Dagur - 10.11.1990, Síða 15

Dagur - 10.11.1990, Síða 15
Laugardagur 10. nóvember 1990 - DAGUR - 15 bœkur Nautnastuldur - ný skáldsaga eftir Rúnar Helga Vignisson Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér skáldsöguna Nautna- stuldur eftir Rúnar Helga Vignis- son. Þetta er önnur skáldsaga Rúnars Helga, en fyrir sex árum gaf hann út skáldsöguna Ekkert slor. Egill Grímsson er hetja þessar- ar sögu - drengur úr dreifbýlinu, skólaður í Reykjavík, tvístígandi í Kaupmannahöfn, á framabraut í Bandaríkjunum. Feiminn, full- ur sjálfsvorkunnar og finnst hann hvergi eiga heima. Því hann er erfiður sá veruleiki sem nútíminn leggur ungum manni á herðar. En getur nokkur maður orðið heilsteyptur einstaklingur í sam- félagi mótsagnanna'? Og ástin sjálf- hvað þá girndin! Varla get- ur talist neitt grín að velja sér konu og lynda við hana á tímum jafnréttis og framafíknar. í kynningu FORLAGSINS segir m.a.: „Rúnar Helgi Vignis- RÉKAR HELGIVIGNISSON son ber margar spurningar á borö í sögunni um Egil Grímsson-því eins og allar snjallar sögur er þessi ekki öll þar sem hún er séð. Hún er allt í senn - táknræn og sértæk. nautnaleg og hrollvekj- andi. ærslafull og sorgleg. Sann- kallaður nautnafundur!" Nautnastuldur er 228 bls. Auk hf./Björn Jónsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Útvörður gefur út bók: Byggðamál á Byggðasamtökin Útvörður gáfu fyrir skömmu út bók sem nefnist „Byggðamál á Noröurlöndum". í undirtitli segir að hér sé um samantekt á byggðaþróun á Norðurlöndunum að ræða, og sérstaklcga gerö grein fyrir lýð- ræðislega kjörnum héraðsstjórn- um og þróun byggðamála. Rit- stjóri bókarinnar og þýöandi er Sigurður Helgason. Fyrsti kafli bókarinnar fjallar unt ömtin í Danmörku. Síðan cr fjallaö um landsþingin í Svíþjóð, finnsk sveitarstjórnarmál, fylkin í Noregi og að síðustu íslcnsk sveitarstjórnarmál. í síðast- nefnda kaflanum eru þrjár grein- ar cftir Sigurð Hclgason; saga sveitarstjórna, sameining sveitar- Norðurlöndum félaga og fjárlög árins 1990. Skúli G. Johnsen ritar um hcraðavald og breytingu á skipun hcilbrigðis- mála. Magnús B. Jónsson ritar kafla undir heitinu Hvers vegna norska kerfiö'? Gunnlaugur A. Júlíusson skrifar kaflann Starfs- hættir verða að breytast, Sjöfn Halldórsdóttir kafla sem nefnist Berum sjálf ábyrgð á verkum okkar, Þórarinn Lárusson ritar um byggðaþróun, áhrif fólks- flutninga og atvinnumál, og loka- kaflinn er eftir Hlöðver Þ. Hlöðversson, og nefnist hann Heimanfylgd. Bókin er 169 blaðsíður að stærð. prentuð hjá Stensli. Hún fæst hjá bókabúðinni Eddu á Akureyri, og kostar 1500 krónur. □ RÚN 599011127=7 I.O.O.F. 15=172111381/2 = Atkv. I.O.G.T. Fundur í stúkunni Brynju nr. 99 ntánudaginn 12. nóv. kl. 20.00. Ath. breyttur fundartími. Kosning í stjórn fyrirtækja I.O.G.T. Æðsti templar. Möðruvallaprestakall: Sameiginleg barna- og æskulýðs- guðsþjónusta fyrir allt prestakallið verður í Möðruvallakirkju n.k. sunnudag II. nóvember kl. 11.00 f.h. Sóknarprestur. Glerárkirkja: Barnamessa kl. 11.00. Öll börn og foreldrar velkomin. Messa kl. 14.00. Prestur séra Lárus Halldórsson. Kvenl'élagið Baldursbrá verður með basar að lokinni guðsþjónustu. Sóknarnefnd. Glerárkirkja: í veikindaforföllum séra Péturs Þórarinssonar mun séra Lárus Halldórsson gegna störfum hans næstu tvo mánuöi Sóknarnefnd. Samkomur HVITASUntlUKIfíKJAtl wsmhðshuð Föstudagur 9. nóvember kl. 20.30: iBænasamkoma. Sunnudagur 11. nóvember kl. 13.00: Bænakirkjan (sunnudaga- skóli). Öll börn velkomin. Kl. 15.30: Vakningarsamkoma. Ungt fólk mun vitna og syngja. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir. rTTTT'] -_____________ ! G □ □[ SJÓNARHÆÐ HAFNARSTRÆTI 63 Laugardagur 10. nóv.: Laugardags- fundur fyrir 6-12 ára krakka á Sjónarhæð kl. 13.30. Fjölbreytt efni. Unglingafundur kl. 20.00. Sunnudagur 11. nóv.: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17.00. Allir eru hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. Samkomur á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 20.30 öll kvöldin. Ræðumaður föstudágs- og laugar- dagskvöld, Jónas Þórisson. frarn- kvæmdarstjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar og fyrrverandi kristni- boði. Ræöumaður á sunnudagskvöld er séra Ingólfur Guömundsson. Tekið verður á móti gjöluin til kristniboðsins á samkomunum. Allir eru velkomnir. dagskrá fjölmiðla i Annar þáttur islenska myndaflokksins Líf í tuskunum er á dagskrá Sjón- varps í kvöld. Sjónvarpið Laugardagur 10. nóvember 14.30 íþróttaþátturinn. 14.30 Úr einu i annað. 14.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Crystal Palace og Arsenal. 16.45 Hrikaleg átök 1990: Fyrsti þáttur. 17.20 Barcelona - Fram. Helstu atriði úr leik liðanna í Evrópu- keppni bikarhafa og mörk úr öðrum leikj- um í Evrópumótunum í knattspyrnu. 17.50 Úrslit dagsins. 18.00 Alfreð önd (4). 18.25 Kisuleikhúsið (4). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. 19.30 Háskaslódir. (Danger Bay.) 20.00Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Lif í tuskunum. Annar þáttur: Háskaleg tíska. 21.00 Fyrirmyndarfaðir (2). (The Cosby Show.) 21.30 Fólkið í landinu. Guðrún á Sellátrum. Óli Örn Andreassen "ræðir við blómakon- una Guðrúnu Einarsdóttur, bónda á Sel- látrum við Tálknafjörð. 22.00 Síðustu afrek Ólsenliðsins. (Olsen bandens sidste bedrifter.) Dönsk gamanmynd frá árinu 1974 um ýmis uppátæki Olsen-félaganna. 23.30 Dauðasök. (Dadah is Death.) Seinni hluti. 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpid Sunnudagur 11. nóvember 14.00 Meistaragolf. 15.00 íslendingar í Kanada. Landar í borgum. 15.30 Maður er nefndur: Valur Gíslason. Jónas Jónasson ræðir við Val Gíslason leikara, en auk þess er brugðið upp atriði úr sjónvarpsleikritinu í Skálholti. 16.15 Rokkverðlaunahátíðin 1990. (International Rock Awards.) Breskur tónlistarþáttur. Meðal þeirra sem koma fram eru Eric Clapton, David Bowie, Dave Stewart og Melissa Etheridge. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Stundin okkar. 18.30 Mikki (5). (Miki.) 18.45 Ungir blaðamenn (2). (Deadline.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Dularfulli skiptineminn. (Alfonzo Bonzo.) Leikinn breskur myndaflokkur í léttum dúr fyrir börn og unglinga. 19.30 Fagri-Blakkur (2). (The New Adventures of Black Beauty.) 20.00 Fréttir og Kastljós. 20.50 Ófriður og örlög (5). (War and Remembrance.) 21.40 í 60 ár. Útvarpið - Rás 2. 21.55 Séra Matthías á Akureyri. Gísli Jónsson fyrrverandi menntaskóla- kennari leiðir sjónvarpsáhorfendur um slóðir séra Matthíasar Jockumssonar á Akureyri. 22.40 Úr Listasafni íslands. Hrafnhildur Schram fjallar um verkið Frá Vestmannaeyjum eftir Júlíönu Sveins- dóttur. 22.50 Fyllibyttan. (Fallet Sten Anderson.) Sænsk sjónvarpsmynd eftir Lars Molin, byggð á leikriti finnska skáldsins Henriks Tikkanens. Aðalhlutverk: Tommy Johnson, Bi Lundberg, Margareta Olsson og Regina Lund. 23.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 12. nóvember 17.50 Töfraglugginn. Blandað erlent barnaefni. Endursýndur þáttur frá miðvikudegi. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fjölskyldulíf (5). (Families). Ástralskur framhaldsmyndaflokkur. 19.20 Úrskurður kviðdóms (23). 19.50 Dick Tracy. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Svarta naðran (2). Breskur gamanmyndaflokkur. Aðalhlutverk: Rowan Atkinson. 21.05 Litróf. Þáttur um listir og menningarmál. 21.35 íþróttahornið. Fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar og sýndar svipmyndir úr knattspyrnuleikj- um í Evrópu. 22.00 Þrenns konar ást (6). (Tre Kárlekar). Sjötti þáttur. Sænskur myndaflokkur eftir Lars Molin. Aðalhlutverk: Samuel Fröler, Ingvar Hirdwall, Mona Malm og Gustav Levin. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Þingsjá. 23.25 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 10. nóvember 09.00 Með Afa. 10.30 Biblíusögur. 10.55 Táningarnir í Hæðagerði. 11.20 Herra Maggú. 11.25 Teiknimyndir. 11.35 Tinna. 12.00 í dýraleit. (Search for the Worlds Most Secret Animals.) 12.30 Kjallarinn. 13.00 Á uppleið. (From the Terrace). Þriggja stjömu mynd byggð á skáldsögu John O'Hara. Paul Newman er hér í hlut- veiki ungrar stríðshetju sem reynir að ávinna sér virðingu föður síns með þvi að ná góðum árangri í fjármálaheiminum. Þetta markmið hans veldur því að hann vanrækir eiginkonu sina og hún leitar á önnur mið. Aðalhlutverk: Paul Newman og Joanne Woodward. 15.25 Dáðadrengur. (All the Right Moves). Þetta er ein af fyrstu myndum stórstirnis- ins Tom Cruise en hér fer hann með hlut- verk ungs manns sem dreymir um að verða verkfræðingur. Faðir hans og bróðir eru báðir námuverkamenn og eina leið hans til að komast í háskóla er að fá skólastyrk út á hæfni sína í fótbolta. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Lea Thomp- son og Christopher Penn. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Popp og kók. 18.30 Hvað viltu verða? Endurtekinn þáttur þar sem fjallað er um kennarastaríið og þá menntun sem krafist er en kröfurnar eru misjafnar eftir því á hvaða skólastigi kennt er. 19.19 19.19. 20.00 Morðgáta. (Murder She Wrote.) 20.50 Spéspegill. 21.15 Tvídrangar. (Twin Peaks). Vandaðir framhaldsþættir um samvisku- lausan morðingja sem gengur laus í litl- um bæ rétt sunnan við landamæri Kan- ada. Þetta er annar þáttur. 22.05 Milli skinns og hörunds.# (The Big Chill). Sjö vinir frá því á menntaskólaárunum hittast aftur þegar sameiginlegur vinur þeirra deyr. Við endurfundina rifja þau upp gamla tíma og segja frá því, sem þau hafa verið að fást við, og kemur þá vel í ljós hve ólik þau eru. Einn er fíkniefnasali, annar er sjónvarpsstjarna, önnur er læknir, hin er húsmóðir og svo framvegis. Hér á ferðinni frábær mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara enda stór- stirni i öllum aðalhlutverkum. Aðalhlutverk: William Hurt, Kevin Kline, Tom Berenger, Glenn Close, Meg TUly og Jeff Goldblum. 23.50 Ærsladraugurinn III.# (Poltergeist III]. í þessari þriðju mynd um ærsladrauginn flytur unga stúlkan, sem er búið var að hrella í fyrri myndum, til frænda sins en allt kemur fyrir ekki, draugurinn gefst ekki upp. Það sem er dularfyllst við þetta allt saman, er það að leikkonan unga, Heather O’Rourke, lést á sviplegan hátt fjórum mánuðum áður en myndin var frumsýnd. Er kannski ærsladraugur í þinu sjónvarpi? Aðalhlutverk: Heather O'Rourke, Tom Skerritt, Nancy Allen og Zelda Rubin- stein. Stranglega bönnuð börnum. 01.25 Milljónahark. (Carpool). Myndin segir frá fjórum ólíkum mann- eskjum sem valdar eru af handahófi af tölvu til að verða samferða hvern dag til vinnu. Samskiptin eru fremur lítil og mæla þau vart orð af vörum en breyting verður skynilega þar á þegar þau finna milljón dollara falda í bifreiðinni sem þau eru ávallt samferða í. Aðalhlutverk: Harvey Korman, Ernest Borgnine og Stephanie Faracy. 03.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 11. nóvember 09.00 Geimálfarnir. 09.25 Naggarnir. 09.50 Sannir draugabanar. 10.15 Mímisbrunnur. 11.10 Perla. 11.35 Skippy. 12.00 Popp og kók. (Endurtekinn þáttur frá því i gær). 12.30 Jane Fonda. 13.20 ítalski boltinn. Bein útsending frá ítölsku fyrstu deild- inni. Umsjónarmenn eru þeir Heimir Karlsson og Jón Örn Guðbjartsson. 15.10 Golf. 16.10 Beverly Hills ormarnir. (Beverly Hills Brats). BráðskemmtUeg gamanmynd um auðug- an strák sem lætur ræna sér til að ná athygli fjölskyldunnar. Aðalhlutverk: Burt Young, Martin Sheen og Terry Young. 17.45 Veðurhorfur veraldar. 18.35 Viðskipti í Evrópu. (Financial Times Business Weekly). Þáttur um viðskiptalíf Evrópu. 19.19 19.19. 20.00 Bernskubrek. (Wonder Years.) 20.25 Lagakrókar. (L.A. Law). Fyrsti þáttur nýs framleiðsluárs af þess- um vinsæla þætti um störf lögfræðinga á lögfræðiskrifstofu i Los Angeles. 21.15 Björtu hliðarnar. Skemmtilegur spjallþáttur þar sem litið er á björtu hliðarnar á lifinu og tilverunni. 21.45 Akureldar III. (Fields of Fire III). Við skildum við þau Bluey og Dusty i lok seinni heimsstyrjaldarinnar sem óneitan- lega skildi eftir sig djúp ör á þessu litla ástralska samfélagi. Við tókum aftur upp þráðinn árið 1951 og bæjarlifið hefur verið tiltölulega friðsælt og velmegandi. Þegar tillaga um allsherjaratkvæðagreiðslu um ný lög, sem banna kommúnistískan áróð- ur, er kunngjörður fer allt i bál og brand og það kemur til uppgjörs hjá fjölskyldum og vinum. Aðalhlutverk: Todd Boyce, Peta Topano, Cris McQuaide, Noni Hazlehurst og Ollie Hall. Annar hluti er á dagskrá annað kvöld. 23.25 Spilltvald. (The Life and Assassination of the Kingfish). Sannsöguleg mynd þar sem greinir frá þrem siðustu árum stjórnmálamannsins Huey P. Long en hann var oft á öndverð- um meiði við aðra stjórnmálamenn og var myrtur árið 1935. Aðalhlutverk: Edward Asner, Nicholas Pryor og Diane Kagan. Bönnuð börnum. 01.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 12. nóvember 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Depill. 17.40 Hetjur himingeimsins. 18.05 í dýraleit. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19.19. 20.10 Dallas. 21.05 Sjónaukinn. 21.35 Á dagskrá. 21.50 Akureldar III. (Fields of Fire 3). Þetta er seinni hluti áströlsku framhalds- myndarinnar um smábæ i Ástralíu, þar sem kemur til uppgjörs vina og ættingja vegna nýrra laga. Aðalhlutverk: Todd Boyce, Peta Topano, Cris McQuaide, Noni Hazlehurst og Ollie Hall. 23.30 Fjalakötturinn. Sláturhús fimm.# (Slaughterhouse Five). Þessi kvikmynd er gerð eftir samnefndri metsölubók Kurt Vonnegut. Hér segir frá fyrrverandi hermanni sem lifði af vistina i fangabúðum nasista í Dresden. Leik- stjóranum, George Roy Hill, tekst á eftir- minnilegan hátt að opna okkur hugar- heim þessa manns og láta okkur skynja þann raunveruleika sem hann upplifir, ásamt sterkum hrifum fantasíunnar sem að halda honum gangandi. Aðalhlutverk: Michael Sacks, Ron Leib- man, Eugene Rochej og Valerie Perrine. 01.10 Dagskrárlok.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.