Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. nóvember 1990 - DAGUR - 9 Handknattleikur, 1. deild: Enn ósigur hjá KA KA-menn máttu þola sinn 4. ósigur á heimavelli þegar liðið tapaði 24:27 fyrir íslandsmeist- urum FH á föstudagskvöldið. Meistararnir höfðu undirtökin nær allan tímann þrátt fyrir að í lið þeirra hafi vantað þrjá lykil- menn og sigur þeirra var öruggur. Staðan í leikhléi var 13:10, FH í vil. Leikurinn fór rólega af stað og þegar tæpar 7 mínútur voru liðn- ar skoruðu KA-menn fyrsta mark sitt og jöfnuðu 1:1. FH-ingar höfðu síðan frumkvæðið í frarn- haldinu en munurinn var ekki nema 1-2 mörk framanaf. I seinni hálfleik jókst munurinn og náði FH mest 5 marka mun. KA-menn náðu sér ekki á strik frekar en í síðustu leikjum og svo virðist sem einhver þreyta eða leiði sé í mannskapnum. Sóknar- leikurinn var þungur og voru það helst Pétur Bjarnason og Sigur- páll Árni sem gerðu góða hluti þar. Vörnin náði sér ekki á strik og markvarslan var lítil. Hjá FH-ingum voru Guðjón Árnason og Stefán Kristjánsson allt í öllu og Bergsveinn Berg- sveinsson varði þokkalega. Ann- ars var lítill meistarabragur á leik liðsins. Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 7/1. Pétur Bjarnason ö. Erlingur Kristjáns- son 5. Hans Guðmundsson 4, Andrés Magnússon 1. Mörk FH: Guðjón Árnason S. Stcfán Kristjánsson 8/3. Knútur Sigurðsson 4. Pétur Pctcrsen 3. Hálfdán Þórðarson 2. Þorgils Óttar Mathiescn 2. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hák- on Sigurbjörnsson. Gcrðu sín mistök cins og aðrir. Stefán Magnússon, Sigurður Arnar Ólafsson og félagar þeirra í KA lögðu HK í tveggja tíma leik á laugardaginn. Blak, 1. deild karla: Æsispennandi hjá KA og HK KA-menn unnu HK 3:2 í 1. deild karla í blaki á laugardag- inn. Leikurinn fór fram í íþróttahúsi Glerárskóla og var jafn og mjög spennandi. Þurftu liðin 115 mínútur til að gera út um viðureignina en það er óvenjulegt að blakleikir séu þetta langir. HK-ingar eru tæknilega sterkir og mjög baráttuglaðir. Þeir spila hratt og verjast vel á vellinum þannig að er erfitt að eiga við þá. Þeir byrjuðu með 15:9 sigri en KA-menn unnu næstu hrinu 16:14 og þá þriðju 15:13. Þájöfn- uðu HK-ingar 15:6 og komust síðan í 11:5. KA-menn söxuðu á forskotið og jöfnuðu 13:13 en HK-ingar skoruðu 14. stigið. KA-menn gáfust hins vegar ekki upp og náðu að skora þrjú síð- ustu stigin og tryggja sér sigur- inn. Blak, 1. deild kvenna: Völsungar í toppbaráttu Völsungur nældi sér í fjögur stig í 1. deild kvenna í blaki um helgina. Liðið lék þá tvo heimaleiki og vann báða, HK 3:0 og Þrótt N. 3:1. Völsungur hafði allmikla yfir- burði í fyrri leiknum enda mót- staðan ekki mikil. Leikurinn náði aldrei að verða spennandi eða skemmtilegur en úrslitin í hrin- unum urðu 15:9, 15:4 og 15:6. Leikurinn gegn Þrótti var sveiflukenndur hjá Völsungi, lið- ið lék ágætlega á köflum en datt niður þess á milli. Fyrsta hrinan var jöfn en Völsungur hafði þó sigur, 15:13. Þróttarar unnu næstu hrinu með sama fnun en eftir það tóku Völsungar öll völd og sigruðu tvívegis 15:8. Völsungsliðið er í þriðja sæti með 10 stig eftir sjö leiki. Liðið virðist hafa alla burði til að blanda sér í toppbaráttuna og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá því. m helgina, unglingamót og úrtökumót fyrir bæjakeppni. Greint verður frá Handknattleikslið Völsungs lék tvo útileiki um helgina. A föstudagskvöldið mætti liðið ÍS í Reykjavík og sigraði 20:16 en tapaði síðan 24:23 fyrir Afturcldingu daginn eftir. Leikurinn á föstudagskvöldið var slakur hjá báðum liðum en sigur Völsunga var þó öruggur. Liðið náði fljótlega 3-4 marka forystu og hélt henni síðan út leikinn. Ásmundur Arnarsson varð markahæstur Völsunga með 7 mörk en Haraldur Haraldsson skoraði 6. Óhætt er að segja að Völsung- ar hafi kastað frá sér sigrinum í köflóttum leik gegn Aftureld- ingu. Liðið byrjaði á að ná 5 Ásmundur Arnarsson var marka- hæstur í báðum leikjunum. marka forystu í fyrri hálfleik en heimamenn söxuðu á forskotið og náðu að jafna í byrjun seinni hálfleiks. Völsungar náðu aftur forystunni og þegar skammt var til leiksloka var staðan 21:17 þeim í vil. Þá kom afleitur kafli hjá Húsvíkingunum og Aftureld- ing skoraði 6 mörk í röð og tryggði sér sigurinn. Þessi leikur var ágætur að mörgu leyti en Völsungar naga sig sennilega í handarbökin yfir úrslitunum. Ásmundur varð aftur markahæstur með 7 mörk en Haraldur og Helgi Helgason skoruðu 5 hvor. Helgi fékk að líta rauða spjaldið í leikslok fyrir mótmæli við dómarana. KA-menn áttu tvímælalaust sinn besta leik á þessu keppnis- tímabili, baráttan var mikil og leikur liðsins er að smella saman. HK-liðið barðist einnig mjög vel en reynsluleysi virtist segja til sín þegar leikmenn þess létu skapið hlaupa með sig í gönur í lokin. KA-menn eiga erfitt verkefni fyrir höndum því um næstu helgi fer liðið til Reykjavíkur og leikur þar gegn ÍS og Þrótti. Pétur Bjarnason og félagar hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Þeir eiga útilcik gegn Selfyfsyngum í kvöld. Mymi: Guiií. Handknattleikur, 1. deild: Völsungar misstu niður gjörunninn leik - gegn Aftureldingu - sigruðu ÍS 20:16

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.