kemur saman til funda í Strassbourg á morgun. brír íslenzkir fulltrúar eru farnir utan, þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Eysteinn Jónsson og Jón Ármann Héðinsson. Evrópuráðið leitast við að auka samvinnu þeirra 18 ríkja, sem að því eiga aðild, á öllum sviðum, þó ekki í varn VALT Um kl. 7 í gærmorgun ók itúlka Volkswagenbfreið út af aafnarfjarðarveginum við Foss 'ogsveg. Fór bifreiðin 2 veltur jg hafnaði loks í skurði. Síúlk jin ásamt pilti, sem var með íienni í bifreiðinni slapp með taugaáfall og nokkrar skrámur. Grunur leikur á að stúlkan tiafi verið undir áhrifum á- fengis. Bifreiðin er mjög illa leikin eftir slysið, en hún var frá bílaleigu einni í borginni. armálum. Til að gefa nokkra hugmynd um það, sem fram fer í ráðinu, mun hér rakið stuttlega, hvað gerast mun í Slrasbourg næstu daga. í fyrramálið hefst fundur í ráðherranefnd Evrópuráðsins, en í henni eiga sæti utanríkis ráðherrar' aðildarríkjanna eða fulltrúar þeirra. Af íslands hálfu mun Henrik Sv. Björns son ambassador sitja furidinn, en honum stjórnar Poul Hart- ling, utanrikisráðherra Dana. Þessum fundi lýkur síðdegis á morgun. Ekki munu fundar- menn þó sitja hvíldarlaust að störfum, "því að á hádegi munu þeir taka þátt í athöfn, sem marka á upphafið á baráttu, sem Evrópuráðið beitir sér fyr ir og miðar að vernd vatns- bóta, fljóta og stöðuvatna. Ó- hreinkun vatns er víða í þétt býlum löndum orðin hið mesta vandamál. Meðal þeirra sem Framhaíd á 7. síffu. Hér gefur að líta fram og afturhlið nýja 500 krónu ^eoilsins. Stórfellt tap var á útgáfu smámyntarinnar Á fundi með fréttamönnum í gær gerðu bankastjórar Seðlabankans grein fyrir þeim mikiu breyting- um sem fyigja í kjölfar þess að Seðlabankinn tekur nú við mynt sláttu og dreifingu peninga úr hendi rikissjóðs. Allir útgefnir peningar halda áfram sínu fulla gildi unz annað verður ákveðið. Afgreiðsla fer nú fram í nýjum húsakynnum í Edinborgarhúsinu, Hafnarstræti. Megingrundvöllur hinnar fyrirhuguðu endurskipulagn- ingar mynt- og seðlaútgáfu felst í löggjöf þeirri um gjald miðil íslands, sem afgreidd var af Alþingi nú nýlega. í lögum þessum er kveðið svo á, að Seðlabankinn hafi einka- rétt til að láta slá peninga úr málmi, jafnframt seðlaútgáfu rétti þeim, sem hann áður 4ra daga ráðstefna um skipulag og byggingar Fulltrúar hvaðanæva af landinu sitja ráðstefnuna hafði. Með sameiningu seðla- útgáfu og myntsláttu í hönd- um sama aðila opnast tæki- færi til þess að samræma mynt- og seðlastærðir ó þann hátt, sem hentugast þykir hverju sinni. Gjaldmiðilslög- gjöfin geymir einnig ákvæði um innköllun einstakra* gerða seðla og sleginna peninga, sem í umferð eru, ef slíkt þykir hagkvæmt. Loks má nefna það mikilvæga nýmæli í 8. gr. laganna, að ráðherra . sé heimilt að tillögu Seðalbanka íslands að ákveða með reglu- gerð, að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli Framhald á 6. síffu. Samband íslenzkra sve’itarfélaga efnir til fjögrra daga ráffstefnu um skipulags- og byggingarmál og nýja fasteignamatiff í Tjarnar- búð í Reykjavík dagana 6. - 9. þessa mánaðar. Við setningu ráðstefnunnar nik. mánudag flytur Eggert G. Þorsteinsson, félagsmála- ráðherra ávarp, síðan flytur Hörður Ágústsson, listmálari, erindi um varðveizlugildi húsa og Páll Líndal, formaður sam. bandsins, hefur framsögu um frumvarp til byggingarlaga .fyrir skipulagsskylda staði. Eftir hádegi flytur Jón Þor- steinsson, formaður fram- kvæmdanefndar byggingar- áætlunar, erindi um Breið- holtsáætlunina, en síðan skoða þátttakendur framkvæmdir í Breiðholti og sýningu úrlausna frá samkeppni um einbýlishús, sem fram fór á vegum nefnd arinnar og húsnæðismála- stjórnar. Annar dagur ráðstefnunnar er helgaður nýja íasteignamat- inu. Próf. Ármann Snævarr, há skólarektor, förmaður yfirfast eignamatsnefndar, Valdjmar Óskarsson, skrifstofustjóri og Þóroddur Th. Sigurðsson og fleiri ræða um það mál. Þriðja daginn hefur Bárður Daníelsson, verkfræðingur, for stöðumaður Brunarvarnaeftir- lits ríkisins, framsögu um frumvarp til laga um bruna- varnir og brunamál, en síðan verður fundinum haldið áfram á Akranesi. Þar verður rætt um skipulagsmál. Famsögu hafa Zophonías Pálsson, skipu lagsstjóri ríkisins, Jóhannes Ingibjartsson, bygginarfulltrúi á Akranesi og Sigurjón Sveins son, byggingafulltrúi í Reykja vík. Einnig skoða þátttakend ur Sementsverksmiðju ríkis- ins. Seinasta daginn flylur Hall- grímur Dalberg, deildarstjóri, félagsmálaráðuneytinu, erindi um aðstoð ríkisins við landa kaup sveitarfélaga og urn verndun neyzluvatns, Magrnis Thoroddsen, borgarðómari, um nágrannarétt ' og Gústaf E. Pálsson, borgarverkfræðingur, um framkvæmd skipulags. Ráðstefnun.ni lýkur með um- ræðufundi þátttakenda. Milli 40 og 50 byggingafull- trúar og bæjarverkfræðingar frá nær öllum kaupstöðum og mörgum kauptúnahreppum hafa boðað þátttöku á ráðstefn ’unni. Mynd af Einari Ben. á 5000 kr. Eftir endurskipulagningu pe'Jiingastærffa munu falla úr umferff 1 eyrir, 2 aur- ar, 5 aurar, 25 aurar og 2 krónur. Nýja myntin verff ur: 10 aurar, 50 aurar, 1 króna, 5 krónur, 10 krón- ur og 50 krónur. Af seffl- unum falla úr umferff 5 krónur, 10 krónur, 25 krón Framhald á 14. síðu. Í5 maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.