Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 10. nóvember 1990 Ekki alls fyrir löngu komu Noröanpiltar í fyrsta skipti opin- berlega fram á Akureyri. Þeir léku þrjú kvöld á veitinga- staönum Uppanum og ekki bar á öðru en fólki líkaði það sem fram var reitt, alltjent var húsfyllir þótt í miðri viku væri. Norðanpiltar eru sérstæðir um margt og ekki laust við að þeir hafi vakið almenna athygli með frammistöðu sinni á Uppan- um og jafnframt forvitni. Hvaða menn eru þetta? spyrja sumir og þá er það eitt til ráða að spyrja þá sjálfa hverjir þeir eru og jafnvei skyggnast til baka sem og fram á við. Það skal tekið fram að viðtalið er tekið löngu áður en piltarnir komu fram á Uppanum. Þegar við höfðum komið okkur vel fyrir í og meðal húsgagna af hinum óskyldasta uppruna í æfingahúsnæði Norðanpilta, bar ég fram fyrstu spurninguna, sem mér þótti bæði sjálfsögð og eðli- leg og var bara nokkuð drjúgur með. Hvaða menn eru í hljóm- sveitinni? Þeir litu hvor á annan, viðmæl- endur mínir, og voru ekkert að flýta sér að svara: „Jaaa, hljóm- sveit,“ sagði annar þeirra með vott af efa og brot af vantrú í röddinni. Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Ekki hljóm- sveit? „Við erum eiginlega skáld og tónlistarmenn," útskýra þeir í sameiningu og segja að auk tón- listarflutnings sé upplestur á kvæðum og fleira að finna á dagskránni. Þetta sé sem sagt ekki bara rokkhljómsveit. Að þessum skilgreiningaratrið- um loknum tjáðu þeir mér að Norðanpiltar væru þeir Kristján Pétur Sigurðsson, Guðbrandur Siglaugsson og Jón Laxdal Hall- dórsson. Umboðsmaður Norðan- pilta, sverð þeirra og skjöldur, er svo Halldór G. Pétursson, norsk- menntaður vísindamaður. Kristján Pétur og Guðbrandur ieika á gít- ar og syngja en Jón, sem var fjar- staddur þegar spjallið fór fram, sér um söng, dans og upplestur. „FrumstoIin“ tónlist Eiginlega eru Norðanpiltar ekki tríó, því þeir sögðust leigja sér vikapilta, sessjónmenn. Um þessar mundir er það Guðmund- ur Stefánsson, bassaleikari, sem kemur fram með þeim og eykur þéttleikann í tónlistarflutningn- um með liprum bassaleik. Aðspurðir um hvort þeir flyttu eingöngu frumsamið efni svör- uðu þeir í hálfkveðnum vísum. „Þetta er frumstolið, beint frá fyrstu hendi,“ sögðu þeir glott- andi og Brandur bætti við að þar ættu þeir við músíkina, kveð- skapurinn væri lítið stolinn. Og áfram var haldið að skilgreina. „Þetta er eiginlega nýtt form á því að representera skáldskap. Ekki kannski nýtt, þetta er ævagamalt, en hefur ekki verið gert lengi,“ sagði Brandur íhug- ull þegar ég var enn að velta fyrir mér þessari rokktónlistarmanna- Ijóðskáldasúpu eða ljóðskálda- rokktónlistarmönnum. Ljóðskáld, myndlistar- menn og tónlistarmenn Þegar þetta var komið á hreint vildi ég fá að vita hvers konar list- sköpun þeir hefðu stundað áður og kenndi þar ýmissa grasa. Kristján Pétur hefur verið tölu- vert í músík, bæði komið fram einn með gítar og einnig starfað í Láttu fara vel um þig á meðan við sjáum um bílinn þinn GUMMIVINNSLAN HF. - RETTARHVAMM11 - S. 96-26776 p0tKSÖií RAF- GEYMAR Mælum gamla rafgeyma. Seljum nýja rafgeyma á kynningarverði í nóvember. ísetning á staðnum HJÓLBARÐAR Erum með mikið úrval af dekkjum fyrir allar gerðir ökutækja. „ Við enun eigin- legaskáklog tóntistaimenn" - segja hinir geðþekku Norðanpiltar Norðanpiltar á sviði Uppans. Frá vinstri: Kristján Pétur Sigurðsson, Guð- mundur Stefánsson vikapiltur, Jón Laxdal Halldórsson og Guðbrandur Sig- laugsson. hljómsveitum, m.a. Losti og Kamarorghestum. Þá hefur hann fengist við að mála og yrkja, haldið málverkasýningar og gefið út tvær ljóðabækur og nokkur kver. „Ég og Jón byrjuðum á því að fást við orðin en lentum síðan með smá hliðarstökki í myndlist. Það var nánast kák hjá mér en entist hjá Jóni,“ sagði Brandur. „í staðinn fyrir myndlistina, því að ég hef nú enga hæfileika í þá veru, fór ég að athuga hvort ég hefði einhverja tónlistarhæfi- leika. Það kom nú heldur betur á daginn Kristján Pétur, ekki satt,“ sagði hann og glotti til Kristjáns Péturs sem samsinnti því með stuttu hneggi. Laxdal hefur sent frá sér tvær ljóðabækur og nokk- ur kver en Brandur sex ljóðabæk- ur og útskýrði hann afköstin með því að segja að þeir hinir hafi allt- af verið að sýna og ekki haft tíma til að yrkja. „Ahrifín koma allt frá upphafí tímans“ Talið barst nú aftur að tónlistinni sem þeir spila og áréttaði Brand- ur að hún væri ekki eins og hjá mörgum skáldum sem vilja hafa jassundirleik og vísaði til Krist- jáns Péturs, rokkfræðings hljóm- sveitarinnar, um nánari skilgrein- ingu. Fræðingurinn var helst á því að músíkin væri best skil- greind sem rytma- og blústónlist. Aðspurðir um helstu áhrifa- valda kváðust þeir vera orðnir of gamlir til að viðurkenna utanað- komandi áhrif. „Við vorum á staðnum þegar þið voruð enn með bleiu,“ sagði Dóri umboðs- maður við blaðamann og ljós- myndara og sagðist telja að áhrif- in kæmu alveg frá upphafi tímans. Hinir nefndu blúsinn og Kristján Pétur vildi meina að enn eimdi eftir af Dylaninum í Brandi en sá var tregur til að samþykkja það. „. . . þá værum við ekkert ad þessu vafstri“ Norðanpiltar eru ekki ýkja göm- ul hljómsveit (ef ég þori að nota það orð) en hún hefur starfað með með núverandi hljóðfæra- skipan frá því í maf sl. Fram að uppákomunni á Uppanum höfðu þeir einungis komið fram á Húnavershátíðinni, þar sem Sig- tryggur Baldursson Sykurmoli laumaðist upp á svið og tromm- aði með þeim, á Húsavík og í Hrísey. Það var samdóma álit þeirra að þeir hefðu alls staðar slegið í gegn, þar sem áheyrend- ur hefðu verið tiltölulega allsgáð- ir, en tóku fram að í Húnaveri hefðu menn ekki verið mjög alls- gáðir. Einnig léku þeir á Lista- hátíð í Reykjavík í vor og þar voru áheyrendur ekki allsgáðir heldur. Orsökin var að vísu ekki brennivtn heldur menning, sögðu þeir. „En einnig höfum við oft og iðulega komið fram í einkasam- kvæmum, bæði á Akureyri og í öðrum hreppum,“ sagði Brandur Að lokum leitaði ég eftir ein- hverjum vísdómi frá þeim, ein- hverjum boðskap sem þeir vildu koma á framfæri. Brandur afgreiddi það snögglega: „Boð- skapur okkar kemur fram þegar við erum að performera. Ef við gætum komið boðskapnum í eina setningu, þá værum við ekkert að þessu vafstri." Þeim sem áhuga hafa á boð- skap þessara geðþekku pilta, gefst tækifæri til að hlýða á þá í kvöld. Það verða stórtónleikar í Dynheimum kl. 21 í kvöld og niun rjóminn af akureyrskum hljómsveitum koma fram. Að mér skilst verða einar átta sveitir með tónlistarflutning og engin ástæða til annars en hvetja sem flesta til að láta sjá sig. -vs Getraunafundir íslenskar getraunir halda fundi fyrir íþrótta- og ungmennafélög ásamt sölufólki á eftirtöldum stöðum: Húsavík miðv. 7. nóv. kl. 20.00 Grunnskólinn Akureyri fimmt. 8. nóv. kl. 20.00 KA-heimilið Ólafsfjörður föst. 9. nóv. kl. 20.00 Félagsheimilið Akureyri laug. 10. nóv. kl. 12.00 Þórsheimilið Sauðárkrókur sunn. 11. nóv. kl. 15.00 Gagnfræðaskólinn Blönduós sunn. 11. nóv. kl. 20.00 Grunnskólinn Siglufjörður mán. 12. nóv. kl. 20.00 Kiwanishúsið Allir áhugamenn um ensku knattspyrnuna - getraunir - getraunaforrit - og margt fleira eru velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.