Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 20. nóvember 1990 - DAGUR - 13 Frá 50 ára afmæli Akureyrarkirkju Við upphaf hátíðarme.ssunnar sl. sunnudag gengu 15 prestar og biskupar til kirkju. í broddi fylkingar gengu með- hjálpararnir Heiðdís Norðfjörð og Gunnlaugur P. Kristinsson. Myndir: Golli. Kór Akureyrarkirkju frumflutti í hátíðarmessu á sunnudag nýtt kór- verk eftir Jón Hlöðver Askelsson, „I forgörðuni Drottins“. Við vígslu safnaðarheimilisins á laugardag, þegar þessi niyijd var tekin af hluta kórsins, söng hann íslensk þjóðlög og sígaunaljóð eftir Krahins. Talið er að á fjóröa hundrað manns hafi verið í safnðarheiniili Akureyr- arkirkju þegar það var tekið í notkun við hátíölcga atliöfn sl. laugardag. Akureyrarkirkja: Gíftirlegur fjöldi fólks tókþáttí hátíðarhöldunum Um helgina var efnt til mikilla hátíöarhalda í tilefni af 50 ára afmæli Akureyrarkirkju. Á laug- ardag var nýtt og glæsilegt safn- aðarheimili vígt við hátíðlega athöfn og voru á fjórða hundrað manns við vígsluna. Á sunnudag var hátíðarmessa í Akureyrar- kirkju og er gert ráð fyrir að um 700 manns hafi hlýtt á hana í kirkjunni, kapellu og safnaðar- heimilinu. Ljósmyndari Dags var á staðn- um og gefur hér að líta nokkur sýnishorn af hátíðarhöldum helg- arinnar. óþh Arnað heilla Gullbrúðkaup eiga 21. nóvember 1990 Sigfríður Jónsdóttir og Björn Ólason, Selaklöpp, Hrísey. Þau taka á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Hrísey sama dag frá klukkan 16.00. Aðstandendur barna m eru hvattirtil að gefa börnum sín- um jóladagatöl án sælgætis, t.d. jóladagatöl sjónvarpsins. K Tannverndarráð. Hestamenn! Eyjafirði og Þingeyjarsýslum Aðalfundur Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingey- inga verður haldinn að Ýdölum, Aðaldal, miðviku- daginn 21. nóvember kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Él ^Óla la föndur Boðið verður upp á hópkennslu í jólaskreyting- um, mánudaginn 26. nóvember kl. 19.30 að Bjargi. Allt efni á staðnum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 26888 milli kl. 12.30 og 16.30 daglega hjá Baldri. Sjálfsbjörg. i Hafnarfjarðar Vistheimili óskast Við leitum að heimilum fyrir börn og unglinga. Nauðsynlegt er að fósturforeldrar hafi hlýlega fram- komu og reynslu af uppeldi. Þeir sem áhuga hafa á að taka börn og unglinga á heimili sitt eru beðnir um að hafa samband við Ingelise Allentoft í síma: 91-53444 á milli kl. 13.00 og 14.00 alla virka daga. Félagsmálastjórnin í Hafnarfirði. Frá Kennaraháskóla kennara- íslands HASKOLI ÍSLANDS Nám í uppeldis- og kennslu- fræðum á Akureyri 1991-1992 Nám í uppeldis- og kennslufræðum, sérstaklega* ætlað list- og verkmenntakennurum framhaldsskóla, hefst við Kennaraháskóla íslands í byrjun janúar 1991. Námið fullnægir ákvæðum laga nr. 48/1986 um upp- eldis- og kennslufræði til embættisgengis kennara og skólastjóra og samsvarar fullu eins árs námi eða 30 námseiningum. Náminu verður dreift á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda það samhliða kennslustörfum. Að þessu sinni fer námið fram á Akureyri. Námið hefst með námskeiði dagana 2.-6. janúar 1991. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Fræðsluskrif- stofu Norðurlandsumdæmis eystra og á skrifstofu Kennaraháskólans. Umsóknir þurfa að hafa borist til Kennaraháskóla íslands fyrir 10. desember 1990. 14. nóvember 1990. Rektor K.H.Í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.