Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. nóvember 1990 - DAGUR - 3 4 fréttir Raufarhafnarhreppur: Auglýst eftir nýjum sveitarstjóra - bygging íþróttahúss hugsanlega næsta stórverkefni Staða sveitarstjóra í Raufar- hafnarhreppi hefur verið aug- lýst laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 10. des- ember. Að sögn Sigurbjargar Jónsdóttur, núverandi sveitar- stjóra, var það samkomulag gert við myndun meirihluta hreppsnefndar sl. vor að hún gegndi starfinu áfram út þetta ár en síðan yrði staðan auglýst laus til umsóknar. Ekki mun fastákveðið hvenær nýr sveitarstjóri tekur til starfa og verður væntanlega tekið mið af aðstæðum þess sem ráðinn verð- ur í stöðuna. Sigurbjörg sagðist þó reikna með að annaðhvort yrði miðað við áramót eða mán- aðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Nýbúið er að auglýsa stöðuna þannig að umsóknir eru ekki farnar að streyma ennþá. En livaða verkefni bíða nýs sveitar- stjóra á Raufarhöfn? Sigurbjörg svaraði því til að arftaki hennar myndi taka við ýmsum verkefn- um sem eru í gangi og halda utan um þau og nefndi hún t.a.rn. byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða í hreppnum. Reiknað er með að því stórverkefni Ijúki á næsta ári. „Við erum líka að gæla við þá hugmynd að geta byggt íþrótta- Guðný Gerður Gunnarsdóttir: Laxdalshús verði bæjarsögusafn - hugmynd um nýtingu hússins á borði menningarmálanefndar Menningarmálanefnd Akur- eyrar hefur rætt um nýtingu Laxdalshúss á grundvelli hug- mynda Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, forstöðu- manns Minjasafnsins á Akur- eyri. Hún leggur til að þetta elsta hús bæjarins verði angi af Minjasafninu og hýsi starfsemi sem tengist sögu Akureyrar. „Tillaga mín til menningar- málanefndar gerir ráð fyrir að í Laxdalshúsi verði sýningarhald í tengslum við sögu Akureyrar. Á sumrin væri kannski aðallega ver- ið að höfða til ferðafólks en fyrir utan ferðamannatímann mætti hugsa sér að húsið nýttist sem lif- andi safn fyrir bæjarbúa og að þar væri hægt að efna til skóla- sýninga," sagði Guðný Gerður. í Laxdalshúsi hefur verið ljós- Aðalfundur Félags hrossabænda: Traustsyfirlýsing við fulltrúa í kynbótanefhd - langur fundur og strangur Aðalfundur Félags hrossa- bænda var haldinn að Löngu- mýri í Skagafirði sl. föstudag. Félagið varð flmmtán ára gamalt í ár og um kvöldið var kvöldvaka fyrir fundargesti. Eitt það markverðasta sem kom fram á fundinum var traustsyfirlýsing við fulltrúa félagsins í kynbótanefnd hrossaræktenda. Að sögn Einars E. Gíslasonar, sem var endurkjörinn formaður, var mikið rætt um þau dómara- mál sem hafa verið í brennidepl- inuni í sumar og traustsyfirlýsing- in kom í kjölfar þeirrar umræðu. Ársskýrsla var lögð fram og einnig var rætt um hvort taka ætti upp spjaldadóma á hross í stað núverandi kerfis. Þeirri hugmynd var vísað til kynbótanefndarinn- ar. Samþykkt var að vinna með Búnaðarfélagi íslands að hrossa- rækt. Svokallað „stimpilmál“ bar einnig á góma og samþykkt að leitast við að ná samkomulagi við Búnaðarfélagið um það. Ákveð- ið var að blóðrannsókn þurfi á stóðhesta til að þeir komist í ættbók. Fundurinn stóð frá klukkan ellefu um morguninn til hálftíu um kvöldið og eftir það sáu Skag- firðingar um kvöldvöku og síðan var dansað fram eftir nóttu. Sérstakir gestir á fundinum voru búnaðarmálastjóri, ráðu- nautar Búnaðarfélagsins og ráðu- neytisstjóri landbúnaðarráðu- neytisins. Einar E. Gíslason var endur- kjörinn formaður og Halldór Gunnarsson sömuleiðis sem varaformaður. SBG Sjálfstæðisflokkurinn í Norðurlandskjördæmi eystra: Halldór, Tómas og Svan- hildur í efstu sætunum Gengiö var frá framboöslista Sjálfstæðisllokksins í Norður- landskjördæmi eystra á fundi kjördæmisráðs flokksins á Akureyri um helgina. Halldór Blöndal, alþingismaður, skipar áfram efsta sæti listans og Tómas Ingi Olrich, mennta- skólakennari á Akureyri, skipar annað sætið. í þriðja sæti er Svanhildur Árnadóttir, bæjar- fulltrúi á Dalvík. í síðustu alþingiskosningum fékk Sjálf- stæðisflokkurinn einn mann kjörinn í kjördæminu. Skipan í önnur sæti listans verður sem hér segir: í fjórða sæti verður Sigurður Björnsson Ólafsfirði, Jón Helgi Björnsson Laxamýri í S.-Þingeyjarsýslu í fimmta sæti, Kristín Trampe Ólafsfirði í því sjötta, Guðmund- ur Hólmgeirsson á Húsavík í sjö- unda, Árni Ólason Hrísey í átt- unda sæti, Valdimar Kjartansson Hauganesi í því níúnda, Anna Blöndal Akureyri í tíunda sæti, Björgvin Þóroddsson Garði Þistil- firði í ellefta sæti, Valgerður Hrólfsdóttir Akureyri í tólfta, Margrét Kristinsdóttir Akureyri í þrettánda sæti og Björn Dagbjarts- son Reykjavík í því fjórtánda. óþh myndasýning yfir sumarmánuð- ina og tengist sú sýning sögu Akureyrar. Hér er um að ræða nánari útfærslu á þeirri hugmynd og grunnhugmyndin byggir á að húsið verði bæjarsögusafn, enda vel til þess fallið sem elsta húsið og staðsett í elsta bæjarhlutan- úm. Guðný Gerður sagðist vel sjá fyrir sér að skólar gætu nýtt sér slíkt safn og einnig væri hægt að bjóða upp á fyrirlestra fyrir hópa og gönguferðir í sögulegum til- gangi út frá Laxdalshúsi. Hún gerir ráð fyrir að hér yrði um sameiginlegt verkefni Minja- safnsins og menningarmála- nefndar að ræða og hefur nefndin verið að skoða málið nánar. SS hús við sundlaugina og hugsan- lega yrði það næsta stórfram- kvæmd á staðnum. Það er ekkert íþróttahús til í sýslunni og eðli- legast væri að það risi á Raufar- höfn sem er miðsvæðis, ef það verður byggt á annað borð," sagði Sigurbjörg. Aðspurð sagði hún að ekki hefði verið farið út í formlegar viðræður við önnur sveitarfélög í Norður-Þingeyjarsýslu um hugs- anlegt samstarf við byggingu íþróttahúss en hún taldi að þetta ætti að geta orðið sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna. SS SiguröarGiihnnuidssomrhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Nýkomið Kjólar, blússur, pils, dömupeysur, angórahúfur, koddaver, svæfilver, dúkar í mörgum stæröum og margt fleira á hagstæðu verði. gureyrar höfundur Jón Hjaltason er komin út í takmörkuðu upplagi. Bókin er seld í öllum bókaverslunum á Akureyri, bókabúðum Máls og menningar Reykjavík og versluninni Sogni Dalvík. Er einnig seld í áskrift. Nánari upplýsingar í síma 96-27245. -------------------------------------------------------- Saga Akureyrar Pósthólf 334 . 602 Akureyri Vinsamlegast sendið mér, án nokkurs aukakostnaðar, Sögu Akureyrar, 1. b. Eg óska að borga bókina út í hönd við afhendingu Q eða með VISA[j] EUROQ] GIROQ íeinu[[] tvennu[] lagi. Verð bókarinnar er kr. 5.350,00. Ef staðgreidd kr. 5.000,00. Nánari uppl. í síma 27245. Kortnr. Gildir til: Nafn: Undirskrift: Kennitala: Heimilisfang: Sími:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.