Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. nóvember 1990 - DAGUR - 11 zifereitinn mitt í grónu mjólkurframleiðslu- og sauðfjárræktarsvæði. Jónas segir að bændur liafi alltaf tekið hænsnaræktinni með fyrirvara enda hafi sveiflur loðað við þessa grein. Hrakfarasögur hafi verið til um hænsnarækt á nokkrum stöðum á svæðinu og því hafi menn verið vantrúaðir. „Síðan held ég að sauðfjár- bændur hafi tekið kjúklingafram- leiðslunni með mikilli varkárni. Raunverulega hefur verið visst stríð milli þessara kjötgreina því lambakjötsframleiðslan hefur verið varin í gegnum árin með niðurgreiðslum, í smásöluálagn- ingu og með því að leggja fóður- skatt á kjarnfóður til svína- og alifuglaræktar. Þarna komum við einmitt að ákaflega slæmu gati í landbúnaðarpólitíkinni okkar því „teorían" var sú að hækka bara hvíta kjötið í verði svo það yrði óhagstæðara en lamba- og nauta- kjötið. Seinustu árin höfum við bændur síðan fengið á okkur mjög harða ádeilu um að við séum orðnir of dýrir miðað við ein- hvern samanburð í nágranna- löndunum og undir þeim áróðri er dálítið erfitt að rísa. Ég tel því að nú verðum við t'slenskir bænd- ur að snúa blaðinu við og gera allt til að lækka allar okkar frant- leiðsluvörur. Við verðunt að ýta burt öllum sköttum og styrkja þá lambakjötið, ef það þarf styrk miðað við innílutt kjarnfóður, því þessi samanburður mun klingja endalaust á okkur og hávaðinn um innflutning verða yfirgnæf- andi,“ segir Jónas. Sorgarsagan gerðist á þremur árum Jónas segir að þegar neysla á kjúklingum hafi verið orðin hvað mest þá hafi sorgarsaga greinar- innar hafist. Umfjöllun var nei- kvæð og nú tól^ að halla undan fæti. „Já, sorgarsagan gerðist á árunum 1985-1988. Við réðum litlu um framgang mála á þessu tímabili, umfjöllunin um okkur var á köflurn slæm og síðan fór- um við út í innbyrðis baráttu. Þarna var framleiðslan seld langt undir framleiðslukostnaði og það má segja að við höfum selt rass- inn úr buxunum. Við gáfum þarna eignirnar og nú held ég að kjúklingaræktin í landinu standi með öfugan höfuðstól eða í besta falli á núllinu. Samt er kvartað yfir því að við séum enn of dýrir og það segir sig því sjálft að hér er ekki á íerðinni vinsæll bisness.“ Staða margra þessara búa segir Jónas aö hafi verið nokkuð góð þegar að þessum tíma kom. Mörg búanna, þar á meðal búið í Sveinbjarnargerði, áttu 30-35% eigið fé sem í dag er að mestu horfið. Þeirri spurningu hvort öll salmonelluskrifin hafi ýtt bænd- um út í innbyrðis baráttu svarar Jónas á þann veg að vegna þess hve framleiðslan var mikil þegar þessi umfjöllun fór af stað hafi hlaðist upp miklar birgðir og í kjölfarið orðið mikill taugatitr- ingur hjá bændum. „Að mig ntinnir dróst salan saman um helming eftir ein- hverja umfjöllunina og birgðirn- ar hlóðust upp. Við fórum upp í að eiga um 500 tonn á lager og til að draga úr þessunt birgðum fluttum við um 200 tonn út árið 1989 og meö þessum útflutningi urðum við að borga verulega. Þann brúsa verðum við kjúkl- ingabændur að borga allt frant til ársins 1993 úr eigin vasa." Bakteríufaraldurinn er í fjölniidlunum Jónas dvelur í tali sínu eilítið lengur við þessa ntiklu umfjöllun sem varð um salmonellusmit í kjúklingunt og síðar ntikil skrif og samanburð á eggjaverði hér á landi og erlendis. Hann segir að raunverulega hafi ekki nema eitt salmoncllutilfelli komið upp á þessum tíma, þ.e. tilfellið í Búð- ardal. í hinunt tilfellunum hafi enginn veikst. Hann hugsar sig nokkuö lengi unt og segir síðan að kunnáttan á þessum málum hafi aldrei verið mikit hjá þeim sem um þau fjölluðu og því hafi nær alltaf verið dregin upp skökk mynd. Nú segir hann merki þess á markaðinum að hann sé að ná sér hægt og bítandi á ný eftir þetta áfall. „Mér finnst markaðurinn far- inn að taka við eðlilegra ntagni á ný og hann heldur áfram að rétta við ef fjölmiðlarnir þegja ögn um bakteríur og neytendasamtökin eru ekki stöðugt með áróður um að þessar vörur séu ódýrari í Hollandi. Vissulega eru þessar linu við, ýta burt öllum sköttum og reyna allt til að gcra frainleiðsluvörurnar ;um virðisaukaskatti á matvörur sem ekki á að vera til í þessu landi. Með því »ott betur,“ segir Jónas Halldórsson. Myndir: JóH vörur ódýrari í Hollandi en það eru líka skýringar á því. t.d. verulega lægri virðisaukaskattur. Endalaus söngur í fjölmiðlunt um hve vörur okkar eru dýrar er ekk- ert betri en þessi salmonelluskrif. En þessi bakteríuskrif eru ekkert sérfyrirbrigöi hér á landi, þettaer algeng saga land úr landi en þeg- ar grannt er skoðað kemur í ljós að bakteríuvandamáliö er í raun ekki í búgreininni sjálfri heldur í fjölmiðlunum," segir Jónas og bætir við aö auðvitað megi oft betur fara í þessari búgrein sent öðrum en þó verði að viðurkenn- ast að hluti þeirrar gagnrýni sem landbúnaður í heild hafi þurft að sætta sig við á síðustu árum sé byggður á vankunnáttu. Taliö um innflutning á landbúnaðarvörum oft skondið Þjóðarsáttin margfræga berst í tal og þá sá hluti hennar sem snýr að bændum. Jónas telur að ein- mitt vegna þess hve bændur tóku mikinn þátt í þjóðarsáttinni hafi ntjög losnað unt þá hnúta setn kontnir voru á þráðinn milli þess- arar stéttar og almennings. Hann bendir á að samvinna bænda og aðila vinnuntarkaðarins hafi að líkindum aldrei veriö betri en á síðustu mánuðum. Inn í þetta segir hann líka spila urhræðu um samninga á alþjóðavettvangi um landbúnaðarframleiðslu. Viðskiptaráðherra og tlokks- formaöur hans, Jón Baldvin, la líka „pillu" frá bóndanum í Sveinbjarnargerði en þeir hafa á stundum gagnrýnt landbúnaðar- stefnuna hér á landi hart. „Við- skiptaráðherrann er nú bara í því að boða innflutning á landbúnaö- arvörum sent sjálfsagt er góð pólitík fyrir hann á atkvæðaveið- um í þéttbýlinu. Jón Baldvin tal- ar svo um meltingarveginn í sauðkindinni og víst cr það rétt aö sauðkindin blessunin er dýr kjötframleiðandi en samt er nú margt rangfært í þessurn mál- flutningi," heldur Jónas áfram. „Mér finnst oft dálítið skondið að hlusta á það þegar menn eru að halda því fram að innflutning- ur á eggjum, kjúklingum og svínakjöti muni ekki skerða heföbundinn landbúnað hér á landi. Ef staðreyndin yrði nú sú að hægt væri að fá þessar vörur ódýrt erlcndis og ef það yrði líka staðreynd að hægt yrði að flytja þær ódýrt til landsins og álagning á þær yrði lág hér í verslunum þannig að almenningi kæmi þetta virkilega til góða þá kæmi það auðvitað ekkert síður viö hefö- bundinn landbúnað en annað. En hér er verið að tala um hið stóra ef. Þess vegna cr þaö að mínu mati nauðsynleg landbúnaðar- stefna að allt verði gert til að lækka landbúnaðarvörur í verði, hætta að skatta hann og tvískatta til að verja t.d. sauðkindina. Það dæmi gengur ekki lengur upp." Kaupmenn græddu á verðstríðum eggjabænda Jónas segir það skoðun sína að fleira þurfi til að koma en að bændur sýni að þeir geti framíeitt ódýrara. Milliliðirnir verði aö taka minna til sín. Hann nefnir sem dæmi að kaupmenn hafi í smásölu lagt allt að 40-50% á egg einmitt á þeim tíma þegar harö- ast var slegist á eggjamarkaðin- um. Þess vegna hafi eggjastríð „Þaö er alveg rétt að við berjumst mikið innbyröis kjúklingabændur. Við trúum á frjálshyggjuna og það að drepa hver annan en þetta lögmál virðist ekki virka hér á landi.“ milli framleiðenda oft ekki skilaö sér til neytenda heldur hafi kaup- mennirnir hagnast rnest en bænd- ur setið uppi með gagnrýnina frá neytendum. „Ég hefði viljað sjá mun beinni leið frá bóndanum til neýtandans heldur cn í dag er algeng. Nú virðast vörurnar hækka á heild- sölustiginu og oft á smásölustig- inu. En það kemur líka fyrir að álagning á smásölustiginu er mjög lítil og ég vil nú segja aö smásöluálagning hér á Eyja- fjarðarsvæðinu hafi lækkað ntik- ið á undanförnum mánuðum, sérstaklcga í samvinnuverslun- inni. Viö framleiðendur höfum verið aö keyra á sama heildsölu- verðinu frá því seint á síðasta ári og á síðustu mánuðum veitt vax- andi afslátt og þetta hefur skilað sér vel til nevtendanna í þessum verslunum. En eins og ég minntist á þá finnst mér vörurnar oft hækka óeðlilega mikið f verði á leiöinni frá bóndanum til neytandans. Virðisaukaskatturinn kemur auð- vitað mjög inn í þessa mynd og ég tel að hann eigi einfaldlega ekki aö vera á matvörum í þcssu landi. Svona hár virðisaukaskatt- ur á matvælum er ákaflega nei- kvæður fyrir bóndann og ncyt- andann líka. Ég er ekki úrkula vonar um að hann verði tekinn af. Eigum við ekki að trúa því að stjórnmálamennirnir noti þessa leið til að verja rauðu strikin í þjóðarsáttinni eða noti þetta atriði á blómaskeiði loforðanna fyrir kosningar í vor? Ekkert gæti komiö íslenskum landbúnaði eins vel og að þessi skattur verði tekinn af landbúnaðarvörunum." Margt vinnst með breyttri skattastefnu Jónas segir að nýjar upplýsingar unt kjötneyslu þjóða sýni að fylgni sé milli mikillar skattlagn- ingar á matvöru og neyslu á kjöti. Hann segir að nú séu Bandaríkin með mesta kjötneyslu, eða um 114 kg á mann yfir árið. Næst. komi Kanadamenn með um 100 kg og þá nokkrar þjóðir nteð á bilinu 70-85 kg. „íslendingar voru ntcð um 75 kg kjötneyslu á mann áður en til þessarar umfjöllunar um kjúklingana kom og síðar þessar ntiklu skattlagn- ingar á matvörur. Nú er neyslan kontin niður í 60 kg eða í hóp þeirra þjóða sem hafa hvað minnsta kjötneyslu en þessar þjóðir eiga það líka sameiginlegt að þar eru matvörur mikið skatt- lagðar. Þetta sýnir því svart á hvítu að með breyttri skatta- stefnu væri hægt að hverfa frá umframframleiðsluvandamálinu og gott betur," segir Jónas. Úr hænsnahirðingu í eltingarleik við bankastjóra Viö hverfum í tali okkar frá alvöru landbúnaðarmálanna og beinunt kastljósinu að fyrirtæk- inu sjálfu og hversdagsamstrinu hjá Jónasi í Sveinbjarnargcröi. Hann hlær við þcgar sú spurning cr lögð fyrir hann hvort enn sé jafn garhan að þcssu striti og áður þrátt fyrir að 30 ár séu liðin síðan liann byrjaði. „Já, já. Ennþá er jafn gaman aö þessu. Ég er að vísu hræddur unt að ég verði ckki eins sprækur í seinni hálfleiknum eins og þeim fyrri. Maöur er kominn yfir fimmtugsaldurinn og er raunverulega að byrja aftur á upphafsreitnum," svarar ltann. Þó að fyrirtækið kalli á ýmis stjórnunarstörf sem að mestu hvíla á herðum eigandans er Jón- as nteð fyrstu mönnum til verka á búinu klukkan sjö á morgnana og fyrir háttinn á kvöldin Itefur hann fyrir sið að ganga einn hring í húsin til að líta cftir því að allt sé í lagi. „Ég er farinn að auka aftur við mig vinnu við hiröingu hér á búinu. Kjúklingacldið sé ég að mcstu unt sjálfur cn það er einna viökvæmasti þátturinn í starfsem- inni. Hér áður var ég ntikið í félagsmálum kjúklingabænda og það kallaði á mikil fundahöld og ferðalög. En ég var svo heppinn aö mér var sagt upp í þeim her- búðum fyrir tveimur árum, skot- inn niður á aðalfundi. Eftir á að hyggja er ntaöur hálffeginn því vegna þess að í staöinn hef ég snúið mér nteira að búinu og mokaö meiri skít," segir hann og hlær. „Búið þurfti einmitt á því að halda á þessum erfiða tíma og maður gcrði líkast til meira gagn með þessu en vasast í félagsntál- unum. En svona er nú vinnudag- urinn hjá manni, ég vinn í þrjá tíma á morgnana í skítverkun- unt en síðan fcr ég í jakkafötin og elti bankastjóra fram eftir degi en kem svo heim aftur síödegis í verkin. Maöur þyldi sennilega engan veginn við nema blanda þessu starfi svona mikið saman. Eini gallinn á þessu finnst mér bara sá hvað ég þarf að skipta oft um föt og fara oft í bað. Én það fylgir bara starfinu og við því er ekkert að segja," segir Jónas Halldórsson. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.