Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Bændur athugið! Höfum tii sölu grasköggla, blandaöa með fiski- mjöli. Afbragðs fengieldisfóður. Hafið samband við Pétur í síma 95-38233. Skákmeim! 14. Minningarmótið um Júlíus Bogason verður hald- ið dagana 22.-25. nóvember n.k. Teflt verður í skákheimilinu Þingvallastræti 18 og hefst 1. umferð fimmtudaginn 22. nóvember kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir eftir „Norræna Monradkerfinu“. Upplýsingar og skráning í símum 26350 og 23635, einnig má skrá sig á mótsstað fimmtudaginn 22. kl. 19.00-19.25. Skákfélag Akureyrar. Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Borgarhlíð 6 a, Akureyri, þingl. eig- andi Jakob Jóhannesson, föstud. 23. nóv., '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru. Innheimtumaður ríkissjóðs, Hús- næðisstofnun ríkisins og Bæjar- sjóður Akureyrar. Dalsgerði 7 a, Akureyri, þingl. eig- andi Heiðar Jóhannsson, föstud. 23. nóv., '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður rikissjóðs og Bæjarsjóður Akureyrar. Fagrasíða 15 d, Akureyri, talinn eig- andi Bára Sigurðardóttir, föstud. 23. nóv., ’90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Árni Einarsson hdl. og Sigriður Thorlacius hdl. Fjólugata 13, Akureyri, þingl. eig- andi Jónas Aðalsteinsson, föstud. 23. nóv., '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Magnús Norðdahl hdl. Geislagata 12, Akureyri, þingl. eig- andi Hringur s.f., föstud. 23. nóv., '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: íslandsbanki. Hafnarstræti 29, e.h., Akureyri, tal- inn eigandi Vilhjálmur Halldórsson, föstud. 23. nóv., '9Ó, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Garð- arsson hdl. Hamarstígur 25, Akureyri, þingl. eigandi Hilda Árnadóttir, föstud. 23. nóv., 90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Fjárheimtan h.f. og Bæjarsjóður Akureyrar. Hamragerði 6, Akureyri, þingl. eig- andi Árni Jónsson, föstud. 23. nóv., '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður rikissjóðs, Sigur- mar Albertsson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Keilusíða 10 a, Akureyri, þingl. eig- andi Guðmundur Gunnarsson, föstud. 23. nóv., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Ingi H. Sigurðsson hdl. Lokastígur 1, íb. 02.01, Dalvík, þingl. eigandi Sigríður Guðmunds- dóttir o.fl., föstud. 23. nóv., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Ásgeir Thoroddsen hdl. Melasíöa 6 b, Akureyri, talinn eig- andi Hafdís Gunnarsdóttirog Ingvar Kristjáns, föstud. 23. nóv., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Halldór Þ. Birgisson, hdl. og Bæjar- sjóður Akureyrar. Múlasíða 10, Akureyri, talinn eig- andi Jóhann Purkhus, föstud. 23. nóv., ’90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóður Akureyrar og Benedikt Ólafsson hdl. Reynilundur 7, Akureyri, þingl. eig- andi Baldvin Björnsson, föstud. 23. nóv., '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Skarðshlíð 42, Akureyri, þingl. eig- andi Lilja S. Sigurjónsdóttir, föstud. 23. nóv„ '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Magnús H. Magnússon hdl., Róbert Árni Hreiðarsson hdl., Ólafur Axels- son hrl., Sigríður Thorlacius hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Steinahlíð 5 h, Akureyri, talinn eig- andi Gylfi Kristjánsson, föstud. 23. nóv., '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Húsnæðis- stofnun ríkisins. Syðri-Varðgjá, Öngulsstaðahreppi, þingl. eigandi Egill Jónsson, föstud. 23. nóv., '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Gústafsson hrl. og Hús- næðisstofnun ríkisins. Sæból, Dalvík, þingl. eigandi Hauk- urTryggvason, föstud. 23. nóv., '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Kristinn Hallgrímsson hdl. Tryggvabraut 22, 1. hæð, hluti, þingl. eigandi Einarsbakarí h.f., föstud. 23. nóv. '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður og Kristján Ólafsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Prófkjör, firamboð og kosningar Þetta greinarkorn er skrifað vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur vegna framboðsmála í Norðurlandskjördæmi eystra að undanförnu. Akureyringar hafa verið háværir vegna þess að þeir telja hlut sinn fyrir borð borinn þar sem enginn frambjóðandi á þeim listum sem hafa tilkynnt þátttöku sína í komandi kosning- um hafa Akureyringa í öruggu sæti. (Þess ber þó að geta að hugsanlega gæti Akureyringur orðið í fyrsta sæti á framboðslista Alþýðuflokksins en ólíklegt er að hann komi að manni vegna frammi- stöðu ráðherra flokksins í ál- málinu svonefnda. Þess ber einnig að geta að efsti maður á lista Sjálfstæðismanna telst með lögheimili á Akureyri.) Sem dæmi um málatilbúning af því tagi sem nefndur er hér tek ég kjördæmisþing Framsóknarmanna sem haldið var á Húsavík fyrir skömmu. Þar var mætur maður að nafni ,7óhannes Geir, bóndi skammt innan við Akureyri, næstum felldur úr þriðja sæti list- ans í þágu Akureyrings í þeim eina tilgangi að fá Akureyring í hugsanlegt þingmannssæti. Ég tel Jóhannes Geir jafn mikinn Akur- eyring eins og þann sem næstum felldi hann en fyrst og fremst lít ég á þá báða sem Eyfirðinga sem hafa hagsmuni Eyjafjarðar- svæðisins í huga í sínum málefna- flutningi en ekki þann bæ eða sveit sem þeir búa í. Það er þröngsýni að líta á Akureyri sem sérstakt fyrirbæri og verðum við að fara að temja okkur að líta á Eyjafjörð sem eina heild. Auðvitað liafa verið árekstrar milli hreppanna hér í kringum Akureyri og Akureyr- inga þar sem báðir aðilar hafa ásakað hinn um að troða á rétti hvors annars en ef sveitarstjórn- armenn, alþingismenn og almenningur meina eitthvað með því þegar talað er um Eyjafjörð sem eitt atvinnusvæði og leggja áherslu á samvinnu og samruna sveitafélaganna þá hljóta menn einnig að geta samþykkt að fram- bjóðendur til alþingiskosninga séu jafngildir hvort sem þeir búa í Olafsfirði, Eyjafjarðarsveit, Akureyri eða Grenivík svo dæmi sé nefnt. Eyfirðingar ættu fremur að sameinast um það að efstu menn á listum flokkanna kæmu af Eyjafjarðarsvæðinu þar sem atkvæðamagnið í kjördæminu er mest heldur en hitt hvort hann er Akureyringur eða búsettur á Svalbarðseyri. Framkvæmd prófkjöra Við megum ekki heldur sætta okkur við að flokksforusta eða kjördæmisráð fjórflokkanna ákveði röð frambjóðenda til Alþingiskosninga heldur knýja á um prófkjör í einni eða annarri mynd. Það er t.d. sprenghlægi- legt að fylgjast með framgangi Jóns iðnaðarráðherra í slagnum um öruggt sæti á lista kratanna. Fyrst var það öruggt sæti í Reykja- vík og nú svínbeygir flokksfor- ustan frambjóðendur flokksins á Reykjanesi svo Jón geti nú haldið sínu þingsæti. Það er tímabært að flokkarnir fari að koma sér upp ákveðnu kerfi við val frambjóð- enda til Alþingiskosninga. Það mætti t.d. prófa að hafa skoðana- könnun í kjördæmunum þar sem hinn óflokksbundni borgari fengi tækifæri til að raða frambjóðend- um eftir sínu höfði á lista flokk- anna í fyrstu umferð og vægi þeirra yrði þriðjungur. Síðan geta flokksbundnir félagar haft sitt lokaða prófkjör og valið eftir þeim venjulega þrýstingi sem þeir eru undir en þó haft til hlið- sjónar vilja hins almenna borg- ara. Auðvitað má finna mein- bug á framkvæmd slíkrar skoð- Benedikt Guðmundsson. anakönnunar og eflaust myndu einhverjir notfæra sér að raða Pétri og Páli í efstu sætin af ein- tómum skepnuskap en hvers vegna ekki að breyta um form því það hefur sýnt sig að ef menn vilja þá geta þeir beitt ótal brögð- um í prófkjörum og breytt því sem áður var talið nánast óbreyt- anlegt. Við höfum dæmi um það í nýafstöðnum prófkjörum viða um landið. íslenskt flokkakerfí Það hefur oftar en ekki sýnt sig í skoðanakönnunum blaðanna að um 30% aðspurðra hafa neita að taka afstöðu og hafa þeir flokkar sem verst hafa farið út úr við- komandi könnun bent á þennan fjölda og gefið í skyn að þarna væri hluti af þeirra fylgi sem ætti eftir að koma í leitirnar þegar að kosningum kæmi. Ég held að það sé stór hluti þessa fólks sem alls ekki fer á kjörstað og því væn- legra að stofna sérstakt stjórn- málaafl um þennan hóp sem hefði það eina markmið að skila auðu til að sýna óánægju sína í verki með ríkjandi ástand. Þessi atkvæði eru orðin þreytt á fjór- flokkakerfinu svokallaða og nýju framboðin, s.s. eins og Flokkur mannsins, Borgaraflokkur og hvað þau heita, höfða ekki til þessa fólks. Ég held að það sem mikill meirihluti þessa fólks vill sjá er tveggja flokka kerfi hér á landi. Við getum kallað þá hægri og vinstri nenn þess vegna en niegin málið er það að kjósendur margir hver ir eru óánægðir með endalausar í íálamiðlanir í öllum málum í þ/í stjórnarfyrirkomu- lagi sem ' ió búum alla jafna við hér á landi. Það er reyndar þann- ig ef menn nenna að lesa mark- mið og leiðir flokkanna almennt þá greinir þá ekki verulega á í flestum málum ef undan eru skildir Alþýðubandalagsmenn en það er nú ævinlega bara í orði en ekki á borði. Það má eiginlega segja að við séum öll einhverskonar jafnaðar- menn í eðli okkar en höfum greinst í Sjálfstæðis, Framsókn- ar, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks jafnaðarmenn. Þegar að er gáð og hlustað eftir hvað sumir stjórnmálamenn segja þá dettur manni í hug hvort viðkomandi sé ekki í vitlausum flokki. Það er jú staðreynd að margir Sjálfstæðis- menn ættu betur heima í Fram- sókn og öfugt eins og margur kratinn gæti þess vegna verið í Sjálfstæðisflokknum og aðrir í Alþýðubandalaginu og öfugt eins og flækingur fjölda manna milli flokka að undanförnu sýnir. Kosningar Allt bendir til þess að við íslend- ingar munum ganga að kjörborði seinnipartinn í maí á næsta ári. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið að fjalla um komandi kosningar. Hvað hver og einn kýs er hans mál en það er rangt að sitja heima og kjósa ekki. Kosninga- þátttaka í Norðurlandskjördæmi eystra hefur verið fremur dræm í undanförnum kosningum og tel ég það miður. Það er miklu betra að koma á kjörstað og skila auðu heldur en að sitja heima vegna þess að þá er almenningur búinn að sína í verki óánægju sína með það fyrirkomulag sem fyrir hendi er. Ennfremur er það þörf áminning til stjórnmálaflokkanna sem oft telja sig eiga það atkvæða- magn sem ekki skilar sér á kjörstað. Athugandi væri fyrir ráðamenn að endurskoða þær reglur sem gilda um atkvæða- fjölda sem til þarf til að stofna stjórnmálasamtök. Það er óþol- andi til þess að vita að menn geti myndað flokksbrot og óánægju- framboð sem eiga engan rétt á sér með örfá atkvæði á bak við sig. Ég pípí á allt kjaftæði um lýðræði og rétt minnihlutans því þeir sem að sérframboðum standa telja það nefnilega lýð- ræði að fá að gefa kost á sér eftir að þeim hefur verið hafnað innan hins hefðbundna mynsturs sem er þekkt í íslenskri pólitík. Það er siðlaust að nefna orðið lýðræði í sama mund og menn berjast við að fara í sérframboð vegna þess að þeir urðu undir í svokölluðum lýðræðislegum prófkjörum og forvali og það er beinlínis rangt að kallað það rétt minnihlutans. Því skora ég á kjósendur að kasta ekki atkvæði sínu á glæ, ef þeir eru óánægðir með fjórflokka- kerfið okkar, með því að kjósa sérframboðin og óánægjufram- boðin skila frekar auðu. Én fyrir alla muni mætið á kjörstað og takið afstöðu með einhverjum eða skilið auðu ef þið sættið ykk- ur ekki við ríkjandi ástand. Benedikt Guðmundsson. Af fiskum og flugum - veiðisaga og vangaveltur Kristjáns Gíslasonar Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina Af fiskum og flugum - Veiðisaga og vangaveltur eftir Kristján Gíslason. Hann hefur fengist við stangveiði í áratugi og er því öllum hnútum kunnugur í þess orðs fyllstu merkingu. Hann er líka fjölmörgum stangveiði- mönnum að góðu kunnur, ekki síst fyrir það að hafa skapað ýms- ar laxaflugur sem náð hafa vin- sældum meðal þeirra sem iðka fluguveiði á stöng. I kynningu Forlagsins segir m.a.: „í bók Kristjáns Gíslasonar lifnar íslensk náttúra fyrir hug- skotssjónum lesandans, blíð og grimm, nísk og gjafmild, allt eftir atvikum. Frásögn hans af veiði- ferðum sínum skírskotar bæði til byrjenda og gamalreyndra veiði- manna. Hún er allt í senn - nákvæm, lífleg og fjörug - og ekki síst krydduð ósvikinni glettni hins pennafæra rnanns." Af fiskum og flugum er 207 bls. auk 8 litmyndasíðna. AUK hf./Jóna Sigríður Þorleifsdóttir hannaði kápu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.