Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 10. nóvember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJORI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÖLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR. HEIMASÍMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hvar eru efndir meirihlutans? Þegar núverandi meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar var myndaður eftir kosning- arnar í vor var mikið rætt um að ein meginforsenda þeirrar meirihlutamyndun- ar væri nauðsyn á kraft- miklu átaki í atvinnumál- um. Forseti bæjarstjórnar, Sigríður Stefánsdóttir, lýsti þessu m.a. yfir í fjölmiðlum þegar fjallað var um meiri- hlutamyndun Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks í bænum. Nú eru liðnir nokkrir mán- uðir, og ekki virðist neitt bóla á aðgerðum þessa meirihluta í atvinnumálum. Alþýðubandalagið hefur formann atvinnumála- nefndar, en ekki heyrist mikið úr þeim herbúðum, hvað þá að þaðan berist neinar byltingarkenndar eða brautryðjandi hugmyndir. Kjósendur hljóta því að spyrja sig þeirrar spurning- ar hvort allt talið um átak í atvinnumálum hafi verið marklaust hjal. Það er vissulega auðvelt að gagnrýna það sem miður hefur farið í atvinnumálum og vera vitur eftir á. Fram- sóknarflokkurinn fékk mörg skeyti frá fulltrúum Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðis- flokks vegna málefna Ála- foss, og mátti oft skilja mál- flutninginn fyrir kosningar á þá leið að bæjarfulltrúar framsóknarmanna ættu einhverja sök á þeim erfið- leikum sem leiddu til hnignunar ullariðnaðarins á Akureyri. Hér var þó um kosningaáróður að ræða, sem féll í grýttan jarðveg, a.m.k. sáu kjósendur ástæðu til að veita frambjóðendum Framsóknarflokksins á Ak- ureyri mikið brautargengi í bæ j ar st j órnarko s ningun- um. Það hefur margoft sýnt sig að Framsóknarflokkur- inn er það afl íslenskra stjórnmála sem best hefur staðið við bakið á lands- byggðinni, og raunar eina stjórnmálaaflið sem beitir sér eitthvað gegn útþenslu Reykjavíkurvaldsins. Þetta vita margir kjósendur, og fulltrúar annarra flokka ótt- ast það einnig, því þeim er oftar en ekki fjarstýrt frá Reykjavík. Framsóknar- menn vilja að blað verði brotið í byggðamálum og hagsmunir landsbyggðar- innar ásamt þjóðhagslegri hagkvæmni verði hafðir að leiðarljósi, landsmönnum öllum til farsældar. Það er hjákátlegt að horfa til þess ráðleysis í atvinnu- málum sem nú einkennir meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn Akureyrar, eftir hástemmdar yfirlýsingar í vor. íbúar á Akureyri hljóta að krefjast þess að eitthvað raunhæft og bitastætt komi frá bæjarstjórninni, ekki síst meirihlutanum, sem var með stóryrtar yfirlýsingar um átak í atvinnumálum. EHB ri til umhugsunor Margrét og Ilagn hildur Eftir Þórð Ingimarsson. Enn magnast deilur innan aðildarríkja Evrópubandalagsins uni hvernig sameiginlegum markaði þeirra verði líáttað. Einkum eru Bretar fastir fyrir þegar þeini er ætlaö að scmja sig meira að siðum meginlandsþjóða en hugur þeirra stendur til. Ymsir atburðir liafa oröið í breska stjórnmálaheiminum og má meðal annars minnast orða fyrrvcrandi viðskiptaráð- herra þeirra er hann Ifkti framgangi Þjóðverja innan Evrópu- bandalagsins við yfirgang Adolfs Hitlers. Hann vildi meina að núverandi stjórnvöld í Þýskalandi vildu leggja Evrópu undir sig með sterkan gjaldmiðil sinn, þýska markið, að vopni á sania hátt og Adolf notaði hefðbundnari aðferðir. skriðdreka, sprengjuflugvélar og kafbáta til að þjóna sínum markmiðum. Breski ráðherrann varð raunar að biðjast margfaldrar afsök- unar á þessum óheppilegu ummæluni og segja síöan af sér. Nú er svo komið að enginn af þeim ráðherrum, sem setið hafa frá upphafi í stjórn Margrétar Thatchers á þar lengur sæti. í mörgum tilfellum hefur hún vikiö ráðherrum frá. sem henni hafa þótt of hallir undir Evrópubandalagið. Nú síðast sagði sir Geoffrey Howe, aðstoðarforsætisráðherra og fyrrum fjár- mála- og utanríkisráðherra. af sér embætti. Margrét er hörð í horn að taka Margrét Thatcher verður ekki sökuö um skoðanaleysi. Hún verður hcldur ekki sökuð um að beygja sig undir vilja annarra. Hún hefur einfaldlega önnur sjónarmið um hvert stefna skuli í samvinnu Evrópuþjóöa en flestir aðrir leiötogar bandalagslandanna og framkvæmdastjórn þess sem situr í Brussel. Hún hefur margoft ráðist heiftarlega, bæði á Þjóð- verja og Frakka og embættismannastjórnina í Brussel. Fyrir nokkrum dögum lýsti hún hugmyndum um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu sem árás á bresku þjóðina. Að aflienda sterlingspundið jafngilti að hennar dómi valdaafsali r.g hún sagði einnig að stjórn Evrópubandalagsins stefndi að því að afnema lýðræði. Aðrir breskir stjórnmálamenn reyna að fara hægar í sakirnar og finna millileiðir, sem þjóðirnar beggja vegna Ermarsundsins geta hugsanlega sætt sig við. Fjármála- ráðherra Breta, Jolin Major, hefur meira að segja lagt til að tekin verði upp tvö kerfi gjaldmiðla í Evrópu. komið verði á bandalagsgjaldmiðli, seni nota megi samhliða gjaldmiðlum bandalagsríkjanna en taki ekki við hlutverki þeirra að fullu. Ymislegt bendir til að breski forsætisráðherrann ætli að verja sjálfstæði Bretlands gagnvart Evrópubandalaginu á þann hátt að aðildarríki þess þrói samvinnu sína eftir fleiri cn einni leið. Islendingar hafa farið sér hægt hingað til íslendingar hafa farið sér hægt í Evrópumálunum fram aö þessu. Þeir eru þátttakendur í samvinnu fríverslunarríkjanna EFTA um að ná samningum við Evrópubandalagið og stýrði utanríkisráðherra okkar, Jón Baldvin Hannibalsson. þeim viöræðum unr tíma á síðasta ári. Flestir gera sér væntanlega grein tyrir aö við komumst ekki hjá að eiga veruleg samskipti við þjóðir bandalagsins. Viðskipti okkar viö ríki Evrópu hafa aukist mikið að undanförnu á sama tíma og þau hafa minnkað við Bandaríkin og Sovétríkin. Óvissuástand um framvindu mála í Sovétríkjunum gerir það einnig að verkum að við get- um ekki treyst á nein föst viðskipti við Sovétmenn á næstunni. Evrópumarkaðurinn er því okkur mikilvægur og viðræður við sameiginlega stjórn Evrópubandalagsins í Brussel þurfa að miðast við að okkur verði ekki ýtt út af borðinu í viðskiptaleg- um skilningi. Viö getum ekki fórnað fískimiðunum Flestum íslendingum er einnig ljóst að við getum ekki fórnaö hverju sem er fyrir markaði Evrópubandalagsins. Mest er rætt um sjávarútveginn. Viö megum ekki láta hann af hendi en hin crlendu ríki sækjast fyrst og fremst eftir fiskinum í sjónum í kringum landiö í skiptunr fyrir frjálsan aðgang að mörkuðum. Staða okkar getur því orðið erfið í saniningum við ríki Evr- ópubandalagsins. Því má spyrja hvort viö ættum nú þegar að hefja tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið eins og nokkrir þingmenn liafa þegar lagt til. Ef við ættum í slíkum viðræðum nú gætu Spánverjar krafist þess milliliðalaust að veiða allt aö 38 þúsund tonn í íslenskri fiskveiðilögsögu. Nú hefur Fiski- þing lýst fullri andstöðu við aðild að Efnahagsbandalaginu og sömu sjónarmið komu einnig fram á fundi samtaka fiskvinnslustöðva í haust. Aðilar í sjávarútvegi sjá þannig þær hættur sem samfara eru aðild aö Evrópubandalaginu og afstaða þeirra mótast á nokkuð skýran máta af þeim. íslenskur landbunaður á einnig í vök að verjast gagnvart aðild að Evrópubandalaginu. Formaður Stéttarsambands bænda hefur lýst því yfir að innganga í þau samtök jafngildi því að skjóta fyrst og spyrja svo. Vegna staðhátta og veður- tars getur landbtínaður á íslandi átt erfiðara uppdráttar en í Evrópulöndum, jafnvel þótt hann yrði losaður úr viðjum mið- stýringar og gert kleiít að laga sig betur að markaðsaðstæð- um. Ef landbúnaður leggst af verður að skapa ný atvinnutæki- færi fyrir þúsundir manna því margfeldisáhrifa vegna brott- hvarfs bænda mvndi strax gæta víða í atvinnulífinu. Skiptar skoðanir í Skandinavíu - iðnrekendur þrýsta á Nú hefur umræðan um hið sameiginlega ríki Evrópu, Evrópu- bandalagið, skekið stjórnmálalíf á Norðurlöndum. Ríkis- stjórn norsku borgaraflokkanna féll vegna óeiningar um afstöðuna til bandalagsins og Gro Harlem er tvístígandi uni hvort Norðmenn verði að sækja um aðild. Svíar virðast held- jt ekki vita hvað þeir eiga að gera. Þó er Ijóst að sænskir iðn- rekendur þrýsta fast á stjórn jafnaðarmanna að búa sig undir að fórna hlutleysishugtakinu og leiða sjálfstæði sænsku þjóð- arinnar undir „alríkisstjórnina" í Brussel. Það eru iðnrekend- ur sem fyrst og fremst hafa hag af sameiningu Evrópu. Hug- myndin um hinn sameiginlega markað með sameiginlegum gjaldmiðli og einni yfirstjórn er fyrst og fremst ættuð frá fjármálamönnum álfunnar með þýska iðnrekendur í broddi fylkingar. Margrét Thatcher ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hún segir Evrópubandalagsmönnum hug sinn. Ný tillaga - að ísland sæki um aðild Nú hefur íslensk þingkona, Ragnhildur Helgadóttir, lagt til að við sækjum um inngöngu í Evrópubandalagið. Skoðanir uni livað langt eigi að ganga í þessum samskiptum eru nokkuð skiptar innan allra stjórnmálaflokka. Ungir jafnaðarmenn ályktuðu á þingi sínu á liðnu sumri að stefna bæri að inngöngu í Evrópubandalagið. Sumir félagar Birtingar, lýðræðisafls Alþýðubandalagsins, hafa einnig látið í Ijósi skoðanir seni hlynntar eru aðild. Innan Sjálfstæðisflokksins virðast að minnsta kosti þrenns konar sjónarmið vera ríkjandi í augna- blikinu. í Framsóknarflokki og Kvennalista eru margir á því máli að viö eigum að fara með gát og telja að ekki sé tímabært að sækja um beina aðild. Með tillögu sinni hefur Ragnhildur brotið blað í umræðum um Evrópubandalagið á vettvangi íslenskra stjórnmála. Hing- að til hefur sú skoðun, að við eigurn að sækja unt fulla aðild að bandalaginu, ekki verið sett fram með jafn ótvíræðuni hætti. Ragnhildur ræðst því heldur ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þingkonan hefur ekki skýrt frá hvað hún telji að við eigum að bjóða en talar urn að við eigum að notfæra okkur velvild bandalagsins í okkar garð. Á meðan Margrét Thatcher berst með kjafti og klóm gegn því að Stóra-Bretland verði gleypt í sameiginlega hít Evrópu- ríkja, leggur Ragnhildur Helgadóttir til að við sækjum um aðild að bandalagi þeirra. Með því er hún að leggja til að útíéndingar fái aðgang að fiskimiðunum. Að fyrirtæki á meginlandinu geti náð eignarhaldi á íslenskum útvegsfyrir- tækjum. Aö tvö hundruð og fimmtíu þúsund mannS eigi á hættu að verða útkjálki stórríkis Evrópu. sem er að verða til á sama tíma og stórríki austursins liðast í sundur. Það er því til umhugsunar hvort aðild íslendinga að yfirríki Evrópu- bandalagsins verði málefni næstu alþingiskosninga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.