Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 4
ODDUR A. SIGURJÓNSSON: AÐILI, SEM HEFUR GLEYMZT þ>að er sennilega að bera í bakkafullan laskinn, að stinga niður penna um skólamál, sem skyndilega hafa á liðnum vetri orðið vinsælasta umræðuefni í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. ggví fer fjarri, að undirritaður hafi lesið, hlýtt eða horft á allt, sem fram hefur verið borið á mál- eða ritþingum um þetta efni. En mer virðist samt, að hejldarsvipurinn á orðræðunum hafi verið verulega þungur dóm- ur um skólana og fræðslustarfið í heild. Gerast þar fleiri „víga- menn en ég ætlaði“, svo sem Njáli á að hafa hrotið af muni er hann frétti að heimamaður hans hefði orðið mannsbani. \fissulega er góðra gjalda vert, að fræðslumál séu orpin sviðs- ljósinu, en þó því aðeins, að um þau sé fjallað af sómasamlegri kunnáttu, fremur en forsjárlitlu kappi, að ekki sé talað um, að kappsemin beinist einkum að því að rífa niður, án þess að vita hvernig reisa skal úr rústunum - á ný. Mæli ég þetta til þeirra, sem hamast mest gegn landspróf inu, án þess að gera sér nokkra grein fyrir, livað við tæki. Er næsta ömurlegt að hlýða á’ slíkt, óábyrgt orðaskak. Vitanlega er landsprófið eins og öll mann- anna verk langt frá því að vera fullkomið og má eflaust um það bæta. En samt hefir það reynzt nokkuð örugg leiðsögn um kunn áttu og getu nemenda til fram haldsnáms s. 1. tuttugu ár. Mun' ég freista að víkja lítið eitt að því síðar. Er þá' næst að víkja að nokkrum slagorðum um próf og fræðslustarf, sem nú virðast not uð hugsuharlítið og án þess að gera sér grein fyrir inntaki þeirra, að því bez: verður séð. »renið hefir verið á, að „liand- leiðsla" gæti komið í stað prófa, til þess að velja úr nemendur í framhaidsnám. Nú ætti það öll um, sem við kennslu hafa feng- izt, að vera vorkunnarlaust, að gera sér grein fyrir því, að öll sæmiieg kennsla er í hverri kennslustund handleiðsla þess kennara, sem hlut á að máli. Sé hinsvegar átt við, að gera eigi kennurum kleift að kynnast ná ið geðslagi, getu og hæfileikum hvers nemanda, svo að þeim sé fært, að kveða upp öruggan dóm, sem gæfi betri raun en skynsam le-g próf, um hæfni nemenda til framhaldsnáms, er hætt við að auka þyrfti verulega við kennslu krafta skólanna. Trúlega yrði þá komið eitthvað framyfir það herrans ár 1971, að kennaraskort ur væri ekki lengur fyrir hendi. 4 5 maí 1968 Hér skal heldur ekki f jölyrt um, þó beint liggi við, að slíkt mat væri, án efa, ekki öllum hent, án þess að telja mætti, að farið væri úr öskunni í eldinn. gfyr. Matthias Jónasson hefir tví vegis rætt um, að próf þyrftu að veita möguleika til „jákvæðs úr- vals“, áh þess að gera frekar grein fyrir við hvað hann á, svo hendur verði á festar. Það er næsta torvelt að sjá, hvað dr. Matthías er hér að fara, og það er þvi verra, sem menntun hans og kunnáttusemi um fræðslu- mál gnæfa hátt yfir þá’ þætti í fari t.d. nafna hans og viðmæl- anda í útvarpinu. Er það máske álit dr. Matthíasar, að próf þau, sem nú eru viðhöfð, séu nei- kvæð? Og ef svo er, hvernig ættu þá þau „jákvæðu próf“ áð vera í gerð? Mér virðist, að á- byrgur maður, eins og dr. Matt- hías, geti ekki látið hjá líða að gera gleggri grein fyrir þessu, en ennþá hefir verið gerð. S»að má svo stafa af barnaskap mínum, að ég sé ekki betur, en að prófun um tiltekið kunnáttu stig hljóti að vera jákvæð, a. m. k. fyrir þá, sem sanna, að þeir hafi öðlazt þá kunnáttu, sem nauðsynleg er talin til frekara framhalds. Hún kann að vera neikvæð fyrir þá, sem ekki leggja fram viðhlítandi gögn um kunnáttu. Því er hinsvegar til að svara, að seint mun finnast leið til að gera alla jafna að andleg- um mætti, svo sem líkamsvöxt- ur manna verður trúlega mis- jafn. Á hitt má líka líta, að á síð ari árum hafa skólarnir sýnt nokkra viðleitni í að kanna hæfi leika nemenda og færni til mis munandi starfa, sem þeim séu hent. Mætti það verða framlag skólanna til þarfa nemenda að finna sjálfa sig og fækka víxl- sporum um val á lífsstarfi. ggessu næst er að víkja nokkuð að öðrum ásökunum á hendur skólum, sem stofnunum, kennur- um og kennslubókum. Rétt er það, að skólar hafa nokkra til- hneigingu til íhaldssemi. Fjarri fer þó, að þeir séu úr svo „hörðu efni“, sem margir vilja vera láta. Hitt er sörinu nær, að í skólunum er veruleg viðleitni til að sam- liæfa sig breyttum tímum og þjóðfélagsháttum. Það má' svo hver sem vill lá skólamönnum, þótt þeir séu ekki ginnkeypíir fyrir því að vera sí og æ með skóía sinn á tilraunastigi. Öllum má Ijóst vera, að margar slíkar ferðir væru án fyrirheits. Og meðal annarra orða: Hver yrði dómur almennings um skóla, sem skilaði svo nemendum í sam- ræmi við misheppnaðar tilraun- ir? Skal þetta ekki rætt hér frek ar, en hver svari fyrir sig. Vissu lega má segja, að kennarar séu ekki allir jafn færir. Gildir um, að fleiri eru þar kallaðir en út- valdir. Samt er alltof mik'ð um rakalausa sleggjudóma um störf kennara og er leitt til að vita. Ég hygg að hið rétta sé, að kenn arar yfirleitt beiti orku sinni eft ir beztu getu og kunnáttu til að veita nemendum þ'að brautar- gengi, sem þeir megna. Aðstæð- ur eru og mjög misjafnar, og eru yfirfylltir og mai’gsettir skólar þéttbýlisins sannarlega mál, sem má ekkj láta ógetið, ef gera á raunhæfa iíttekt á starfi skól- anna. Því má og heldur ekki gleyma, þegar rætt er um kennslubækur, að veruleg fram för hefir orðið þar, þó betur mætti, ef duga skal. jTn það er athyglisvert í öllum umræðum um skólamálin, að einn aðili að þeim hefir gleymst, að mestu eða öllu. En það eru nemendurnir. Það virðist hlálegt, að allri sókninni virðist snúið á hendur öðrum en þeim. Af orð- ræðum manna virðist helzt að skilja, að einungis ef beitt yrði annarri kennslutækni, skipt um bækur og jafnvel kennara, væri upp runnin einhver gullöld í fræðslumálum, sem fleyít gæti flestum eða öllum til æðri mennta. Samt er það nú ekki beysin stærðfræði, sem getur ekki leitt menn í þann sannleika, að hversu há tala sem er, sem margfölduð er með núlli eða litlu broti, verður núll eða firna lítil. En svo einfalt mál, sem þetta er, virðist mönnum sjást óþægilega yfir hlut nemendanna. Samt eru þeir a. m. k. að hálfu aðilar starfsins. ''*að mun affarasælast fyrir alla, að gera sér það Ijóst, að opinber ar umræður um þessi mál eiga svo bezt rétt á sér og leiða til gagns en ekki óþurftar fyrir þá, sem sízt skyldi, nemendurna, að hlutverki þeirra í skólastarfinu sé ekkj gleymt. Sé þeim talin trú um, að gengileysi í námi stafi mestmegnis eða nær ein- vörðungu af misheppnaðri kennslu, eða tækjaleysi o. s. frv. er sannarlega mál til komið að lækka flugið og skyggnast eftir öðrum leiðarmerkjum. Vitan- lega er allt nám, sem það nafn er gefandi, vinna og afíur vinna, sem nemendur verða að taka þátt í af fullri alúð. Því miður bendir ýmislegt til þess, að sam fara okkar velferðarþjóðfélagi sé það atferli að grunnfestast, að dekra í alltof ríkum mæli við börn og æskufólk. Það kann að vera mannlegt fyrir foreldra, sem hafa átt erfitt uppdráttar í uppvexti, að freista þess, að börn eigi auðveldarr-og áhyggju minni uppvaxtarár. Væri nú samt ekk tímabært fyrir alla, að hugleiða, hvort einmitt örðug- leikarnir hafa ekki kallað fram þann manndóm, sem hefir á nokkrum áratugum gerbreytt til þess, sem nú er, okkar á'gæta landi og þjóðlífi? fil viðhalds því og ákjósan- legrar framvindu er ekki hentast að ala upp einhverja súkkulaði drengi og sætabrauðsstúlkur. Hitt mun raunhæfara, að skila í lófa framtíðarinnar ábyrgu og starfhæfu fólki, sem þarf að vera því ábyrgara sem það tek ur við stærri og að ýmsu leyti vandmeðfarnari arfi. "Tfíðrætt hefir orðið um för landsprófsnemenda á fund fræð- sluyfirvalda á þessu vori. Það er gaman að geta bent réttilega á, að þar voru nemendurnir stór um raunsærri og gleggri á merg málsins en obbinn af þeim, sem þreytt hafa langhundasmíð um fræðslumálin á liðnum vetri. Börnin báru fram sínar kröfur eða óskir. En þeim sást ekki yf- ir, að bjóðast til að leggja fram sína krafta, til þess að létta róð- urinn. Óþarft er að bera í brjósti ugg um framtíð og manndóm þeirra, er þannig leggja málin fyrir, og mætti margur, eldri að árum, bera kinnroða fyrir sín sjónarmið við hlið þeirra. gvo aftur sé vikið lítillega að landsprófinu, sem ýmsum virð- ist vera mestur þyrnir í holdi og og mest þeim, sem minnst til þekkja, ber þess að geta, að enn hefir ekki komið fram nein fram bærileg hugmynd um, hvað leysa ætti það af hólmi. Prófið hef- ir þróast, að mínu viti, í rétta átt þ. e. að höfða meira til skiln ings en sundurlausra þekkingar- atriða. Á hitt er svo vert að minn ast, að mörgum vex í augum sá mikli fjöldi nemenda, sem ná framhaldseinkunn, en hlekkist á, einkum í fyrsta bekk mennta- skóla. Eflaust eru þar margar samvirkar orsakir. En mér dett- ur í hug að spyrja. Ber ekki mest á því, að þeim hlekkist á', sem slakastan hafa þekkingar- forðann, þó þeir hafi skreiðzt yf ir þröskuldinn? Getur ekki nokk uð verið að rekja til þess hátt- ar, að menntaskólarnir beiti síð- ur í þeim deildum en þeim eldri, þjálfuðu liði, láti jafnvel sumt af kennslunni í hendur manna, sem hafa það að algeru aukastarfi? Márgt fleira kemur til greina s. s. breyttir kennslu hættir, sem nemendur eru mis- lengi að aðlagast ög ná tökum á og máske síðast en ekki sízt, að nemendur telji að þegar þeir eru komnir inn fyrir túngarð mennta skólanna, standi þeir í borg og megi draga úr kröfunum á hend ur sjálfum sér. Jjetta er, að vísu ekki mál, sem hefir verið dregið mikið fram. En þegar rætt er um gildi lands- prófsins til úrvals, tel ég það ekki mega gleymast. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ííöí i HOLLENZK GÆÐAVARA PLOTUSPILARAR SEGULBANDSTÆKl RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTÍ 23 SÍMI 18395 JCjydJA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.