Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 10. nóvember 1990 Hœgt birtir til hjá eggja- og kjúklingaframleiðendum eftir ádeiluholskeflu síðustu ára: - Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði í helgarviðtali „Ég held að ég verði að segja hreinskilnislega að mér er frekar illa við fjölmiðla,“ segir Jónas Halldórsson, eigandi alifuglabúsins Fjöreggs í Sveinbjarnargerði á Svalbarðs- strönd, þegar við höfum komið okkur fyrir í mötuneyti starfsmanna fyrirtækisins. A undangengnum árum hefur umfjöllun landbúnaðarmál verið mikil í fjölmiðlum og oftast nær á neikvæðu nótunum. Umfjöllun um eggja- og kjúklingabændur hefur þó verið sýnu mest og þessar greinar hafa orðið hvað harðast fyrir barðinu á skrifum um sahnonellusmit og háa verðlagningu á framleiðslunni. Þessi neikvæða umfjöllun olli umskiptum hjá þess- um bændum og á fáum árum átu búin upp allt eigið fé sitt. Jónas í Sveinbjarnargerði seg- ist nú vera aftur kominn á upphafspunktinn eftir 30 ára starf í þessari grein. Framundan sé að byggja fyrirtækið smátt og smátt upp eftir moldviðri síðustu ára og það takist „ef fjölmiðlarnir verði til friðs,“ eins og hann orðar það. Jónas Halldórsson er fæddur og uppalinn í Sveinbjarnargerði. Hug- ur hans hneigðist til búskapar og því lá leið- in á búnaðarskóla í Noregi og þaðan kom hann aftur árið 1960. Strax ári síðar byrjuðu þeir feðg- ar í Sveinbjarnargerði á hænsna- ræktinni í félagsbúi. í upphafi höfðu þeir um 1000 varphænur sem þá var stærsta hænsnabú hér norðan heiða. Fljótt vatt rekstur- inn upp á sig og árið 1963 afgreiddu þeir feðgar sína fyrstu kjúklinga sem keyptir voru fyrir vígsluhátíð Sjálfstæðishússins á Akureyri. „Já, markaðurinn óx dálítið hratt í byrjun. Nú er framleiðslan um 4000 kjúklingar á viku en þegar mest var, eða um 1970, framleiddi ég hér um 5000 kjúkl- inga á viku. Á því tímabili var þetta stærsta kjúklingabú lands- ins með um 46% af landsfram- leiðslunni. í dag er ég hins vegar ekki með nema um 17% af því sem leyfilegt er að framleiða af kjúklingum í landinu,“ segir Jónas. Við trúum á frjálshyggjuna og það að drepa hver annan Jónas segir að hámarki hafi kjúkl- ingasalan hér á landi náðá árun- um 1986 og 1987. ,Þá var neyslan um 7 kg á mann en þá gerðist tvennt. Annars vegar byrjaði slæm umfjöllun um kjúklinga í fjölmiðlum og hins vegar offram- leiðsla sem leiddi af sér undirboð og alltof lágt verðlag sem orsak- aði gjaldþrot nokkurra búad' Jónas viðurkennir að slagurinn milli bænda sé harður, oft á tíð- um vitleysislega harður. Dæmi um þetta nefnir hann mikið verðhrun á eggjum fyrir tveimur árum þegar egg hafi kostað urn helnting af því sem kostaði að framleiða þau. „En það er alveg rétt að við berjumst alltaf inn- byrðis. Þetta er siður hjá okkur. Við trúum á frjálshyggjuna og það að drepa hver annan. Þetta lögmál virðist hins vegar virka mjög illa hér á landi því það drepur alla. Eftir þessi stríð standa þeir sterkustu ekki einir eftir heldur eru allir að lepja dauðann úr skel í nokkur ár. Við höfum því sjálfir sæst á að: setja kvóta á þessar búgreinar og það er mín skoðun að við hdfðum haft jafnara og betra verðlag ef þessari framleiðslustjórnun’hefði verið komið á fyrr . Miðað við hvernig staðið er að annarri kjöt- framleiðslu í landinu þá held ég að kjúklingaframleiðslan I geti ekki annað en verið undir stjórn- un líka.“ Gatið í landbúnaðar- pólitíkinni Með alifuglabúinu Fjöreggi reis upp stórt eggja- og kjúklingabú „íslenskir bændur verða að snúa blaf ódýrari. Það þarf að ráðast gegn þesí yrði allri umframframleiðslu eytt og ;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.