Dagur - 20.11.1990, Síða 6

Dagur - 20.11.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins kom víða við í yfirgripsmikilli ræðu sinni á 21. flokksþingi Framsóknarflokksins, sem haldið var í Reykjavík um helgina. Þar rakti hann í stórum dráttum það sem gerst hefur á yfirstandandi kjörtímabili og helstu verkefni sem bíða úrlausnar í náinni framtíð. „Hér þurfum við bæði að meta þann árangur sem hefur náðst og einnig að kort- leggja það sem er framundan,“ sagði forsætisráðherra m.a í inn- gangsorðum sínum. Steingrímur minntist á þær öru breytingar sem orðið hafa í heimin- um að undanförnu. „Þessar breyting- ar ná til okkar og það er enginn ann- ar kostur fyrir þessa þjóð en að fylgj- ast með þeim, velja það úrsem henni hentar best en hafna öðru. Ég bendi á þau kjörorð sem þingið hefur valið sér: „Öflug þjóð í eigin landi." Það er á þeim grunni sem við framsókn- armenn höfum starfað og munum starfa." Forystuhlutverk Framsóknarflokksins Forsætisráðherra ræddi um forystu- hlutverk Framsóknarflokksins og lagði áherslu á að flokkurinn skorað- ist ekki undan ábyrgð og hefði ekki í hyggju að hætta þátttöku í ríkis- stjórn, þótt formaður Sjálfstæðis- flokksins ætti sér þá ósk hvað heit- asta. Hann vék síðan að þeim aðstæðum sem hér ríktu þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð i Iok september 1988. „Þá blasti hér við afar erfitt ástand. í raun er óhætt að segja að stjórnleysi hafi ríkt mán- uðina á undan. Ástandinu var kannski hvað best lýst á þingi sam- taka fiskvinnslustöðva þar sem ein- um rómi var kveðið upp úr með það að fiskvinnslan hæfi ekki starfsemi að nýju eftir áramótin 1988/1989 án mjög róttækra aðgerða af stjórn- valda hálfu. Ríkisstjórnin horfðist í augu við þennan vanda og greip til aðgerða. Hún lét þó ekki freistast til þess að fella gengið í einhverju stóru stökki og kalla yfir þjóðina nýja verðbólguöldu og efnahagskoll- steypu. Við gripum til meiri skuld- breytinga en nokkru sinni áður hafa verið gerðar hér á landi. Við stofnuð- um Atvinnutryggingasjóð útflutn- ingsgreina og Hlutafjársjóð og veitt- um fjármagni í gegnum verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins. Þetta var nauðsynlegt til að koma í veg fyrir það gífurlega atvinnuleysi sem við blasti um land allt. Reyndar trúi ég því ekki að sjálfstæðismenn upp til hópa hefðu samþykkt slíkt ástandl hér í þessu landi, heldur aðeins nokkrir frjálshyggjuforystumenn. En okkur tókst ætlunarverkið, okkur tókst að koma í veg fyrir þá stöðvun atvinnulífsins sem samtök fiskvinnsl- unnar boðuðu upp úr áramótunum 1988/1989.“ Minnsta verðbólga í 20 ár Forsætisráðherra sagði að sér væri ljóst að það sem ríkisstjórnin hafi gert hafi ekki allt komið að tilætluðu liði og að mörg fyrirtæki ættu enn í erfiðleikum. En því óskaplega ástandi sem ríkt hefði í hverju ein- asta sjávarþorpi á íslandi og reyndar í höfuðborginni einnig, hafi verið forðað. Hann sagði árangurinn af starfi ríkisstjórnarinnar mjög mikinn. Á einu ári hafi gengi íslensku krónunnar verið leiðrétt í áföngum, án þess að til erfiðra auka- verkana kæmi. Jafnframt hafi við- skiptahallinn minnkað og vextir lækkað, „þótt lækkunin væri vissu- Við þurfum að finna leiðir til að koma í veg fyrir þetta. En um ára- mótin koma ný lög til framkvæmda sem m.a. heimila sveitarfélögum að sporna fótum við kvótasölu og þá kemur einnig hagræðingasjóður til sögunnar. Ég tel þann sjóð afar mikilvægan og furðulegt að útgerðar- menn skuli leggjast gegn stofnun hans, því hlutverk hans er að auka hagræði í fiskveiðum um allt land.“ Ótrúleg svikamylla Steingrímur sagði að eitthvert allra stærsta vandamál á sviði sjávarútvegs væri hinn gífurlegi og næsta óhefti útflutningur á ferskum fiski til Evrópubandalagsins. „Það er ótrú- legt að við íslendingar skulum falla í þá gryfju að afhenda okkar góða fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum Evrópubandalagsins, sem eru gífur- lega niðurgreiddar. Svo fáum við ekki að flytja inn okkar fersku flök á samkeppnisgrundvelli, því þau eru tolluð um 19 af hundraði. Petta er einhver sú ótrúlegasta svikamylla I sem hægt er að benda á. Og því mið- Steingrímur Ilerniannsson í ræðustól á flokksþinginu. Kjörorð 21. flokksþings Framsóknarflokksins: „Öflug þjóð í eigin landi“ - fiillkomin samstaða um að aðild að Evrópubandalaginu komi ekki til greina lega ekki eins mikil og við hefðum viljað." Síðast en ekki síst hafi stór- kostlegur árangur náðst í verðlags- málum og verðbólga nú, mæld á heilu ári, sé sú minnsta síðan 1970. „Þessi glæsilegi árangur er ekki stjórnarflokkunum einum að þakka. Aðilar vinnumarkaðarins eiga niik- inn hlut að þeirri miklu hjöðnun verðbólgu sem átt hefur sér stað. En því má ekki gleyma að þeir samning- ar, sem gerðir voru í febrúar síðast- liðnum og kenndir eru við þjóðar- sátt, byggðust á þeim árangri sem ríkisstjórnin hafði náð í viðureign- inni við verðbólguna. Án þess hefðu engir slíkir samningar verðið gerðir. Það má segja að þjóðarsáttin hafi innsiglað þann árangur sem náðst hafði,“ sagði forsætisráðherra enn- fremur. Nauðsynlegt að afnema lánskjaravísitöluna Steingrímur vék að vaxtamálunum og vitnaði m.a. í nýja skýrslu Seðla- bankans um vaxtamál þar sem segir að nýleg vaxtahækkun íslandsbanka hafi verið ótímabær. Hann sagði að á næstunni myndi ríkisstjórnin fjalla um á hvern hátt sé hægt að afnema lánskjaravísitöluna. Slíkt væri óhjá- kvæmilegt þar sem vísitölubinding fjár með þeim hætti sem hér tíðk- aðist væri óþekkt fyrirbrigði nú í öll- um öðrum löndum hins vestræna heims. Steingrímur sagði nauðsynlegt að gera ýmsar ráðstafanir til að styrkja húsbréfakerfið. Ríkissjóður yrði t.d. að samræma sína vexti og boðaði hann stefnubreytingu í þeim efnum með nýjum flokki ríkisskuldabréfa á næstu vikum. Hruni fiskistofnanna afstýrt Forsætisráðherra hrósaði Halldórj Ásgrímssyni fyrir styrka stjórn hans á sjávarútvegsmálunum og sagði honum hafa tekist betur upp við stjórn þeirra en nokkrum öðrum sj ávarútvegsráðherra. „Fólk vill stundum gleyma því að undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar hefur tekist að forða því, sem allar þjóðir í Norður-Atlantshafinu hafa orðið að þola: Hruni fiskistofnanna. Hér hefur tekist fyrir harða stjórn, sem sumir deila jú á eins og von er, að forða slíku hruni. Vitanlega hljót- um við að halda áfram að skoða hvernig réttast er að stjórna þessum málum þannig að allir fái aðgang að fiskimiðunum. Ég neita því til dæmis sannarlega ekki að ég hef miklar áhyggjur af því hvernig kvótinn er seldur milli landshluta og ég hef einnig áhyggjur af því að þeir sem eru ríkir að þessu leyti verði ríkari. ur hefur ekki náðst samkomulag um hvernig stjórna eigi þessum ferskfisk- útflutningi okkar. Aflamiðlunin er út af fyrir sig góð tilraun en hún hefur að mínu mati ekki tekist. Á undan- förnum 10 mánuðum hefur um 20 af hundraði af botnfiskafla okkar landsmanna verið fluttur út ferskur til Bretlands og Þýskalands. Er nema von að fiskvinnslufólkið um land allt kvarti undan lítilli vinnu? Ég er er alls ekki að boða það að við eigum ekki að selja ferskan fisk til neyt- enda. En við eigum alls ekki að láta glepjast til að gera þessa hluti. Það er athyglisvert að eingöngu um 13 af hundraði botnfiskaflans hafa verið seld hér á fiskmörkuðum. Að breyta þessu er mjög stórt verkefni. Hvern- ig sem annað leysist í samningum okkar við Evrópubandalagið hlýtur það að verða frumkrafa okkar að þessum viðskiptum verði hætt.“ Þurfum að standa vörð um velferðarkerfið Forsætisráðherra vék að velferðar- kerfinu og benti m.a. á að heilbrigð- iskerfið væri kjarni þess kerfis. „Gegnum heilbrigðiskerfið fara u.þ.b. 40% af öllum þeim tekjum sem ríkissjóður safnar inn. Það er þess vegna gífurlega mikilvægt hvernig þeim fjármunum er varið. Þetta er ekki síst mikilvægt nú þegar við stöndum í mikilli varnarbaráttu Rúmlega 500 manns sátu 21. flokksþing Framsóknarflokksins um helgina ■H 1 13% 11 lilp 1 ■ ! 1 j 11 |Lfcfe áJágii fyrir íslenska velferðarkerfið. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar öflug samtök boða að heilbrigðiskerfið skuli einkavætt, boða það í raun að menn skuli fá að njóta þjónustu þess eftir efnum og ástæðum. Við fram- sóknarmenn munum að sjálfsögðu aldrei taka þátt í að gera slíkar breyt- ingar né heldur núverandi ríkis- stjórn," sagði forsætisráðherra. Steingrímur hrósaði Guðmundi Bjarnasyni, heilbrigðis- ogtrygginga- málaráðherra fyrir að hafa beitt sér fyrir hagræðingu á öllum sviðum heilbrigðismálanna. Nefndi hann í því sambandi lækkun lyfjakostnaðar og aukna hagræðingu í rekstri stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mjög mikið hefði áunnist í þessum efnum en enn væri mikið verk óunnið. Stöndum frammi fyrir þremur kostum Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að láta barátt- una við verðbólguna hafa algeran forgang og ýmis þjóðþrifamál því þurft að mæta afgangi fyrir bragðið. Nefndi hann Lánasjóð íslenskra námsmanna og Byggingasjóð ríkisins sérstaklega í því sambandi. Steingrímur sagðist lengi hafa ver- ið þeirrar skoðunar að skattlagningin hér á landi væri of lítil. Hann sagðist telja að við getum ekki rekið það velferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp án þess að heimta eitthvað meiri skatta. Hann sagðist þó alls ekki vera að tala um skattlagningu í líkingu við þá sem er á hinum Norðurlöndunum. Þjóðin stæði frammi fyrir þremur kostum: Að skera velferðarkerfið niður að ein- hverju leyti á næstu árum; að láta fólk borga meira fyrir þá þjónustu sem veitt væri í velferðarkerfinu eða að ná meiri tekjum í ríkissjóð. „Það er auðvitað til önnur leið en að auka skattana og hún er sú að auka fram- leiðsluna í landinu. Það verðum við auðvitað að gera." Forsætisráöherra sagði að liður í þeirri áætlun væri m.a. að byggja nýtt álver á íslandi. Þess vegna styddu framsóknarmenn þá fyrirætlan, þótt byggðasjónarmiða hefði ekki verið gætt við staðarvalið. Magntakmörk og jöfnunartollar Steingrímur vék að tilboði Islands í GATT-viðræðunum og sagði það skynsamlcgt. Tilboðið væri í sam- ræmi við þá stefnu sem mörkuð hefði verið í búvörusamningnum. „í til- boðinu felast skilaboð um það að íslendingar séu tilbúnir til að breyta frá algeru banni í innflutning á unn- um landbúnaðarvörum, en háð magntakmörkunum og háð jöfnunar- tollum. Jöfnunartollar eiga að tryggja að ekki sé keppt á verðgrund- velli, heldur gæðagrundvelli. Ég ítreka að það er skýrt undirstrikað að íslendingar muni beita magntak- mörkunum." Forsætisráðherra sagði ennfremur að aldrei yrði hleypt inn í landið landbúnaðarvörum sem full- nægðu ekki ströngustu heilbrigðis- kröfum. Öflug þjóð í eigin landi Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjórnin hafði haldið vel á málstað íslands í Evrópumálunum en þær væri um að ræða stærsta hagsmuna- mál íslendinga um þessar mundir. Málstaður og sérstaða íslands hefðu verið vel kynnt. Hann lagði mikla áherslu á að ísland mætti ekki einangr- ast og yrði því að taka þátt í evrópskri samvinnu. Forsætisráðherra lagðist hins vegar algerlega gegn aðild íslands að Evrópubandalaginu. „Við ætlum ekkert að gefast upp eins og þeir sem segja að nú sé ekk- ert um annað að ræða fyrir „vesalings fsland" heldur en að kasta sér fyrir fætur Evrópubandalagsins. Nei, við framsóknarmenn viljurn, eins og kjörorð okkar segir, öfluga þjóð í eigin landi," sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra. Merkja mátti á viðtökum flokksþingsfulltrúa við orðum Steingríms að alger ein- hugur er meðal framsóknarmanna í þessu máli. BB.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.