Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 16
Nóvemberti Iboð Hljómtæki, hljóófæri, örbylgjuofnar, geislaspilarar, sjónvörp og fleira Allt á lækkuöu verði JAPISS rnm Skipagötu 1 • -83? 25611 Húsavík: í athugun að heíja vatnsútflutning Vatnsútflutningur, framleiðsla á drykkjarvorum og annar skyldur atvinnurekstur er til- gangur hlutafélags sem fimm einstaklingar á Húsavík vinna að stofnun á. Óskað hefur ver- ið eftir viðræðum við Húsavík- urkaupstað um samninga um vatnstöku til þessarar starfsemi og hefur bæjarráð samþykkt að ganga til þeirra viðræðna. Hugmyndin um útflutning á vatni er ekki ný af nálinni á Húsavík, að sögn Örlygs H. Jónssonar, héraðsdómslög- manns, en hann er einn fimm- menninganna sem rætt hafa stofnun hlutafélagsins. Með hon- um eru Hlífar Karlsson, mjólk- ursamlagsstjóri, Sigurjón Ben- ediktsson, tannlæknir, Árni Grétar Gunnarsson, verslunar- maður og Ragnar Þór Jónsson, fulltrúi. Örlygur sagði að ef viðbrögð bæjaryfirvalda yrðu jákvæð yrði skoðað hvort hugmyndin um út- flutning vatns gæti verið hagkvæm. Með aukinni mengun vatns í Evrópu væru forsendur fyrir útflutningi að breytast og hann gæti verið raunhæfur mögu- leiki. Síðan þeir félagarnir hefðu farið að velta hugmyndinni fyrir sér væru fleiri hér á landi farnir að skoða hana. Eftir er að senda sýni af vatni frá Húsavík í rannsókn erlendis en eldri rannsóknir munu hafa staðfest að um mjög gamalt og gott vatn væri þar að ræða. Auk vatnsútflutnings munu félagarnir hafa velt fyrir sér hugmyndum um framleiðslu drykkjarvara, bæði fyrir innlendan og erlendan markað. „Það verður að vaka yfir öllu og tími er til kominn að flytja út allt sem hægt er að flytja út, það er víst nóg um innflutninginn,“ sagði Örlygur í samtali við Dag. IM Sr. Pétur Sigurgeirsson biskup, blessaði safnaðarheimiii Akureyrarkirkju við vígslu þess sl. laugardag. Á sunnudag predikaði hann í hátíðarmessu í Akureyrarkirkju. Mynd: GoIIí Um 700 manns hlýddu á hátíðarmessu í Akureyrarkirkju sl. sunnudag: „Ég er þakklátur fyrir að lifa svona stund“ - segir sr. Birgir Snæbjörnsson sóknarprestur „Þetta var allt stórkostlegt og mér og öllum ógleymanlegt,“ sagöi sr. Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur á Akureyri, þegar hann var inntur eftir hátíðarhöldum vegna 50 ára afmælis Akureyrarkirkju um helgina. Á laugardaginn var nýtt safn- aðarheimili kirkjunnar vígt við hátíðlega athöfn. Stóri salur safn- aðarheimilisins var þéttsetinn og munu á fjórða hundrað manns hafa verið viðstaddir vígsluna. Við þetta tækifæri afhenti Sigríð- ur Stefánsdóttir, forseti bæjar- Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit: E-listi fékk fimm fulltrúa í sveitarstjóm en N-listinn tvo - kosningaþátttaka aðeins rösk 70% Á laugardag var kosin sveitar- stjórn fyrir Eyjafjarðarsveit, sem til verður við sameiningu Öngulsstaðahrepps, Hrafna- gilshrepps og Saurbæjarhrepps um næstkomandi áramót. Listi fráfarandi hreppsnefndar- manna, E-listi, fékk 5 menn kjörna í sveitarstjórn en Listi nýrra tíma í Eyjafjarðarsveit, N-listinn, fékk tvo menn kjörna. Að sögn Harðar Adólfssonar, formanns yfirkjörstjórnar, var kosningaþátttaka 71,5% en 632 voru á kjörskrá. Atkvæðin skipt- ust þannig að E-listinn fékk 284 atkvæði en N-listinn fékk 158 atkvæði. N-listann vantaði 13 atkvæði til að bæta við þriðja full- trúa sínum. Af E-lista voru kjörnir þeir Birgir Þórðarson, Ólafur Vagnsson, Sigurgeir Hreinsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Pétur Helgason. Af N-lista voru kjörnir þeir Atli Guðlaugsson og Jón Eiríksson. Þessi nýja sveitarstjórn mun taka við um áramót en hún mun fljótlega koma saman til óform- legra funda til að ræða ýmis þau mál sem ákvarðanir þarf að taka um strax og af sameiningunni verður. Atli Guðlaugsson, efsti maður N-lista, sagðist ánægður með að fá tvo fulltrúa þó að lítið hafi á vantað til að bæta þriðja fulltrú- anum við. „Þetta framboð hefur sannað sig, á því er ekki vafi. Við fáum fulltrúa í nefndir í sveitar- félaginu og höfum því áhrif. Ég held að það sé ekki annað hægt en vera ánægð með útkomuna," segir Atli. Hann segir líka að kosningaþátttakan veki athygli en svo virðist sem um 30% íbúa vilji nánast sem minnst af málefn- um sveitarfélagsins vita. „Ég reiknaði með um 80% kosninga- þátttöku og því kom þetta mér nokkuð á óvart.“ JÓH stjórnar Akureyrar, Ragnheiði Árnadóttur, formanni, sóknar- nefndar, áritað eintak af fyrsta bindi Sögu Akureyrar. Ingi Þór Jóhannsson, formaður sóknar- nefndar Glerársóknar, færði Akureyrarsöfnuði að gjöf mál- verk Kristins G. Jóhannssonar af Akureyrarkirkju. Þá bárust kirkjunni fjölmargar blómaskreytingar og árnaðarósk- ir á þessum miklu tímamótum. Á sunnudag var hátíðarmessa í Akureyrarkirkju í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar. Gríðar- legur mannfjöldi sótti messuna. í kirkjunni munu hafa verið ríflega 500 manns og þá er áætlað að á þriðja hundrað manns hafi hlýtt á messuna í gegnum hátalarakerfi í kapellu kirkjunnar og hinu nýja safnaðarheimili. Hr. Pétur Sigurgeirsson, biskup, predikaði, en sr. Sigurð- ur Guðmundsson, vígslubiskup, sr. Birgir Snæbjörnsson, sr. Ingólf- ur Guðmundsson og sr. Þórhallur Höskuldsson þjónuðu fyrir altari. Meðal gesta við messuna voru Óli Þ. Guðbjartsson, kirkjumála- ráðherra, og kona hans. Við upphaf messunnar gengu 15 prestar og biskupar í kirkju. Auk þeirra sem áður eru nefndir gengu til kirkju sr. Bolli Gústavs- son, sr. Hulda Hrönn M. Helga- dóttir, sr. Torfi Hjaltalín, sr. Sig- hvatur Karlsson, sr. Jón Helgi Þórarinsson, sr. Lárus Halldórs- son, sr. Svavar Alfreð Jónsson, sr. Hannes Örn Blandon, sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Sigmar Torfason. Við messuna var flutt fjöl- breytt tónlist. Meðal annars frumflutti Kór Akureyrarkirkju „í forgörðum Drottins", kórverk eftir akureyrska tónskáldið Jón Hlöðver Áskelsson. Að lokinni messu var öllum kirkjugestum boðið til veglegs kaffisamsætis í safnaðarheimil- inu. Þar voru bornar fram glæsi- legar kaffiveitingar, sem Kvem félag Akureyrarkirkju hafði veg og vanda að. Við þetta tækifæri voru flutt fjölmörg ávörp og voru margir heiðraðir, þ. á m. Birgir Snæ- björnsson, sem þjónað hefur Akureyrarkirkju í 30 ár, Dúi Björnsson, kirkjuvörður og Björg Baldvinsdóttir, sem sungið hefur nær óslitið í Akureyrar- kirkju frá vígslu hennar árið 1940. Þá bárust kirkjunni fjölmargar minningargjafir á þessum tíma- mótum. „Ég er þakklátur fyrir að lifa svona stund. Ég er í sjöunda himni að hafa þjónað fyrir altari við svona messu,“ sagði Birgir. óþh Presthólahreppur og Öxarfjarðarhreppur: Kosið um sameiningu rétt fyrirjólin Norðurland: Hálka á vegum Færð er góð á vegum norðan- lands, enda snjólétt, en hins vegar er víða mikil hálka og vegir varasamir af þeim sökum. Hjá Vegagerð ríkisins á Akur- eyri fengust þær upplýsingar að ekkert hefði þurft að hreyfa snjóruðningstæki og allir vegir væru færir. Akstursskilyrði eru þó víða slæm vegna hálkunnar, jafnt á fjallvegum sem láglendi. SS Birgir Þórðarson, efsti maður E-lista, segist sáttur við niður- stöðu kosninganna. „Auðvitað var erfitt að spá um úrslit fyrir- fram en maður gat alveg reiknað með þessari niðurstöðu. Kosn- ingaþátttakan vekur líka athygli og ég reiknaði með að hún yrði eitthvað meiri en raun bar vitni. Til margra ára hefur kosninga- þátttaka verið frekar dræm hér en kannski er fólk nú farið að þreytast á kosningum enda búið að kjósa þrisvar á þessu ári. Okk- ur hefur þótt fólk frekar áhugalít- ið um þetta sameiningarmál og kannski undirstrikar þessi þátt- taka þá skoðun,“ segir Birgir. Presthólahreppur og Oxar- fjarðarhreppur stefna að því að ganga í eina sæng og síðast- liðinn sunnudag var ákveðið að kosið skyldi um sameining- una 22. desember næstkom- andi. Ef ekki tekst að kjósa þennan dag, t.d. vegna ófærð- ar, verður kosið 29. desember. Undirbúningur fyrir hugsan- Iega sameiningu hefur gengið greiðlega, að sögn oddvita hrepp- anna, en eins og við höfum greint frá dró Kelduneshreppur sig út úr sameiningaráformunum. Þar eru skoðanir skiptar en íbúar hrepps- ins vilja þó eindregið að núver- andi samstarfi við hina hreppana verði haldið áfram. Búist er við að um 250 manns verði á kjörskrá í þessum des- emberkosningum en samkvæmt manntali 1. desember 1989 voru um 270 (búar í Presthólahreppi, flestir á Kópaskeri, og um 115 í Öxarfj arðarhreppi. Eins og margoft hefur komið fram hefur Presthólahreppur átt við fjárhagserfiðleika að stríða en staða Öxarfjarðarhrepps hef- ur verið þokkaleg. Jöfnunarsjóð- ur sveitarfélaga mun greiða kostnað vegna sameiningarinnar og 70% af launum sveitarstjóra í fjögur ár. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.