Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. nóvember 1990 - DAGUR - 5 Kjaramál sjómanna: Helgreipar Saddams lækka skiptaverðið Sjónicnn telja Vcstljarðasamkoniulagió skrcf í áttina, cn krafa þeirra cr að hætt verði að miða kjör þcirra við olíuvcrð. um 40%. Þetta stafar af því að álagning olíufélaganna er föst og eykst því ekki hiutfalíslcga miðað við hækkun á meðalverði í birgð- um, þó að hún hækki eitthvað. Jafnframt kemur þróun á gengi dollars þarna inn í. en við síðustu verðlagningu var gengi eins doll- ars miðað við 60,12 kr. en nú er miðað við gengi 57,18 kr. og því er hækkunin minni en ella hefði orðið. Lækki hins vegar gengi krónunnar gagnvart dollar getur olíuverö hækkað án þess að það hafi áhrif á skiptakjör sjómanna ef þannig er ástatt. Til viðbótar þessu tvennu getur síöan innkaupareikningurinn fyr- ir gasolíu haft áhrif. Þegar síðast var verðlagt var þó ekki gert ráð fyrir innstreymi inn á innkaupa- reikninginn og þaö er heldur ekki gert nú. í báðum tilvikum er því verðlag miðað viö að hvorki greiðist inn eða út úr innkaupa- reikningnum. Öll þau atriði sem að ofan eru nefnd valda því að hlutfallið milli þess sem útgerðin ber annars vegar og þess sem sjómennirnir bera hins vegar get- ur verið breytilegt eftir því hvernig stendur á. Híifa verður þó í huga að hækki olían enn frekar en orðiö er, scm allt útlit er fyrir, tekur útgerðin alla þá hækkun á sig. Skiptaverð til sjómanna hefur náð botni og því mun hlutur útgcrðar í frekari olíuverðshækk- un stækka ört. Olíuverðstengingin nær yfir allar veiðar nema þegar sigll er með aflann á erlenda markaði. Skiptaverð til sjómanna miðast viö meðalverö í gasolíubirgöum olíufélaganna, sbr. lög nr. 21/ 1987. Sú olíuverðsviðmiðun scm var í gildi 1. október 1990 er eftirfarandi: Mcðalverö í birgöum skiptavcrö undir 157,00 $fob/tonn 76% 157 -168,99 $fob/tonn 75% 169 -180,99 $fob/tonn 74% 181 - 192,99 $ fob/tonn 73% 193 - 204,99 $fob/tonn 72% 205 - 216,99 $ fob/tonn 71% 217 ogyfir 70% Ifrétt sem birtist í Degi undir fyrirsögninni „Akvöröunin er stór en tekin af fáum,“ sem fjallar um felldan kjarasamn- ing Landssambands íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands íslands, sagöi Sverrir Leósson, formað- ur Útvegsmannafélags Norðurlands: „FFSÍ felldi samning- ana. Allur íslenski fiskiskipaflotinn fer í land og þjóðlífið mun lamast strax eftir 20. nóvember verði ekki samið. Ef hið boðaða verkfall skellur á, þá verður það langt og svartnætti verður ríkjandi í þjóðlífi okkar íslendinga. Já, málið er alvar- Iegt.“ FFSÍ hefur fellt gerðan kjara- samning og verkfall skellur á 20. nóvember. verði ekki samið. „Málið er hjá sáttasemjara og ekki verður boðað til samninga- fundar nema báðir aðilar æski þess, eöa forsendur breytist. Málið er í hnút," er haft eftir framámanni innan LÍÚ, en á sama tíma ná Vestfirðingar sam- komulagi. Samkomulag á Vest- fjörðum er ekkert nýtt fyrir- brigði. Vestfirðingar hafa oftast samið einir og sér og náð betri samningum en heildarsamtök sjómanna. En skoðum baksvið þessara kjaradeilna. I janúar 1987 stóðu sjómenn í kjarasamningum við útvegs- menn. Verkfall hófst 15. janúar 1987. Þann 13. janúar varð til frumvarp til laga sem stöðva átti aðgerðir sjómanna, banna verk- fall og festa kjarasamninginn með 71% skiptaverði fyrir öll skip sem lönduðu ferskum afla. Undir þessum þrýstingi voru sjó- menn knúðir til þess að finna lausn. Þá varð til samningur um samtengingu olíuverðs í birgðum olíufélaganna og skiptaverðs milli sjómanna og útgerðar. Val- in var viðmiðun í dollurum. Síð- an þá hefur gengi dolíarans fallið verulega, miðað við aðra helstu gjaldmiðla. Sjómenn sögðu upp samning- um frá 15. janúar 1987 miðað við 1. desember 1988, þegar samn- ingstímanum lauk. Sjómenn settu þá fram kröfur um leiðrétt- ingu á skiptaverðstengingunni ásamt tillögum um margskonar breytingar á samningnum. Samn- ingaþófið stóð til 5. júní 1989 án þess að lagfæringar næðu fram að ganga. Þá var gerður samningur scm framlcngdi síðast gildandi samning svo til óbreyttan til 31. desember 1989 og féll þá santn- ingurinn úr gildi án uppsagnar. 19. október sl. gerðu LÍU og FFSÍ með sér kjarasamning sem fól í sér hliðstæðar breytingar í kauptryggingu og í kjarasamn- ingi milli ASÍ og VSÍ, sem gerður var I. febrúar 1990. Tvö atriði voru þó til hagsbóta. Það fyrra var hækkun tímakaups og hið síðara er viðurkenning á 10% frystiálagi til áhafna á togbátum stærri en 150 brl., sem frysta afl- ann um borð. Olíuverðsviðmiðun í ákvæði um skiptaverö hækkaði um 8 dollara pr. tonnið, sem breytir þó ekki skiptaverðshlut- fallinu eins og staðan er í dag. í frétt í Degi 23. október sl. stendur: „Farmanna- og fiski- mannasamband íslands og Lands- samband íslenskra útvegsmanna liafa gert með sér samning um kaup og kjör yfirmanna á fiski- skipaflotanum. Atkvæðagreiðslu um santninginn lýkur 3. nóvem- ber." Atkvæðisrétt unt samning- inn höfðu 2800 félagsmenn FFSÍ, en aðeins 37% kusu. Samningur- inn var felldur með 526 atkvæð- um gegn 413 og til verkfalls kem- ur 20. nóvember náist ekki samn- ingar. Samningurinn sem var inn- an þjóðarsáttar var fclldur. En hvert er bitbeinið? Olíuvcrðsteng- ingin. Vcgna þess ástands sem ríkir við Pcrsatióa hefur olían hækkað að undanförnu og það hefur áhrif á skiptaverðið. Við þá olíuverðs- hækkun sem tók gildi i. október lækkaði skiptaverð til sjómanna. Meðalverð gasolíu í birgðum olíufélaganna var 1. júlí 1990 148,48 dollarar fob/tonn en var hinn 1. október komið í 250,44 dollara fob/tonn, sem þýðir að skiptaverð lækkar allvcrulega sem sjá má af töflunni. Samkvæmt yfirliti frá Þjóð- hagsstofnun er olíukostnaður útgerðar 3.415 millj. kr. fyrir hækkun olíunnar nú um mánaða- mótin. Aflahlutir eru 11.700 millj. kr. fyrir hækkun. Olíuverð til fiskiskipa hækkar um 40‘X) nú og er olíuverð í birgðum 250,44 dollarar fob á tonnið. Þcssi hækkun á olíunni hækkar olíu- reikning útgerðar um 1.366 millj. króna. Þar af bera sjómenn 810 millj. kr. í lækkuðum aflahlut, þegar tillit hefur verið tekið til þess að skiptaverð vegna siglinga skerðist ekki vegna olíuvcrðs- breytinga. Þannig cr kostnaðar- auki útgerðar 556 millj. kr. Sjó- rnenn bera því um 60% af hækk- uninni en útgerð 40%. Taka veröur þó tillit til þess aö meðalverð í birgöum hækkar um 69% frá síðustu vcrðákvörðun eða úr 148,48 dollurum fob/tonn í 250,44 dollurum fob/tonn. Verð til útgerðar hækkar hins vegar Sjómenn vilja í þ'essari stöðu, sem nú er, la leiöréttingu á þcim viðmiðunum sem nú gilda varð- andi skiptaverð. „Menn geta alltaf deilt um kaup og kjör. Sé litið til ársins 1990, þá hefur það verið hagstætt. Afurðaverð á botnfisk- tegundum hefur verið gott og sjómenn hafa notiö góðs af. Afuröavcrö hjá sjómönnum hef- ur hækkað um 30% síöan um síð- ustu áramót. Þess vegna skýtur þaö skökku viö aö blásiö sé til verkfalls nteð þessari hörku. Eins þykir mér ekki rétt að boða til verkfalls þar sem kosningaþátt- takan var ekki mciri og samning- urinn var felldur með svo litlum mun. Þegar verklallsvopninu er bcitt þyrftu að vcra lágmarks- kröfur um kosningaþátttöku, segjum 60%sagði Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akur- eyri og formaður Útvegsmanna- félags Norðurlands í samtali við fréttamann Dags. Þann 5. októ- bcr sl. er haft eftir Kristjáni Ragnarssyni, formanni Lands- sambands íslenskra útvegsmanna í DV: „Við munum ekki semja upp á lækkun olíuverðstenging- arinnar. Við höfum samiö við FFSÍ og þeir felldu þann samning. Þeir hafa boðað verk- fall og þeir verða aö taka afleiðingum gerða sinna og svipta þar með fjölda vcrkafólks atvinn- unni fyrir jólin. Sjómenn Itaía fengið meiri hækkanir en allir aðrir launþegar á þessu ári. Afuröaverö hjá sjómönnum hef- ur hækkaö um 30 prósent síðan urn áramót og þó af því gangi núna átta prósent er það ekkert til að kvarta undan. Sjómenn eru ráðnir upp á hlutaskipti þeir eru því ekki eins og venjulegir launþegar. Þeir eiga hluta af aflanum nteð okkur og þar með hluta af kostnaðinum." Og mitt í þessum yfirlýsingum sentja Vestfirðingar. Samningur er gerður milli annars vegar Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar og hins vegar Útvegs- mannafélags Vestfirðinga, um framlengingu á síðast gildandi kjarasamningi aðila dags. 15. janúar 1987 sbr. samning dags. 20. júní 1989. Þcssi samningur er í litlu frá- brugðinn samningi þeim er felldur var um síðastliðin mánaðamót. Breytingin kemur fram í 2. grein samningsins þar sem stendur: „Frá 1. nóvember 1990 breytist viðmiðunin til lækkunar skipta- verðmætishlutfalls skv. 3. málslið I. mgr. á þann hátt að hlutfalls- talan lækki um eitt prósentustig fyrir hverja 14 Bandaríkjadala hækkun á birgöaverði gasolíu umfram 151 Bandaríkjadollar á tonn fob." Þessi grein er frá- brugðin samsvarandi grein í fcllda samningnum þannig að í stað 19. október 1990 stcndur nú I. nóvember 1990 og fyrir hvcrja 12 Bandaríkjadala hækkun á birgðaverði gasolíu uinfram 153 Bandaríkjadali á tonn fob stend- ur nú. lyrir hverja 14 Bandaríkja- dala hækkun á birgðaveröi gas- olíu umfram 151 Bandaríkjadoll- ar á tonn fob. Jafnframt brcyt- ast dagsctningar, en samningur- inn gildir til 31. ágúst 1991 í stað 15. september 1991. Samnings- aðilar skuldbinda sig til að hafa tekið afstöðu til samningsins cigi síðar en þriðjudaginn 13. nóvember 1990. „Vonandi verður Vestfjarða- samkomulagiö samþykkt. Sam- komulagiö er þess eölis að sátta- semjari hefur boðaö til fundar í Reykjavík ntcð LÍÚ og FFSÍ. LÍÚ hcfur boöið FFSI kjara- samning svipaðan þeint sem gerður var fyrir vestan. Forráða- menn félaganna sitja á fundum en samningar hafa ekki tekist. Sáttafundur cr boöaður í dag. laugardag, cn hvað veröur veit enginn. Menn eru ekki bjartsýn- ir. Við vcrðuni að ná áttum, togara- og bátaflotinn getur ekki siglt í land. íslenskt þjóðlíf þolir ekki slíkt," sagöi gamall togara- maður af Norðurlandi. „Vestfjarðasamkomulagið er skref í áttina, en við sjómenn viljunt fá olíverðsviðmiðunina burt. Hún á'engan rétt á sér. All- ar forscndur eru breyttar frá því sent var þegar henni var komið á. Ef við fengjum í samningana að útgcrðinni væri óheimilt að taka meir en næmi olíuverðshækkun- inni, þá myndi málið horfa allt ööruvísi við. Sjómönnum finnst afar ócðlilegt að útgerðin geti hagnast um margar milljónir á því að olían hækki. Þetta verður það mál sem tekist verður á um í samningum. Útgerðarmenn hafa gengið á hlut okkar sjómanna," sagði Guðjón Sigtryggsson, skip- stjóri á Örvari HU-21 frá Skaga- strönd. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.