Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 19

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 19
Laugardagur 10. nóvember 1990 - DAGUR - 19 poppsíðon Jimmy Page í viðtali: Útilokar ekki að Led Zeppelin komi saman á ný Eftir aö ein stærsta og merkasta .hljómsveit rokksins fyrr og síðar, Led Zeppelin, hætti störfum áriö 1980 hafa alltaf annað slagiö komist á kreik sögur um aö end- urreisn hennar væri í vændum sem síðan hafa ávallt reynst rangar. Nú í nýliðnum október hafa komö út tvö söfn meö Led Zeppelin mikil aö vöxtum. Er annars vegar um að ræða þriggja platna settið Remasters en hins vegar fjögurra diska/sex platna kassa undir nafninu Re- masters Boxed. Haföi gítarleikar- inn Jimmy Page yfirumsjón með lagavalinu í samvinnu við hina tvo eftirlifandi meðlimi hljóm- sveitarinnar, þá Robert Plant söngvara og John Paul Jones bassaleikara. í tilefni af útgáfunni tók rokktímaritið Kerrang ítarlegt viðtal við Jimmy Page og fara glefsur úr því hér á eftir. Page var fyrst spurður að því hvernig hugmyndin að útgáfunni hafi komið til. „Ég veit eiginlega ekki hver stakk upp á þessu fyrst, en a.m.k. var það útgáfan Atlant- ic sem kom hugmyndinni á fram- færi við okkur og leist mér strax vel á hana sérstaklega með tilliti til þess að geisladiskarnir sem gefnir hafa verið út með plötun- um hafa ekki verið góðir." - Hvernig fórstu svo að því að velja lögin, var það erfitt? „Nei, þetta var ekki erfitt val og i raun var ég búinn að leggja Jimmy Page útilokar ekki endur- komu Led Zeppelin. þetta niður fyrir mér áður en ég settist niður og fór að hlusta á lögin. Þetta varð listi upp á sam- tals 54 lög sem þeir Robert og John samþykktu umyrðalaust. Það tók mig síðan um fimm daga að endurvinna þessi 54 lög og var það mikið puð.“ - Það hafa væntanlega vakn- að ótal minningar við vinnuna? „Ójá, heldur betur. Til dæmis man ég að tilurö lagsins Battle of Evermore varð með þeim sér- stæða hætti að eitt sinn þegar við Umsjónr Magnus Geir Guömundsson vorum að hljóðrita í Headley Grange var John Paul með mandólín þar, en á slíkt hljóðfæri hafði ég aldrei prófað að spila. Ég greip það í hálfkæringi og byrjaði að gutla og varð lagið til upp úr því.“ - í Ijósi þess að mun eldri hljómsveitir en Led Zeppelin, eins og Rolling Stones og The Who, hafa byrjað aftur og gert það gott, gætir þú séö fyrir þér að þið þremenningarnir byrjið upp á nýtt? „Það eru örugglega margir sem vilja sjá það gerast og ég er reyndar einn af þeim. Ég tel það alls ekki útilokað að við munum koma saman og gera eitthvað í náinni framtíð því við höfum allt- af annað slagið unnið hver með öðrum auk þess að hafa komið fram nokkrum sinnum við ýmis tækifæri." Svo mörg voru þau orð hjá Jimmy Page og geta menn því e.t.v. farið að hlakka til endur- komu Led Zeppelin. Hitt og þetta Stone Roses sluppu með sekt. Stone Roses í urnfjöllun um rokkhljómsveitina efnilegu frá Manchester Stone fíoses hér á Poppsíöunni, hefur komið fram að meðlimir hennar eru ekki beint barnanna bestir og að oftar en einu sinni hafi þeir komist í kast við lögin. Nú fyrir skömmu var hljómsveitin dæmd af rétti í Wolverhampton til að greiða 300.000 króna sekt vegna skemmda sem meðlimir hennar ollu á skrifstofu fyrrum útgáfufyr- irtækis síns í janúar sl. Munu málavextir vera nánar tiltekið þeir að í heimsókn til gamla fyrirtækisins FM/Revolver lentu þeir fjórmenningarnir í Stone fíoses í hörkurifrildi við for- stjóra þess Paul Birch út af myndbandi sem hafði verið gefið út með laginu Sally Cinnamon árið 1987 og sem þeir félagar töldu hafa skemmt fyrir framgangi hljómsveitarinnar. í kjölfarið brutu þeir síðan og brömluðu húsgögn og fleira á skrifstofunni og fyrir utan skemmdu þeir bíl Birch sem þar stóð. auk tveggja annarra bíla sem þar voru. Þykir sumum að hljómsveitin hafi sloppið vel með að fá einungis sekt því fyrir annað eins hafa menn hlotið fangelsisdóm áður. The Mission Ekki er hægt annað en að segja að margt sé í tónlistarheiminum hverfult. Nú í sumar sagði Poppsíðan frá því að gítar- leikaraskipti hefðu orðið í rokk- sveitinni The Mission, þ.e. að í stað Simons Hinkler sem hætti á miðri tónleikaferð i Bandaríkjun- um væri kominn maður að nafni Tim Bricheno sem áður var gítar- leikari i skosku þjóðlagarokk- sveitinni All About Eve. Það hefur hins vegar komið á daginn að þessi breyting hefur gengið til baka og að því er best fæst vitað er WM/eraftur orðinn meðlimur í Mission. Bricheno er aftur á móti genginn til liðs við The Sisters of Mercy sem Andrew Eldrich, for- Wayne Hussey og Simon Hinkler eru að því er virðist samherjar á ný. sprakki hennar (og eitt sinn Miss- iorí), endurreisti fyrr á þessu ári. Það er frekar af The Mission að segja að ný plata, sú önnur í röð- inni á þessu ári, er nú nýkomin út. Er þar um að ræða plötu með áður útgefnum B- hliðalögum auk laga sem tekin voru upp fyrir Carved in Sand plötuna sem út kom fyrr á árinu en af einni eða annarri ástæðu voru ekki notuð á hana og nefnist hún Grains of Sand. Soul II Soul Og talandi um að tónlistarheim- urinn sé hverfull þá virðist sem yfirlýsing höfuðpaurs Soul II Soul Jazzie B. um að í kjölfar hrakfara hljómsveitarinnar á fyrstu tón- leikaferö sinni myndi hún ekki koma fram á sviði framar og Poppsíðan skýrði frá í síðustu viku, ekki vera í gildi lengur. Aö sögn talsmanns útgáfufyrirtækis hljómsveitarinnar þá hefði hún einfaldlega verið útkeyrð eftir ferðina og hafi yfirlýsing Jazzie markast af því. Nú væri hljóm- sveitin hins vegar búin að jafna sig og væri tilbúin að halda í aðra ferð með tíð og tíma. Robert Palmer Popp/rokkarinn Robert Palmer sem naut mikilla vinsælda hér á landi og annars staðar meö lag- inu Addicted to Love auk þess að vera frægur fyrir veru sína í Pow- erStation m.a. er nú rétt búinn að senda frá sér nýja tvöfalda breið- skífu undir nafninu Don’t Explain Geymir hún meðal annars útgáfu af lagi Soulkonungsins Marvin Gaye, Mercy, Mercy me auk lagsins /7/ be your baby tonight sem Palmer tók upp meö UB40 og er jafnframt fyrsta smáskífulag plötunnar. r-----------------—---------------------- k Þakklæti til ættfólks mfns og allra þeirra sem I heiðruðu mig að Hótel KEA á 85 ára afmælisdaginn minn 31. október síðastliðinn, með blómum, heillaskeytuni, kortum og nytsömum gjöfum. Ennfremur þakkir til Karls II fyrir blómvönd, ásamt fleiru. Lifið heil! PÓRODDUR SÆMUNDSSON, Lyngholti 4, Akureyri. ■t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJARNI LOFTSSON, Seljahlíð 3f, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 8. nóvember. Fanney Jónsdóttir og dætur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA S. HAFDAL, frá Akureyri, verður jarðsungin þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Skjól Reykjavík. Ríkarður Hafdal, Corrie Hafdal, Árni Hafdal, Joan Hafdal, Gunnar Hafdal, Þóra Flosadóttir, Sveinn Hafdal, Edda Sigfúsdóttir, Elfa Hafdal, Haraldur Sighvatsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.