Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 5
Arnór Hannibalsson: Fáir menn hafa skiliS eftir sig jafn djúp spor í sögunni og Karl Marx. Áhrif hans snerta ekki aðeins vísindi og stjórnmál, flokkaskipan og stéttabaráttu lieldur og daglegt líf og hugsun arhátt manna um heim allan. Allur þorri vísindamanna ( ekki aðeins í luímanískum vísindum) tekur tillit til hugmynda, sem frá Karli Marx eru runnar, við mótun rannsóknaraðferða og við val á forsendum. Enginn rekur upp stór augu þótt t.d. Wall Street Journal noti marxískar setningar, en í Austur-Evrópu og Asíu eru heil stórveldi, sem hafa gert Marx að allsherjarguð spjallamanni. Hagstjórnarspek- ingar nútímans hljóta allir að kynna sér Karl Marx. Verkalýðs Iireyfingin hefur að meira eða minna leyti byggt á kenningum lians. Daglegur hugsunarháttur manna og viðbrögð þeirra gagn- vart ýmsum vandamálum lífsins er í mismunandi mæli mótaður af Marx, þótt menn geri sér ekki ætíð glögga grein fyrir því. Ung ur einsetti Marx sér ekki aðeins að túlka heiminn, svo sem fyrir rennarar hans meðal heimspek- inga höfðu gert, heldur og að breyta honum. Þetta hefur hon um tekizt. Áhrifin af lífsstarfi hans komu þó einkum í ljós all- löngu eftir að liann var dauður og grafinn. Karl Marx fæddist þann 5. maí 1818 í borginni Trier, sem er í Rínarhéruðum Þýzkalands. Áin Mosel rennur hjá' borginni eftir samnefndum dal, unz hún sam- einast Rín. Norður af eru Hellu fjöll, umvafin gróðri. Frá fornu fari hefur Moseldalurinn verið eitt frægasta vínræktarhérað Þýzkalands. Þetta fagra hérað á sér óslitna sögu frá dögum Rómverja. Þó hét Trier Augusta Treverorum og var útvirki róm- verska keisaradæmisins í norð- ri. Enn í dag getur.að líta minj ar um dvöl Rómverja í borginni: Stórt útileikhús, baðhús og borg arhlið. Frá Trier er stutt bæði til Luxemborgar og Frakklands. Á þeim tíma, þegar Karl Marx fæddist, voru Frakkar nýfarnir úr liéraðinu að loknum Napóleons styrjöldunum. Öld síðar komu Frakkar enn við sögu héraðsins. Foreldrar Karls Marx voru Gyðingaættar en mótmælenda- trúar. Faðir hans, Heinrieh Marx var lögfræðingur. Sökum upp- runa síns var hann ekki í náð- inni hjá' prússneskum yfirvöld- um. Hann var frjálslyndur og á heimili hans voru hinir frönsku hugsuðir 18. aldar, svo sem Volt- aire og Rousseau, í hávegum hafð ir. Karl Marx ólst þannig upp á 1818 - 5. maí - 1968 mótum þriggja menningar- stráuma: Frakka, Þjóðverja og Gyðinga. Hann hafði enga sér- staka ástæðu til að virða mikils hvorki ríkisskipan né trúar- brögð Prússa. Aftur á móti var franska stjórnarbyltingin hon- um nærtækt dæmi um það, hvern ig sameinuð öfl einnar þjóðar geta ráðið niðurlögum kúgara sinna, jafnt í andlegum sem ver aldlegum. efnum. Marx stundaði lögfræði við há skólana í Bonn og Berlín og varð doktor í heimspeki árið 1841. Hann var ritstjóri blaðsins „Rheinische Zeitung" um eins árs skeið, þar til prússnesk stjórnvöld bönnuðu blaðið. Eftir það bjó hann um tima í París. Tók þátt í byltingunni 1848 í Þýzkalandi, varð þá landflótta og bjó upp frá því við sult og seyru í Lundúnum, unz hann andaðist þar árið 1883. Marx kynntist heimspeki He- gels í Berlín. G. W. F. Hegel er einn hinna mestu heimspekinga, sem uppi hafa verið. Hann starf- aði í Berlín seinni hluta ævinn- ar, flutti fyrirlestra við háskól- ann þar og dó þar 1832. Heirn speki hans var byggð á þeirri frumforséndu, að öll þekking væri afurð andans. mannshug- ans sjálfs, og út frá því sjónar- miði rannsakaði hann ýms svið mannlegrar þekkingar. En Hegel mótaði ekki aðeins ákveðið kerfi, hann lagði sér einnig til ákveðna aðferð til notkunar við hinar umfangsmiklu rannsóknir sínar. Sú aðferð var byggð á þeirri frumhugsun, að ekkert, sem er, vari að eilífu. Það sem er nú hverfur, og nytt kemur í staðinn. Allt er á hreyfingu og er breytingum undirorpið. Það er enginn endanlegur sannleikur til, heldur aðeins leitin að hon um. Kenningar Hegels voru eitt helzta umræðu- og deiluefni ungra manna í Berlín á námsár- um Karls Marx. Marx sökkti sér niður í heimspeki Hegels tók þátt í deilunum um hann og fyrstu rit hans eru gagnrýni á Hegel og aðra, sem stunduðu heim speki í anda hans ( hina svo- kölluðu unghegelista.) Marx komst skjótt að þeirri niðurstöðu, andinn væri ekki hið upprunalega, skapari allrar þekk ingar, heldur mótaðist hugsunar háttur manna, kenningar þeirra og skoðanir af lífsaðstæðunum. Vitundin væri meðvituð tilvera. Marx vísaði þannig á bug kenn ingakerfi Hegels, en hann til- einkaði sér aðferð hans, hina svokölluðu díalektík, og sér hennar stað í öllum verkum hans. Setningin um, að öll þekking sé ávöxtur viðskipta manna við umheiminn, táknar í rauninni að kennngar og skoðanir manna spretti upp af þeirri reynslu, sem menn afla sér í vinnu og starfi. Þetta leiddi Marx til at- hugana á tilveruaðstæðum manna. Hann þóttist sjá, að hags munir manna mótuðust af eign arréttarafstöðu þeirra til fram- leiðslutækjanna og skiptust eft ir því í andstæðar stéttir. Þann- ig mótaðist sú skoðun, að efna- hagsskipan hvers þjóðfélags væri undirstaða að menningar- lífi og allri söguþróun hverrar þjóðar. Sérhvcrt þróunarstig framleiðsluaflanna krefðist sam svarandi þjóðfélagslegrar og stjórnarfarslegrar skipanar. Því myndi fara svo í rás tímans og með þróun framleiðslutækninn- ar, að núverandi eignarréttar skipulag, sem komst á í kjölfar frönsku byltingarinnar, yrði að óþolandi viðjum, sem þjóðfélag ið bryti, og borgarastéttin yrði að víkja sem ráðandi stétt, á svipaðan hátt og aðallinn hvarf af sjónarsviðinu fyrir borgara stéttinni í frönsku byltingunni. Hin nýja og vaxandi stétt, verka- lýðsstéttin, tæki ráðin í sinar hendur og kæmi á þeirri eignar réttar- og þjóðfélagsskipan, sem betur hæfði. Marx varð verkalýðssinni með því að rekja áfrám til enda þau rök, sem gefin voru í þeirri heimspeki, er hann aðhylltist á' unga aldri. Hann sá í verkalýðs- stéttinni framkvæmanda þeirra kenninga sem hann hafði smíðað út frá heimspekilegum forsend- um. Þessar kenningar birtust síð an fullmótaðir í litlu en mergj uðu riti, „Kómmúnistaávarpinu" sem samið var í hita byltingar- innar 1848, en því lýkur á hinu fræga kjörorði: „Öreigar allra landa, sameinist.“ Upp frá'þessu snýr Marx sér að hagfræði, til þess að finna viðameiri rök fyrir kenningum sínum. Hann færist það mikla verkefni f fang að draga saman í eitt samhangandi kenn- ingakerfi alla þekkingu og reynslu manna fram að þeim tima í hagrænum efnum. Fyrsta bindi þessa mikla verks kom út árið 1867 undir nafninu „Das Kapital" (,,Auðmagnið“). Marx auðnaðist ekki sjálfum að sjá um útgáfu á framhaldi verksins en vinur hans og samverkamað- ur, Friðrik Engels gaf út tvö bindi í viðbót, og fjórða bindið kom svo út 1905-1910 undir rit- stjórn Karls Kautsky. Hér er ekki rúm til að rekja hið margflókna kenningakerfi Marx í þessu höfuðverki hans. En það hefur síðan verið grund völlur þeirrar hreyfingar, sem nefnd -hefur verið „sósíalismi" Margoft hafa kenningar Marx verið hraktar og afsannaðr, en jafnoft hafa marxístar hlaupið fram fyrir skjöldu og sannað þær jafn kyrfilega. Þegar á dögum Marx sjálfs voru til svo frumleg ir skýrendur rita hans, að Marx sjálfur gerði eitt sinn þá athuga semd, að hann væri með Sanni enginn marxisti. Hugsjón hans var hinn frjálsi maður, laus úr viðjum kúgunar og yfirdroítnunar, fáfræði og fá tæktar. Hann hafði óbilandi trú á framförum, á því að hinn frjálsi maður framtíðarinnar léti stjómast af skynsemi, en ekki þröngum eiginhagsmuna hvötum. í því samfélagi hyrfi ríkið að mestu sem valdbeiting artæki, en menning og listir blómgast. Sumir líta á þetta sem einskæra draumsýn, en Marx taldi sig hafa sýnt fram á, að þjóðfélagsþróunin stefndi í þcssa átt. Víð endalok auðvalds þjóðfélagsins væri forsögu mann kynsins lokið. Helzta framlag Karls Marx til stjórnmálasögunnar var stofnun og starfræksla fyrsta alþjóða sambands verkamanna, 1864- 1876. Annð alþjóðasamband só- síaldemólcrata ( eins og áhang endur Marx tóku að nefna sig) var stofnað 1889 og lifir enn. Mjög snemma tók að brydda á mismunandi stefnum meðal marx ista (sósíaldemókrata). Sumir vildu leggja höfuðáherzlu á þá hugsun Marx, að hið nýja þjóð- félag yxi í kviði hins gamla og byltingin væri aðens ljósmóðir þess. Aðrir töldu, að stefna bæri að velheppnuðu valdatökuuþp- hlaupi. Það væri vísasti vegur- inn til að höndla hamingjuna Studdust þeir einkum við þá hlið á Marxkenningu, sem fjallaði um breytingar á eignaréttar- og stjórnskipan. Á hina fyrri sveif snerust sósíaldemókratar Vestur landa, en á hina síðari marxist- ar í Austur-Evrópu, einkum i Rússlandi. Þar kom, að marxista hréyfingin klofnaði, og stofnuðu kommúnistar (byltingarsinnar) hið 3. alþjóðasamband Koffiin tern, árið 1919. Rússneskir kommúnistar (bolsivikkar) tóku völd í Rúss- landi 1917. í því landi er Karl Marx orðinn að Steinrunnum hálfguði, og þjónar honum heil hirð presta, sem hafa einkarétt á að túlka heilaga ritningu. Rit Marx kom þar í stað gamla testa mentis en rit Leníns í stað hins nýja. Svo fer jafnvel fyrir hin- um róttækustu byltingarkenning um, þegar ákveðið valdakerfi þarf að byggja á þeim réttlæt- ingu tilveru sinnar. Kennisetn ingarnar, sem útbúnar eru í þess um tilgangi, verða að tilverurök um þess eins, sem or. En með því eru vængirnir klipptir af kenningunni og hún lögð á þar í Prókrústesarbeð, sem hún sfíg- ur ekki upp af aftur í heilu líki. Marx áleit, að auðvaldsskipu Framhald á 14. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 5 maí 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.