Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 9
'□ „Litli prinsinn“ í Svíþjóð Carl Gustaf Folke Hubertus, er nú orðinn 22 ára og fyrir nokkrum dögum lauk hann her þjónustu, en meðan hann var í hernum var hann skráður kad- ett númer 001, krónprins að starfi. Herþjónustutími prinsins hef ur verið fjölbreyttari en flestra annarra hermanna, því að harin hefur orðið að „reyna allt”. Hann fór umhverfis hnöttinn á skipi, flaug sjálfur flugvél, var sendur í fjallgöngur, var látinn brjóta ís og aka mótorhjóli. Síð asta hálfan mánuðinn var hann á tundurspillinum Castor, úti fyrir skerjagarðinum við Stokk hólm. Prinsinn fékk góðan vitnis burð hjá yfirmönnum sínum - hvernig ætti líka verðandi þegn ar að gefa annað en gefið fram tíðarkóngnum góða einkunn í hernaðarlist? o Fyrir skömmu voru 42 skatt- borgarar Tanzaníu settir í fang elsi vegna vanskila á sköttum. Voru skattborgararnir látn- ir hýrast í tveim klefum, sem hvor um sig var ekki nema tæplega 6 fermetrar að flatar- máli. og 2 metrar að hæð. Er fangaverðir ætluðu að huga að föngunum morguninn eftir var aðkoman ófögur, því að 13 fang ar voru þá látnir vegna súrefn isskorts. Hefur Nyere forseti Tanzaníu skipað rannsókn vegna málsins. Apinn er 5 manna maki □ Eitt er gott við að hafa ekki dýragarð hér á landi. Við þurfum ekki að óttast að mæta ljóni eða mannapa á förnum vegi, en slíkt kemur öðru hverju fyrir í stórborgtim útlandanna, þegar dýr sleppa úr búrum sínum. Lögreglustjórínn í Álaborg krafðist þess nýlega að dýragarðs stjórinn þar í borg sæi svo um að járngrindurnar í búri mannapa sem þar er væru styrktar að öðr- um kosti yrði dýragarðinum lok- að. Orangutanapinn hafði nefni- lega gert sér lítið fyrir og losað eina járnstöngina (sjá mynd), en hún er tveggja tommu þykk og þarf fimm fílelfda karlmenn til að losa slíka stöng. Ráðning á myndagátu j<ór i ÍS K vor Ve33)s "T doktw á M u. m í F á Á kut á B €SS 0. ttoíkioitalir BoÐÍR, Von-Sd U CV # Ni H í f> be»ta E N Þ jóí t N S.h'fur ~r ■ (V! Fast að 100 lausnir bárust við myndagátu Alþýðublaðsins, sem birtist í páskablaðinu og voru þær langflestar réttar. Hér að of- an birtum við mynd af gátunni, eftir að búið er að færa lausnina inn á liana, en ráðningin er á þessa leið: Á JÓNSMESSU VERÐ- UR ÚR ÞVÍ SKORIÐ HVOR TVEGGJA DOKTORA MUNI FÁ ÁBÚÐ Á BESSASTÖÐUM BÁÐIR VONA HIÐ BEZTA, EN ÞJÓÐIN RÆÐUR ÚRSLITUM. Dregið hefur verið úr réttum lausnum, og komu upp eftir- talin nöfn: 1. verðlaun, kr. 1000, Sigurður Magnússon, Hverfisgötu 14, Hafn- arfirði. 2. verðlaun, kr. 500, Gunnar Þorkelsson, Barmahlíð 51, Reykja- vík. Vinningshafar geta vitjað verðlaunanna á ritstjórn Alþýðu- blaðsins. eieicii-ii Gítarar MIKID URVAL VERÐ FRA kr.635. HLJÓÐFÆRAVERZLUN SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR, VESTURVERI. NHAVÖLLUR ReykJavfikurmótiS í knattspyrnu. í dag kl. 2 keppa Fram - Víkingur MÁNUDAGUR: í kvöld kl. 20.00 keppa Valur -KR MÓTANEFNDIN. FJÖLSKYLDUR American Field Service á íslandi óskar eftir að komast í samband við fjölskyldur, sem vildu taka að sér 16 ára bandarískan skipti- nemenda á tímabilinu frá 20. júlí til 20. ágúst. Miðað er við að fjölskylda'n sé venjuleg ís- lenzk fjöldskylda: Foreldrar bæði orðin 35 ára, unglingur sé á heimilinu og að skipti- nemandinn verði meðtekinn sem einn af fjöl- skyldunni og finni að bann sé velkominn. Vinsamlegast hafið samband við Jón Steinar Guðmundsson, Grundargerði 8, sími 33941, sem fyrst. Fermingarblómin Komið og sjáið blómaúrvalið, eða hringið. Við sendum. GRÓÐRARSTÖÐIN v/MIKLATORG SÍMAR 22-822 og 1-97-75 AlþýSublaðið - Tímann - Þjóðviljann vantar blaðburðarfólk — helzt eldra fólk: í ÞINGHOLTIN. Upplýsingar hjá: Sigurði Brynjólfssyni, Tímanum. Sími 12504.----------------- 5 maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.