Dagur - 20.11.1990, Síða 1

Dagur - 20.11.1990, Síða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 20. nóvember 1990 223. tölublað HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Þormóður rammi hf.: Hlutabréf ríkisins boðin til sölu Ákveðið hefur verið að kanna möguleika á að selja hlutabréf ríkisins í Þormóði ramma hf. á Siglufirði. Fjármálaráðherra átti viðræður um málið við bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir helgina. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur kynnt hug- myndir sínar um að bjóða ein- staklingum og fyrirtækjum á Siglufirði að kaupa hlutabréf ríkisins í Þorntóði ramma, að öllu eða nokkru leyti, en auk þess hafa fyrirspurnir borist ráðuneyt- inu. „Grundvöllur slíkra viðræðna unt eignarform fyrirtækisins væri að tryggja framtíð atvinnu- lífs á Siglufirði," segir í fréttatil- kynningu frá fjármálaráðuneyt- inu. Stjórnarformaður Þormóðs ramrna er en Einar Sveinsson, hann ntun á næstu vikum ásamt aðstoðarmanni sjávarútvegsráð- herra ræða við fyrirtæki og ein- staklinga um sölu bréfanna. Ríkið, eða Framkyæmdasjóð- ur íslands, er langstærsti hluta- fjáreigandi í Þormóði ramma, með 98 prósent hlutafjár. Síðast- liðinn vctur var gerð breyting á samþykktum félagsins, til að opna það fyrir sölu bréfa á frjáls- um markaði. Um leið jók ríkið hlutafé sitt um hátt á fjórða hundrað milljónir króna, með því að yfirtaka stóran hluta af skuldum og breyta þeim í hluta- fé. Eign ríkisins í Þormóði ramma hf. er nú um 400 milljónir króna, en gamla hlutaféð var aðeins um 24 milljónir. Einar Sveinsson, fyrrverandi stjórnar- formaður félagsins, segir að ákvörðunin um að selja hluta- bréfin eigi ekki að koma neinum á óvart, því að slíkri sölu hafi verið stefnt með breytingunum á samþykktum Þormöðs ramma sl. vetur. Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, sagði í viðtali við Dag að vegna ótta manna við að missa kvótann frá Siglufirði yrði ekki öðrum en heimaaðilum boðið að kaupa hlutabréf ríkisins. „Segja má að eftir skuldbreytingar hjá Þormóði ramma hafi fyrirtækið verið gert þokkalega rekstrar- og söluhæft. Eftir að Ingimundur hf. keypti Sigló höfum við orðið vör við að augu athafnamanna hafa beinst að Siglufirði og þeir velt fyrir sér hvort vettvangur væri þar fyrir fleiri ný fyrirtæki. Þá hafa menn eðlilega horft til Þormóðs ramma, og ráðuneytið verið spurt hvort bréf ríkisins væru föl,“ segir Svanfríður. EHB Páll Pétursson, formadur þingflokks Framsóknarflokksins í góðum félagsskap þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, varaformanns Alþýðuflokksins; Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins og Júlíusar Sólnes, for- manns Borgarallokksins en þau þrjú voru sérstakir gestir flokksþings framsóknarmanna á laugardaginn. MymJ: BU „Framsóknarflokkuriiin verði áfram kjölfestan í íslenskum stjórnmálum“ - flölmenni og einhugur á 21. flokksþingi Framsóknarflokksins Tuttugasta og I'yrsta flokksþing Framsóknarflokksins var hald- iö í Reykjavík um helgina. Þingið sótti á sjötta hundrað fulltrúa úr öllum kjördæmum landsins og er þetta eitt best sótta flokksþing framsóknar- manna frá upphafi. Mikill ein- hugur ríkti á þinginu um stefnu Framsóknarflokksins í öllum helstu málaflokkum, að því undanskildu að nokkrir þing- fulltrúar lýstu efasemdum sín- um um ágæti svonefnds GATT- tilboðs ríkisstjórnarinnar, er lýtur að takmörkuðum inn- flutningi unninna landbúnaðar- vara. Rjúpnadeilan á Öxnadalsheiði: Eyfirðingar héldu til veiða að venju - fjögur nöfn tekin niður Félagar úr Skotveiðifélagi Eyjafjarðar gengu til rjúpna á Öxnadalsheiði eins og vana- lega í góðu veðri um síðustu helgi. Um tíu félagar fóru til veiða þeim inegin afréttargirð- ingar sem Akrahreppur á land og Skotveiðifélag Akrahrepps leigði rjúpnaveiðiréttinn á fyrir nokkru. Menn frá hreppnum og félaginu voru á heiðinni og tóku niður nöfn fjögurra veiði- manna til að kæra. Árni Bjarnason, hreppstjóri Akrahrepps, var á heiðinni með Kára Gunnarssyni, formanni Skotveiðifélags Akrahrepps. Hann sagði í samtali við Dag í gær að allt hefði farið friðsamlega fram og menn rætt málin í bróðerni. Ekki hefði verið vandamál að fá þessi fjögur nöfn uppgefin og þeir hefðu síðan ekkert skipt sér frekar af veiði- mönnum. Árni bjóst við að hreppurinn og Skotveiðifélagið myndu reka málið í sameiningu og þeir myndu kæra mennina í vikunni. Ágúst Ásgrímsson, félagi í Skotveiðifélagi Eyjafjarðar, var einn þeirra fjögurra sem gáfu upp nöfn sín. Hann sagði að ekki hefði verið neinn hiti í mönnunt á heið- inni, en óvenjufáir verið við veið- ar miðað við gott veður. Enn- fremur sagðist hann búast við að ganga til rjúpna á Öxnadalsheiði eins og vanalega þrátt fyrir þessa uppákomu. Ágúst sagði það hafa verið auðfengið mál að fá upp- gefið nafn sitt og annarra, en síð- an hefðu þeir rölt um brekkurnar og náði hann sjálfur 18 rjúpum þarna á laugardaginn. SBG í stjórnmálaályktun þingsins kemur m.a. fram að Framsókn- arflokkurinn hafnar aðild íslands að Evrópubandalaginu. „Þingið telur að hugmyndir um inngöngu og aðild að Evrópubandalaginu séu háskalegar og lýsi uppgjöf við stjórn eigin mála," segir orðrétt í ályktuninni. Byggðamál voru mikið til umræðu á þinginu. I stjórnmála- ályktuninni er þess krafist að á yfirstandandi Alþingi verði geng- ið frá ákvörðun um að smásölu- verð raforku til húshitunar og almennra nota verði hið sama um allt land. Einnig er þess krafist að fjölgun starfa í opinberri stjórn- sýslu verði nær öll utan suðvest- urhorns landsins á næstu árum. „Flokksþing Framsóknarflokks- ins fagnar þeim mikila árangri sem ríkisstjórnin hefur náð í efnahags- og atvinnumálum og telur mikilvægt að Framsóknar- flokkurinn verði áfram kjölfestan í íslenskum stjórnmálum," segir ennfremur í ályktuninni. Steingrímur Herntannsson, forsætisráðherra, var nær ein- róma endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins. Hann hlaut 323 atkvæði af 338, eða 95,6% atkvæða. Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 330 atkvæði af 350 eða 94,3 af hundraði. Guðmund- ur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, var endurkjörinn ritari; hlaut 311 atkvæði af 351 eða 88,6%. Finn- ur Ingólfsson var endurkjörinn gjaldkeri flokksins; hlaut 226 atkvæði af 356 greiddum, eða 63,5%. Aðeins ein breyting var gerð á stjórn Framsóknarflökksins á flokksþinginu um hclgina. Val- gerður Sverrisdóttir, alþingis- maður, var kjörin vararitari flokksins í stað Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttir, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þá var Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi, endurkjörin varagjaldkeri flokksins. BB. Sjá nánar af flokksþinginu á bls. 6. Sléttbakur EA: Til heimahaftiar eftír 36 sólarhringa veiðiferð „Við erum á Deildargrunninu, en togararnir eru dreifðir um allan sjó. Allir eru að leita. Haustið er búið að vera heldur lélegt, en þessi túr hefur geng- ið að vonum. Já, 36 sólarhring- ar í hafi er langur tími og reyn- ir á mannskapinn,“ sagði Kristján Halldórsson, skip- stjóri á Sléttbaki EA-304 frá Akureyri. Að sögn Kristjáns er þetta lengsta veiðiferð sem Sléttbakur hefur farið. Yfirvofandi vcrkfalli er um að kenna. „Aflinn síðastliðna nótt var að mestu ufsi, en þorskur í gær. Okkur hefur gengið nokkuð vel miðað við árstíma. Haustin eru alltaf erfið. 36 sólarhringar í hafi er langur tími og því þurftum við að skreppa inn til Hafnarfjarðar fyrir tíu dögum til að ná í olíu og kost. Strákarnir taka þessu nokk- uð vel, en þeir yngstu eru að verða órólegir. Við verðunt heima í kvöld,“ sagði Kristján skipstjóri. ój Lögreglan á Akureyri: Mikið um ölvun og skakkaföll Olvun var töluverð á Akureyri um helgina og annasamt hjá lögreglu af þeim sökum. Víða kom til minniháttar ryskinga og varð starfsmaður Billiard- stofunnar fyrir því óláni að missa fimm tennur eftir að unglingur hafði skallað hann í andlitið. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni var erilsamt vegna ýmissa mála sem má rekja til ölvunar en ekki voru nein stórátök á ferð- inni. Klukkan 13.37 á laugardaginn var ekið á sex ára gamalt barn á Dalsbraut og hlaut það einhver meiðsl á fæti. Lögreglan segir ökumanninn grunaðan um ölvun við akstur. Fjórir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur um helg- ina. Einn ók á 100 km hraða innanbæjar og var hann sviptur ökuréttindum. Annar ók á 132 km hraða fyrir utan bæinn og var hann boðaður til fulltrúa hjá fógeta í gær. Síðdegis í gær höfðu fjórir árekstrar verið tilkynntir til lög- reglunnar en mjög hált var á göt- um bæjarins og skilyrði til aksturs því slæm. Reikna má með að fleiri óhöpp hafi orðið í umferð- inni án þess að þau hafi komið til kasta lögreglunnar. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.