Dagur


Dagur - 20.11.1990, Qupperneq 5

Dagur - 20.11.1990, Qupperneq 5
Þriðjudagur 20. nóvember 1990 - DAGUR - 5 Samþykkt aðalfundar Landverndar: „Álver verði ekki reist og hætt verði við öll slík áform“ - sagði Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar „Ég var nokkuð kvíðin, óttað- ist að þátttakan yrði lítil, en það fór á annan veg. Fjöldi fólks mætti til ráðstefnunnar. Ráðstefnugestir urðu um og yfir eitt hundrað og allt heppn- aðist eins og best var á kosið,“ sagði Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt og formaður Landverndar. Landvernd efndi til ráðstefnu að Hrafnagili í Eyjafirði sl. laugardag og aðal- fundur samtakanna var síðan haldinn daginn eftir, einnig að Hrafnagili. Stjórnin var öll endurkjörin og ályktun til ríkisstjórnar og Alþingis um að reisa ekki álver á íslandi var það mál sem hæst bar. Að sögn Auðar voru erindi ráðstefnunnar mjög góð. Megin- inntak ráðstefnunnar var hugtak- ið sjálfbær þróun, en Þróunar- og umhverfismáladeild Sameinuðu þjóðanna hefur gert sjálfbæra þróun að markmiði fyrir samfé- lag þjóðanna og aðildaríki SÞ. „Það sem átt er við með sjálf- bærri þróun er í stuttu máli að framtíðarþróunin verður að vera á þann veg að hún fullnægi þörf- um núlifandi jarðarbúa án þess að draga úr möguleikum kom- andi kynslóða til sömu lífsgæða. Inntakið er að nauðsynlegt sé að breyta bæði efnahagslegum og stjórnmálalegum áherslum í alþjóða samhengi þannig að efnahagsvöxturinn fái nýja og breytta skilgreiningu. Sex fyrir- lesarar fjölluðu um þennan málaflokk hver á sínu sérsviði og erindin voru öll mjög góð. Lloyd Timberlake frá Bandaríkjunum, sem er mjög kunnur umhverf- isverndarsinni, rithöfundur og sjónvarpsmaöur var einn fyrirles- aranna. Aðrir voru Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda, Ágúst Valfells, kjarneðlisfræðingur, Davíð Scheving Thorsteinsson, iðnrek- andi, Þóra Hjaltadóttir, formað- ur Alþýðusambands Norðurlands og Gunnar G. Schram, prófessor. Aðalfundurinn á sunnudaginn heppnaðist einnig mjög vel. Stjórnin var endurkjörin og sam- þykkt fundarins til ríkisstjórn- ar og Alþingis vegna álvers var það sem hæst bar. Samþykkt- in felur það í sér aö Landvernd beinir því til ríkisstjórnar og Alþingis að reisa ekki álver og að hætt verði við öll slík áform. Álver skapar mengun og við get- um ekki bætt viö mengun á sama tíma sem iðnaðarþjóðir heims eru áð leita allra leiða til að draga úr henni. Því hvatti Landvernd ríkisstjórn og Alþingi til að stuðla að iðnaði og atvinnumöguleikum sem væru í anda sjálfbærrar þró- unnar, jafnframt sem marka yrði skýra stefnu í umhverfismálum með langtímamarkmið í huga," sagði Auður Sveinsdóttir, for- maður Landverndar. ój Skagstrendingur hf.: Aðgerðarvéliimi í Amari breytt Arnar HU er nú í fyrstu veiði- ferð eftir að gagngerar breyt- ingar hafa verið gerðar á dönsku aðgerðarvélinni sem í hann var sett fyrir nokkru. Framleiðsluaðilinn danski sendi inann frá sér til Skaga- strandar til að sjá um að breyta vélinni og fór hann með í veiði- ferðina. - tekur stærri fisk Aðalbreytingin á vélinni er fólgin í því að hún tekur nú stærri fisk, en áður. Stærðin sem hún á að taka núna er 40-90 cm fiskur, en var áður 35-70 cm. Einnig eru smávægilegar breytingar á hníf- um til að hún skeri betur á. Að sögn þeirra hjá Skagstrend- ingi er eini gallinn við vélina að hún átti að vera nothæf á allan bolfisk, en einungis verður hægt að nota hana á þorsk og ufsa. Ef vélin kemur vel út í þessari veiðiferð og breytingarnar ganga allar upp, ætti hún að skila gotu og lifur heilli og með því er mikið unnið. Um 80% þess þorsks sem Arnar veiðir er yfir 70 cm langur svo að nauðsynlegt var að stækka svið vélarinnar. SBG Plúsmarkaðurinn eins árs sl. föstudag: „Pað var algjörlega stappað“ - segir Hrafn Hrafns- son um aðsóknina Plúsmarkaðurinn á Akureyri fagnaði eins árs afmæli sínu sídastliðinn föstudag og versl- unin gaf viðskiptavinum sínuni 7% afslátt af öllum vörum af þessu tilefni. Þá komu Grýla og Leppalúði í heimsókn ásamt Búkollu og gáfu börnun- um góðgæti. „Það var svo mikil aðsókn að Grýla og Leppalúði gátu ekki athafnað sig eins mikið og þau höfðu ætlað því þau komust aldrei neitt um búðina. Það var algjörlega stappað og varla hægt að bæta einum við,“ sagði Hrafn Hrafnsson, sem rekur Plúsmark- aðinn og Matvörumarkaðinn. Hrafn sagði að Akureyringar hefðu verið dálítið seinir að taka við sér þegar Plúsmarkaðurinn var opnaður og virtust þeir ekki átta sig strax á þessu verslunar- formi. Viðskiptavinum hefur hins vegar fjölgað jafnt og þétt og kvaðst Hrafn ánægður með rekst- urinn nú þegar markaöurinn hef- ur verið starfræktur í eitt ár. Hann sagði líka að Matvöru- markaðurinn gengi vel en óneit- anlega mætti þó sjá að fólk hefði minna milli handanna en áður. SS Grýla og Leppalúði kættu börnin í Plúsmarkaöinuin á eins árs afmælinu Var þar mikill handagangur í öskjunni. Mynd: Goii /jÁ > f Pottablóm - Blömapottar — áburðnr — mold og margt íleira til blpmaræktunar. ' v Akureyri og 24830 TILKYNNING FRÁ OSTA- OG SMJÖRSÖLUNNI sf. í nýútkomnu jólablaði okkar, Á JÓLARÓLI nr. 2, átti sér stað misprentun í tveimur uppskriftum. Jólakaka í sérflokki: Hér skal nota 1/2-1 tsk. af lyftidufti en ekki 6 tsk. Myntuábætir: Hér eiga að vera 2 bollar af súkkulaðikexmylsnu en ekki súkkulaðimylsnu. Við biðjumst hér með velvirðingar á þessum mistökum. Vinningstölur laugardaginn 17. nóv. ’90 1 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.455.090.- 2.4 XM 6 71.098.- 3. 4af5 103 7.144.- 4. 3af 5 3.786 453.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.332.568.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULINA 991002

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.