Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 12
ET - flUDACJ - 086T fðdrnevön .0T 'iupebiseuBJ 12 - DAGUR - Laugardagur 10. nóvember 1990 motarkrókur Rækjur, naut og hrísgijón - Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir vísar veginn i matargerðarlistinni Matarkrókurinn var síðast í Hrafnagilshreppi og í dag er hann áfram á þeim slóðum. Ragnheiður Gunnbjörnsdótt- ir, kennari í Hrafnagilsskóla, vísar veginn í matargerðinni að þessu sinni. Hún er sem stendur í barneignarfríi, en hefur m.a. kennt matreiðslu á Hrafnagili. Ragnheiður segist hafa gaman af eldamennsk- unni. Mottó hennar við mat- reiðsluna er að útbúa hollan og nœringarríkan mat. Réttirnir sem Ragnheiður býður lesendum Dags upp á eru þrír. Einn er kenndur við hrísgrjón, annar við rækju og sá þriðji við naut. Við byrjum á rækjunni. Góður rœkjuforréttur (fyrir 4) 'A dós sýrður rjómi '/2 tsk. sítrónusafi 'A tsk. sykur '/« tsk. salt V/2 msk. tómatsósa '/2 msk. HP-sósa 1 dl rjómi (þeyttur) 150 g rcekjur salatblöð Öllu hráefninu nema rækjun- um og salatblöðunum blandað saman. Rækjur og salatblöð sett í desertskálar. Sósunni er hellt yfir og ekki er verra að skreyta með t.d. sítrónum og tómötum. Með rækjuforréttinum er borið fram brauð, annaðhvort ristað brauð eða snittubrauð. „Pessi réttur er mjög ferskur og góður,“ sagði Ragnheiður. Hún sagðist ekki hafa hann oft á borðum, en gjarnan á hátíð- um eins og jólum og um ára- mót. „Maður er svo sjaldan með forrétt. Eiginlega ekki nema þegar maður efnir til veislu,“ bætti hún við. Sérstök nautakjötsloka Nautakjötsneiðar eða -bitar (einnig hœgt að nota trippakjöt) salt pipar ostur í sneiðum skinka í sneiðum Kjötsneiðarnar skornar næstum því í sundur, látnar tolla saman öðrum megin. Osturinn og skink- an sett innan í, sneiðarnar lagð- ar saman og mynda þá einskon- ar samloku. Salti og pipar stráð yfir. Steikt á pönnu stutta stund og að því búnu er rétturinn til- búinn á hátíðarborðið. Með kjötinu segir Ragnheið- ur að sé gott að hafa kartöflur. Hún mælir frekar með frönskum kartöflum. P>á ber hún fram hrátt salat með þessu og béarnaise- sósu. „Þetta er sparimatur á mínu heimili," sagði Ragnheiður, þegar hún var spurð hvort þessi réttur væri oft á borðum hjá henni. Hrísgrjónaréttur 1 bréf kryddhrísgrjón V4 dós niðursoðnir sveppir 'A dós maís 250 g rœkjur 3 msk. mœjones rjómi karrý ostur Hrísgrjónin eru soðin og sett í smurt eldfast mót. Sveppir, maís og rækjur sett ofan á. Mæjones, karrý (u.þ.b. ein tsk.) og rjóma hrært saman þannig að úr verði fremur þunn sósa. Henni er hellt yfir og efst kemur síðan ostur. Rétturinn er þá tilbúinn í 200 gráðu ofn- bakstur í um 15 mínútur. Borið fram með ristuðu brauði. Þess ber að geta að í þennan rétt er hægt að nota öðruvísi hrísgrjón og ferska sveppi. „Þessi réttur er mjög vinsæll í t.d. saumaklúbbum og við alls- konar tækifæri. Ég gríp oft til hans. Bæði er hann fljótlegur og þá finnst ollum hann alvég ofsa- lega góður,“ sagði Ragnhéiður. Henni eru færðar þakkir fyrir þessar girnilegu uppskriftir. Og þá er ekkert eftir nema að kynna næsta kokk að hálfum mánuði liðnum. Ragnheiður skorar á Jóhönnu Sigurðardótt- ur, íþróttakennara við Hrafna- gilsskóla. vísnaþáffur Jakob Aþaníusson orti: Hylur gæran sauða svarta soltinn úlf með geði þungu, dúfu augu höggorms hjarta hunangsvarir eiturtungu. Gamall húsgangur: Hætta slætti held ég best, húma fer um dalinn, hafs við brún er sólin sest, sofnaður er smalinn. Einnig gamall húsgangur: Illa liggur á honum Kút, ekki er á ferðum gaman. Þegar hann býr við þunga sút þá er hann svona í framan. Næsta vísa er eftir Berg Strandalín. / himnaríki er hópur stór, i hinum staðnum fleira. Hvort heldur hann faðir minn fór fáið þið síðar að heyra. Gömul vísa: Sandkorn jarðar telja og tjá trúi ég enginn megni, daga heims og dropa smá sem detta niður í regni. Þá koma heimagerðir elliór- ar: Ég hef vaðið vísnasjá vel í mittislinda. Dýpri ála aðeins ná útvaldir að synda. Mannblendinn ég var og vil vera ennþá lengi, þó er eins og af og til að mér vinir þrengi. Stundum einn ég una kýs og umhverfinu gleymi. Flý þá allt sem úti frýs og er af þessum heimi. Auðunn Bragi Sveinsson kvað næstu vísu: Ég af móði miklum vinn, málsins gróður næri. Stakan góða, strenginn þinn stillt í hljóði bæri. Næstu vísur gætu heitið spurningar og svör. Uppruni þeirra gleymdur: Ertu sofnuð elskan mín? Ekki fast, minn kæri. Á ég að koma inn til þín? Ef þú sérð þér færi. Þessi er öllu barnalegri: Hvað ertu að éta? Hangiket Hver gaf þér það? Frúin. Hvernig er það? Gott ég get. Gef mér að smakka. Búin. Hvorki veit ég aldur næstu vísu, né uppruna: Þegar mér er lífið leitt, ég lifi á hæpnum vonum, þá veit guð ég þrái heitt þjóðnýtingu á konum. Frá barnæsku hef ég heyrt menn fara með seinni hluta eftirritaðrar vísu, sem mun mjög gömul. Húnvetnsk kona mundi vtsuna frá bernsku: Kaffibolla beindu að mér blíð og holl gullseikin. Kuldahrollur í mér er eftir skollaleikinn. Næstu vísurnar tvær sendi mér Norðlendingur sem lengi hefur búið í Reykjavík: Þá ég lá á gljáargjá gráa sá ég hjá mér á snjáinn flá með frárri tá, fá og smá í stráin ná. Þessi er af öðru sauðahúsi og ekki veit ég höfundana: Anta - gjarnan etur - bus einnig Pega - ríður - sus. Spíri - því ei tekur - tus Thorla - kappinn snjalli cíus. Þá hætti ég á að birta heima- gerðar vísur: Vel sloppið: Lýgin er minn löstur verstur. Lán að þetta fór ei verr. Ef ég hefði orðið prestur, almáttugur hjálpi mér. Skilsmunur: Skilsmunur á skáldi og skrýtnum hagyrðingi finnst á tímans vökru vog, varla á tískuþingi. Kallið: Ávallt þegar kallið krefur: Komdu strax og fylgdu mér linast sá er lengi hefur lotið þeim sem hreykir sér. Á ferð: Nú er gamla gatan týnd. Glymur í malbikinu. Velgengnin er víða sýnd. Við skulum gleyma hinu. Garnan: Gaman er að sýna sig og safna frægð og krónum. Þessi freisting fer í mig og fylgir öllum Jónum. Teitur Hartmann Jónsson kvað næstu vísur og nefnir Uppgjöf. Ég hef oft og einatt sest undir minni byrði. Ég er allra manna mest minna en einskis virði. Þó ég fari villtur veg vil ég feginn reyna í Guðs míns kistu, ef gæti ég gefið fjöður eina. Veikum nökkva veltir hrönn, vinum fækkar óðum. Þó mér vefjist tunga um tönn tala ég í Ijóðum. Gömul vísa. Höfundur gleymdur. Enginn maður á mér sér inn þá blæða sárin. Hef ég reynt að harka af mér og hlæja gegnum tárin. Um síðustu jól dvaldi um- sjónarmaður þáttarins nokkra daga í Sjúkrahúsi Akureyrar. Urðu þá vísur til. Lítið sýnishorn: Spítalabað: Gamalmenni gripu eitt, Glóðheitt vatnið tók að streyma. „ Vertu ekki að verja neitt, við eigum báðar svona heima. “ Til Ingu hjúkrunarkonu: Er þú svífur eins og ský inn úr dyrum mínum sól og stjörnur sé ég í svörtum augum þínum. Til Möggu hjúkrunarkonu: Er þú birtist hugur hlær, hjartað fer að vagga. Komdu aðeins, aðeins nær eina sanna Magga. Skagfirðingum þótti lítið til koma þegar Gunnar Bjarna- son reið mótorhjóli um hér- aðið á milli hrossasýninga 1941. Um þetta kvað Jón Jónsson bóndi að Hofi: Reisu háði og hendingskast, hreiflar kváðu og flautur. Hleypti í gráðið, hélt sér fast hrossaráðunautur. Sig ei kærði um knapalist, kennd, sem hrærði blóðjð. A vélafærleik ferðaðist, fældi og ærði stóðið. Allir störðu á undrareið en þó vörðust spotti. Hann með jörðu skrykkjótt skreið. - Skagafjörður glotti. Etja léttum hófahund héraðsréttur væri. Víð og slétt er gróin grund gnægð af sprettafæri. Þétt í hringa hjóli þeir hestaþinga milli Skagfirðingar meta meir mélbitlinga snilli. Þeir sem muna skemmtiskrár skrið og funa í blakknum hef ég grun, uns blikna þrár best sér uni í hnakknum. Hannes Jónsson á Siglufirði kvað: Töluð orð af munni manns má ei aftur taka. Margoft þau hjá lýðum lands langan aldur vaka. Erlingur Jóhannsson orti næstu vísu: Kyngimögnuð muna frá mæla gögn í eyra. Stundum þögnin yndi á öllum sögnum meira.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.