Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 3
I i- l. » » » Laugardagur 10. nóvember 1990 - DAGUR - 3 -i fréttir Hermann Guðjónsson, vita- og hafnamálastjóri: Ovissa ríkir um haftiarframkvæmdir á næsta ári - rætt um að skattur af inn- og útflutningi renni til hafnargerðar Mikillar óvissu gætir með hafnarframkvæmdir á Norður- landi á næsta ári. I fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir lágum framlögum til hafnarframkvæmda og ef þau hækka ekki í meðförum Alþingis þykir sýnt að skera verður verulega niður fyrir- hugaðar hafnarframkvæmdir. Mörg stórverkefni hafa verið unnin á Norðurlandi á þessu ári. Nægir þar að nefna höfnina í Grímsey, Ólafsfirði og á Dalvík. Kaupvangsstræti: Rætt um að takmarka umferð Samkvæmt heimildum Dags eru uppi hugmyndir í bæjar- kerfinu á Akureyri um að tak- marka umferð um Kaup- vangsstræti, eða Grófargil, með því að loka efsta hluta götunnar. Pað sjónarmið hefur verið viðrað að óæskilegt sé að hafa mikla umferð um Kaupvangs- stræti. Til greina gæti komið að mjókka neðri hluta Kaupvangs- strætis og breyta umferðarleiðum þannig að ekki yrði unnt að aka beint niður Þingvallastræti fráhihjá Sundlaug Akureyrar og áfram niður Kaupvangsstræti. Bent hefur verið á nauðsyn þess að minnka slysahættu í nágrenni Barnaskóla Akureyrar, í þessu sambandi. Oddeyrargata yrði þó áfram í sambandi við Þingvalla- stræti. EHB Félagsbúið Þristur: Eirni stofn- enda hættir um áramót Breyting verður á félagsbúinu Þristi í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði um næstu áramót en þá dregur Úlfar Steingrímsson á Kroppi, einn stofnenda, sig út úr búinu. Óljóst er hvort búið leigir kvóta Úlfars áfram eða ekki. Líklegt er að þrátt fyrir þessar breytingar verði búið áfram rekið undir nafninu Þristur. Félagsbúið Þristur var sem kunnugt er stofnað með því að steypt var saman í eitt bú fram- leiðslu Hrafnagils, Kropps og Merkigils. Nýlega var bætt við mjólkurkvótann þegar félagsbúið tók kvóta jarðarinnar Stóra- Hamars í Öngulsstaðahreppi á leigu. Að sögn Benedikts Hjaltason- ar á Hrafnagili, eins stofnenda Þrists, verður búið rekið áfram með sama sniði en um 70 þúsund lítra minni kvóta, verði kvóti Úlfars Steingrímssonar á Kroppi ekki leigður. Heildarkvóti yrði þá um 400 þúsund lítrar. Benedikt og þriðji stofnandi búsins, Þorsteinn Pétursson, munu því reka búið eftir áramót en jafnframt mun Þorsteinn hefja á ný rekstur Kjötiðjunnar Búa á Hrafnagili, sem hann rak áður en félagsbúið Þristur var stofnað. JÓH Engin viðlíka stórverkefni eru á óskalista Vita- og hafnamála- stofnunar á næsta ári. en þó bíða töluvert stór verkefni úrlausnar. I hafnaáætlun fyrir næstu fjög- ur árin er gert ráð fyrir að halda áfram með uppbyggingu hafnar- innar í Ólafsfirði. Einnig er á döfinni að reka niður stálþil við bryggjuna á Grenivík og sömu- leiðis á Litla-Árskógssandi. Stærsta verkefnið í Norðurlands- kjördæmi eystra í áætluninni er dýpkun hafnarinnar á Húsavík. Á Norðurlandi vestra eru nokkur hafnarverkefni á dagskrá. Eins og frá hefur verið skýrt í Degi er fyrirhugað að setja Skagastrandarhöfn í líkan- prófun hjá Vita- og hafnamála- stofnun á næstunni og í framhaldi af henni verða mótaðar tillögur um endurbætur á höfninni, sem er mjög illa útleikin. Á Siglufiröi er á áætlun að reka niður viðlegukant á næsta ári. Siglufjörður var á áætlun á st'ð- asta ári, eins og Grenivík, en datt út. Blönduóshöfn hefur lengi ver- ið á teikniborðinu og er vonast til að þess verði ekki langt að bíða að alvara verði gcrð úr fram- kvæmdum þar. Hermann Guðjónsson, vita- og hafnamálastjóri, segir að engir peningar fáist á næsta ári til hafn- argerðar nema fáist samþykktur nýr tckjustofn sem renni óskertur til hafnarframkvæmda. í því sambandi hafi verið nefndur nýr skattur af öllum inn- og útflutn- ingi. „Þctta er á umræðustigi ennþá og því er alveg óráðiö með hafnarframkvæmdir á næsta ári. Máliö er í eins mikilli óvissu og hugsast getur, en það skýrist von- andi á næstu vikum," sagði Hermann. óþh sBÍÍilÍJ 'v'‘" k úmkm ú ■ . * < i ( Æ ^ pf ■ i x ii - lHpif "V ' ' . ' * -- :'V-T V ' I BÆNDATRYGGINGU -ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS Bændatrygging SJÓVÁ-ALMENNRA er nýjung sem gerir tryggingamál bænda bæði einfaldari og hagkvæmari. Þar er sérstakt tillit tekið til þeirrar sérstöðu sem skapast af því að bændur stunda vinnu sína í mjög nánum tengslum við heimili sitt - oftast með fjölskyldu sinni. Atvinnurekstrartrygging vegna búsins ásamt tryggingum sem fjölskyldan þarfnast em settar saman á eitt tryggingai-skírteini og aílientar í einni möppu. Þannig fæst góð heildarsýn yfir tryggingarmálin og þar með ömggari og betri trygging. SJOVAnlDALMENNAR Kringlunni 5, sími 91-692500

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.