Dagur - 10.11.1990, Síða 4

Dagur - 10.11.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 10. nóvember 1990 Fréttagetraun októbermánaðar Hver skyldi nú bera ábyrgð á fjölgun selanna? Þcssari spurningu er velt upp Nú er komið að því að rifja upp fréttir á síðum Dags í októ- ber. Af nógu er að taka því yfirleitt eru 20-25 fréttir í hverju blaði fyrir utan allt ann- að efni. Það gætu því verið í kringum 460 fréttir í mánuðin- um og af þeim veljum við 12 í þessa getraun. Formið þekkja allir. Þið setjið viðeigandi merki (1, X eða 2) á svarseðil- inn og sendið okkur fyrir þriðjudaginn 4. desember. Dregið verður úr réttum lausn- um og úrslitin birt í helgarblað- inu 8. desember ásamt nýrri getraun. 1) Blöðruselur bítur fiska Húsvíkinga. Hverjum vill Sigurður Gunnarsson sjóinað- ur kenna um fjölgun selanna? (1) Ríkisstjórninni og þá sér- staklega Halldóri Ásgrímssyni sj ávarút vegsráðherra. (X) Brigitte Bardot, fyrrum þokkadís, og Grænfriðungum. (2) Bandarískum stjórnvöld- um. 2) Hver var ráðinn sveitar- stjóri Hvammstangahrepps? (1) Bjarni Þór Einarsson, fyrr- verandi bæjarstjóri á Húsavík. (X) Jón Pétur Líndal, fyrrver- andi sveitarstjóri í Skútustaða- hreppi. (2) Sigfús Jónsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Akureyri. 3) Hvað sagði Gunnar Sæ- muttdsson, bóndi, um þá ákvörðun að innheimta virðis- aukaskatt af heimateknu kjöti? (1) „Þetta er sjálfsögð ráðstöf- un og kemur í veg fyrir skattsvik.“ Vinnmgshafar í frétta- getraun september- mánaðar Þeir sem kræktu sér í hljóm- plötuverðlaun fyrir rétt svör í fréttagetraun septembermán- aðar eru: Hörður G. Björns- son, Móasíðu 5a, Akureyri. Lilja Randversdóttir, Dvergs- stöðum, Hrafnagilshreppi. Oli Björn Einarsson, Boðagerði 3, Kópaskeri. Rétt röð í fréttagetraun sept- embermánaðar var þessi: 1. X 7. 1 2. 1 8. X 3. X 9. 2 4. 1 10. 1 5. 2 11. 1 6. 1 12. 2 Við þökkum lesendum fyrir allgóða þátttöku. Karlar tóku nú við sér og brutu heilann, en þeir hafa yfirleitt verið mun færri en konurnar í þessum getraunaleik. Að lokum minnum við á að nú fer hver að verða síðastur að ná sér í plötu því að öllum líkindum verður þessum leik stungið undir stól eftir áramót, nema aukin þátttaka gefi tilefni til annars. SS (X) „Nú borgar það sig ekki að taka kjöt úr sláturhúsi til neyslu heima fyrir og ég get ekki ímyndað mér að nokkur bóndi muni fara eftir þcssum gerræðislegu lögum.“ (2) „Ég tel að þetta ýti undir heimaslátrun og hreinlega skattsvik, því að þetta býður þeirri hættu heim að fénu sé slátrað undir vegg og það ekki talið fram.“ 4) Tvö tilboð bárust í hluta- bréf Hlutafjársjóðs í Hrað- frystihúsi Olafsfjarðar. Frá hverjum? (1) Þormóði ramma á Siglu- firði og Samherja á Akureyri. (X) Stíganda hf. og Sædísi hf. í Ólafsfirði sameiginlúga og Sæbergi hf. í Ólafsfirði. (2) Útgerðarfélagi Kaupfélags Eyfirðinga og Gunnari Þór Magnússyni í Ólafsfirði. 5) Dagur greinir frá því að gestkvæmt hafi verið hjá lög- reglunni á Húsavík einn sunnudag. Hver er skýringin? (1) Ölvun var mjög alrnenn á Húsavík þennan dag og þurfti lögreglan að flytja marga í fangageymslur. (X) Lögreglan tók nýja SAAB 9000 Turbo bifreið í notkun og bauð bæjarbúum að koma og reynsluaka henni. (2) Svokallaður Dagur lög- reglunnar var þennan dag og gafst almenningi þá kostur á að kynna sér starfsemi hennar. Á Húsavík notuðu margir tæki- færið. 6) Hvað sagði Sigurður Hró- arsson leikhússtjóri um fjármál í l'réttagetraun októbermánaðar. Leikfélags Akureyrar? (1) „Það er ekki um neinar vanskilaskuldir að ræða hjá okkur þannig að við getum verið ánægð. Samningagerð við ríkið hefur gengið vel og félaginu hefur verið tryggður viðunandi rekstrargrundvöll- ur.“ (X) „Þríhliða samningurinn rann út um síðustu áramót og enn hefur ekki verið samið við ríki og bæ. Þetta er mjög óheppilegt en við verðum að þrýsta á stjórnvöld eftir mætti eigi atvinnuleikhús ekki hrein- lega að leggjast af á Akur- eyri.“ (2) „Það er verið að leita leiða til að grynnka á skuldum. Leikfélagið er alls ekki illa sett en það á skuld við ríkissjóð sem komin er í vanskil og þetta er það eina sem við getum ekki komið okkur út úr sjálf.“ 7) Hvað gera nokkrir ungling- ar á Húsavík sér til dundurs? (1) Þeir ganga í hús og safna tómum flöskum og dósum og láta skilagjaldið síðan renna til Húsavíkurkirkju. (X) Þeir laumast inn í Húsa- víkurkirkju og reykja í turnin- um. (2) Þeir sækja messu á fölsk- um forsendum og viðhafa óspektir í kirkjunni. 8) Hvað sagði Þórður Sigurðs- son, stýrimaður, þegar hann sá fallega loðnu úti af Langanesi? (1) „Hmmm, ég hef ábyggi- lega séð þig áður. Hittumst við ekki austur af Kolbeinsey í fyrra?“ (X) „Þessi loðna er mjög kunnugleg, en ég kem henni þó ekki fyrir mig.“ (2)' „Þessi loðna minnir mig á loðnuna sem fékkst við Jan Mayen." 9) Rafverkíakar í Ólafsfirði eru reiðir Vegagerð ríkisins. Hvers vegna? (1) Vegna þess að Vegagerðin gekk til samninga við yerktaka á Akureyjti um uppsetningu á lýsingu ,í Múlagöngunum. (X) Reiði þeirra beinist að þeirri umdeildu ákvörðun Vegagerðarinnar ,að kaupa raí- lagnaefni' ffrá Reykjavík cn ekki Ólafsfirði. nni; (2) Vegna; þess að Vegagerðin bauð öllum verktökum nema rafverktökunum í Ólafsfirði upp á hanastél og snittur. ■ 1 ■' ■ .I.i ... i c;: 10) Eftir hverjuin er þessi fyrirsögn höfð: „Erum hýrari en undanfarnar vikur og mán- uði“? (1) Formanni félags samkyn- hneigðra á Akureyri á fundi sent haldinn var í Grímsey. (X) Bjarna Bjarnasyni, skip- stjóra á Súlunni, eftir að veið- arnar fóru að ganga betur. (2) Bjarna Hafþóri Helgasyni, sjónvarpsstjóra, í viðtali um breyttar áherslur hjá Eyfirska sjónvarpsfélaginu. 11) Fyrsta bindi Sögu Akur- eyrar er að fæðast. Hver ritai og hver gefur út? (1) Jón Hjaltason skráir sög- una en Akureyrarbær gefur hana út. (X) Gísli Jónsson ritar og Bókaforlag Odds Björnssonar er útgefandi. (2) Birgitta Halldórsdóttir er höfundur bókarinnar og Skjaldborg gefur hana út í samvinnu við Snorrahús á Akureyri. 12) Hvað mun hið nýja sveit- arfélag heita sem verður til er Öngulsstaðahreppur, Saurbæj- arhreppur og Hrafnagilshrepp- ur sameinast um næstu ára- mót? (1) Eyjafjarðarsveit. (X) Eyj afj arðarbyggð. (2) Eyjafjarðarhreppur. SS Á hvaöa hátt tengdist Húsavíkurkirkja frétt af unglinguiii þar í bæ? 1. Svarseðill (1, X eða 2) 7. 2. 8. 3. 9. . . _ . 4. ... 10 5. 11 6. 12. Nafn: Heimilisfang: Sími: Póstnúmer: Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun, Strandgötu 31 • Pósthólf 58 • 602 Akureyri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.